Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1995, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1995, Blaðsíða 20
I 20 LAUGARDAGUR 25. FEERÚAR 1995 Ingvi Guðmundsson hnýtir flugur í félagalitunum: Manchester United fær eina afhenta \ f * U: \ (í i ff. i L i -J f f . f \ 11 [. v M í M lAj} fíi : ?l Ingvi Guömundsson húsvörður meö flugurnar sínar sem hann hnýtir í litum fótboltaliðanna. DV-mynd GVA „Ég er að hnýta flugur og skreyti þær með litum félagsliðanna í Reykjavík. Ég er núna komin með öll Reykjavík- uriiöin og þó víðar væri leitað," segir Ingvi Guðmundsson, húsvörður á gervigrasvellinum í Laugardal, en veiðiflugur hans hafa vakið mikla at- hygh íþróttamanna sem leið eiga um völlinn og hafa margir sóst eftir þeim. „Ég byrjaði á þessu í nóvember. Þaö var vegna þess að sá sem hefur hnýtt fyrir mig í mörg ár, góður veiðifélagi minn, sagði aö best væri að ég gerði þetta bara sjálfur og setti mig við öngulhaldarann. Mér fannst bara gaman að þessu og þetta gekk vel,“ segir Ingvi sem ekki er óvanur því að vinna með höndunum því hann er lærður trésmiður. „Þar sem ég vinn við fótboltann og hér ganga liðin um í sínum skraut- legu búningum fékk ég þá hugdettu að hnýta í búningalitum félaganna. Þar sem ég er gamall veiðimaður verður að raða litunum saman eftir hugsanlegum möguleikum til að veiða á þær. Stundum sótti ég því út fyrir búningana, t.d. í merki félag- anna eða varabúninga, til að fá litina til að passa saman," segir Ingvi. „Ég hef verið mikill aðdáandi Manchester United frá árinu 1958 en er þó ekki í klúbbnum. Hins vegar bjó ég til flugu, Red Devil, sem nú á aö afhendast liðinu. Ég hnýtti hana á bindisnælu og hef rammað hana inn meö tilheyrandi upplýsingum og einn klúbbfélaginn ætlar að vera svo vinsamlegur aö taka hana með sér til þeirra hjá Manchester United. Ég hlakka síðan mjög til aö heyra við- brögðin," segir hann. Ingvi hefur búið til nokkrar slíkar bindisnælur en margir hafa viljað eignast þær. „Þá eru flugumar að- eins stærri og sýna vel gerö þeirra." Ingvi, sem er 63 ára, hefur notað allar sínar frístundir til að hnýta en að öðru leyti á fótboltinn hug hans allan. Hann var einn af stofnendum Breiðabliks og síðan formaöur Stjömunnar í Garðabæ. Ingvi hefur starfað í tíu ár á gervigrasvellinum og er því orðinn mörgum kunnugur. r1 I i ~JT' \ SMAAUGL YSMNGA Föstudagur 24. februar Guðbergur Sigursteins., Smáratúni, Vatnslstr., 190 Vogar (Armbandsúr) Kristín Stefánsdóttir, Hlíðarvegi 17, 200 Kópav. (PHILIPS gufustraujárn) Oliver Edvardsson, Bíldshöfða 16,112 R. (YOKO ferðaútvarpstæki með segulbandi) Auður Pétursdóttir, Bústaðavegi 95,108 R. (Fataúttekt í Blu di Blu) . Snæbjörn Pétursson, Spóavegi 14, 801 Selfoss (FUJI myndavél) Vinningar verda sendir til vinningshafa rnm - skila árangri! Renault Laguna ^ — undurblíða, nýja villidýrið frá Renault. Frumsýndur um helgina!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.