Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1995, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1995, Page 20
20 Hringiðan Dagvist bama í Reykjavík hélt árshátíð sína í Súlnasal Hótel Sögu á fóstudag- inn og var þar saman komið starfsfólk leikskólanna í borginni. Bergljót Þorsteinsdóttir, leikskólakennari á Klettaborg, var veislustjóri árshátíðar- innar en hér stígur hún dans við Berg Felixson, framkvæmdastjóra Dagvist- arbarna. DV-myndirJAK Arna Óskarsdóttir og Elsa Óskarsdóttir, leikskólakennarar á Heiðaborg, voru ánægöar með kvöldið. Menning Bandarísk tónlist Sinfóníuhljómsveit íslands hélt þriðju áskriftartónleika sína í grænu áskriftarröðinni sl. fimmtudagskvöld í Háskólabíói. Á efnisskrá var bandarísk tónlist, aöallega eftir George Gershwin. Hljómsveitarstjóri og einleikari var hinn fjölhæíi listamaður Wayne Marshall sem starfar sem orgelieikari, píanóleikari, hljómsveitarstjóri, kórstjóri, leikari í söngleikj- um og útsetjari, svo nokkuö sé nefnt. Tónleikarnir hófust á Strike up the Band eftir George Gershwin og svo sannarlega hitaði það verk upp bæði hljómsveit og áheyrendur. Mars- hafi hefur nett og fallegt slag með sprotanum og geislar af fjöri og hljóm- sveitin lék verkið vel undir slagi hans. Konsert í F, einnig eftir George Gershwin, var næsta verk tónleikanna. Konsert þessi er í þrem þáttum og kynnti og lýsti Marshall verkinu og stemmningum þess. Verkiö er að mestu létt og skemmtilegt áheyrnar, enda þótt annar þátturinn dragi máski seiminn ívið lengi. Marshall lék Tónlist Áskell Másson á píanóið og stjórnaði jafnframt hljómsveitinni frá hljóðfærinu. Píanóið var staðsett þannig aö á stundum heyrðist tæplega nógu vel í því og kom oftast niður á hröðum skölum og flúri sem reyndar nóg er af í verkinu. Eftir hlé fengum við að heyra útsetningar Marshalls á þrem þekktum lögum: Liza (Gershwin), Mood Indigo (Ellington) og Satin Doll (Elling- ton). Með honum sjálfum á píanóið léku blásaramir Sigurður Ingvi Snor- rason, Emil Friöfmnsson, Oddur Bjömsson og David Bobroff, ásamt þeim Richard Korn á bassa og Pétri Grétarssyni á trommusett. Áttu þeir Sigurð- ur og Marshall nokkra skemmtilega kafla leikna af fingrum fram en lög- in vom skemmtilega útsett fyrir þetta óvenjulega jass-kombó. Síðast á efnisskránni voru Sinfónískar myndir úr óperunni „Porgy og Bess“ eftir Gershwin, í útsetningu Roberts Russels Bennetts. Þótt þessar sinfónísku myndir séu á köflum nokkuð svo sætar í hljóm era þær þó óneitanlega kunnáttusamlega skrifaðar fyrir hljómsveitina og vora þær einnig best leikna verkið á tónleikunum. Fullt var á tónleik- unum út úr dyrum og var hljómsveitinni og Wayne Marshall fagnað lengi og innilega. LAUGARDAGUR 11. MARS 1995 í ár eru liðin tuttugu ár frá því að Guðmundur Sigurjónsson var útnefndur stórmeistari. Guðmundur tefldi fjörug- ar skákir með Taflfélagi Garðabæjar um síðustu helgi. Deildakeppni Skáksambandsins: Reyndir meistar- ar léku listir sínar Taflfélag Reykjavíkur ber enn höf- uð og herðar yfir önnur taflfélög landsins þótt nokkur atgeryisflótti hafi verið frá félaginu sl. ár. í seinni hluta deildakeppni Skáksambands íslands, sem fram fór um síðustu helgi, jók TR forskot sitt í 1. deild og sigraði af miklu öryggi. í 2. deild sigr- aöi D-sveit Taflfélags Reykjavíkur sem skipuð er ungum og efnilegum skákmönnum. Sökum yfirburða TR náði keppnin um sigurinn í fyrstu deild aldrei aö verða spennandi en þeim mun harö- ari var fallbaráttan. Þar hafði Taflfé- lagið Hellir nauman sigur á sveit Skáksambands Vestfjarða sem verð- ur því að sætta sig viö að tefla í 2. deild að ári. Lítum á lokastöðuna: 1. deild: 1. Taflfélag Reykjavíkur 40,5 v. 2. Skákfélag Akureyrar 30,5 v. 3. Taflfélag Garðabæjar 28 v. 4. Taflfélag Kópavogs 27 v. 5. -6. Taflfélag Reykjavíkur, B-sveit, og Skákfélag Hafnarfjarðar 25 v. 7. Hellir 