Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1995, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1995, Blaðsíða 26
34 FÖSTUDAGUR 3. MARS 1995 Afmæli Elísabet Guðrún Jensdóttir Elísabet Guörún Jensdóttir grunn- skólakennari, Hátúni 27, Keflavík, erfinuntugídag. Starfsferill Elísabet Guörún fæddist í Reykja- vík en ólst upp á Drangsnesi, í Nes- kaupstað og í Höfnum á Reykjanesi. Hún lauk kennaraprófi frá KI1965 og stundaði síöar framhaldsnám við Kennaraháskóla Danmerkur í eitt ár. Elísabet Guðrún hefur kennt við Myllubakkaskóla í Keflavík með stuttum hléum frá 1965. Hún gerði fyrst hlé á kennslunni vegna bam- eigna, var síðan tvisvar í öðrum störfum og tók sér svo loks frí vegna framhaldsnáms. Hún hefur einnig stundað almenn verkamanna- og verslunarstörf og var eitt ár erindreki Stórstúku ís- lands. Elísabet Guðrún hefur gegnt ýms- um félags- og trúnaðarstörfum fyrir Góðtemplararegluna og Kennara- samband íslands. Hún hefur verið formaður barnavemdarnefndar Keflavíkur og hefur samið fræðslubæklinga fyrir unghnga- regluna. Fjölskylda Elísabet Guðrún giftist 5.9.1964 Hilmari Jónssyni, f. 12.5.1932, rit- höfundi og fyrrv. yfirbókaverði í Keflavík. Hann er sonur Jóns Guð- jónssonar og Jónu Guðlaugsdóttur sem bæði eru látin. Börn Elísabetar Guðrúnar og Hilmars em Jens Hilmarsson, f. 20.3.1965, lögreglumaður í Keflavík, kvæntur Geröi Sigurðardóttur hús- móður og er stjúpdóttir Jens íris Ósk Jóhannsdóttir, f. 18.5.1983, en dætur Jens og Gerðar eru Elísabet Mjöll og Guðbjörg Ylfa Jensdætur, f. 3.1.1993; Jón Rúnar Hilmarsson, f. 23.2.1966, grunnskólakennari í Keflavík en kona hans er Páhna Valdís Eysteinsdóttir; Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir, f. 26.9.1969, nemi við HÍ, en maður hennar er Jón Þór Antonsson verkamaður og sonur þeirra Hilmar Þór Jónsson, f. 31.8. 1989. Systkini Elísabetar Guðrúnar eru Pálmi Viðar Óskarsson, f. 15.7.1935, bifreiðarstjóri í Ytri-Njarðvík, kvæntur Katrínu Björk Friðjóns- dóttur húsmóður; Gunnar Sæ- mundur Jensson, f. 27.8.1942, nú látinn; Marta Óhna Jensdóttir, f. 25.2.1948, framkvæmdastjóri, búsett í Kópavogi en maður hennar er Benjamín VUhelmsson sölumaður; Jóhannes Jensson, f. 4.10.1954, rannsóknarlögreglumaður í Kefla- vík, kvæntur Guðrúnu Lúðvíksdótt- ur skrifstofumanni. Foreldrar Ehsabetar Guðrúnar voru Jens Ó. Sæmundsson, f. 12.7. 1913, d. 31.8.1977, vélstjóri á bátum, í frystihúsum og á Keflavíkurflug- velli, og Ásdís Jóhannesdóttir, f. 27.9.1916, d. 13.4.1990, símstöðvar- Elísabet Guðrún Jensdóttir. stjóri í Höfnum. Foreldrar Jens vora Sæmundur Þorvaldsson og Marta Ó. Jensdóttir Ólsen frá Reyðarfirði. Foreldrar Ásdísar vora Jóhannes Guðjónsson og Guðrún Ingimund- ardóttir úr Stykkishólmi. Ehsahet Guðrún er að heiman. Sigurönr Einarsson Sigurður Einarsson matreiöslu- meistari, Kleifarseh 14, Reykjavík, erfertugurídag. Starfsferill Sigurður fæddist á Patreksfirði og ólst þar upp. Hann útskrifaðist frá Hótel- og veitingaskóla íslands 1976. Sigurður starfaði á Hótel Sögu, Brauðbæ, Hótel Stykkishólmi og á Grand Hotel í Larvík í Noregi á ár- unum 1973-87 og var sölumaður hjá Jóhanni Ólafssyni og Co 1991-93. Hann hefur verið matreiðslumeist- ari hjá Frímúrarareglunni á íslandi frá 1987. Þá er hann eigandi fyrir- tækisins Hlut-skipti og leigir og rek- ur Hótel Eldborg á Snæfellsnesi. Sigurður sat í stjórn Félags mat- reiðslumanna á árunum 1989-91. Fjölskylda Sigurðurkvæntist 19.6.1974 Dóra Hrönn Björgvinsdóttur, f. 18.4.1954, fuhtrúa. Hún er dóttir Björgvins Þórðarsonar, lengst af leigubílstjóra í Hafnarfirði, og k.h., Önnu Þorláks- dótturhúsmóður. Börn Sigurðar og Dóru Hrannar eru Anna Sigurðardóttir, f. 9.11. 