Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1995, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1995, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 3. MARS 1995 13 Jóhanna Sigurðardóttir opnaði tenginguna við Internet-kerfið formlega. DV-mynd GVA Formleg kosningabarátta Þjóðvaka hafin: Frambjóðendaþing á Akureyri um helgina - útgáfavikublaðsogtengingviðlntemetið „Það má segja að með opnun á tengingu okkar við Internetið, útgáfu nýs vikublaðs, Þjóðvaka, og fram- bjóðendaþingi á Akureyri um næstu helgi sé kosningabarátta Þjóðvaka hafm af fullum krafti," sagði Jó- hanna Sigurðardóttir, formaöur Þjóðvaka, á fréttamannafundi. Um næstu helgi munu allir þeir sem eru í framboði fyrir Þjóðvaka koma saman á Akureyri og halda þar frambjóðendaþing. Það verður haldið í Kjarnalundi og hefst á laugardag. Mörður Árnason, frambjóðandi ílokksins í Reykjavík, skýrði út fyrir fréttamönnum tengingu Þjóðvaka við Internetið og hvernig ílokkurinn ætlar að nota þessa þjónustu, en Jó- hanna Sigurðardóttir opnaði teng- inguna við kerfið formlega. Nú þegar er hægt að sjá alla framboðslista flokksins og stefnuskrá hans á net- inu. í framtíðinni verða allar upplýs- ingar sem flokkurinn ætlar að koma frá sér sendar þangað inn. Þá getur fólk sent póst tn skrifstofu flokksins og fengið upplýsingar um hvaöeina sem varðar flokkinn og komandi þingkosningar. Hafin er útgáfa nýs vikublaðs á vegum flokksins og heitir það Þjóð- vaki. Ritstjóri blaðsins er Olína Þor- varðardóttir, fyrrum borgarfulltrúi. Hún sagði að blaðið mundi koma út vikulega fram að kosningum og að stefnt væri að því að það kæmi áfram út vikulega að þeim loknum. 30 - 50 % AFSLÍTJUR AFSK0BUNA0I Barnaskór • r;.— Iþróttaskór Kuldaskór Inniskór mmmmrnmmmmM Oönguskór Heilsuskór Spariskór og aðrirskór RJskóstofan össur i.'".'.. HVERFISGÖTU 105 • SÍMI: 91-5562 63 53 Fréttir Kvennalistinn kynnir stefnuskrá sína: Vill skipta miðun- um í grunnsævi og djúpsævi - tengir saman öryggis- og umhverfismál og vill aukið samstarf fiskveiðiþjóða „Við ætlum að leggja mikla áherslu á kjaramáhn. Þau verða aðalmálin í vor. Við teljum fullreynt að jafna kjaramismuninn milh kynja með hefðbundnum kjarasamningum og teljum að það þurfi að fara fram upp- stokkun í launakerfmu og starfsmat. Það er grátlegt að horfa á það að í dómskerfmu komi líka fram launa- munur kynjanna þegar dæmt er um tryggingabætur fyrir konur. Þessu viljum við taka á,“ segir Jóna Val- gerður Kristjánsdóttir, alþingismað- ur og fyrsti maður á framboðshsta Kvennahstans á Vestfjörðum. Kvennalistinn kynnti stefnuskrá sína fyrir kosningarnar í vor á blaða- mannafundi nýlega. í stefnuskránni er rík áhersla lögð á atvinnumál í landinu. Kvennalistakonur vilja meðal annars efla smáiðnað kvenna á landsbyggðinni. í stefnuskránni tengja kvennahstakonur saman um- hverfismál og utanríkismál og vilja að þjóðimar á norðurslóöum sam- einist um að halda sjónum og fiski- miðunum ómenguðum. „Öryggismál okkar íslendinga byggjast á umhverfmu. Gamla hugs- unin um að hernaðarstyrkur ein- hverra blokka skipti öllu máli er ekki rétt. Við viljum skoða öryggis- mál út frá umhverfmu. Hvað myndi íslendingum gagna að hafa her hér á landi ef miðin væru orðin menguð og við hefðum ekkert til að lifa af? Ég held að það þurfi til dæmis að koma á fót alþjóðlegri stofnun með þátttöku ahra þjóöa sem eiga hags- muna að gæta í norðurhöfum," segir hún. Ný sjávarútvegsstefna er úthstuð í stefnuskrá Kvennalistans. Lagt er til að miöunum verði skipt í grunnsjáv- armið og djúpsjávarmið og áhersla er á vistvæn veiðarfæri, svo nokkuð sé nefnt. PITSUTILBOÐ m 12", 2 áleggsteg., kr. 590 9", 2 áleggsteg. + gos, kr. 590 Laugavegi 72 - sími 11499 Flat Uno Arctic -fyrir norðlœgar slóðir Uno Arctic er vandaður 5 dyra bíll sem býðst nú á miklu lægra verði en sambærilegir bíiar frá V-Evrópu og Asíulöndum. ,,.795.000 Það borgar sig að gera verðsamanburð við aðra bíla. Við tökum gamla bílinn upp í og lánum allt að 75% kaupverðs til 36 mánaða. Komið og reynsluakið BBESB ÍTALSKIR BÍLAR HF. Skeifunni 17 • 108 Reykjavík Sími 588-7620

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.