Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1995, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1995, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1995 Fréttir Fréttamaður Stöðvar 2 kynnti sig sem annað en fréttamann í fréttaviðtalL við Nígeríumann: Blaðamaður má aldrei villa á sér heimildir er samdóma álit yfirmanna á ritstjómum annarra flölmiðla Blaðamaöur má ekki villa á sér heimildir, sigla undir fólsku flaggi, þegar hann aflar frétta. Hann verður ætíð að segja til nafns og tilkynna viðmælanda sínum í upphafi samtals á hvers vegum hann starfar. Þetta er samdóma álit yfirmanna á rit- stjórnum þeirra fjölmiðla sem DV ræddi við í gær. Tilefni þess að leitað var til yfir- mannanna var frétt á Stöð 2 í fyrra- kvöld þar sem tilraunir nígerískra aðila tö fá íslendinga til að fjárfesta í ýmsum verkefnum voru til umfjöll- unnar. í fréttinni var leikið símavið- tal fréttamanns við nígerískan viö- skiptaaðila þar sem spurt var út í þessi viðskipti. í upphafi samtalsins kynnti fréttamaðurinn sig ekki sem fréttamann Stöðvar 2 heldur sem fulltrúa hérlends fyrirtækis sem hefði áhuga á fjárfestingum. Engin rök sem heimila þetta „Menn mundu ekki fara svona að á þessari fréttastofu og hafa mér vitandi 'ekki gert það. Það er alveg skýrt í okkar vinnureglum að við verðum að kynna okkur undir nafni sem fréttamenn Sjón- varpsins þegar við öflum frétta. Það getur verið að einhverjum þyki í lagi að með illu skuli ilit út reka. En get- ur nokkur tekið sér það bessaleyfi að villa á sér heimildir þó tilgangur fréttarinnar sé að Eoma upp um eitt- hvert sukk og svínarí? Ég sé engin rök sem heimila það,“ sagði Árni Þórður Jónsson, vaktstjóri á frétta- stofu Sjónvarpsins, við DV. Skaðar aðra fjölmiðla „Blaðamaður má aldrei sigla undir fölsku flaggi, þykjast vera annar en hann er. Á sama hátt mega aðrir aðilar aldrei taka á sig gervi blaða- manns. Almenn- ar siðareglur í þjóðfélaginu banna mönnum að villa á sér heimildir. Vegna sérstakrar stöðu og aðstöðu fjölmiðla í þjóðfé- laginu er sérstaklega brýnt að þetta sér virt í samskiptum fjölmiðla við viðmælendur þeirra. Ég saup hveljur þegar ég sá umrætt atvik í fréttatíma Stöðvar 2, og vona að ég þurfi aldrei aftur að verða vitni að slíku. Slíkt atvik veldur álitshnekki viðkomandi fjölmiðils og skaðar óbeint aðra fjölmiðla um leiö,“ sagði Jónas Kristjánsson, ritstjóri DV. Verða að koma fram undir nafni „Ég sá ekki þessa frétt og ætla ekki að dæma hana. En það er klárt að fréttamennveröa að koma fram undir fullu nafni. Annað gengur ekki. í okkar fréttareglum verða menn enn fremur að láta við- mælandann vita að þeir séu að taka samtaiið upp. Ég get ekki séð það fyrir mér að fréttamaður á frétta- stofu Ríkisútvarpsins mundi hringja í einhvern mann úti í bæ undir fólsku yfirskini," sagði Kári Jónasson, fréttastjóri á Ríkisútvarpinu. „í þessu sambandi skiptir engu máli þó viðmælandinn sé langt úti í heimi. í nútímafjarskiptum er heim- urinn alltaf að skreppa saman. Við- mælandinn getur verið kominn inn á gólf til manns fyrr en varir og feng- ið allar upplýsingar um okkur.