1976, nemi; Einar Sigurðsson, f. 26.1. 1981, nemi. Alsystir Sigurðar er Lára Einars- dóttir, f. 3.5.1960, starfskona á leik- skóla, búsett í Reykjavík. Systir Sigurðar, samfeðra, Anna Einarsdóttir, f. 2.9.1927, starfskona á Reykjalundi, búsett í Mosfehsbæ. Systir Sigurðar, sammæðra, er Estiier Guðmarsdóttir, f. 2.9.1947, læknaritari á Landspítalanum, bú- settíReykjavík. Sigurður Einarsson. Foreldrar Sigurðar voru Einar Sigurðssön, f. 29.8.1903, d. 31.7.1971, og Emilía Lárasdóttir, f. 23.9.1918, d. 10.10.1988, húsmóðir. Ætt Einar var sonur Sigurðar, sjó- manns á Hnjótshólum í Rauða- sandshreppi, Jónssonar og Sigríöar Guðmundsdóttur húsmóður. Emhía var dóttir Lárusar, togara- sjómanns í Reykjavík, Bjarnasonar, oddvita á Akranesi og síðar b. að Kárdalstungu, Jónssonar, í Tanga- búð, Bjarnasonar Helgasonar. Móð- ir Bjarna var Margrét Jónsdóttir. Móöir Lárusar var Sigríður Hjálm- arsdóttir, í Hauganesi í Blönduhlíð, Hjálmarssonar, skálds í Bólu, Jóns- sonar. Móðir Sigríðar var Ingibjörg Guðmundsdóttir. Móðir Emilíu var Elísabet Jónasdóttir, b. í Skógtjörn á Álftanesi, Jónssonar og Sigríðar Jónsdóttur. I 9 9*1 7*00 Verö aöeins 39,90 mín. lj Læknavaktin 2| Apótek 31 Gengi HÚSNÆÐI OSKAST Ríkissjóður leitar eftir kaupum á 300-400 m2 skrifstofuhús- næði ásamt 300-400 m2 verkstæðis- og/eða geymsluhús- næði á sama stað í Reykjavík. Tilboð, er greini staðsetningu, stærð, byggingarár og -efni, brunabóta- og fasteignamat, afhendingartíma og söluverð, sendist eignadeild fjármálaráðuneytisins, Arnarhváli, 150 Reykjavík, fyrir 11. mars 1995. Fjármálaráðuneytið, 1. mars 1995 Til hamingju með afmælið 3. mars Guðlaug Ingvarsdóttir, Nesgötu 41, Neskaupstað. Jóhanna Gunnlaugsdóttir, Víöhundi 15, Akureyri. hér á landi og taka á móti gestum í Móabarði 31, Hafnarfiröi, laugar- daginn4;3. eftir kl. 20.00. Emilía Ósk Guðjónsdóttir, Kirkjuvegi 15, Keflavík. Einar Helgason, Hrappsstöðum, Vopnaflarðar- hreppi. Eysteinn Jónsson, Aðalgötu 1, Árskógshreppi. Rögnvaldur Ingólfsson, Hafnargötu 125, Bolungarvík. 40 ára Hafliði Ottósson, Mýrum I, Vesturbyggð, ara GunnarÞór Þórðarson, pípulagninga- meistariíNew Jersey, Banda- ríkjunum. Konahanser SigríðurÓsk- arsdóttir. Þau erastödd Ragnheiður Jones, búsettiOr- landoíFlórída í Bandaríkjun- um.Húntekur á móti gestum eftirkl. 17.00 í dagaðLindar- braut 35, Sel- tjarnamesi. Sigurður Birgir Karlsson, Melavegi 18, Hvammstanga. Anna Lísa Sigurðardóttir, Sléttalirauni 27, Hafnarfirði. Gunnur Inga Einarsdóttir, Hlaðhömrum 28, Reykjavík. Torfi Þór Friðfinnsson, Smárabraut 13, Hornafjarðarbæ. Ragnheiður Þ. Vaidimarsdóttir, Skarðshhð 29 G, Akui'eyri. Lárus Kristinn Viðarsson, Rauðalæk 59, Reykjavík. Kristinn Árni Kj artansson, Dvergabakka 24, Reykjavík. Rósa Mýrdal Einarsdóttir, Vesturgötu 89, Akranesi. Andlát Þórunn Eifa Magnúsdóttir Þórunn Elfa Magnúsdóttir rithöf- undur, Ljósheimum 16B, Reykjavík, lést sunnudaginn26.2. sl. Hún verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag, föstudaginn 3.3., kl. 15.00. Starfsferill Þórann Elfa fæddist í Reykjavík 20.7.1910 en ólst upp hjá móðursyst- ur