Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1995, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1995, Side 10
10 LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1995 Sigurrós Ósk Karlsdóttir er nær handleggjalaus. Hún er kassadama í Pennanum í Hallarmúla og vekur ekki bara athygli vegna fotlunar sinnar heldur einnig vegna þess hversu rösk hún er við afgreiðsluna. Hún þykir jafnvel sneggri en þeir sem aiheilbrigðir eru. „Ég reyni að gera mitt besta,“ segir Sigmrós. „En fótlunin háir mér að því leyti að ég þarf að reyna á mig meira en aðrir við starfið og þreytist því í öxlum og baki.“ Hún styrkir sig í íþróttum. Þær segir hún hafa bjargað sér frá því að einangrast þegar hún var barn. Sig- urrós, sem er frá Akureyri, segir að hún hafi fyrst gert sér grein fyrir fotlun sinni um fimm ára aldur eða þegar hún fór að leika sér innan um önnur börn. „Mér var ekki hlíft. í rauninni var ég lögð í einelti af skóla- systkinum mínum. Þátttakan i íþróttunum hjá íþróttafélagi fatlaðra varð til þess að ég fór að sjá bjartar hhðar á tilverunni.“ Afrekskona í íþróttum Sigurrós varð afrekskona í íþrótt- Sigurrós Ósk Karlsdóttir á æfingu í borðtennis í íþróttahúsi fatlaðra við Hátún. DV-mynd ÞÖK í Pennanum í Kringlunni og þyrfti að vinna meira til að láta enda ná saman. Ég gæti kannski unnið allan daginn í nokkur ár og síðan orðið óvinnufær vegna of mikils álags. Fyrir þremur árum lækkuöu bæt- urnar sem ég fæ frá Tryggingastofn- uninni úr 32 þúsundum í 9 þúsund. Ég var sem sagt lækkuð í örorku- mati, úr 75 prósentum í 65 prósent, án nokkurra skýringa. Það er eins og það sé verið að refsa okkur fatlaöa fólkinu sem erum að reyna að bjarga okkur og vera úti meðal fólks. Þetta er í rauninni vinnuletjandi kerfi. Mér finnst undarlegt að okkur skuli gert erflðara fyrir. Það er ekki margt sem maður getur leyft sér eins og málin standa nú.“ Við lækkunina á örorkubótunum missti Sigurrós ýmsar aðrar bætur um leið, eins og afslátt af flugfar- gjöldum, tannlæknakostnaði, lyíjum og fleiru. „Ég leitaði til lögfræðings vegna þessa máls og það er núna komið til umboðsmanns Alþingis. Mig langar til að fá fleiri í lið með mér í þessum málum. Það væri gott ef fólk hefði samband við mig eða Sjálfsbjörg vegna þessa. Það á enginn að gefast upp.“ Sigurrós Ósk Karlsdóttir er nær handleggjalaus en afgreiðir á kassa: Ég hef alltaf reynt að gera mitt besta um. Árið 1980, þegar hún var fimmt- án ára, setti hún heimsmet og ólymp- íumet í 50 metra hringusundi. Það eru nokkur ár síðan hún hætti keppni í sundinu. Hún hefur æft borðtennis og unnið til fjölda verð- launa í þeirri íþróttagrein á mótum bæði heima og erlendis. Sigurrós æfir einnig boccia og kveðst hafa verið að fikta í bogfimi og fótbolta. Og einhvem tíma hefur hún tekið í badmintonspaða, að því er hún greinir frá. í miklu stríði Að sögn Sigurrósar voru læknar á tímabih að velta því fyrir sér aö taka handleggina af henni og setja á hana gervihandleggi. „Ég fæddist svona og læknarnir fylgdust stöðugt með mér og athuguðu hvernig ég bjargaöi mér. Eg átti í miklu stríði þegar til greina kom að taka af mér handlegg- ina en ég sé ekki eftir því að það skuli ekki hafa verið gert. Þá hefði ég kannski ekki tekið svona mikinn þátt í íþróttum." Að loknu grunnskólanámi fór Sig- urrós að starfa hjá KEA á Akureyri. Það tók reyndar tíma að sannfæra menn um að hún gæti leyst störfin af hendi. Hún fékk að minnsta kosti að reyna og var hjá kaupfélaginu næstu tíu árin. Hún vann fyrst við pökkun hjá Kjötiðnaöarstöðinni og hjá Brauðgerðinni. Síðan tóku við afgreiðslustörf. Suöur flutti hún fyrir fjórum árum. „Mig langaöi aö breyta til og prófa eitthvaö nýtt. Ég hafði verið á bið- hsta eftir íbúð hjá Sjáifsbjörg og þeg- ar það var hringt til mín og mér sagt að það væri laus íbúð í húsi Sjálfs- A kassanum í Pennanum í Hallarmúla. Sigurrós með hluta verðlaunagripa sinna Bogfimi er í sérstöku uppáhaldi hjá Sigurrós. bjargar í Hátúni var bara að hrökkva eða stökkva. Ég fór af stað atvinnu- laus en var boðið nám í skóla hjá Öryrkjabandalaginu, svoköhuðum atvinnulífsskóla þar sem nemendur voru búnir undir þátttöku í atvinnu- 1 hfmu.“ Skertörorka Sigurrós kveðst svo hafa sótt um starf á sextán stöðum en aðeins feng- ið svar frá þremur. Einn af þeim var Penninn þar sem hún starfar enn. Hún er í 62 'A prósents vinnu. „Ég hef stundum unniö aðra hverja helgi Prjónar á sig peysur Sjálf hefur Sigurrós aldrei gefist upp. Hún æfir borðtennis og bogfimi þrisvar í viku. Bogfimin er í sérstöku uppáhaldi hjá Sigurrós núna en hún þarf hjálpartæki við þá íþrótt, það er sérstakan bogastand. Hún hefur málað svohtiö í frístundum og grípur í pijóna af og th. Þó að hún sé ekki nema með tvo fingur á vinstri hendi og fjóra á þeirri hægri prjónar hún á sig peysur. Hún tekur það fram að hún geti ekki saumað á sig flíkur heldur láti hún sauma á sig. „Ég get saumaö minni hluti á saumavél og svo get ég keyrt bíl.“ Börnin verða að fá svör Sigurrós þykir ákaflega lífsglöð og sjálf segist hún hafa orðið vör meiri lífsgleði hjá fótluðu fólki en öðrum, þó svo að hún kunni ekki skýringu á því. Hún segist finna meira fyrir óþægilegri athygli í Reykjavík en fyr- ir norðan. Reyndar hafi viðhorf til fatlaðra breyst th hins betra á und- anfornum árum. Aðspurð hvort gömlu skólafélagamir hafi einhvern tima beðið hana afsökunar á fram- komu sinni svarar hún neitandi. „En ég sé á þeim að þau sjá eftir þessu. Ég verð auðvitað vör við það hér fyr- ir sunnan að böm rekur í rogastans að sjá fólk sem er öðruvísi. Sum þora að spyrja mig af hverju ég sé svona. Mér finnst að þau þurfi að fá svör og það er aht í lagi að mæður vísi börnunum til mín ef þær geta ekki svarað þeim sjálfar. Börn verða að fá svör við spurningum sínum.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.