Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1995, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1995, Blaðsíða 28
36 Leikmenn hafa týnt brosinu. Af ómögulegum dómurum og slagsmálum „Dómaramir höfðu einn ásetn- ing og hann var sá að viö töpuð- um.“ Viggó Sigurðsson, þjálfarl Stjörnunn- ar, i DV. Slagsmál fram undan „Á föstudag verða geöveik slags- mál í Garðabænum." Atli Þór Samúelsson, KA, f DV. Hörkuslagsmál „Þetta voru hörkuslagsmál og fullt af mistökum." Erlingur Kristjánsson, KA, i DV. Dómurunum leið illa „Þeim leiö illa (dómunmum) þeg- ar við höfðum yfirhöndina og Ummæli mitt mat er að þeir eru ekki nægi- lega vel undirbúnir fyrir svona verkefni." Eyjólfur Bragason, þjálfari ÍR, í DV. Ekki orð um dómarana „Ég vil ekki segja orð um dómara leiksins, hreiniega treysti mér ekki til þess.“ Gunnar Gunnarsson, þjálfari Viklngs, í DV. Berja frá sér „Leikurinn hjá Stjömunni sner- ist bara um það að berja frá sér.“ Alfreð Gislason, KA, i Morgunblaðinu. Vantar brosin „Leikmenn era hættir að brosa." Sigurður Sveinsson, Vikingi, í Morg- unblaðinu Miklar breytingar hafa oröið á kappakstursbilum frá því fyrsti kappaksturinn var háður 1894. Fyrsti bifreiða- kappaksturinn Fyrsti bifreiðakappakstur sög- unnar fór fram í Frakklandi 22. júlí 1894 og var leiöin París- Rouen sem er um 126 kílómetra leið. Sá sem setti hraðamet á leið- inni, 22 km á klukkustund, var de Dion greifi sem var á gufuknú- inni framgerð bifreiðar. Fyrsti kappaksturinn undir op- inbera eftirliti fór fram á leiðinni París-Bordeaux-París, 1178 kíló- metrar, 11-13. júní 1895. Fyrsta keppni á kappakstursbraut fór Blessuð veröldin fram nálægt Bastogne í Belgíu árið 1902. Fyrst var keppt í Monte Carlo kappakstrinum 1911 og árið 1923 var fyrst keppt í 24 stunda kappakstrinum í Le Mans. Keila til forna Fyrsta keiluspilið, sem vitað er um, er frá því um 5200 f. Kr. í Egyptalandi hafa fundist níu keil- ur og trékúla í bamagrafhýsi. Þrír bogar vora yfir rennibraut- inni. Átti kúlan að fara undir þá og minnti leikurinn því nokkuö á krokkett. Næstu minjar um keilu era í Þýskalandi á miðöldum og þar var þetta raunar athöfn með trúarlegu ívafi. Fiskimenn reistu tréstaf, Kegel, við endann á hellu- lögðum stígnum að klaustur- kirkju þeirra. Síðan vörpuðu þeir steini að stafnum og sá sem velti honum fékk fyrirgefningu synd- anna. OO FÖSTUDAGUR 3. MARS 1995 Norðanáttín áfram Áfram verður norðanátt á landinu í dag. Stinningskaldi norðan- og aust- anlands en hæg norðaustanátt og bjartviðri sunnan- og suðaustan- Veðrið í dag lands. Á Vestfjörðum verða áfram él fram eftir degi. Síðdegis fer aö þykkna upp með suðaustan kalda sunnanlands og í nótt má búast við suðaustan og austan stormi og snjó- komu eða slyddu um sunnanvert landið. í dag verður 3-10 stiga frost, en fer að hlýna í kvöld. Á höfuðborg- arsvæðinu þykknar upp með austan og suðaustan kalda síðdegis. Suð- austan og