“ Þekkt viðöflun bakgrunnsupplýsinga „Ég get ekki talað um þetta ákveðna dæmi sem fulltrúi Siða- nefndar Blaða- mannafélagsins og má það ekki, Þar að auki sá ég ekki fréttina. Al- mennt séð getur verið munur á því hvort menn eru að ná sér í ýms- ar bakgrunnsupplýsingar við undir- búning frétta eða vinnslu beinna frétta. Þannig er frægt dæmið af Þjóðverianum Gunther Walraff, sem fór í dulargervi við upplýsingaöflun sína og skrifaði um það bækur. Þá geta menn til dæmis lent í því að þurfa að kynna sér fíkniefnaheiminn eða glæpagengi á íslandi og villt á sér heimildir til að ná í almennar grunnupplýsingar frá þeim vett- vangi. Eg efast um að menn væru tilbúnir að fordæma slíkt alveg skil- yrðislaust. En í beinni frétta- mennsku, þar sem beint er haft eftir nafngreindum mönnum, er ekki veijandi að menn villi á sér heimild- ir,“ sagði Mörður Árnason við DV. Mörður hefur starfað sem blaðamað- ur og á sæti í siðanefnd Blaðamanna- félagsins. Á móti okkar vinnureglum „Við mundum ekki leyfa það að okkar blaða- mennsiglduund- ir fölsku flaggi. Það er á móti okkar vinnuregl- um. Það má eng- inn blaðamaður Morgunblaðsins kynna sig undir öðru nafni en sínu eigin og að hann vinni annars staðar en hann gerir. Það ber öllum blaðamönnum Morg- unblaðsins að kynna sig við fréttaöfl- un, það er alveg klippt og skorið," sagði Matthías Johannesen, ritstjóri Morgunblaðsins en tók um leið fram að hann hefði ekki séð umrædda frétt. „Ég man ekki eftir því að við hefð- um nokkurn tíma notað umræddar aðferðir enda sé ég ekkert sem rétt- lætir þær.“ Alþekkt aðferð „I lok samtals- ins sagði frétta- maðurinn að hann væri á veg- um Stöðvar 2 og ætlaði að nota samtalið í frétta- tíma, þó það hafi ekki komið fram í sjálfum frétta- tímanum. Gaf maðurinn þá leyfl til að við notuðum samtalið. Það er í rauninni ekkert sem bannar þessi vinnubrögð en auðvitað verður maður að meta eðli hverrar fréttar fyrir sig. Þetta er al- þekkt aðferð utan úr heimi og sást síðast í fréttatímanum „60 minutes“ á sunnudsgskvöld, einum virtasta fréttatíma í heimi. Þar fóru menn með myndvél innan klæða á fund fjárglæframanna í Nigeríu. Þar voru notaðar sambærilegar aðferðir og við notuðum. Hefði fréttamaðurinn kynnt sig sem slíkan í upphafi sam- talsins hefði ekki orðið úr því eðlilegt símtal. Og hefði maðurinn ekki gefið leyfi fyrir birtingu símtalsins í lokin efast ég um að -við hefðum birt það,“ sagði Sigmundur Ernir Rúnarsson, varafréttastjóri á Stöð 2. - Eru eirihverjar aðstæður sem réttlæta notkun þessarar aðferðar? „í reynd tel ég okkur ekki hafa verið að villa á okkur heimildir. Fréttamaður okkar hringdi fyrir hönd fyrirtækisins og kynnti sig sem slíkan, fékk þær upplýsingar sem hann þufti á að halda og að loknu símtali óskaði hann eftir að fá að birta það í fjölmiðli og á það var fall- ist. Hver sem er hefði getað aflað sér þessara upplýsinga með því einu að lyfta upp símtóli." í dag mælir Dagfari Mannréttindi að gjöf Þegar forráðamenn þjóðarinnar uppgötvuðu að þjóðin þyrfti að halda upp á fimmtíu ára afmæli lýðveldisins á síðastliðnu sumri fannst þeim viðeigandi að gefa henni afmælisgjöf. Afmælisgjafir tíðkast á stórafmælum og þannig hafa forráðamenn þjóðarinnar ver- ið rausnarlegir fyrir hönd þiggj- endanna með því að láta þá gefa sjálfum sér landgræðsluátak og þjóðarbókhlöður og ýmislegt ann- að gagnlegt, sem forráðamönnum þjóðarinnar hefði verið um megn að gefa nema með því aö láta þiggj- endurna borga gjöfina til sín. Til gamans má rifja þaö upp aö Þjóðarbókhlaðan var gjöf til þjóð- arinnar á ellefu hundruð ára af- mæli íslandsbyggðar frá forráða- mönnum þjóðarinnar, sem lögðu síðan sérstakan skatt á