Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1995, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1995, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1995 Meiming Góðir dúettar Leifur Þórarinsson átti eitt verk á tónleikunum sem hann kallar Ser- ena, en það er alveg spánnýtt, raun- ar lokið aðeins fyrir nokkrum vikum. Myrkir músíkdagar halda áfram. Þær Laufey Sigurðardóttir og Elísa- bet Waage léku saman á fiðlu og hörpu á tónleikum í Gerðarsafni sl. þriðjudag. Fyrsta verkið sem þær léku var eftir hollenska tónskáldið Lex van Delden sem hann kallar einfaldlega Duetto. Þetta verður seint talin mjög frumleg tónlist en hún er lipurlega skrifuð og hljómar ágætlega á hljóð- Tónlist Áskell Másson færin. Þær Laufey og Elísabet léku og verkið hnökralaust. Haustlauf eftir Misti Þorkelsdóttur var samið á síðasta ári og samkvæmt því sem höfundur segir er verkið hugleiðing um litadýrð haustsins o.fl. Margt bar skemmtilega fyrir eyru í þessu verki. Það er skýrt í formi og inniheldur m.a. skemmti- lega fomfálegan dans. Flutningur þess var einnig mjög góður og jafn í mótun. Leifur Þórarinsson átti næsta verk, sem hann kallar Serena, en það er alveg spánnýtt, raunar lokið aðeins Greiðsluáskorun Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur, sem enn hafa ekki staðið skil á staðgreiðslu og tryggingagjaldi til og með 12. tímabili með eindaga 15. janúar 1995 og virðisaukaskatti til og með 48. tímabili með eindaga 5. febrúar 1995 og gjaldföllnum álagningum og ógreiddum hækkunum er féllu í gjalddaga til og með 15. febrúar sl. á staðgreiðslu, tryggingagjaldi og virðisaukaskatti, virðis- aukaskatti í tolli, launaskatti, bifreiðagjaldi, slysatryggingagjaldi ökumanna, föstu árgjaldi þungakatts, þungaskatti skv. ökumælum, viðbótar- og aukaálagningu söluskatts vegna fyrri tímabila, skemmtana- skatti og miðagjaldi, virðisaukaskatti af skemmtunum, tryggingagjaldi af skipshöfnum ásamt skráningar- gjöldum, vinnueftirlitsgjaldi, vörugjaldi af innlendri framleiðslu, aðflutningsgjöldum og útflutnings- gjöldum, skilagjaldi á umbúðir, verðbótum á ógreiddan tekjuskatt og verðbótum á ógreitt útsvar, skipu- lagsgjaldi, skipagjaldi, fisksjúkdómagjaldi, jarðaafgjaldi og álögðum opinberum gjöldum, en þau eru: tekjuskattur, útsvar, aðstöðugjald, eignarskattur, sérstakur eignarskattur, slysatryggingagjald vegna heimilisstarfa, tryggingagjald, iðnlánasjóðs- og iðnaðarmálagjald, lífeyristryggingagjald skv. 20. gr. laga nr. 67/1971, slysatryggingagjald atvinnurekanda skv. 36. gr., atvinnuleysis- tryggingagjald, kirkjugarðsgjald, markaðsgjald, gjald í framkvæmdasjóð aldraðra og skattur af verslunar- og skrifstofuhúsnæði. Gjaldendum skal bent á að gera skil nú þegar eða í síðasta lagi innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar. Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara fyrir vangoldnum eftirstöðvum gjaldanna ásamt dráttar- vöxtum og öllum kostnaði sem af innheimtu skuldarinnar kann að leiða, á kostnað gjaldenda, að þeim tíma liðnum. Athygli skal vakin á því að auk óþæginda hefur fjárnámsgerð í för með sér verulegan kostnað fyrir gjaldanda. Fjárnámsgjald í ríkissjóð er allt að 10.000 kr. fyrir hverja fjárnámsgerð. Þinglýsingargjald er 1.000 kr. og stimpilgjald er 1,5% af heildarskuldinni, auk útlagðs kostnaðar eftir atvikum. Eru gjaldendur hvattir til að