austan stormur og snjó- koma eða slydda í nótt. í kvöld fer að draga úr frosti. Sólarlag i Reykjavík: 18.51 Sólarupprás á morgun: 8.26 Síðdegisflóð í Reykjavík: 19.55 Árdegisflóð á morgun: 8.12 Heimild: Almanak Háskólans Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri snjókoma -5 Akumes hálfskýjað -5 Bergsstaðir alskýjað -6 Bolungarvík snjóél -5 Keíla víkurflugvöllur léttskýjað -4 Kirkjubæjarklaustur léttskýjað -5 Raufarhöfn skafrenn- ingur -6 Reykjavík heiðskírt -8 Stórhöfði skýjað 0 Bergen léttskýjað -1 Helsinki snjóélásíð. klst. 1 Kaupmarmahöfn þokumóða 1 Stokkhólmur snjókoma 1 Þórshöfn skýjað -1 Amsterdam rigning 4 Berlín skýjað 2 Feneyjar þokumóða 4 Frankfurt rigning 6 Glasgow þokiunóða -4 Hamborg slyddaásíð. klst. V London léttskýjað 1 Lúxemborg skýjað 3 Mallorca léttskýjað 4 Montreal heiðskirt -17 Oddaleikur Stjömunnar og KA Nú er aðeins einn leikur eftir í átta liða úrslitakeppninni í hand- bolta og nú er þaö spurning hvort það verður Stjaman eöa KA sem heldur áfram. Liðin hafa unnið sinn leikinn hvort og það á heimavelli og nú nýtur Stjarnan þess að hafa verið ofar í deildinni og fáer því að leika á heimavelli og er fyrir fram talið sigurstrang- legra, en KA mun örugglega koma til leiks með það fyrir aug- um aö sigra. Það má því búast við hörkuleik.; Úrslitakeppnin í handbolta kvenna er einnig hafin og era fyrirhugaöir tveir leikir í átta liða keppninni í kvöld. í Reykjavík leika Ármann og Stjaman og í Vestmannaeyjum ÍBV og KR. Skák Þjóðverjinn Hobuss hefur trúlega talið sig vera að vinna eftir aðeins sjö leiki gegn enska stórmeistaranum Hodgson á opna mótinu í Bem á dögunum. Hann hafði hvitt og átti leik í meðfylgjandi stöðu, sem fram kom eftir leikina 1. Rf3 d5 2. g3 Bg4 3. Bg2 Rd7 4. C4 C6 5. CXd5 cxd5 6. Db3 Rc5: ÁgústKarlsson, formaður íslenska skautasambandsins: „Tilgangur skautasambandsins er að efla skautaíþróttina í heild sinni. titi í heimi er skautaíþrótt- inni skipt niður í nokkrar greinar, en algengastar eru listhlaup, hrað- hlaup og íshokkí. Hér á landi á hraðhlaupið erfitt uppdráttar vegna aðstöðuleysis svo við ein- beitum okkur að tisthlaupi og ís- hokkíi. Einhvern veginn er það svo aö þótt það hafi verið keppt um árabil á Tjörninni í hraðhlaupi þá er það illframkvæmanlegt i dag að útbúa braut. Það era þrjú félög sem iðka skautaíþróttina sem aðalmáL Skautafélag Reykjavíkur, SkauCf félag Akureyrar og Björninn, segir Ágúst Karlsson, konrektor Iðn- skólans í Reykjavík, sem fyrr í vik- unni var kosinn formaður íslenska skautasambandsins, sem hefur skammstöfunina ÍSS. Ágúst er fæddur og uppalinn á Akureyri og hefur sjálfur veríð á Agúst Karlsson. skautum frá barnsaldri. „Þar sem ég bjó á Akureyri sem bam þurfti ég nánast aöeins að fara yfir götuna til að komast á skauta og á þessum árum var mikill áhugi á skauta- íþróttinni og reglulega keppt. Ég var bæði í íshokkíi og hraðhlaupi, Þegar ég fiutti til Reykjavíkur til náms hélt ég áfram að aefa skauta- hlaup og tók meðal annars þátt í síðasta íslandsmótinu í hraðhlaupi á skautum sem haldið var á Tjörn- inni árið 1961. Skautaíþróttin lá síð- an niöri um langt skeið og það er ekki fyrr en með tilkomu hinna tveggja vélfrystu svella á Akureyri og 1 Reykjavík að áhuginn fer að og fijótlega eftir komu þeirra var fariö að keppa í íshokkíi á ný.