Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1995, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1995, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1995 25 | 1. ( 1 ) Heyrðu aftur '94 Ýmsir t 2. ( 3 ) No Need to Arguo The Cranbcrries t 3. ( 4 ) œ Llnun $ 4. ( 2 ) Unplugged in New York Nirvana $ 5. ( 5 ) Þó líði ár og öld Björgvin Halldórsson t 6. (13) Dookie Green Day | 7. ( 7 ) Pulp Fiction Ur kvikmynd * 8. ( 6 ) Dummy Portishead t 9. (10) Threesome Úr kvikmynd * 10. ( 8 ) Reif í skeggið Ymsir 111. (14) ForrestGump Úr kvikmynd 112. (12) DogManStar Suede 113. (15) Murder Was the Case Úr kvikmynd 114. (11) Thð Songs of Distant Earth Mike 0Idficld 115. (20) Fields of Gold - The Best of Sting 116. (Al) TheWall Pink Floyd 117. (Al) Gauragangur Úr leikriti 118. (Al) Princilla Úr kvikmynd 119. (18) The Lion King Úr kvikmynd 120. (Al) Universal Mother Sinead O'Connor Listinn er reiknaður út frá sölu í öllum helstu hljómplötuverslunum í Reykjavík, auk verslana víða um landið. $ 1. ( 1 ) Think TwiCe Celine Dion | 2. ( 2 ) No More 'I Love You's' Annie Lennox t 3. ( 5 ) l've Got a Little Something for You MN8 t 4. ( - ) Bedtime Stories Madonna t 5. ( 3 ) Set You Free N-Trance t 6. (10) Don'tGive Me YourLife Alex Party t 7. ( 9 ) Reach up (Pig Bag) Perfecto Allstarz t 8- ( 4 ) Cotton Eye Joe Rednex t 9. ( - ) Someday l'll Be Saturday Night Bon Jovi t 10. ( 6 ) Here Comes the Hotstepper Ini Kamoze $ 1. (1 ) )Creep TLC t 2. ( 4 ) Take a Bow Madonna t 3. ( 2 ) On Bended Knee Boyz II Men t 4. ( 3 ) Another Night (Mc Sar) & The Real McCoy | 5. ( 5 ) Baby Brandy | 6. ( 6 ) You Gotta Be Des'Reeini t 7. ( - ) Candy Rain Soul for Real t 8. ( 7 ) Always Bon Jovi t 9. ( 8 ) Sukiyaki 4PM t 10. ( - ) Hold My Hand Hootie and The Blowfish Bretland (LP/CD) Bandaríkin (LP/CD) Paddy Moloney við upptökur á The Long Black Veil ásamt Sinead O'Connor og Ry Cooder. Heimsþekktir rokk- arar með Chieftains - Mick Jagger, Sting og fleiri eins og á heimavelli í írskri þjóðlagatónlist írska þjóðlagahljómsveitin The Chieftains hefur hingað tii lítt heyrst á öldum ljósvakans hér á iandi. Nú bregður hins vegar svo við að þessi fornfræga hljómsveit er farin að hljóma öðru hveiju. Ástæðan er vita- skuld sú að á nýjustu plötu The Chieftains er mættur til leiks slíkur skari heimsþekktra poppara að ann- að eins hefur vart sést síðan We Are the World var hljóðritað fyrir tíu árum í Los Angeles. Platan sem um ræðir heitir The Long Black Veil og kom út fyrir um það bii mánuði. Meðal þeirra sem taka lagið með The Chieftains eru Mick Jagger, Sting, Sinead O’Connor, Van Morrison, Ry Cooder, Mark Knopfler, Marianne Faithful, Tom Jones og síðast en ekki síst hljómsveitin Roliing Stones í heOd sinni, - Daryll Jones meðtalinn. Tón- listin á The Long Black Veil er allt frá átjándu öld og til vorra daga. Þekktasta nýja lagið er án efa Have I Told You Lately That I Love You, sungið af Van Morrison, höfundin- um sjálfum. Elstu lögin eru írsk þjóð- lög, sum vel þekkt, önnur aðallega meðal aðdáenda írskrar og