Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1995, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1995, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 3. MARS 1995 Fréttir 200 hj úkrunar fr æðingar ganga út af sjúkrahúsum 1 sumar: 10.000 króna skerðing er aðf ör að stéttinni - sjúkrahúsið á Akranesi neitar að bjóða hjúkrimarfræðingum þessi kjör „Eg lít svo á að þama sé um aðfór að kvennastétt að ræða. í skýrslu Jafnréttisráðs kemur fram að launa- munur milll háskólamenntaðra karla og kvenna er verulegur og að hann felist í sérsamningum. Þama er verið að taka út eina stétt kvenna og taka af henni sérsamninga. Þetta er öfugt skref og við lítum þetta mjög alvarlegum augum. Ég geri ráð fyrir að hjúkrunarfræðingar sætti sig ekki Stuttarfréttir Sérfræðingar í læknastétt áætla að tilvísanakerfið hafi í för með sér sjúklingaskatt upp á 125 milij- ónir áriega. Að auki kalii keriið á 200 milljóna króna kostnað fyr- ir ríkið. MagnúsílO. saetið Stjóm fuUtrúaráðs sjálfstæðis- félaganna 1 Reykjavík samþykkti í gær aö raæla með Magnúsi L. Sveinssyni í 10. sætið á framboðs- lista ilokksins. Sætiö skipaöi Markús Öm Antonsson sem ný- veriö var ráöinn framkvæmda- stjóri RÚV. LúxusferðtilEvrópu Hópur bæjarfulltrúa og for- svarsmanna Sorpu fara utan til Evrópu í lok mánaðarins til að kynna sér sorphirðu og sorpeyð- ingu. Gunnar Birgisson, bæjar- fulltrúi i Kópavogi, segir þetta lúxusferð á kostnað skattborg- ara. Tíminn greindi frá. Fleiri mistökum spáð Hjúkrunarforstjóri Borgarspít- ala spáir flölgun mistaka óg slysa á spitalanum vegna stórfellds spamaðar. Óhjákvæmílega bitni verri þjónusta á sjúklingunum. RÚV greindi frá þessu. Hjörtur útvarpsstjóri Hjörtur Hjartarson tæknifræð- ingur hefur veriö ráöinn útvarps- stjórí hjá Sígildu FM 94,3. Vlðreisnáfram? Daviö Oddsson forsætisráð- herra segir framhald á sljómar- samstarfi Sijálfstæðisflokks og Alþýðuflokks fyrsta möguleik- ann eför kosningar fái flokkamir til þess fylgi. Stöð tvö greindi frá. Samtökin Stöðvum unglinga- drykkju ætla að heita hveijum þeim sem getur vísaö á bruggara 10 þúsund króna verðlaunum. Heitið er nafnleynd. Almenn bílaeign Fjórði hver nemandi í Verslun- arskóla ísiands á bifreiö. Heildar- verðmæti bílaflotans eru yfir 100 mifijónir. Helmingur nemenda vinnur samhliða náminu. Þetta korn fram í könnun sem nemend- ur gerðu. Morgunblaöið greindi frá þessu. við þetta. Við litum á þetta sem upp- sögn í starfi,“ segir Ásta Möller, formaður Félags íslenskra hjúkrun- arfræðinga. Hátt í 200 hjúkrunarfræðingar á sjúkrahúsum víðs vegar um landið líta svo á aö þeim hafi verið sagt upp störfum og ganga út af sjúkrahúsun- um frá 1. júní eöa 1. júlí þar sem all- ar sjúkrahússtjómir á landinu, nema á Akureyri og Akranesi, hafa sagt upp sérkjarasamningum og boðið 18 þúsunda króna staðaruppbót fyrir fulla vinnu á afskekktustu sjúkra- húsunum og 12 þúsund krónur á nokkuð afskekktum stöðum. Hjúkr- unarfræðingar á Selfossi, Egilsstöð- um og í Siglufirði hafa hafnaö þessu og ætla ganga út 1. júni. Búist er við að aðrir hjúkrunarfræðingar fylgi þeim eftir. Nokkuð er misjafnt efdr sjúkra- húsum hvort hjúkrunarfræðingam- ir ganga út 1. júní eða 1. júlí og fer það eftir því hvort uppsagnarbréfin hafa borist hjúkrunarfræðingunum fyrir 1. mars eða ekki. Sums staðar vom bréfin sett í póst fyrir mánaða- mót en bárust ekki viðtakanda fyrr en 1. mars og verður í þeim tilfellum htið svo á að uppsögnin taki gildi 1. júh. Stjórn Sjúkrahússins á Akranesi hefur feht tihöguna um staðarupp- bótina og stjóm sjúkrahússins á Akureyri frestaði máhnu. Hvorugt sjúkrahúsið hefur sent hjúkrunar- fræðingum uppsagnarbréf. Ásta Möher, formaður Félags ís- lenskra hjúkmnarfræðinga, telur að kjör hjúkrunarfræðinga skerðist um allt að 10 þúsundir króna nái þessi tillaga fram að ganga. Hagnaður Eimskips jókst um 50 prósent frá ’93 Á árinu 1994 varð 557 mihjóna króna hagnaður af rekstri Eimskips semer um 6% afveltu. Árið 1993 nam hagnaðurinn um 370 mihjónum króna þannig að afkoman batnaði núlh ára um 50 prósent. Rekstrar- tekjur Eimskips og dótturfélaga vora 9,6 mihjarðar króna eða 11% meiri en árið 1993. Eigiö fé félagsins var riflega 5 miUjarðar í árslok 1994 og eiginfjárhlutfall 48%. I tilkynningu frá Eimskip segir að jákvæða afkomu megi rekja til þriggja þátta í rekstrinum. í