Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
  • Qaammatit siuliiMarch 1995Qaammatip tullia
    MoTuWeThFrSaSu
    272812345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1995, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1995, Qupperneq 15
LAUGARDAGUR 11. MARS 1995 15 „Ónáöið ekki - do not disturb" stendur á miöa sem hengdur er á hurðarhún herbergis sonar míns. Unglingurinn er í verkfalli, óum- beönu aö vísu, en vill ekki láta trufla sig fyrri hluta dags. Hann sefur og virðist eins og önnur ungmenni geta sofið nánast enda- laust. Ég segi ekki aö kennaraverkfallið héifi komiö eins og himnasending. Innst inni vita ungmennin að svo langt verkfall kemur þeim í koll. En er á meðan er. Það er ósköp þægilegt að geta sofið alla morgna og raunar langt fram á dag. For- eldrarnir löngu famir í vinnuna og enginn til að trufla. Þaö er helst ef ungviðið hefur sofið svo lengi aö það kemst ekki hjá því að kasta af sér vatni að það drattast á fætur. í léiðinni sakar ekki að fá sér seríos- disk og halla sér svo aftur eftir matinn. Letilífið er algert. Líf í draumi Á heimilinu eru tveir unglingar, piltur og stúlka, í þessu draum- kennda ástandi. Þau hafa snúið sólarhringnum við. Þau sofa und- urvært fram á miðjan dag. Það er helst að blaðburður stúlkunnar um hádegið trufli svefninn og það að sækja litlu systur í leikskólann. Sú litla er ekki í verkfaih sem betur fer. Við foreldramir höfum aðeins óljósar fregnir af millibilsástandi sem skapast eftir hádegið. Ef þau þurfa ekki að ná í systur sína er miðdegissvefn óumflýjanlegur og nær óminnið alveg fram að þeim gagnmerka sjónvarpsþætti Ná- grannar sem hefst stundvíslega kl. 16.45. Merkilegt er það að þau þurfa ekki vekjaraklukkur fyrir þessa áströlsku granna. Þátturinn er hins vegar ómissandi hverju verk- fallsbami þótt innihaldið slái Dall- as út í vitleysu. Önnin ónýtist Kennaraverkfallið hefur nú stað- ið í rúmar þijár vikur. Ekki er að sjá að hið minnsta þokist hjá samn- inganefndunum. Ef fram heldur sem horfir verður ástandið óbreytt fram yfir kosningar. Það er að minnsta kosti ekki líklegt að stjóm- völd hafi afskipti af deilunni með lagasetningu rétt fyrir þingkosn- ingarnar. Og standi verkfallið svo lengi em komnir páskar og önnin að kalla ónýt með ófyrirsjáanleg- um afleiöingum, sérstaklega fyr- ir þá sem eru að ljúka áfanga í námi. Margir foreldrar, sérstaklega yngstu skólabarnanna, eiga í mikl- um vandræðum vegna verkfalls- ins. Það skilur enginn böm í yngstu bekkjum grunnskóla ein eftir heima. Þess vegna þarf gæslu fyrir þau hjá vinum og ættingjum meðan þetta ófremdarástand ríkir. Letilíf slött- ólfanna Aðrir, líkt og við, höfum ekki bein óþægindi af kennaraverkfall- inu. Við vitum að vísu að þetta kemur niður á námi krakkanna en við það verður að lifa. Hitt er verra hve það er pirrandi að horfa upp á þessa slöttólfa gera ekki nokkum skapaðan hlut. Það er sama við- kvæðið þegar heim er komiö: „Lærðuð þið eitthvað í dag?“ spyr móðirin. Það hnussar eitthvað í ungviðinu án þess að skýrt svar heyrist. Faðirinn telur sig knúinn til þess að fylgja spurningu konu sinnar eftir og ítrekar: „Kíktir þú á stærðfræðina? En íslenskuna?" „Það er ekkert hægt að læra svona einn,“ segir strákurinn. Hann er í fjölbrautaskóla og ég minni hann á ábyrgð framhaldsskólanemans. Hann sé að læra fyrir sig en ekki foreldrana. Ég veit að strákurinn hefur heyrt þessa tuggu áður og ég man ekki betur en að hafa heyrt hana líka í mínu ungdæmi. En góð vísa er aldrei of oft kveðin. Laugardagspistill Jónas Haraldsson fréttastjóri Nývaknaðir að næturlagi Ástandið verður hins vegar ekki óþolandi fyrr en kvölda tekur. Þá era krakkamir komnir í sitt fínasta form, óþreyttir með öllu og útsofn- ir, raunar nývaknaðir. Foreldram- ir era eins og kartöflumæður og dotta yfir Hemma Gunn og nýjustu tækni og vísindum. Ungviðið bíður bara eftir því að almenn leiðindi í sjónvarpinu klárist svo hægt sé að horfa á næturkvikmyndir. Ríkis- sjónvarpið er svo fjölskylduvænt að dagskránni lýkur venjulega skömmu eftir ellefu-fréttir. Stöð 2 lifir lengur fram á nóttina og krakkarnir horfa á þær myndir í fyrsta, annað eða