“ Ágúst var spuröur um listhlaup hér á landi: „Það er geysimikill áhugi hjá ungu fólki á þessari íþrótt, enda glæsileg og tilkomu- mikil íþróttagrein, og er4>að eitt af kappsmálum okkar að byggja þessa íþróttagrein upp, en þaö sem háir okkur einna mest er að það era aðeins tvö vélfryst svell á land- inu og ekki fórum við aö taka æf- ingatíma frá almenningi því það er einmitt eitt af markmiðum skauta- sambandsins að efla áhugann hjá almenningi á skautaíþróttinni, en það er sérlega skemmtilegt að fylgj- ast með imgu krökkunum hvað þeir hafa gaman af aö renna sér á skautum. 7. Db5+ og nú er 7. - Rd7 auðvitað svar- að með 8. Dxd5 og svartur hefur misst dýrmætt miðborðspeð. Hodgson lumaði hins vegar á 7. - Bd7! og eftir 8. Dxc5? Hc8 var ekki um annað að ræða fyrir hvítan en gefa drottninguna, því annars blasir við mát í borðinu. Eftir 28 leiki gafst hvitur upp. í stað þess að þiggja riddarann var hvítur til neyddur að leika 8. Db4 en 8. - e5 með hótuninni 9. - Rd3 + gefur svört- um þá sterka stöðu. jón L. Árnason Bridge NS spila eðlilegt kerfi (standard) og leiðin liggur í hálfslemmu í tígh. Sagnir ganga þannig, vestur gjafari og AV á hættu: ♦ ÁK74 V ÁG86 ♦ D + ÁG84 ♦ 1063 V 432 ♦ G764 + 953 ♦ D982 y D75 ♦ 82 + D1072 ♦ G5 V K109 ♦ ÁK10953 + K6 Vestur Norður Austur Suður Pass 1+ Pass 1* Pass 2» Pass 3* Pass 3 G Pass 4♦ Pass 64 P/h Í sæti suöurs sat argentinski spUarinn Carlos Cabanne og hann sýndi mikla fæmi í úrspilinu. Með tveimur hjörtum lýsir norður sterkri hendi (Reverse) og fjórir tíglar eru slemmuboð og lýsa góð- um tíguUit. Slemman er ágæt en fer að þyngjast nokkuð ef tigulgosinn lætur ekki sjá sig. Útspil vesturs var spaðasexa og sagnhafi á slaginn á kóng. Harm tekur tíguldrottninguna, spUar laufi á kóng og leggur niður ás og kóng í tígU. Þegar gos- inn birtist ekki virðist sem sagnhafi þurfi að hitta í hjartaUtinn fil þess að koma | heim samningnum. En Cabanne var ekki á því að fara í hjartað. Hann spUaði næst laufi á ás og trompaði lauf (drottnmgin birtist ekki) og spUaði síðan spaöa á ás I og trompaði spaða. Síðan var hjarta spU- að á ás og síðasta laufið trompað með síðasta trompinu heima. Vestur gat yfir- trompaö en varð þá að spila frá hjarta- ' Utnum upp í gaffalinn. Engu máU skiptir hvort vestur eða austur á drottninguna ef hjörtun Uggja 4-3 á annað borð. Ef vestur trompar ekki eru 12 slagir mættir og tveir slagir vamarinnar faUa saman í enin (tígulgosi og hjartadrottning). ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.