Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1995, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1995, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 3. MARS 1995 Neytendur Hvað fylgir í kaupunum? Nýja kökuhúsið á 625 kr. Snittur, marsipantertur eða „sálmabók", jarðarbeijamar- enstertur, bananatertur og súkkulaðitertur. Með tilboðlnu er hægt að fá kransaköku með 25% aíslætti. Gafl-lnn Sex teg. af snittum m/laxi, eggi, sfld, rækjum, skinku, hangikjöti og roastbeef, 2 brauðtertur m/rækjum og skínku, 4 teg. rjómatertur m/jarðarberjum, bl. ávöxtum, bönunum og draum- terta (súkkulaðiterta ef óskað er). Skútan 40 rnarrna árituö marsipanterta, 125 kaffisnittur m/sjö teg. af áleggi, 60 flatkökubitar m/hangi- kjöti og salati, 2 brauðtertur m/kjöti eða fiski, 2 banana- og perutertur, 1 konfektmarens- terta, 2 súkkulaöitertur og 50 kókoskökur. Kaffihúsið Brauðtertur, kafiisnittur m/rækjum, skinku, roastbeef, hangikjöti, eggjum, síld og reykt- um laxi, flatkökur m/hangikjöti, rjóma- eða marsipanterta m/á- letrun, bananasúkkulaðiterta og rjómapönnukökur. Stúdíó-brauð Marsipanterta, rjómaterta, jarðarberjaterta, súkkulaöiterta, 2 teg. rúllutertur, 3 teg. brauðtert- ur, 6 teg. kafílsnitturogflatbrauð m/hangikjöti. íslands- kostur Rækjubrauðterta, skinku- brauöterta, 5 teg. snittur (rækj- ur/reyktur lax/skinka), sælgæt- isterta, peruterta, marsipanterta, rjómakaka, jarðarberjaterta, flat- kökur m/hangikjöti og smákök- ur. Innifalið: akstur og uppsetn- ing á höfuðborgarsvæðínu. Árberg Hátíðleg marsipanterta (t.d. op- in bók með áritun) eða kransa- kaka. Einnig brauðtertur, súkku- laðitertur, kaffisnittur, vatns- deigsbollur m/ávaxtamousse, rúllutertur, lagkökur og flatkök- ur m/hangikjöti. D V kannar verð á kaffihlaðborðum: Hlaðborð fyrir 50 manns kostar 30-70 þúsund Fermingarundirbúningurinn er nú í algleymi hjá íjölskyldum þeirra barna sem fermast í ár. Veitingamar eru e.t.v. mesti höfuðverkur foreldr- anna þar sem það er bæði dýr þáttur og vandasamur. Af þessu tilefni könnuðum við hvað það kostar að fá tilbúin kaffihlaðborö í heimahús en í næstu viku verðum við með sams konar könnun á matarhlaðborðum. Við höfðum samband við 15 fyrir- tæki sem taka að sér að útbúa kaffi- hlaðborð og í ljós kom að verð á mann getur verið á bihnu 625-1390 krónur, en það fer m.a. eftir því hversu veglegt borðið er og hvaða þjónusta er innifalin. Algengt verð var á bflinu 800-900 krónur á mann- inn sem er mjög svipað og í fyrra. Það munar því 765 krónum á mann á hæsta og lægsta verði, eða 122%, svo það borgar sig að gera verðsam- anburð og kynna sér innihald hlað- borðanna áður en pantað er. Sem dæmi má nefna að 50 manna veisla kostar 31.250 kr. ef keypt er ódýrasta hlaðborðið en 69.500 kr. ef það dýr- asta er keypt. Þarna munar 38.250 krónum, eða rúmlega helmingi, á verði. Innihaldslýsingin er í eindálk- unum hér til hhðar en taka ber fram að ekkert mat var lagt á gæöi eða framreiðslu boröanna í könnuninni Það borgar sig að gera verðsamanburð og kynna sér innihald kaffihlaðborð- sem án efa skiptir máli. anna. Þau kosta frá 625-1390 kr. á manninn. 1190 1090 40-50 manna veisla 50 manna veisla Lágmark 25 manna veisla Viðar Steinarsson, Kaldbaki, Rang., 851 Hella (TELEFUNKEN útvarpsvekjaraklukka) Þorgeir Ólason, Kirkjuvegi 15,220 Hafnarfjörður (Úttekt í Ó.M. búðinni) María G. Waltersdóttir, Fannafold 147,112 R. (SEVERIN Espresso kaffivél) Olafur Gunnarsson, Hagamel 45,107 R. (Armbandsúr) ; Jón Sveinsson, Barónstíg 5,101 R. (ZODIAC takkasími) Vinningar verða sendir til vinningshafa - skila árangri! Spurt og svarað um nýju lögin: Enginn vill vera í hússtjórn Hér birtast svör við spurningum lesenda varðandi nýju lögin um fiöleignarhús og húsaleigu. Senn líður þessi þjónusta okkar undir lok og er fólk því hvatt til þess að hringja inn spurningar eigi síðar en í byrjun næstu viku. Síminn er 99 1500 og svo þarf að velja 2 fyrir neytendur. Svörin birtast hér á neytendasíðunni. 