Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1995, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1995, Blaðsíða 23
FÖSTUDAGUR 3. MARS 1995 31 ___________Meiming Sápall Fyrsta verkið sem tekið var til sýninga í nýstofnuðu Kafíileikhúsi fyrr í vetur var Sápa eftir Auði Haralds rithöfund. Því var þá spáð að leikhúsið gæti, ef vel tækist til, orðið vettvangur fyrir stutt frumsamin leikrit sem af ýmsum ástæðum komast ekki svo glatt á svið annars staðar. Þetta hafa reynst orð að sönnu. Sápa II er tí- unda viðfangsefni Kaffileikhússins og öll utan eitt hafa veriö ný eöa nýleg íslensk verk. „Sápa II; sex viö sama borð og enginn lýgur!“ er eft- ir Ingibjörgu Hjartardóttur og Sigrúnu Oskarsdóttur. Þær stöllur taka hlutina svona rétt mátulega alvarlega og fara létt með að semja smellinn texta. í Sápu II beina þær spjótum sínum að einu útbreiddasta hjóna- sportinu, framhjáhaldi. En þær koma líka víðar við og gera grín að kunnuglegum fyrirbærum úr daglega Leiklist Auður Eydal lífinu, jafnt afturbataölkum sem heilsufríkum. Ráða- góðar bisnesskonur koma við sögu og allir ganga með einhvers konar fjárfestingardraumóra í maganum. Og svo læðist líka ofurlítill hrollur með í hlutverki fmgralipra píanistans, sem er einkar tunguhpur líka. Sex einstaklingar koma við sögu. Fyrsta parið leika þau Bessi Bjamason og Margrét Ákadóttir. Þau leika harögift fólk, en galhnn er bara sá að þau eru ekki gift hvort öðm. Sömu sögu er að segja um hin tvö pörin, sem koma inn á kaffihúsið, þar sem leikurinn gerist. Þau eru líka að Ualda fram hjá. Margrét Guð- mundsdóttir og Valgeir Skagfjörð leika par númer tvö og Edda Björgvinsdóttir og Eggert Þorleifsson par númer þrjú. En sápa væri ekki sápa ef málin væm ekki í enn þá kirfilegri hnút. Það kemur nefnilega í ljós að hér er um að ræða þrenn hjón, og bregður nú ýmsum í brún þegar aUir eru mættir á sama kaffihúsið. Þáttur sem þessi er eingöngu saminn til aö skemmta áhorfendum Utla stund og verður að taka honum sem slíkum. Persónurnar eru með ýmsum óUkindum óg Sigríður Margrét Guðmundsdóttir leikstjóri gefur leik- urunum hæfilega lausan taum í framsetningunni. Öllu Leikarar Kaffileikússins. er nettlega fyrir komið á smá gólfskika og leikararnir létu þaö ekki á sig fá þó að þeir lékju þarna nánast uppi í fanginu á leikhúsgestum. Mér fannst þau Edda og Eggert vera búin að ná best utan um sínar persónur, en hinir leikararnir gerðu þaö líka gott. Margrét Guðmundsdóttir vakti mikla lukku þegar hún jóðlaði af hjartans lyst, Bessi og Margrét Akadóttir stigu dans meö tilþrifum og Val- geir hleypti fjörinu á fullt þegar hann spilaði lögin sín á píanóið. Þetta er sem sé líflegur farsi og græskulaust gaman, þó að vægum skotum sé beint að tískufyrirbrigöum og ýmsum þáttum í lífsmynstri nútíma íslendinga. Framvindan er ágætlega fjörleg, en það hefði mátt leggja meiri vinnu í það að finna smellinn endi og að hnýta góða slaufu á þetta allt saman í lokin. Persón- urnar bara hypjuðu sig og lokasöngurinn brast á, eins og þegar þætti í framhaldsseríu lýkur. Kannske luma þær stöllur Ingibjörg og Sigrún á meiru. Hver veit. Sýningin passar mjög vel inn í afslappað andrúms- loft Kaffileikhússins og verður án efa vinsæl meðal gesta þar. Sýnt í Kaffilelkhúsinu: Sápa 2; sex við sama borð og enginn lýgur! Höfundar: Ingibjörg Hjartardóttir og Sigrún Óskarsdóttir Sönglög og textar: Valgeir Skagfjörð Aðstoð við hreyfingar: Hany Hadaya Leikstjóri: Sigríður Margrét Guðmundsdóttir „Ég er engin. En þú?