Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1995, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1995, Blaðsíða 4
4 ' FÖSTUDAGUR 3. MARS 1995 Fréttir Yfirstjóm Tollstjóraembættisins gagnrýnir harðlega niðurskurð ráðuneytis: Stjórnleysi við ákvörðun yf irvinnu hjá tollvörðum - segir Sigvaldi Friðgeirsson, skrifstofustjóri hjá Tollstjóranum í Reykjavik „Það horfir ekkert til vandræða vegna niðurskurðar hér. í stað þess að tollverðir sitja við pakka og opna þá í tíma og ótíma og fá aukavinnu við það eins og var til langs tíma þá verða tekn- ar stikkprufur. Þetta er þróunin er- lendis auk þess sem tæknibreytingar hafa orðið,“ segir Sigvaldi Friðgeirs- son, skrifstofustjóri hjá Tollstjóraemb- ættinu í Reykjavík. Hann segir að niðurskurðurinn sé einnig til kominn vegna lægri fram- laga til embættisins. Embættiö hafi sýnt mikla ráðdeild við rekstur til að fara út í endumýjun á búnaði og ætl- að aö flytja til spamað á milli fjárlaga- ára. Fjármálaráðuneytið hafi hins vegar neitað þeim um að flytja spam- aðinn á milli ára, andstætt því sem lofað var þegar niöurskurðartíminn hófst, og að auki lækkað framlög tíi embættisins þegar ljóst var að hægt var að spara viö rekstur þess. „Þetta snýr dæminu við. í stað þess að spara og sýna ráðdeild þá reynir maður að eyöa öllu sem til er og eiga ekki krónu eftir um áramót. Við höf- um gert athugasemdir við þetta við ráðuneytið en þar fást þau svör að allir séu að spara og fjármálaráðu- neytið reyni að ganga á undan með góðu fordæmi." Aðspurður hvort of langt hefði ver- ið gengið í niðurskurði í ljósi óánægj- unnar og uppsagnar aðaldeildar- stjóra embættisins sagði Sigvaldi það ekki endilega þurfa að vera. „Hjá embættinu er starfsfólk í mis- munandi stéttarfélögum. Eitt stéttar- félagið hefur komið ár sinni þannig fyrir borð að það hefur verið meira sjálfala en önnur," segir Sigvaldi og á við stéttarfélag tollvarða. „Þeir sem hefur verið treyst fyrir því að halda aukavinnunni innan ákveðinna marka hafa ekki verið vandanum vaxnir. Yfirtollverðir, sem hafa átt að vera innan kvóta í aukavinnu þegar reynt var að skipta þessu bróðurlega á milli manna, fóru fram yfir. Við erum með yfirtollverði sem hafa hreinlega skrifað á sig fasta tvo tíma aukavinnu á dag þótt vinn- an hafi ekki verið nema rúmur klukkutími. Á sama tíma og þessi óráðsía hefur viðgengist hjá toligæsl- unni tók toUstjóraskrifstofan þann pól í hæðina þegar samdrátturinn byrjaði að vega og meta hvar þyrfti að vinna aukavinnuna á skrifstof- unni og draga úr henni. Ef það sama hefði verið gert í toUgæslunni hefði ekki komið til aUrar þessarar óþörfu aukavinnu til þessa.“ Sigvaldi segir að stjómleysið sem hafi einkennt yfirvinnuna nái til yfir- manna á mörgum stöðum. „Það er þetta sem fyrst og fremst er að gerast. Nú er verið að skera niöur yfirvinnu sem hefði þurft að gera mikið fyrr eins og hefur verið gert í öðrum detidum. Nú þegar þetta er gert hlaupa menn upp til handa og fóta og halda að verið sé að taka aUt frá þeim.