Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1995, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1995, Blaðsíða 38
46 LAUGARDAGUR 25. FEöRÚAR 1995 Sviðsljós Jamie Lee Curtis elskar hundana sína. Jamie Lee Curtis: Aldrei verið í betra formi Jamie Lee Curtis, sem er 35 ára, segist aldrei hafa verið í betra formi en nú. Hún tekur sig að minnsta kosti vel út í kvikmyndinni True Lies þar sem hún leikur á móti Amold Schwarzenegger. Jamie Lee hefur verið gift gamanleikaranum Christ- opher Guest í tíu ár. Þau eiga eina kjördóttur, Annie, sem er átta ára. ‘ - Kjörþyngdinni heldur Jamie Lee með því að drekka mikið vatn og borða vel af ávöxtum og trefjaríku fæði. Hún fer einnig í langar göngu- ferðir með hundana sína tvo, Lucy og Henry. Maka sinn sá Jamie Lee fyrst á mynd í tónlistarblaði og hún á að hafa sagt að hún hafi þá þegar orðið ástfangin af honum. Tveimur mán- uðum seinna hittust þau af tilviljun á veitingastaö og þá gafst Jamie tæki- færi til að nálgast draumaprinsinn. „Chris er frábær elskhugi, maki og faðir. Honum er umhugað um að flöl- skyldan hafi sitt einkalíf í friði og lætur sjaldan sjá sig úti með mér,“ sagði Jamie Lee nýlega í blaðaviðtali. Annie er augasteinn Jamie Lee og hún á að njóta þess besta sem til er í líflnu. „Sem Hollywoodbarn dreym- ir mann um að manns eigið barn lifi því lífi sem maður sjálfur missti af, njóti öryggis og búi í húsi með garði og hvítu grindverki umhverfis. Faðir Jamie Lee er kvikmyndaleik- arinn Tony Curtis og móðir hennar er kvikmyndaleikkonan Janet Leigh. Jamie Lee var þriggja ára þegar for- Móðir Jamie Lee er kvikmyndaleik- konan Janet Leigh. eldrar hennar skildu í kjölfar hliðar- spora Tonys með Marilyn Monroe. Á uppvaxtarárunum var Jamie oft reið föður sínum sem hagaði sér eins og Don Juan. Sjálfur hefur Tony lýst því yfir að áfengisvandamál hans og langar fjarvistir hafi reist múr á milh hans og Jamie Lee. En þegar hún var 18 ára endurnýjuðu þau sambandið og urðu smám saman góðir vinir. Á tímabili tók reyndar Jamie Lee upp siði föður síns og þau neyttu meira að segja kókaíns saman, að því er erlend blöð hafa greint frá. Jamie Lee kveðst iðrast þessa tímabils. Fyr- ir ellefu árum tókst henni að vinna bug á öllum fíkniefnavandamálum. Roseanne ásamt þriöja eiginmanni sínum, Ben Thomas. Roseanne rauðklædd í brúðkaupinu Gamanleikkonan Roseanne Barr klæddist rauðu þegar hún giftist þriðja eiginmanni sínum, Ben Thom- as, fyrir stuttu. Ben er fyrrum líf- vörður Roseanne og er fjórtán árum yngri en hún. Aðspurð af hverju hún hafi kosið að vera rauðklædd við brúðkaupið á Roseanne að hafa svarað: „Þetta er þriðja hjónabandið mitt og ég er barnshafandi." Brúðkaupsgestir voru um 150 og var veislan haldin á Planet Holly- wood í Stateline í Nevada. Sjálf at- höfnin fór fram á hóteh því gestirnir komust ekki fyrir í kapellunni sem Roseanne langaði til að gifta sig í. Meðal gesta voru meðleikarar Roseanne í sjónvarpsþáttum hennar og einnig fyrsti eiginmaður hennar, Bill Pentland. Eiginmaður Roseanne númer tvö, gamanleikarinn Tom Amold, var ekki viðstaddur. Storma- sömu hjónabandi þeirra lauk í nóv- ember síðasthönum. Ólyginn sagði... ... að Indra Ove, sem er 27 ára, hefði fengið fjölda tilboða í kjöl- far leiks síns í kvikmyndinni Við- tal við vampiru. Indra er dóttir bresks kvikmyndagerðarmanns svo að hún hefur verlð kunnug laginu lengi. . . .að margir hefðu spennt upp augun á dögunum við það að sjá hversu myndarlegur John Clark Gable værí orðinn. John fæddist fjórum mánuðum eftir dauða föður síns. Hann hélt að hann væri eina barn hjartaknús- aransfræga þartil Loretta Young lét það uppi að hún hefði aiið Clark Gable bam sem væri 28 árum eldra en John. ... að ein af helstu fyrirsætum heims, Nadja Auermann, væri ástfangin af ungum frönskum manni, Alexandre að nafni. Mörgum þykir hann hafa dottið i lukkupottinn því Nadja hefur skiðum í Aspen í Colorado með syni sínum, Donnie, sem er orð- inn 17 ára. Ivana var eins og alltaf áður fús til að stilla sér upp fyrir Ijósmyndara. Sagter að hún hafi þénað tugi milljóna á bókum sinum. ... að Kyle Madachlan ætti von á barni með súperfyrirsætunni Llndu Evangelistu. Margir muna eftlr Kyle, sem er orðinn 34 ára, úr sjónvarpsþáttaröðinni Tví- dröngum. Þar lék hann lögreglu- manninn Dale Cooper.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.