Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1995, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1995, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 3. MARS 1995 Spumingiii Ert þú í tísku? Laufey Hill nemi: Já, ég legg mikið upp úr þvi. Guðríður Gunnarsdóttir nemi: Já, frekar er ég það. Helga Bjarnadóttir: Minni tísku, já. Mikael Allan Mikaelsson nemi: Já. Hanna Júlía Kristjánsdóttir húsmóð- ir: Nei, ég hugsa að ég sé það ekki í dag. Sigurður Hróarsson leikhússtjóri: Já, ég vinn í leikhúsi. Lesendur______________ Kennarar ganga oflangt Birgi finnst kröfur kennara vera óraunhæfar. Birgir Guðmundsson skrifar: Sem foreldri þriggja barna á grunnskólaaidri get ég ekki lengur orða bundist. Verkfall kennara, sem staðið hefur yflr undanfama daga, hefur gert miklu fleira heldur en að lama allt skólastarf í landinu. Víða á heimilunum hefur skapast algjört neyðarástand vegna þess að fólk á í erfiðleikum með að koma börnum sínum í pössun. Sjálfur hef ég gripið til þess ráðs að taka bömin með mér í vinnuna og einnig hefur konan mín gert það sama en það sjá það allir að shk lausn getur aldrei veriö til frambúðar. Væri ég eða konan heima við væri vandamálið ekki til staðar en stað- reyndin er einfaldlega sú að oftast eru báðir foreldramir útivinnandi og því enginn heima til að gæta bam- anna á meðan skólastarf liggur niðri. Fæstir em líka svo heppnir að geta komið krökkunum fyrir hjá ættingj- um eða vinum. Þá er eftir barnapöss- un úti í bæ en hún kostar sitt og ekki allir sem ráða við það. Þaö er öllum ljóst að þetta ástand er óviðunandi og mjög brýnt að lausn finnist sem fyrst. Heimilin í landinu þola hreinlega ekki að þetta verkfall dragist á langinn. Fari svo neyðast foreldrar til að hætta að vinna til aö vera heima hjá bömunum og hver á þá að sjá um framfleyta fjölskyld- unni? Þess vegna er brýnt að kennarar slái af óraunhæfum kröfum sínum og semji við ríkið. Ég segi óraunhæf- ar kröfur vegna þess að ekkert rétt- lætir að ein stétt fái meiri kauphækk- anir heldur en önnur. Kennarar verða líka að átta sig á að ef semja ætti við landsmenn á sömu nótum og þeir vilja færi hér verðbólgan upp úr öllu valdi, stöðugleikinn hyrfi eins og dögg fyrir sólu og við væmm aftur komin á byrjunarreit. Nei, það er ekki þetta sem ég og aðrir landsmenn viljum. Það er sjálfsagt að borga kennurum fyrir síria vinnu en em þeir búnir að gleyma þeim forrréttindum sem stéttin nýtur. Hverjir aðrir hafa t.d. þriggja mánaða sumarfrí á ári? Og hverjir aðrir fá sérstakt jóla- og páskafrí? Fyrir utan þetta eru svo nokkrir aðrir frídagar á ári sem hinn almenni launamaður fær ekki. Það skyldi þó aldrei vera að kennarar hefðu bara nóg kaup þegar öllu er á botninn hvolft. Eitt er ömggt og það er að engin stétt í þessu landi fær jafn marga frídaga á ári og einmitt kennarar. Og svo þarf alltaf að vera að gefa frí í skólunum þegar svokall- aðir starfsdagar eru. Nei, ég verð að segja það alveg eins og er að mér finnst kennarar ganga heldur of langt í kröfum sínum. Það em sjálfsagt margir sem hafa það betra en þeir en það em líka miklu, miklu fleiri sem hafa það verra en þeir. Of beldisf ulH þjóðfélag Guðný Sigurðardóttir skrifar: íslenskt þjóðfélag stefnir hraðbyri í glötun og verði ekkert að gert gæti það fremur orðið fyrr en seinna. Nú reka sjálfsagt margir 'upp stór augu en þeir hinir sömu ættu að hugleiða atburðina í samfélaginu upp á síð- kastið. Nánast upp á hvern einasta dag er framið rán þar sem ofbeldi er beitt og fólki er beinlínis stefnt í voða. Ræningjar svífast einskis og beita hnífum og hvers kyns bareflum til að komast yfir peninga. Það er reyndar óskiljanlegt í þessum ránum að undanförnu aö enginn skuli hafa látið lifið. Þetta em vissulega ljótar staðreyndir og því tímabært að staidra við og kanna hvemig hægt er að stemma stigu við þessari óheillavænlegu þróun. Mín skoðun, og fleiri þori ég að fullyrða, er sú að yfirvöld hafi ekki gripið nógu fljótt inn í. Þá á ég við að stórauka alla löggæslu jafnframt því að beita miklu harðari viðurlög- um en nú er gert. Refsingarnar eiga að vera það strangar að enginn þori að taka áhættuna. Hér þurfa að koma til kjarkmiklir menn sem þora að segja ofbeldinu stríð á hendur. Sfjómmálamenn verða aö auka fjár- veitingar til löggæslu. Án öflugrar lögreglu verður aldrei hægt að spyma við þessari þróun. Oft hefur verið þörf en nú er nauðsynlegt að taka þessi mál fóstum