“ Bandaríska skáldkonan Emily Dickinson er spenn- andi ráðgáta. Hún lifði að því er virðist viðburðalitlu lffi, dó 1886 í sama húsi og hún fæddist í 56 árum áð- ur, 1830, var hógvær svo jaðraði við að vera sjúklegt og fór ekki út úr húsi síðustu árin. Þó var hún vel menntuð og í ljóðum hennar má sjá að hún lifði auð- ugu innra lífi. Megineinkenni þeirra er djúpur sárs- auki og svartsýni sem stundum eru tjáð á kíminn hátt. Ljóömyndirnar eru oft óvæntar og óvægnar, sterkar andstæður harms og hamingju, lífs og dauða. Hún birti aðeins tíu ljóö opinberlega meðan hún var á lífi, fyrir henni var það fátæktarmerki að birta efni á prenti, en eftir dauða hennar fundust tæplega tvö þúsund í viðbót sem gefin voru út smám saman. Nú er hún álitin annað fremsta ljóðskáld Bandaríkjanna á síðustu öld ásamt Walt Whitman. Fram að þessu hafa íslenskir þýðendur lítið sinnt Emily; til dæmis hafa Magnús Ásgeirsson, Helgi Hálf- danarson og Sigurður A. Magnússon ekkert þýtt eftir hana. Og þegar rýnt er í ljóð hennar er auðvelt að skilja hvers vegna. Öll góð skáld eru erfið í þýðingu en Emily er sérstaklega erfið vegna þess að hún notar form sem virðist einfalt en er það ekki. Það nýstárlega við ljóð hennar var að hún gerði uppreisn gegn vél- rænu rími, notaði hálfrím eða ekkert rím þar sem les- andinn á eindregið von á rímorði og braut líka oft upp hrynjandina. (Það sem helst minnir á hana af íslensk- um kveðskap eru ljóðin í annarri bók Sjödægru eftir Jóhannes úr Kötlum, „Rímþjóö" o.fl.) Fyrstu útgefend- ur Emily létu þetta fara í taugarnar á sér og voru sí- fellt að „leiðrétta" vísurnar hennar, en það sem hún nær fram með þessari þá frumlegu aðferð er aö les- andinn verður að lesa eftir merkingu í stað ríms og hrypjandi, eins og formið væri fijálst. Dæmið er fyrra erindi ljóðsins um sársaukann: Pain has an element of blank; It cannot recollect When it began, or if there were A day when it was not. Þetta form virðist stundum barnalegt á frummálinu, og því fylgir einfalt og bamslegt mál sem er í hróp- andi andstööu við heimspeki og skáldlega sýn. Ef form- Bókmenntir Silja Aðalsteinsdóttir inu er haldið í þýðingu er hættan sú að það virki klaufalegt og skyggi á innihaldiö, og mér þykir trúlegt að sú hætta hafi hægt þýðendum frá. Nú hefur Hallberg Hallmundsson sýnt þann hetju- skap að gefa út 100 kvæði eftir Emily Dickinson í eig- in þýðingu og með ágætum formála um ævi hennar og viötökur ljóða hennar. Þó að honum takist stundum að leysa vandann sem hér hefur verið tæpt á (til dæm- is í 7,42,47,64,73,78), eru ljóðin ekki eins áhrifamikil á íslensku og frummálinu. Megingalhnn viröist mér sá að líallberg nær ekki nógu vel ísmeygilega einfóldu oröfæri Emily og afdráttarlausri tjáningu. Eins og oft vill verða hættir íslenskunni til að teygja málið og stuðlarnir kalla á vonda orðkosti, eins og þegar „grass“ verður „svörður" í dæminu hér á eftir, ljóðinu um hinn óþægilega grun: Presentiment is that long shadow on the lawn Indicative that suns go down; The notice to the startled grass That darkness is about to pass. Hugboö er skuggi sem firnalang- ur um flötina skríður og flytur þau boð að sólir gangi til viðar. Vísbending felmtruðum sverði aö sjá: senn muni dimman skella á. En bók Hallbergs er tímabær kynning á skáldskap þessa merka höfundar. Emily Dickinson: 100 kvæöi. Hallberg Hallmundsson islenskaði. Brú 1994 Fréttir 1000 manns 900 - Atvinnuleysi á 1. febr. l.mar Atvinnuleysið á Akureyri: Svipað og fyrr Gylfi Kristjansson, DV, Akureyii: Tölur um atvinnuleysi á Akureyri sýna ótvírætt að atvinnuleysi er mjög stöðugt í bænum og viðvar- andi. Þannig eru tölur nú fyrstu mánuði ársins mjög líkar tölum frá sama tíma á síðasta ári. Um síðustu áramót voru 590 at- vinnulausir, 1. febrúar 605 og nú um mánaðamótin 595. Um áramótin 1993/1994 voru 964 manns atvinnu- lausir og þar af um 260 úr fisk- vinnslu vegna verkfalls sjómanna, 1. febrúar á síðasta ári 670 og 1. mars á síðasta ári 583. Sigrún Björnsdóttir á Vinnumiðl- unarskrifstofu Akureyrar segir nokkra hreyfingu vera á fólki, nokk- uð sé um að fólk hlaupi í tímabundna vinnu en komi síðan aftur á atvinnu- leysisskrá. Ef þróunin nú verður eins og á síðasta ári mun atvinnulausum fara fækkandi á næstunni og allt fram í september en yfir vetrarmán- uðina eykst atvinnuleysið aftur. Akureyri: Skíðaganga á golfvellinum Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Golfvöllurinn á Akureyri hentar öllu betur til skíðagöngu en golfleiks þessa dagana, þar er geysilegt snjó- magn yfir öllu og Skíðaráð Akur- eyrar og Golfklúbbur Akureyrar hafa ákveðið að efna til skíðagöngu- dags á sunnudag. Samúelsýnirí Listhúsinu Þingi Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Samúel Jóhannsson listmálari opnar á morgun málverkasýningu í Listhúsinu Þingi á Akureyri og sýnir þar bæði málverk og teikningar. Þetta er tólfta einkasýning Samúels sem hefur einnig teldð þátt í fjöl- mörgum samsýningum m.a. á Akur- eyri, á Húsavík og í Reykjavík. Sýn- ing Samúels verður opin daglega kl. 15-9 til sunnudagsins 12. mars. Leitað að stolnum bíl Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Lögreglan á Akureyri hóf í morgun leit að fólksbifreið sem stolið var frá íbúðarhúsi við Byggðaveg í nótt. Eigandinn skildi lyklana eftir í hif- reiðinni og eftirleikurinn var því auðveldur. Bifreiðin er af Toyota Tercel gerð, grá að ht með einkennis- númerið K-343. Um svokahaða trimmgöngu er að ræða, en þó veröur tímataka fyrir þá sem þess óska. Brautin verður opin kl. 11-16 og frá 11-14.30 verður ókeypis kennsla fyrir byrjendur. Stokke tripp trapp Stóllinn sem vex með barninu STO.KKE 5 ára ábyrgð Sama verð og annars staðar á Norðurlöndum kr. 9.760 Faxafeni 7 s. 687733 LOTT# Vinn ngstölur miövikudaginn:[ 1.3.1995 Aðaltölur: Heildarupphæð þessa vlku 52.196.411 A Isl.: 2.676.411 fjjirinningur 3 fóru til Danmerkur, 1 til Finnlands~ UI>P1.Ý8|NGAR, SÍMSVARI »1- «8 1S 11 LUKKUlInA M 10 00 - TEXTAVARP «1 BIRT UEO FYRIRVARA UM FREKTVILLUR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.