sinni, Maren Magnúsdóttur og manni hennar, Einari Sigurðssyni, b. í Klifshaga í Axarfirði. Hún var tvo vetur í lýðskóla Ásgríms Magn- ússonar, stundaöi nám í Drammen og Ósló, þar sem helstu greinar vora bókmenntir og tungumál, og fékk styrk th háskólanáms sem hún stundaði í Uppsölum í Svíþjóð 1946- 1947. Þórann Elfa var lengst af húsmóð- ir og rithöfundur í Reykjavík. Hún sá um áteikningar fyrir hannyrða- verslun og prjónaði að auki lopa- fatnað th útflutnings. Þórann Elfa starfaði í Kvenrétt- indafélagi íslands og var fuhtrúi Rithöfundasambands íslands í Bandalagi ísl. hstamanna. Þá starf- aði hún mikið á vegum IOGT, m.a. í söngkór og leikfélagi, og var heið- ursfélagi Lestrarfélags kvenna í Reykjavík. Þórunn hlaut verðlaun í verð- launasamkeppni Ríkisútvarpsins fyrir minningaþátt 1962 og verðlaun úr Rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins 1973. Ritverk Þórunnar Elfu era Dætur Reykjavíkur, I-HI, 1933,1934 og 1938; Að Sólbakka, 1937; Líf annarra, 1938; Draumur um Ljósaland, I-II, 1941 og 1943; Evudætur, átta sögur, 1944; T.illi í sumarleyfi, 1946; Snorrabraut 7,1947; í biðsal hjónabandsins, 1949; Dísa Mjöh, 1953; Sambýlisfólk, 1954; Eldlhjan, 1957; Fossinn, 1957; Litla stúlkan á snjólandinu, 1957; Frost- nótt í maí, 1958; Anna Rós, 1963; í skugga valsins, 1964; Miðnætursón- atan, 1966; Kóngur vill sigla, 1968; Elfamiður, ljóð, 1976; Frá Skóla- vöröustíg að Skógum í Axarfirði, endurminningar, 1977; Vorið hlær, skáldsaga, 1979; Hver var frú Bergs- son?, sögur, 1981; Á leikvelh lífsins, 1985; Ljósaskipti (leikrit), 1950: Sverðið (leikritsgerð), 1955, og Maríba Brenner (framhaldsleikrit), 1967. Hún hefur annast flutning út- varpsefnis um nær hálfrar aldar skeið og hefur auk þess ritað greinar og þýtt sögur í blöð og tímarit. Fjölskylda Þórunn giftist 25.10.1941 Jóni Þórðarsyni, f. 11.7.1902, kennara og rithöfundi. Foreldrar Jóns voru Þórður Pálsson, b. í Borgarholti, og k.h., Sesselja Jónsdóttir. Þórann og Jón skildu 1966. Böm Þórunnar og Jóns era: Einar Már, f. 12.3.1942, dósent í París; Magnús Þór, f. 7.4.1945, dægurlaga- söngvari; Anna Margrét, f. 3.11. 1952, aðstoðarmaður tannlæknis. Systkini Þórunnar: Magnea Ingi- leif, f. 1.11.1905, d. í mars 1958, hús- móðir í Reykjavík; Laufey Björg, f. 26.7.1908, verslunarmaður í Reykja- vík; Gunnar Aðalsteinn, f. 13.6.1913, d. 29.6.1990, klæðskeri og kaupmað- ur í Reykjavík. Foreldrar Þórannar voru Magnús Magnússon, sjómaður og verka- maður í Reykjavík, og k.h„ Margrét Magnúsdóttir. Þórunn Elfa Magnúsdóttir. Ætt Magnús var sonur Magnúsar, „rokkadrejara“ á Beitistöðum, afa Skeggja Áshjamarsonar kennara. Magnús var sonur Ásbjamar, hús- manns á Grímarsstöðum í Andakh, Magnússonar og Kristinar Magnús- dóttur, b. í Hamrakoti, Magnússon- ar. Móðir Magnúsar Magnússonar var Þórann, systir Guðrúnar, ömmu Halldórs Laxness. Þórann var dóttir Sveins, b. á Beigalda í- Borgarhreppi, og Sigríðar Sigurðar- dóttur. Margrét var dóttir Magnúsar, b. í Efrahreppi í Skorradal, Magnússon- ar, b. í Neörahreppi, Gíslasonar. Móðir Magnúsar í Neðrahreppi var Þuríður, systir Amdísar, langömmu Finnboga, fóður Vigdísar forseta. Þuríður var dóttir Teits, vefara í Reykjavík, Sveinssonar. Móðir Margrétar var Ingveldur Þórðar- dóttir, b. í Tunguhálsi í Andakíl, Magnússonar og Margrétar Sigurð- ardóttur. -!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.