“ Sigvaldi segir að niðurskurðurinn komi misjafnlega niður á hina ýmsu pósta. Á heUdina litið sé yfirvinna skorin niöur í 14,5 mtiljónir króna úr20mtiljónumífyrra. -pp Mikil oanægja meðal tollara: HáHgert upp- lausnarástand - segir aöaldeildarstjóri sem hefur sagt upp störfiim „Þessi niðurskurður hefur þau áhrif að aukavinna dregst saman um nokkur þúsund klukkustundir. Hún fer úr litlu í minna. Þetta hefur til dæmis áhrif á fíkniefnaleit, inn- heimtu ríkissjóðsgjalda og önnur meiri háttar verkefni. Það sem er hins vegar sýnu alvarlegast er hve slæm mórölsk áhrif þétta hefur á starfsliðið. Það er hálfgert upp- lausnarástand hér. Ef það breytist ekki verður ekki hægt að búast við miklum árangri," segir Sveinbjörn Guðmundsson, aðaldeildarstjóri hjá ToUstjóranum í ReyKjavík. Sveinhjöm hefur í kjölfar deilna um niðurskurðinn sagt starfi sínu lausu hjá embættinu. „Það eru ýmsar ástæður fyrir því. Meðal annars þessi niðurskurður, aukavinnumáhn og að sumu leyti sá stíU sem einkennt hefur niðurskurð- inn og hvemig að honum er staðið. Það verður að hafa fyrirvara á svona hlutum,“ segir Sveinbjöm. Þann 20. febrúar sendi Sveinbjöm tilkynningu til deUdarstjóra og yfir- tollvarða þar sem fram kemur að vegna niðurskurðar og af öðmm ástæðum hafi verið ákveðiö að taka upp „nýja háttu varðandi ákvaröanir um yfirvinnu“. Einungis verði út- hlutað til ráðstöfunar á vinnustöð- unum 5 klst. „skrapi" pr. starfsmann hvern mánuð til ráðstöfunar á vinnustöðunum. Á aðalfundi ToUvarðafélags ís- lands var rætt um niðurskurðinn á yfirvinnunni. Ákveðiö var að setja á oddinn kröfu um launahækkanir í því ljósi að til þessa hefði launakerfi tollvarða miðast við að þeir hefðu fasta yfirvinnu. Valur B. Kristinsson, varaformað- ur Tollvarðafélagsins, segir að í ljósi þess að toUverðir hefðu ekki verk- fallsrétt gæti aUt eins komið til þess að þeir legðu áherslu á kröfur sínar með því að fara sér hægt í starfi en kjarasamningar tollvarða hafa verið lausir frá áramótmn. -PP Get ekki stað- festþáfregn „Ég get ekki staðfest þær fregnir framkvæmdir hefjist á þessu ári aö Alusuisse-Lonza heföi ákveðiö við byggingu þriöja kerskálans i aðhefjaframkvæmdirviöstækkun Straumsvík með þáttöku Alusu- álversins í Straumsvik á miðju isse-Lonza. þessu ári. Ákvarðanir verða ekki Kurt sagðist ekki víija eyðUeggja teknar fyrr en hagkværaniathug- bjartsýnishug Sighvats en hann unum lýkur. TæknUegum athug- skUdi ráðherrann þar sem vissu- unum veröur lokiö um næstu mán- lega væru margar forsendur fyrir aðamót en fjármögnun og annað bjartsýni. En of snemmt væri að skýrist ekki fyrr en seinna á þessu segja nokkuð fyrr en athugunum ári. Ef niðurstöður athugana reyn- væri lokið. Frá þvi grænt ljós yrði ast jákvæðar er fyrirtækið reiöu- geflö tæki það 2 ár að að stækka búið að taka þátt í stækkun álvers- álverið. ins,“ sagði Kurt Wolfensberger, Aðspurður sagöi Kurt að Alu- aðstoðarforstjóri hjá Alusuisse- suisse-Lonza fyndi ekki fyrir nein- Lonza i Sviss, í samtali við DV en um þrýstingi frá íslenskum sljórn- fyrirtækiö er eigandi álverksmiðj- völdum um að ijúka málinu þrátt unnar í Straumsvík ásamt ríkis- fyriraðþingkosningarfæruíhönd. sjóði. Þrátt fyrir vaxandi áhuga Alu- Sighvatur Björgvinsson iönaðar- suisse-Lonza er ennþá sá möguleUti ráðherra hefur látiö hafa eftir sér inni i myndinni að þýskt álfýrir- aö hann sé mjög þjartsýnn á aö tækiflytjieinnkerskáiatUÍslands. Fegurð á Austurlandi | ' if A I * Iés |l H'::- : . 