24,5 v. 8. Skáksamband Vestfjarða 23,5 v. 2. deild: 1. Taflfélag Reykjavíkur, D-sveit, 31 v. 2. Skákfélag Akureyrar, B-sveit, 26,5 v. 3. Taflfélag Reykjavíkur, C-sveit, 24,5 v. 4. Taflfélag Vestmannaeyja 22 v. 5. UMS Eyjafjarðar 18 v. 6. -7. Skáksamband Vestfjarða, B- sveit, og Taflfélag Akraness 17,5 v. 8. UMSH 11 v. 3. deild: 1. Taflfélag Kópavogs, B-sveit, 26 v. 2. Skákfélag Akureyrar, C-sveit, 24,5 v. 3. Skákfélag Keflavíkur 23 v. 4. Skákfélag Selfoss o.n. 22 v. 5. Taflfélag Reykjavíkur, G-sveit, 21 v. 6. Hellir, B-sveit, 18,5 v. 7. Taflfélag Reykjavíkur, F-sveit, 18 v. 8. UMSE, B-sveit, 15 v. í úrslitakeppninni í fjórðu deild varð Taflfélag Hólmavíkur hlutskarpast pg flyst í 3. deild að ári. í deildakeppninni sést gjarnan bregða fyrir skákmeisturam sém löngu eru hættir að tefla en láta til Umsjón Jón L. Árnason leiðast að styrkja sveit sína fyrir at- beina félaganna. Þannig kom Elvar Guðmundsson gagngert frá Eng- landi, þar sem hann er búsettur, til þess að taka nokkrar skákir fyrir Taflfélag Garðabæjar. Elvar hefur ekki teflt kappskák í á þriðja ár, ef frá era taldar nokkrar skákir í Evr- ópukeppni taflfélaga 1993, þar sem hann mátaði hollenska stórmeistar- ann van der Wiel. Elvar gerði sér lítið fyrir um helg- ina og vann allar þrjár skákir sínar, þar á meðal Helga Ólafsson stór- meistara sem teflir á 1. borði með sveit Taflfélags Kópavogs. Nú eru tuttugu ár frá því að Guð- mundur Siguijónsson var útnefndur stórmeistari: Hann var þekktur fyrir leiftrandi sóknarskákir á sínum yngri áram. Allt í einu hætti hann að tefla og nú eru trúlega komin átta ár frá því hann tók síðast þátt í al- þjóðlegu móti. Guðmundur er genginn til liðs við Garðbæinga og af skákum hans um helgina mátti ráða að hann hefði endurheimt sitthvað af fyrri snerpu. Skákir hans voru bráðskemmtilegar en í eftirfarandi skák, gegn fyrsta borðs manni Akureyringa, sagði æf- ingaleysið þó til sín að lokum. Hvítt: Margeir Pétursson Svart: Guðmundur Siguijónsson Katalónsk byijun. 1. c4 e6 2. Rc3 d5 3. d4 Be7 4. Rf3 Rf6 5. g3 0-0 6. Bg2 Rbd7 7 Dd3 c6 8. 0-0 b6 9. e4 Ba6 10. b3 Hc8 Nýlegar skákir hafa teflst 10. - dxc4 11. bxc4 e5! og svartur er nálægt því að jafna tafliö því að 12. dxe5?! er vel svarað með 12 - Rg4. 11. Hdl c5 12. exd5 exd5 13. Rb5!? cxd4?! 14. Rfxd4 Bc5 15. Rxa7!? dxc4 16. Dfl! Ef hins vegar 16. bxc4 Bxd4 17. Dxd4 Hxc4 og svartur má vel við una. 16. - b5 Svartur kýs aö gefa skiptamun í þeirri von að vipk staða mannanna og frelsinginn á c-línunni gefi honum nægileg gagnfæri. Eftir 16. - Ha8 gin hvítur ekki við hróknum heldur leik-“' ur 17. Rdc6! og svarta drottningin er í vanda stödd. 17. Rxc8 Dxc8 18. Bf4 He8 19. a4 bxa4 20. bxc4 Rb6 21. Rb5 Rg4 22. Rd6 Ef 22. Ha2 er 22. - Rxc4! gott svar - ef 23. Dxc4? Bxf2+ og drottningin fellur, eða 23. Rc7 Rce3 24. Dxa6 Rxdl. 8 7 6 5 4 3 2 1 w I 'é ÁÁÁ A4á .£) A Á £ & S s ABCDEFGH 22. - Bxd6? Eftir 22. - Rxf2! 23. Rxc8 Rxdl + 24. Khl RÍ2+ 25. Dxf2 Bxf2 26. Rxb6 Bxb6 27. Bd5! á svartur viö viss óþæg- indi að glíma þótt jafntefli sé líkleg- asta niðurstaðan. Aðferð svarts leiöir hins vegar beint til taps, eins og brátt kemur í Ijós. 23. Hxd6 Bxc4 24. Dbl! Nú verður eitthvað undan að láta.því að ef t.d. 24. -,Rd7 þá 25. Hc6 og vinnur biskupinn. 24. - Bb3 25. Hxb6 Dc5 26. Be3! Rxe3 27. Hc6 Vel leikið. Hvitur verður með hrók til góða og úrslitin eru ráðin. 27. - Dd4 28. fxe3 Hxe3 29. Khl Auðvitað ekki 29. Hc8 mát?? He8 fráskák og vinnur! 29. - g6 30. Dgl Ddd2 31. Hd6 Dc3 32. Hc6 De5 33. Hccl He2 34. Hel ' - Og svartur gafst upp. Öðlingamót TR Næstkomandi miðvikudagskvöld kl. 19.30 hefst hið vinsæla öðlingamót Taflfélags Reykjavíkur þar sem eldri skákmönnum gefst tóm til þess að tefla í ró og næði. Tefldar verða styttri skákir, 7 umferðir eftir Monrad-kerfi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.