1. Ef enginn gefur kost á sér í hús- stjórn hvað er hægt að gera til að mynda slíka stjórn? Eigendur eru skyldir til aö vera í húsfélagi og taka þátt í störfum þess og fara eft- ir ákvörðunum funda og virða þær. Eigendur eru skyldir að taka kosn- ingu og vinna að sameiginlegum hagsmunamálum og axla þær skyldur sem því fylgir, þótt þeim sé það ófiúft. Eigandi getur ekki neitað þátttöku í húsfélagi. Engin þvingunarákvæði eru þó til staðar í lögunum. Lögin hafa hins vegar almenn úrræði fyrir húsfélag við vanefndir og brot eigenda. Ef hann gerist sgkur um gróf eða ítrekuð brot á skyldum sínum getur húsfé- lagið bannað honum búsetu og dvöl í húsinu og gert honum að flytja og krafist þess að hann sefii eignar- hluta sinn. Slíkri kröfu verður hús- félag að framfylgja með málsókn. 2. Hver ber kostnað af viðhaldi við Iofræstibúnað sem eingöngu er í sumum íbúðum fiöleignarhúss en ekki öðrum? Ef t.d. enginn gluggi er á salerni sumra ibúðanna heldur loftræstirör með blásara upp á háa- loft? Sá búnaður myndi teljast vera í sameign sumra, þ.e. þeirra sem hafa afnot af honum. Samkvæmt þvi er viðhalds- og rekstrarkostn- aður vegna hans sameiginlegur þessum eigendum og skiptist að jöfnu mifli þeirra. Hraunholt Marsipantertur, rjómamar- enstertur, brúntertur, ostatertur m/ferskum ávöxtum, formkökur, flatkökur ni/hangikjöti og salati, brauðtertur og heitir ofhréttir. Gæðamatur Árituð marsipanterta, súkku- laðiterta m/sérríkremi, peruterta m/bananakremi og súkkulað- i’rjóma, ávaxtaterta, kransa- kökukonfekt, flatkökur m/hangi- kjöti, kaffisnittur og brauðtertur. Nýja kökuhúsið á 875 kr. Snittur, brauðtertur, brauðrúll- ur, marsipantertur eða „sálma- bók“, jarðarberjamarenstertur, bananatertur, sachertertur, rúllutertur og súkkulaöitertur. Potturinnog pannan Fermingarterta eóa kransa- kaka, snittur, brauðtertur, flat- kökur m/hangikjöti, kleinur, formkökur, 3 teg. af tertum. Veislan Fermingar-marsipanterta, jarð- arbeijatertur, rjómatertur, súkkulaðitertur, 2 teg. brauðtert- ur, 7 teg. kaffisnittur og heitur brauðréttur m/skinku og spergli. Með kransaköku kostar þetta kaffihlaðborð 1.050 kr. á mann- inn. Akstur í nágrenninu og upp- setning innifalin. Óðinsvé á 950 kr. Rjómatertur, brauðtertur, snittur, flatkökur m/hangikjöti, heitur brauðréttur og súkkulaöi- kaka. Múlakaffi Kókos-marensterta með jarðar- berjaijóma, konfekt-súkkulaði- kaka, möndlufreisting, sacher- súkkulaðiterta, 2 brauðtertur með skinku og rækjum, 5 teg. snittur, flatbrauð m/hangíkjöti og heitt epla- eða bláberjapæ með rjóma. Lækjarbrekka Árituð fermingarterta m/gtyttu, 4 teg. tertur að eigin vali (t,d. konfektterta, eplaterta, ostaterta, súkkulaðiterta, jarðarberjaterta), 2 teg. snittur, brauðtertur, pönnukökur og flatkökur m/hangikjöti. Óðinsvé á 1.190 kr. Rjómatertur, marsipantertur, brauðtertur, snittur, flatkökur m/hangikjöti, heitur brauðréttur, súkkulaðikaka, gulrótarterta og möndlukaka. Hlaðborðið kostar 1.390 kr. á manninn með kransa- köku. Kátir kokkar Árituö marispanterta eða kransakökuhorn (strákar)/ kransakökukörfur (stelpur), fyllt með konfekti, 2 teg. brauðtertur, peruterta, súkkulaöíterta, rice crispiesterta, ijómapönnukökur, pönnukökur m/sykri, flatkökur m/hangikjöti, kleinur og smjör- deigsbotn m/heitri fyllingu. Inni- fahð er borðbúnaöur og uppsetn- ing borðsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.