þjóðina til að hún hefði efni á að þiggja gjöf- ina. Skatturinn átti að renna sér- staklega til byggingar Þjóðarbók- hlöðu. Síðan tóku forráðamenn þjóðarinnar þennan skatt til ann- ars brúks og Þjóðarbókhlaðan tafð- ist í aldarfjórðung vegna þess að forráöamenn þjóðarinnar höfðu ekki efni á að taka meiri peninga frá þjóðinni til að hún hefði efni á að gefa sjálfri sér Þjóðarbókhlöðu. Svo kom að því að Þjóðarbók- hlaðan var vígð sem gjöf til þjóðar- innar og var það eftirminnileg stund þegar forráðamenn þjóðar- innar þökkuðu hver öðrum fyrir rausnarskapinn og þjóöin samein- aðist í þakklæti til forráðamanna þjóðarinnar fyrir að hafa leyft sér að leyfa þeim að gefa þeim Þjóðar- bókhlöðuna sem þjóöin borgaði. Þannig fór með þá gjöf. Nú var sem sagt aftur afmæli síð- asthðið sumar í tilefni af hálfrar aldar afmæh lýöveldisins og for- ráðamenn þjóðarinnar tóku ekki annað í mál heldur en að gefa þjóð- inni afmælisgjöf til að minnast af- mælisins. Lengi stóð þaö í forráöa- mönnunum hver gjöfin ætti að vera en loks náðist samkomulag um að verðug gjöf væru aukin mannréttindi og var því iörmlega og hátíðlega lýst yflr á Alþingi í sumar að nú mundi þjóðin loksins öðlast fullkomin mannréttindi eftir fimmtíu ára strit. Lagaspekingar fengu það verk- efni hjá forráðamönnum þjóðar- innar að semja ný stjómarskrár- ákvæði um mannréttindi og þau hafa nú séö dagsins ljós. Ekki hefur þó tekist betur til en svo að flest þau samtök og félög, sem láta sig mannréttindi varða, hafa risið upp og mótmælt tillögun- um um mannréttindin. Það kemur sem sagt í ljós að hin nýju mann- réttindi eru hálfu verri en þau sem fyrir eru. Þau skerða mannréttindi ef eitthvað er. Þau takmarka fé- lagafrelsi, tjáningarfrelsi, prent- frelsi og nánast hvaða frelsi sem er. Þau litlu og ómerkilegu mann- réttindi, sem þjóðin hefur búið við, eru nefnilega svo mikil að forráða- menn þjóðarinnar vhja gefa þjóð- inni það í afmæhsgjöf að skerða þau til að mannréttindin verði minni, til að þjóðin geti betur treyst forráðamönnum þjóðarinnar að stjórna því hvaða réttindi þjóðin fær að búa við. Þegar þjóðin bendir á þessa þver- sögn segja forráðamenn þjóðarinn- ar að þetta sé aht byggt á misskhn- ingi. Sá misskhningur er fólginn í því að þjóðin á ekki að skhja aukin mannréttindi á þann veg að hún fái meiri mannréttindi, heldur að mannréttindin séu sett í fastari skorður til að frelsi þjóðarinnar til orðs og æðis verði ekki misnotað í andstöðu viö forráðamenn þjóðar- innar. Þannig á að treysta þau mann- réttindi að mannréttindi séu ekki misnotuð til að skerða mannrétt- indi annarra og þar á meðal for- ráðamanna þjóðarinnar. Með öðr- um orðum: réttindi þjóðarinnar til að nýta sér mannréttindi sín eru háð því skilyrði að mannréttindi skerði ekki mannréttindi annarra! Miklar dehur eru nú risnar um þessi nýju mannréttindaákvæði enda vhl þjóðin forða sér frá því að auka mannréttindin með því að minnka þau. Forráðamenn þjóðar- innar eru hins vegar sannfærðir um að núverandi mannréttindi séu á misskhningi byggð og andstaða gegn nýjum mannréttindaákvæð- um sé á misskhningi byggð og þjóð- in eigi aftur að vera þakklát fyrir að forráðamenn þjóðarinnar hafa enn og aftur vit á því að gefa þjóð- inni afmælisgjöf sem sé þjóðinni fyrir bestu og komi í veg fyrir aö mannréttindi séu misskihn og mis- notuð. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.