þriðja sinn. Það virðist ekki skipta máli hversu oft þeir hafa séð myndimar áður. En toppurinn á tilveranni er samt að ná sér í vídeóspólu og horfa á næturlangt. Þá fyrst er hægt að snúa sólarhringnum almennilega við. Heimiiisfaðirinn beitir for- tölum í vídeómálinu en reynir þó að forðast hreinar ofbeldisaðgerðir eins og að innsigla myndbandstæk- ið eða banna leigu á spólum. Því er svarað með því sækja vinsælt myndband á næstu leigu. Band þetta heitir upp á engilsaxnesku: „Getting Even with Dad“. Láti ég hins vegar undan sfga í mynd- bandastríðinu á heimilinu rekst ég næst á spólu sem heitir: „My Fath- er the Hero“. Ég viðurkenni innra með mér að valið á seinni spólunni var snjall- ræði hjá stráknum. Með leigu hennar sló hann öll vopn úr hönd- um fóður síns. Það má auðvitað læra ýmsislegt utan veggja skólans og þetta verkfall hefur greinilega kennt stráknum ýmislegt í mann- legum samskiptum og áróðurs- tækni. Skjálfti á Suðurlandi Við hjómn heyrum annað slagið í sjónvarpinu að næturlagi en eram of þreytt til þess að kalla á bömin og biðja þau að lækka. Enn höfum við ekki orðið andvaka vegna næt- urbrölts barnanna. Það var hins vegar verra hjá kunningja mínum sem á strák á svipuðu reki og viö. Kunninginn býr fyrir austan fjall og ástandið þar er svipað og hjá okkur. Strákur hefur snúið sólar- hingnum við og horfir á vídeó. Það nægði þessum gutta hins vegar ekki. Hann varð að fá annars konar útrás klukkan þijú að nóttu. Faðir drengsins vaknaði við þungar drunur, rauk upp og hélt að Suður- landsskjálftinn hefði riðið yfir. Svo var þó blessunarlega ekki. Strákur- inn var hins vegar í hörku fótbolta við sjálfan sig og heimilishundinn og þramaði tuðranni hvað eftir annað í hurð og veggi í herbergi sínu. Það fór hins vegar skjálfti um strákinn þegar faðirinn sunnlenski hafði lýst áliti sínu á syninum, heimilishundinum og tuðrunni. Forysta kennarafélaganna og samninganefndar ríkisins fékk einnig sinn fúkyrðaskammt og hafi þeir ágætu menn vaknað upp með hiksta þessa nótt þá vita þeir skýr- inguna nú. Fróm ósk um bót Þegar kennaraverkfallið byijaöi fyrir þremur vikum voru stórar fyrirsagnir í blöðum: „Kennara- verkfall stöðvar vinnu 60 þúsund nemenda“. Og víst var það rétt. En hvað varð um blessuð börnin og unglingana tugþúsundum saman? Menn hafa verið að velta þvi fyrir sér. Skýringin er einföld. Þeir sem aðeins eru komnir á legg og þurfa ekki sérstaka gæslu sofa einfald- lega. Sofa allan daginn og vaka á nóttunni. Það fer því ekki mikið fyrir blessuðum unglingunum þessa dagana, ekki meðan bjart er að minnsta kosti. Ég leyfi mér hins vegar vegna þessa ástands, fyrir hönd foreldra þessa lands, aö beina þeirri frómu ósk til forystumanna kennara og samninganefndar ríkisins að þeir drífi sig í að semja í þessari kjara- deilu. Þá er ég svo eigingjam að hugsa helst um sálarheill foreldra unglinga. Það eru takmörk fyrir því hve lengi er hægt að horfa upp á letilíf þessa hálffullorðna fólks. Þar reynir verulega á geðprýðina. Eigendur myndbandaleiga missa að vísu spón úr aski sínum náist samningar fljótlega en svo verður þó að vera. Þeir ættu flestir að hafa komið þokkalega imdir sig fótun- um þessa dagana. Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þoli ég nefnilega ekki lengur að horfa á „Truflið ekki“ spjaldið á hurðarhúninum. Mig klæjar í fing- uma að trufla bömin á morgnana og senda þau í skólann. Látum það vera þótt bömin leigi ekki aftur spóluna: „Pabbi þú ert hetjan mín“!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Værktype:
Samling:
Gegnir:
ISSN:
1021-8254
Sprog:
Årgange:
41
Eksemplarer:
15794
Registrerede artikler:
2
Udgivet:
1981-2021
Tilgængelig indtil :
15.05.2021
Udgivelsessted:
Nøgleord:
Beskrivelse:
Dagblað. Fréttablað. Tölublaðsnúmerin fylgja Dagblaðinu og Vísi til ársins 2002. Fyrsta tölublað sameinaðra blaðanna er því 262. tölublað 71. og 7. árgangs.
Sponsor:
Tidligere udgivet som:

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar: 60. tölublað - Helgarblað (11.03.1995)
https://timarit.is/issue/195950

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

60. tölublað - Helgarblað (11.03.1995)

Iliuutsit: