Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1995, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1995, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1995 Sérstæð sakamál „Dóttir sólarinnar" Hún fæddist í Istanbúl í Tyrk- landi en uppeldið var ekki í sam- ræmi við þarlendar fjölskylduhefð- ir og þegar Sirvat Biacakcioglu varð tuttugu og sex ára var hún orðin kunn magadansmær. Stað- bundin frægð nægöi henni þó ekki því hún vildi út í heim en þar taldi hún að fé og frami biði hennar. Og tækifærið til þess að yfirgefa heimalandið kom þegar hún kynnt- ist Englendingnum Albert Camp- bell sem kom eitt kvöld í klúbbinn þar sem hún dansaði og hreifst af henni. Hin fagurvaxna magadansmær var gerólík þeim konum sem Campbell var vanur að umgangast heima fyrir. Hann reyndi að kom- ast í samband við hana og honum til undrunar lét hún það ekki á sig fá þótt hann væri fimmtán árum eldri en hún. Reyndar hefði hana líklega htlu skipt þótt hann hefði verið fimmtíu árum eldri því að hún var á höttunum eftir breskum ríkisborgararétti. Og hann fengi hún með því að giftast Campbell. Stuttog laggott Viku áður en dvöl Campells í Ist- anbúl lauk voru þau Sirvat gefin saman. Hann hélt síðar stoltur með hana heim til Englands en gleði hans varð skammvinn. Skömmu eftir heimkomuna tilkynnti Sirvat honum að hún væri búin að fá nóg af honum og hélt sína leið. Eftir það heyrði hann ekki neitt af henni mjög lengi. Það átti sér hins vegar eðlilega ástæðu. Hún breytti nafni sínu í Sylvía en tók jafnframt upp nafnið „Dóttir sólarinnar". Undir því dansaði hún magadans víða um Bretland og hafði af því góðar tekj- ur. En „Dóttir sólarinnar" var fjár- frek og hafði mikla þörf fyrir náin kynni af karlmönnum. Ein vin- kvenna hennar, Anna Ling, sem var af kínversku bergi brotin, lýsti henni þannig: „Sylvía þoldi ekki aö fara ein í rúmið. Hún naut karla eins og sumir áfengis. Hún vildi þá „óútþynnta“.“ Þessi siður Sylvíu varð til þess að á skömmum tíma gekkst hún undir frnim fóstureyðingar. Happdrættis- vinningurinn Um þesar mundir bjó í Carlisle Bryan Muckley. Hann var einka- barn og hafði móðir hans dekrað við hann á alla hugsanlega vegu þegar hann var drengur. Bryan haföi kvænst alllöngu áður en þeir atburðir sem hér segir frá gerðust og um árabil bjó hann með konu sinni, Lydíu Ann, í húsi móður sinnar. En eftir átján ára hjóna- band fannst eiginkonunni afskipti tengdamóðurinnar af nær öllu, þar á meðal uppeldi bamanna tveggja, Amelíu og Kennets, gersamlega. óþolandi. Lydía Ann tók því dag einn föggur sínar og hvarf á braut. Meðan Bryan var að jafna sig vann hann jafnvirði tíu milljóna króna í knattspymugetraunum. Hann gaf móður sinni tíunda hlut- ann og hvom baminu um fimmta hluta þess sem móöir hans fékk. Síðan greiddi hann áhvOandi veð- skuldir af húsi móður sinnar. Að því loknu hélt hann út í heim þar sem hann lék auðmann. Hjúskapar- miðlarinn Fimm mánuðum síðan sneri Bry- an heim, félaus. En hann sagði eng- um frá því að hann hefði eytt hveij- um eyri. Þess í stað hugðist hann nýta sér það orð sem af honum fór sem efhamanni til að finna sér ríka konu sem hann gæti látið sjá fyrir „Dóttir sólarinnar", Sylvía Campbell, áður Sirvat Bryan Muckley. Biacakcloglu. Anna Ling. sér í þeim stíl sem hann hafði nú vanist. í þeim tilgangi sneri hann sér til hjúskaparmiðlara og ekki leið á löngu þar til Bryan barst bréf frá þrjátíu og fimm ára gam- alli „ekkju, vel stæðri en ein- mana“. Hún kvaðst vera að leita að góðum og kærleiksríkum manni. Konan var Sylvia Campbell en hún notaði enn eftirnafn manns- ins sem hún hafði yfirgefið. Þau Bryan og Sylvía hittust og hófst nú mikill blekkingaleikur. Hvorugt átti neina peninga sem orð var á gerandi en bæði létust vera efnuð. Kynni þeirra urðu náin og fannst Bryan mikið til þess koma hve góö ástkona Sylvía var. Bankalánið Nektardansmærinni tókst jafn- vel að leyna féleysi sínu og Bryan. Honum fannst hún því góður kost- m- og dag einn ákvað hann að láta til skarar skríða og taka af allan vafa um að hann vildi hafa hana sér við hlið um aldur og ævi. Hann fór í bankann og bað um lán upp á jafnviröi um þrjú hundruð þúsund króna en fyrir það fé hugðist hann kaupa trúlofunarhring. Hann gaf bankanum þá skýringu á fjárþörf- inni að hann hefðu fest helming fjár síns í verðbréfum sem ekki væri auðvelt að selja nær fyrir- varalaust. Hann fékk lánið og taldi sig á grænni grein. Ekki liði á löngu þar til hann kæmist í sjóði Sylvíu og allur fjárhagsvandi hans