gera full skil sem fyrst til að forðast óþægindi og kostnað. Jafnframt mega þeir gjaldendur, sem skulda staðgreiðslu, tryggingagjald, vörugjald og virðisaukaskatt, búast við því að starfsemi þeirra verði stöðvuð án frekari fyrirvara. Reykjavík, 25. febrúar 1995 Gjaldheimtan í Reykjavík Tollstjórinn í Reykjavík Sýslumaðurinn í Kópavogi - Gjaldheimtan á Seltjamamesi Gjaldheimtan í Garðabæ Sýslumaðurinn í Hafnarfírði Gjaldheimtan í Mosfellsbæ Sýslumaðurinn í Keflavík Gjaldheimta Suðurnesja Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli Sýslumaðurinn á Akranesi Sýslumaðurinn í Borgarnesi Sýslumaðurinn á Ólafsfírði Sýslumaðurinn í Stykkishólmi Sýslumaðurinn á Seyðisfirði Sýslumaðurinn í Búðardal Sýslumaðurinn á Neskaupstað Sýslumaðurinn á ísafírði Sýslumaðurinn á Eskifírði Sýslumaðurinn í Bolungarvík Sýslumaðurinn á Höfn Sýslumaðurinn á Patreksfirði Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum Sýslumaðurinn á Hólmavík Sýslumaðurinn á Selfossi Sýslumaðurinn á Siglufirði Sýslumaðurinn í Vík Sýslumaðunnn á Sauðárkróki Sýslumaðurinn á Hvolsvelli Sýslumaðurinn á Blönduósi Gjaldheimta Vestfjarða Sýslumaðurinn á Akureyri Gjaldheimta Austfjarða Sýslumaðurinn á Húsavík Gjaldheimtan í Vestmannaeyjum fyrir nokkrum vikum. Þetta er ákaf- lega íhugult verk sem býr yfir tær- leika undir einföldu yfirborði sínu. Þær Laufey og Elísabet skiluðu verk- inu vel og héldu þeirri sterku einbeit- ingu sem það krefst með innlifun. Bestan leik áttu þær þó í síðustu Kansónunum tveimur, Due Canzone di Don Chisciotte eftir Hollendinginn Jurian Andriessen, frá árinu 1985. Þetta verk er einkar vel skrifað fyrir hljóðfærin og þá sérstaklega síðari kansónan. Hér var samleikur þeirra stallna með ágætum og var það góður endir þessara tónleika. I verkinu ’Tis a Stairway not a Street eftir Lárus Halldór Grímsson reyndi mikið á flytjendurna, þá Martial og Einar. TVí- leikar Þau Einar Kristján Einarsson gít- arleikari, Geir Rafnsson slagverks- leikari, Gerður Gunnarsdóttir fiðlu- leikari og Martial Nardeau flautu- leikari léku á tónleikum sem haldnir voru í Gerðarsafni á vegum Myrkra músíkdaga sl. þriðjudagskvöld. Gítarinn var í forgrunni á þessum tónleikum en verkin þrjú, sem flutt voru, eru öll dúettar með gítarnum og öðru hljóðfæri. Fyrst heyrðum við Partítu (Nokt- úmu) eftir. Áskel Másson, sem er skrifuð á árinu 1984 fyrir gítar og Tónlist Áskell Másson slagverk. Verkið byggist mikið á mis- munandi tónmyndun á hljóðfærin svo og litbrigðum og skiluðu þeir Geir og Einar því öllu með ágætum. Verk Þorkels Sigurbjömssonar, Vapp, var skrifað á árinu 1993 fyrir gítar og fiðlu. Höfundurinn segir hreyfingar tóna sinna í þessu verki hafa minnt sig dálítið á vapp fugla og má ætla að þannig sé nafngift þess til komin en fyrir undirrituðum er hér nokkuð dæmigerð tokkata eða snertla. Flytjendurnir, þau Gerður og Einar, léku verkiö átakalaust og af öryggi og með fallegum tóni. Síðasta verk tónleikanna var eftir Lárus Halldór Grímsson og heitir það ’Tis a Stairway not a Street. Hér reyndi mikið á flytjendurna, þá Martial og Einar. í verkinu em lang- ir moto perpetuo-kaflar og oftsinnis í samsettum rytmum. Allar þessar hindranir stóðust flytjendumir með miklum ágætum og sýndu þeir sterka samheldni í hvívetna meö flutningi þessa ágæta verks Lámsar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.