0 1 ' ' Jslt i ým < Þær eru hver annarri faliegri, stúlkumar 9 sem keppa til úrslita um titilinn, „Fegursta stúlka Austurlands 1995“. Keppnin fer fram í Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum þann 4. mars næstkomandi. DV-mynd Sigurður M. 200 milljóna arður samþykktur á aðalíundi Sameinaðra verktaka: Hópur hluthafa vill 400 milljónir í arð - núverandi stjóm sökuð um brot á samþykktum hlutafélagsins Aðalfundur Sameinaðra verktaka fyrir árið 1994 var haldinn sl. mánu- dag. AUt fór fram nema kjör nýrrar stjómar og var aöalfundi frestað fram í apríl. Samþykkt var aö greiða 10% arð til hluthafa miöað við gengi hlutabréfa upp á 7,2 og nema arö- greiðslurnar um 200 mtiljónum króna. Ákveðinn hópur hluthafa er ósáttm- við störf núverandi stjómar og sakar hana um að brjóta sam- þykktir félagsins. Hópurinn hyggur á mótframboð á framhaldsaðaifund- inum, bæöi til stjómar Sameinaöra verktaka og íslenskra aðalverktaka en fyrirtækið á 32% hlut í íslenskum aöalverktökum. Skömmu fyrir aöalfundinn sendu þrír fuUtrúar óánægjuhópsins út bréf til hluthafa þar sem þeir skýrðu sín sjónarmið. I bréfinu er stefna hópsins sett fram í sjö liðum. Meðal stefnmnála hópsins er að á aðalfundi verði greiddar út a.m.k. 400 miUjónir í peningum og er vísað þar tíl sam- þykktar á hluthafafundi í júní 1994. Önnur stefnumál em m.a. á þessa leið: „Áfram verði haldið þátttöku í ís- lenskum aðalverktökum (ÍAV) og verktöku fyrir vamarliöið á Kefla- víkurflugvelli eins lengi og ÍAV halda starfsleyfi sínu þar. Sameinaðir verktakar em fyrst og fremst eigandi að ÍAV og stunda þvi ekki aðra starf- semi en rekstm eigna sinna. Það flármagn, sem ekki er nýtt hjá ÍAV til verktöku á Keflavíkurflug- velli, verði fært tU eigenda ÍAV. Hlutabréfaeign Sameinaðra verk- taka í öðmm félögum verði skipt mUli hluthafa. Haldið verði áfram með skattamál hluthafa og aUra leiða leitað til að fá fyrri skattlagningu arðgreiðslna leið- rétta. Stjórn Sameinaðra verktaka fylgi samþykktum félagsins og veiti stjórn ÍAV aðhald, þannig aö fylgt sé félags- samningi ÍÁV.“ „Ævintýraþrá stjórnar- manna“ í lok bréfsins leitar hópurinn eftir stuðningi hluthafa til að ná þessum stefnumálum í gegn. Síðan segir: „Ef ( við stöndum saman núna getum við stöðvað lögbrot stjórnarinnar og bjargað eignum okkar frá ævintýra- , þrá stjórnarmanna." Undir bréfið rita Þórðm M. Þórðarson, Ingibergur Þorkelsson og Sif Ingólfsdóttir. ?_ Ekki kom tU þess að óánægjuhóp- urinn legði fram tUlögur sínar á aöal- fundinum sl. mánudag þannig aö allt stefnir í mikinn hasar á framhalds- aðaifundinum í næsta mánuði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.