skoskrar þjóðlagatónlistar. Þekktustu þjóðlög- in eru senniiega The Foggy Dew, The Liiy of the West og The Rocky Road to Dublin. Þótt stjömuskarinn láti hressiiega til sín taka á plötunni er forsprakki The Chieftains, Paddy Moloney, samt potturinn og pannan við gerð henn- ar. Hann annast útsetningar og stýr- ir upptökum auk þess að spila á tin- flautur og belgpípur. Jaihiramt skrif- ar hann fróðlegar og skemmtilegar skýringar með mörgum laganna á plötunni, rekur sögu þeirra og segir frá stemmningunni í hljóðverunum meðan á upptökum stóð. Á aldur við Stones The Chieftains fagna því um þess- ar mundir að 31 ár er liðið síðan hljómsveitin var stofnuð. Hún er því aðeins rúmlega ári yngri en The Roll- ing Stones. Vegur The Chiéftains hef- ur stöðugt farið vaxandi hin síðari ár og er hún nú talin í fararbroddi hljómsveita sem flytja írska og aðra keltneska þjóðlagatónlist. Hún ferð- ast um allan heim og heldur hljóm- leika. Hún hefur til dæmis spilað í Kína og upp á síðkastið hefur hún verið eftirsótt í Austurlöndum fjær. Sennilega er sexmenningunum í The Chieftains eftirminnilegastir hljóm- leikar í Phoenix garði í Dyflinni árið 1979. Þá spiluðu þeir fyrir Jóhannes Pál páfa annan og um það bil þrett- án hundruð og fimmtíu þúsund áheyrendur aðra. Sennflega hefur engin hljómsveit spilað fyrir jafn marga í einu fyrr né síðar. Þá voru það einnig tímamót á ferli hljómsveit- arinnnar þegar hún spflaði í þinghús- inu í Washingtonborg í Bandaríkjun- um, fyrst allra. Það var sama árið og hún tók lagið á Kínamúmum! The Long Black VeO er ekki fyrsta platan þar sem The Chieftains fá tO liðs við sig heimsþekktar stjömur úr rokki og poppi. Fyrir tveimur árum kom út platan Another Country þar sem hljómsveitin kannaði rætur írskrar þjóðlagatónlistar á banda- ríska kántrítónlist. Á þeirri plötu naut hljómsveitin aðstoðar fóOcs á horð við Chet Atkins, Emmylou Harris, Ricky Scaggs, Colin James og WOlie Nelson. Fyrir Another Country fékk The Chieftains Grammyverðlaun og einnig fékk hljómsveitin Grammy fyrir plötuna An Irish Evening sem var tekin upp á hljómleikum í Belfast með Roger Daltrey og Nanci Griffith sem gesti kvöldsins. Þriðju Grammyverðlaun- in komu síðan í fyrra fyrir plötuna The Celtic Harp. Þó svo að það sé mál manna að The Chieftains sé komin í bland við tröO- in í poppi og rokki tekst henni fúrð- anlega að gæta uppruna síns, - að spOa hefðbundna írska þjóðlagatón- list og útbreiða hana sem víðast um heiminn. Það er því ekki að ástæðu- lausu að írska stjómin útnefridi hana fýrir nokkrmn árum sérlega sendi- herra írskrar tónlistar. Heiður sem engum öðrum hefúr hlotnast hingað to. Tónlistargetraun DV og Japis: Vinningshafar Vinningshafar í tónlistargetraun DV og Japis frá 11. febrúar, sem fá í verðlaun diskinn Utangarðsmenn með tónleikum hljómsveitarinnar í Sví- þjóð árið 1982, eru: Bjamrún Jónsdóttir Jón EngUbertsson, Kambaseli 79,109 Reykjavflc. Kambaseli 79,109 Reykjavík. Erla Ingvarsdóttir, Hringbraut 86,230 Keflavík. vikunnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.