fyrsta lagi varð aukning á heildarflutning- um með skipum Eimskips. í öðru lagi var góð nýting á flutningakerfi Eimskips samfara auknu flutnings- magni. Kostnaður á hvert flutt tonn lækkaði milh ára um 4%. í þriðja lagi hefur hagnaður af starfsemi Eimskips erlendis aukist verulega. Tekjur af starfseminni ytra jukust um 22% og námu 1,5 núlljörð- um. Af 788 starfsmönnum Eimskips störfuðu 162 erlendis í 14 skrifstofum í 10 löndúm. Benedikt Daviösson: Sigurður veit betur Menningarverðlaun DV hafa jafnan vakið mikla athygli í þjóðfélaginu og þá ekki sfst bókaverðlaunin. Bókaverðir á bæjarbókasafninu í Kópavogi kynna Menningarverðlaun DV i einu homi bókasafnsins og hafa þar stillt upp lítilli sýningu á þeim bókum sem hafa fengið verðlaunin. Uppstillingin verður þarna út þennan mánuö og geta Kópavogsbúar og aðrir korthafar fengið bækurnar að láni að vild þvi að um leið og ein bók fer í útlán bæt- ist bara önnur í hópinn. Meiningin er að fá fólk til að lesa. DV-mynd GVA „Ég vU ekkert bera þaö saman þótt meinatæknar, sjúkrahðar og kenn- arar fari í verkfaU en verkalýðs- hreyfingin ekki. Þetta er fólk sem ekki er í okkar samtökum og ég hef engar forsendur tU að leggja mat á þeirra stöðu. Ég vU ekkert annað um þetta segja,“ sagði Benedikt Davíös- son, forseti Alþýðusambands ís- lands. Hann var spurður hvers vegna verkalýðshreyfingin teldi sig ekki geta fariö í verkfaU á sama tíma og fyrrnefndar stéttir gera það. Hann var þá spurður um þá gagn- rýni Sigurðar Tr. Sigurðssonar, formanns Hlífar, að ekki var reynt að koma í veg fyrir lækkun vaxta- bóta í viðræðunum við ríkisstjómina á dögunum: „Það var ákveðinn hópur krafna sem formenn landssambanda og samráðsnefndin ákváðu að taka skyldi og vaxtabætumar voru ekki þar með. Sigurður T. var með í þeim undirbúningi ásamt fleirum," segir Benedikt. - Sigurður segist hafa óskað eftir því við ykkur sem fóruð á fund ráðherra að vaxtabótalækkunin yrði tekin fyr- ir: „Það vora hundruð tfllagna um hvað ætti að taka fyrir. Sigurður þekkir þetta miklu betur en hann lætur í ljós við DV. Hann er bara að slá um sig,“ sagði Benedikt Davíðs- son. Fer styrkur verkalýðshreyfíngarinnar dvinandi? Sérhópar og menntamenn eru að verða harðastir Sigurður Tr. Sigurðsson, formaður Verkamannafélagsins HUfar í Hafn- arfirði, sagði í viðtah við DV að verkalýðshreyfingin væri ekki leng- ur jafn styrk og áður. Þess vegna heföu menn undirritað kjarasamn- ingana á dögunum óánægðir í stað þess að hafna þeim og boða verkföll. í framhaldi af þessum ummælum Sigurðar vaknar sú spuming hvers vegna meinatæknar, sjúkraUðar og kennarar leggja út í langvinn verk- föU til að fylgja eftir kröfum sínum en verkalýðshreyfingin bakkar: „Ég held að það sé nú ekki Uðin tíö að verkalýðsfélögin fari í verkfaU. Hins vegar held ég að það þurfi aö breyta allsheijarverkföUum í staö- bundin verkföU. Þá leggi menn niöur vinnu en fái greitt sitt kaup frá verkalýðshreyfingunni í heild á með- an. Hitt er annað mál af því að þú nefnir kennara, meinatækna og sjúkraUða, þá er það min skoðun að menntastéttimar og svona sérhópar muni í framtíðinni verða miklu harð- ari í að fylgja kröfum sínum eftir heldur en verkamannafélögin. Og ef ekki verður blásiö verulegum lífs- anda í verkalýðshreyfmguna þá verður hún í framtíðinni bara fátæk undirstétt. Og til þess að koma í veg fyrir þaö þarf að fara að skipuleggja og undirbúa baráttu framtíðarinn- ar,“ sagði Guðmundur J. Guðmunds- son, formaður Dagsbrúnar, í samtaU viö DV. Hann sagði að oft væri talað um hann og fleiri sem gamla menn. Hann sagöist þó vilja benda mönnum á að hann og aðrir verkalýðsforingj- ar sem kaUaðir væru gamUr heföu reynsluna tíl að byggja á. „Ég veit það af reynslu að það þýð- ir ekki lengur að segja við menn, nú förum við í verkfall og þið fáið enga verkfaUsstyrki fyrr en eftir háUs- mánaðar verkfall. Þannig var það hér áður og þá skammtað eftir fiöl- skyldustærð. Nú leggja kennarar verkfaUsstyrki inn á ávísanareikn- inga síns fólks eins og launagreið- endur gera. Eitthvað um 30 þúsund krónur á mánuði. Ég er alveg sann- færður um það að ef Dagsbrún ætl- aöi í alvöruverkfaU þá þyrftum við aö eiga einn mUljarð króna í verk- faUssjóði. Við eigum bara 200 mUlj- ónir króna,“ sagði Guðmundur J. Guðmundsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.