væri úr sögunni. Þau Bryan og Sylvía voru saman í hálft annað ár og hafa þeir sem til þeirra þekktu lýst samskiptum þeirra sem „gagnkvæmum leik kattarins að músinni". Húsgögntil sölu Skyndilega hvarf Sylvía. Vin- kona hennar og móðir hennar, Iona Shimmins og Charlotte Hethering- ton, komust aö þvi að hún var ekki lengur heima hjá sér. Þær mæðgur spurðu Bryan hvert hún hefði far- ið. Hann svaraði því til að hún væri í London í einkaerindum og hann vissi ekki hvenær hún kæmi til baka. Það var græðgi Bryans sem varð honum að falli. Ekki leið nema skammur tími frá því að Sylvía „fór til London“ þar til hann var farinn að selja eigur hennar, þar á meðal húsgögnin. Hann kallaði til flutn- ingsmenn en þeir tóku eftir því að blóðblettir voru á teppi og húsgögn- um og gerðu lögreglunni viðvart. Rannsóknarlögreglumennimir, sem fengu málið til meðferðar, komust brátt að því að bæði hin horfna Sylvía og Bryan áttu sér nokkuð sérstæða fortíð. Þannig reyndist „Dóttir sólarinnar“ hafa stundað fjárkúgun. Hafði hún haft fé af ýmsum elskhuga sinna, þar á meöal kvæntum manni, Joseph Crawford, sem hafði kosið að fremja sjálfsvíg vegna stöðugra hótana hennar um að koma upp um samband hennar sæi hann henni ekki fyrir fé. Talin myrt Rannsókn á fortíð Bryans leiddi í ljós hvemig farið hafði um get- raunavinninginn. Þá haíði tekið við skjalafals en síðan komu svik til sögunnar og loks þjófnaður á skartgripum og öðrum verðmæt- um úr íbúð Sylvíu. Þegar þetta lá fyrir voru lögreglumennimir ekki lengur í neinum vafa um að Bryan hefði ráðið Sylvíu af dögum, enda heföi honum verið orðið ljóst að hún var næstum orðin jafnfélaus og hann og því hefði hann haft þörf fyrir að koma því sem hún átti í fé hið skjótasta. Er það var borið á Bryan að hann hefði myrt Sylvíu neitaði hann. Síðar kom fram af því sem stóð í lögregluskýrslum að rannsóknar- lögreglumennirnir höfðu gert hon- um grein fyrir því að ef um mann- dráp, ekki morð, hefði verið að ræða ætti hann möguleika á að fá tiltölulega mildan dóm. „Við vitum að konan er dáin,“ sagði einn þeirra við Bryan. „En var það ekki slys? Eöa hljóp skapið með þig í gönur? Reyndi hún að kúga af þér fé?“ „Hún var bara dáin" Bryan svaraði að lokum rann- sóknarlögreglumönnunum á þenn- an hátt: „Ég kom inn í svefnherbergið hennar og fann hana látna. Þá varð ég skelkaður." „Hvernig dó hún?“ var næsta spumingin. „Það veit ég ekki. Hún var bara dáin.“ „Hvað gerðirðu við líkið? Segðu okkur það. Þá getur hún að minnsta kosti fengið viðeigandi út- for.“ Bryan skýrði þá svo frá að hann hefði grafið líkið um fimmtán kíló- metra utan við Carlisle. Og hann fór með rannsóknarlögreglumönn- unum á staðinn. Þar fannst lík Sylvíu á hálfs metra dýpi. Við hlið- ina á þvi fannst hnífur og leiddi rannsókn tæknimanna í Ijós að henni hafði verið banaö með hon- um og að á honum voru fingrafor Bryans. Fyrirrétt Málið var tekið fyrir í sakadómi Carlisle. Þá lýsti Bryan því yfir að hann vildi játa á sig manndráp en saksóknari mótmælti því að það yrði leyft og var dómarinn honum sammála. Saksóknari dró ekki af í lýsingum sínum á Sylvíu og því lífi sem hún hafði lifað og sagði meöal annars: „Þessi kona var siðlaus en það veitti engum rétt til þess að stytta henni aldur og hér er um aö ræða morð í ábataskyni. Kemur það fram í því aö nokkrum klukku- stundum eftir morðið byijaði ákærði að reyna að selja eigur hennar." Verjandi þótti hafa fátt það fram að færa sem orðið gæti til að rétta hag skjólstæðings hans en ákæran hljóðaði upp á morð að yfirlögðu ráði, þrettán tilvik af skjalafalsi, svik og þjófnað. Bryan Muckley var sekur fund- inn og fékk lífstíðardóm fyrir morðið en að auki sex ára dóm fyr- ir önnur afbrot. Strax eftir dómsuppkvaðningu baö Bryan um að mega fá að sjá börn sín tvö en þau létu færa hon- um þau skilaboð að þau óskuðu ekki eftir að hitta hann. Þau höfðu verið við réttarhöldin en þegar þau gengu úr salnum í síðasta sinn gerðu þau blaðamönnum grein fyr- ir því aö þau myndu ekki tjá sig um máliö framar. Anna Ling, vinkona Sylvíu, lét hins vegar ýmislegt eftir sér hafa og sagði meðal annars: „Ég varaði Sylvíu við og sagði henni að hún léki hættulegan leik sem kynni síð- ar að kosta hana lífið. En hún hló bara og svaraöi: „Það er enginn karlmaður til sem vill stytta mér aldur. Þeir vilja bara komast í rúm- ið með mér.“ „Hún hitti loks rangan mann þar sem Bryan Muckley var,“ varð nærstöddum að orði þegar hann heyrði þessi orð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.