tökum. Það má ekki gerast að heiðvirðir borgar- ar þori ekki að ganga um götur þess lands af ótta við glæpamenn. Þjónustusími bankanna: Arangurslausar hringingar Ásdís skrifar: vegna þjónustusíma bankanna. Með Ég get ekki lengur orða bundist tilkomu debet-kortanna áttum við, Bréfritari segir þjónustusíma bankanna nánast óvirka og hann verði að snúa sér t.d. að hraðbönkum til að fá upplýsingar um stöðu á reikningi. Myndin er tekin við hraðbanka í Reykjavík. sem notum kortin, að geta nýtt okkur þessa þjónustu og létta þannig álagi á starfsfólki bankanna og minnka kostnað notenda en það er nú aldeil- is ekki. Það er alger tilvdljun ef ég næ í gegn. Þ.e.a.s. ég stimpla inn banka- og reikningsnúmer, alls 10 stafi, og ýti á stjömu eins og um er talað en oftast er svarið: „Því miður, þetta er ekki rétt. Reyndu aftur.“ En ég veit að ég fer 100% rétt að. Ég reyni svona á nokkurra klukkutíma fresti yfir daginn ef ég er að bíða, t.d. eftir inn- leggi, en fæ yfirleitt sama svarið. Á endanum verð ég að hringja í bank- ann og fá að vdta stöðuna eða fara í hraðbankann. Ég er orðin dauðleið á þessari þjón- ustu eða öllu heldur þjónustuleysi og er búin að margkvarta yfir þessu vdð minn viðskiptabanka en allt er vdð það sama. Ég veit um fjölda manns sem er sama sinnis. Ég tek það fram að ég hef hringt í bankann til að fá það staðfest að ég sé að gera rétt og starfs- fólkið hefur talað um að þessar kvartanir séu algengar. Gangurlvfsins Sigríður skrifar: Eg vdl þakka forráðamönnum Sjónvarpsins kærlega fyrír að vera aftur byrjaöir að sýna þátta- röðina Gangur lífsins. Þar segir frá hinum heillandi Corky og fjöl- skyldu hans en þetta eru einstak- ir þættir fyrir fólk á öllum aldri. Nokkur gagnrýni hefur reyndar komið fram á þessa þætti en mér þykir hún heldur ómerkileg og það er furðulegt ef ekkert gott má sýna í Sjónvarpinu okkar. í þessum þáttum er ekkert kyn- líf eða ofbeldi en ætla mætti að þeir sem eftir slíku sækjast hefðu úr nógu að velja. Að minnsta kosti finnst mér nóg um ofbeldis- fullar kvikmyndir á báðum sjón- varpsstöövunum. Ég tel að Sjón- varpið mætti gera meira að þvd að sýna hugljúfa þætti, þeim yrði örugglega vel tekið af flestum. Öfgaráöskudag Þórður Jónsson hringdi: Mikið óskaplega leiðist mér allt þetta tilstand á öskudaginn. Það er búið að koma því inn í höfuðið á bömunum að þau geti ekki lengur faríð í bæinn þennan dag án þess að vera með stríðsmáln- ingu í framan og í einhverjum furðulegum búningum. Mætti ég þá heldur biðja um þann gamla og góða sið að hengja öskupoka aftan í fólk. Hvemig væri nú að foreldrar drægju úr því að mála börnin meö stríðsmálningu og létu þau hafa öskupoka í staðinn. Svo ættu nú .flestir að vita að allt þetta sælgætisát á öskudaginn er ekki af hinu góða. Hátthundagjald O.G. hringdi: Ég er mjög óhress meö þetta hundagjald sem gildir hér í Reykjavík. Það er um 9.000 krón- ur á ári en á að vísu að lækka um 12% og verður þá um 8.500 krónur. Það er engu að síður tölu- verður kostnaður og ekki síst vegna þess maöur fær ekkert fyr- ir peningana. Eg óska eftir því að fá einhver svör við því hvað hundaeigendur fá fyrir þessa peninga. Svo vil ég bæta því við að mér fmnst frá- leitt að rukka hundaeigendur um 7.000 krónur fyrir það eitt að hundurinn sleppur frá þeim. Vonttilvísana- kerfi Lára skrifar: Égvdllýsayfir mótmælum mí n- um vdð hið svokallað tilvisana- kerfi. Það er vont kerfi og það er alveg út í hött aö koma því á. Ég vil t.d. geta talað beint við minn kvensjúkdómalækni án þess að þurfa að fara fyrst i gegnura heimilislækninn. Fyrir fólk þýðir þetta bara aukin útgjöld. Ég skora á fólk að láta meira í sér heyra og mótmæla þessu kerfi sem er hreint út sagt fáránlegt. Ég hef aldrei myndað mér neina sérstaka skoðun á heilbrigðisráð- herranum okkar, honum Sig- hvati Björgvinssyni, en með þessu kerfi get ég ekki sagt að hann sé efstur á vinsældalistan- um híá mér. DV og þjónusta við lesendur Nýlega var lesendum DV gefinn kostur á að hríngja í símanúmer- ið 99 15 00 til aö koma skoðunum sínum eða ábendingum á fram- færi. Gjaldið er kr. 39,90 mínútan. Blaðið hvetur lesendur til að nýta sér þessa þjónustu en hægt er að bringja í þetta numer allan sólar- hringinn. Munið eftir að gefa upp nafn og heimilisfang. Eftir sem áður verður hægt aö hringja án sérstaks gjalds i siina 563 2700 frá kl. 14-16 alla virka daga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.