Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1995, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1995, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1995 9 Utlönd Díana gerlr dómsátt og hættir við að mæta fyrir rétt: Gluggagægir græðir á henni - talið vera mikill ósigur fyrir hana Öþekktur milljónamæringur hjálpaði Díönu prinsessu við að ná dómsátt í málinu sem hún höfðaði út af myndunum frægu sem teknar voru af henni á laun þegar hún var að æfa líkamsrækt og birtust í blað- inu Daily Mirror í nóvember 1993. Dómsátt þessi kostaði mikinn pen- ing, eða um 50 milljónir íslenskra króna, og það borgaði þessi óþekkti milljónamæringur. Enginn græðir þó meir á dómsáttinni en Bryce Tayl- or, eigandi líkamsræktarstöðvarinn- ar sem tók myndimar og seldi blöð- unum. Hann mun fá um 10 milljónir sjálfur vegna dómsáttarinnar og má síðan búast við háum upphæðum fyrir viðtöl og annað slíkt á næst- unni. Ekki má svo gleyma summun- um sem hann fékk þegar hann seldi myndirnar sjálfar á sínum tíma. Dómsáttin var gerð vegna þess að konungsfjölskyldan gat ekki hugsað sér að Díana yrði fyrsti meðlimur fjölskyldunnar til'að vitna fyrir rétti. Díana sagði hins vegar alltaf að hún væri tilbúin til þess. Taylor var bú- inn að ráða fjöldann allan af dýrum Fjögurra daga heimsókn Díönu prinsessu til Japans lauk i gær. Prinsessan hitti meðal annarra keisarahjónin í gær þegar þau buðu henni í te. Færeyingar og Bretar: Vilja násamningum í olíudeilu ríkjanna Færeyingar og Bretar gera sér vonir um að samningar takist í deilu þeirra um hafsvæði milli Færeyja og Hjaltlands þar sem Bretar hafa fund- ið olíu sín megin miðlínunnar og Færeyingar vonast eftir hinu sama. „Við lögðum áherslu á þann vilja okkar að komast að samkomulagi," sagði Douglas Hurd, utanríkisráð- herra Bretlands, í Kaupmannahöfn í gær eftir viðræðufund með Edmundi Joensen, lögmanni Færeyja. Samningamenn þjóðanna hittast síðar í þessum mánuði og frekari fundir eru áformaðir í vor. Viðræður um hafsvæðiö umdeilda hófust árið 1991. Ekki verður hægt að úthluta olíufélögum leyfi til vinnslu á hafsbotninum fyrr en sam- komulag hefur tekist um skiptingu svæðisins. Þess hafa sést merki að þohnmæði deiluaðila sé á þrotum en enginn hefur þó áhuga á að máhð fari fyrir Alþjóðadómstóhnn í Haag þar sem það gæti dregist á langinn. Tahð er að Færeyingar krefjist þess að miðlínan verði látin ráða, rétt eins og gert er þegar fiskveiðilögsaga er ákvörðuð. Breskir embættismenn munu hins vegar vera lítt hrifnir af þeim hugmyndum. Reuter lögfræðingum sem ætluðu sér að láta Díönu sitja löngtun stundum í vitna- stúkunni. Breskir fjölmiðlar réðu sér vart af kæti yfir þeim tíðindum. Rétt- arhöld áttu að hefjast eftir fimm daga en nú verður ekkert af þeim. Dómsátt þessi þykir vera mikih ósigur fyrir Díönu. Hún fær þó fram afsökunarbeiðni frá myndasmiðnum og ritstjórum Daily Mirror og trygg- ingu fyrir þvi að myndirnar verði aldrei notaðar aftur. Hún sleppur fyrir að mæta fyrir rétt en hinir brot- legustórgræðaáhenni. Reuter GísJi Kristjánsaon, DV, Ósló: Einn helsti mannréttindafröm- uður S-Afríku, presturinn Allan Boesak, er grun- aður nm aö hafa tekið í eigin þarf- ir um 30 milljónir íslenskra króna af fé sem hjálpar- stofnaifir kirkn- anna á Norður- löndum afhentu Allan Boesak. „Friðar- og réttlætisstofnuninni“, sem hann var í forsvari fyrir, á síð- ustu árum til að bæta kjör s vartra. Frumrannsókn málsins hefur leitt í Ijós að milljónirnar eru horfhar úr vörslu Boesak án þess að séð verði að þær hafi verið not- aðar fil lfiálparstarfs, hins vegar hefur hann sjálfur eignast glæsi- vhlu sem metin er á 30 milljónir. Boesak bað í gærkvöldi Nelson Mandela, forseta Suður-Afriku, að skipa lögfróðan mann til að rann- saka máhð. Boesak segist alsaklaus þótt hann geti ekki svarið fyrir að féð hafi tapast í vörslu hans. Umrætt söfnunarfé var sent frá bjálparstofnunum fyrir milhgöngu alkirifiuráðsins. Boesak hefur um langt skeið notið stuðnings hjálpar- stofnunar kirkjunnar i Noregi og lýstu yfirmenn hennar í gærkveldi yfir sárum vonbrigðum. 28" LITASJONVARP PL____________ # Hágceða Surround Nicam-Stereo! • Nicam Stereo Surround-hljómgæði • íslenskt textavarp • Super Planar myndlampi • og margt fleira... ALLT ÞETTA FYRIR AÐEINS 7 STGR. SlÓNVnRPSMIÐSTÖÐIN SIÐUMULA 2 • SIMI 68 90 90 Ætlarðu að missa af þessum einstöku möguleikum? Við drögum á morgun. HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.