Dagblaðið Vísir - DV

Date
  • previous monthMarch 1995next month
    MoTuWeThFrSaSu
    272812345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1995, Page 27

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1995, Page 27
LAUGARDAGUR 11. MARS 1995 27 t 1. ( 6 ) PartyZone '94 Ýmsir í 2. (1 ) Unplugged in New York Nirvana t 3. ( 9 ) Dookie Green Day 4 4. ( 3 ) No Need to Argue The Cranberries I 5. ( 2 ) Heyrðu aftur ‘94 Ýmsir i 6. ( 5 ) Pulp Fiction Úr kvikmynd 4 7. ( 4 ) Pó líði ár og öld Björgvin Halldórsson 4 8. ( 7 ) Dummy Portishead 4 9. ( 8 ) æ Unun t10. (Al) Parklife Blur 411. (10) Vitalogy Pearl Jam 412. (11) Reif i skeggið Ymsir 113. (13) The Songs of Distant Earth Mike Oldfield 114. (19) Universal Mother Sinead O'Connor 115. ( • ) The Long Black Veil Tho Chieftains 116. ( - ) Protection Massive Attack 417. (16) Gauragangur Úr leikrhi 118. (Al) Smash Offspring 419. (12) Threesome Úr kvikmynd 120. ( - ) Maxinquaye Tricky Listinn er reiknaður út frá sölu í öllum helstu hljómplötuverslunum í Reykjavík, auk verslana víða um landið. London (lög) New York (lög) Bretland (LP/CD) Bandaríkin (LP/CD) tó Gamalt popp í nvj um búningi Annie Lennox segir aö ákvörðun- in um að velja lög eftir aðra til að flytja á næstu plötu sinni hafi verið sprottin af þörf; þörfinni til að gera eitthvað annað en hið hefðbundna. „Ég hef fengist við að semja lög, ým- ist ein eða með öðrum, síðan snemma á níunda áratugnum og fannst kom- inn tími til að breyta til einu sinni að minnsta kosti,“ segir hún. Platan er' nýkomin út og heitir Medusa. Lögin á henni eru úr ólík- um áttum. Nokkur þekkt, fleiri óþekkt. Annie Lennox segir að það hafi komið nánast af sjálfu sér að velja þau í fyrstu. Sum hafi blundaö í undirvitundinni, önnur verið nokkum veginn á bak við eyrað. „Það var gaman að fara síðan að fást við þessi lög,“ segir hún, „brjóta niður byggingu þeirra, hljómasetn- inguna, útsetningar og þess háttar og byrja síðan að byggja þau upp á nýtt. Það kom aldrei til greina hjá mér að nýta mér þessi lög þannig að ég byggi aðeins til eftirlíkingu af upphaflegu útgáfunum. Ögrvmin fólst í að túlka þau upp á nýtt, reyna að gefa þeim nýtt líf. „Bíðum við, tekst henni þetta? Er hún að vinna skemmdar- verk á góðri tónsmíð?" Þetta voru spumingar sem ég og fleiri veltu fyr- ir sér. „Verð ég hálshöggvin þegar verkinu er lokið?" Það segir kannski eitthvað mn árangurinn að höfuðið er enn á réttum stað en það er reynd- ar annarra en mín að dæma um hvemig til tókst.“ Lögin á Medúsu eru sannarlega úr ólíkum áttum. No More „I Love You’s" varð fyrst til að koma út á smá- skífu og hefúr orðið vinsælt. Það er frá árinu 1986 og er eina lag dúetts- ins Lover Speaks sem komst á vin- sældalista. Þama er klassíska brotið Whiter Shade of Pale sem sló í gegn með Procol Hamm á sjöunda ára- tugnum. Train in Vain af London Calling plötunni með Clash, The Thin Line between Love and Hate sem Chrissie Hynde og Pretenders gerðu vinsælt og þannig mætti lengi telja. Þrjú ár em liðin síðan Diva, fyrsta sólóplata Annie Lennox, kom út. Á nýju plötunni em það að mestu leyti sömu mennirnir sem vinna með henni og á hinni fyrri. Stephen Lip- son er við stjómvölinn, Heff Moraes við takkaborðið, Marius De Vries að- almaðurinn í músíkinni ásamt Lou- is Jardim, Peter-John Vettese, Doug Wimbish og fleiri góðum. Og að lok- um; titill plötunnar, Medusa? „Ég ætla ekkert að reyna að út- skýra hann,“ segir Annie Lennox. „Hann kom fýrstur, áður en ég fór að velta fyrir mér lögunum. Það má hver og einn túlka hann eins og honum sýnist.“ Bob Seger með safn sinna bestu laga Fremur lítið hefur farið fyrir bandaríska Detroit-rokkaranum Bob Annie Lennox: Ógrunin við að vinna við gömlu lögin var að brjóta þau upp og gefa þeim nýtt líf. íslensku tónlistarverð- launin 1994 íslensku tónlistarverðlaunin verða afhent í annað sinn 19. mars nk. Rokkdeild FÍH, DV og Samband hljómplötuframleiðenda standa að valinu en hátíðin fer fram á Hótel íslandL Sérstakir atkvæðaseðlar em birtir í DV og þar fá lesendur blaðsins tæki- færi til að velja einn til þrjá af þeim sem tilnefndir era í hverjum flokki en þeir em aÚs 15. Vægi atkvæða lesenda er 40% á móti 60% vægi sér- stakrar fag-dómnefndar. Samhliða kjörinu gefst lesendum DV tækifæri til að vinna sér inn veg- lega tónlistargjöf með því að senda nafn og heimilisfang í lokuðu umslagi með atkvæðaseðlinum en dregið verðrnr úr innsendum nöfhum. Seger hin síðari ár. Hann naut heil- mikilla vinsælda á áttunda áratugn- um og ffarn á hinn níunda en kaus síðan sjálfúr að draga sig að miklu leyti í hlé. Hann sendi fyrir nokkrum vikum frá sér saöi sinna þekktustu laga, allt frá Night Moves, sem sló í gegn 1976, til In Your Time sem er einmitt vinsælt mn þessar mundir. Að auki laumaði hann með gamla Chuck Berry-rokkaranum C’est La Vie sem er fyrir löngu kominn í hóp sígrænna söngva. Það er til marks um hve rólega Bob Seger tekur lífmu að hann ætlar ekki að fylgja safninu eftir með hljóm- leikaferð þótt það fái góða dóma og seljist dável. Hann lýsti því yfir fyr- ir svo sem áratug (eða kannski hálf- um öðrum) að hann langaði til að taka sér John Lennon til fyrirmynd- ar og sinna uppeldi bama sinna í stað þess að þeytast endanna á milli í Bandaríkjunum við að spila tónlist- ina sína. Og ekki er annað að sjá en að bamauppeldi sé gamla rokkaran- um ofarlega í huga. Á safnplöúmni er að finna þijár myndir af syninum Cole auk þess sem elstu samstarfs- mennimir em myndaðir með sínum bömum. Bob Seger: Tekur lífinu með ró þrátt fyr- ir gamalgrónar vinsældir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-8254
Tungumál:
Árgangar:
41
Fjöldi tölublaða/hefta:
15794
Skráðar greinar:
2
Gefið út:
1981-2021
Myndað til:
15.05.2021
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttablað. Tölublaðsnúmerin fylgja Dagblaðinu og Vísi til ársins 2002. Fyrsta tölublað sameinaðra blaðanna er því 262. tölublað 71. og 7. árgangs.
Styrktaraðili:
Áður útgefið sem:

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue: 60. tölublað - Helgarblað (11.03.1995)
https://timarit.is/issue/195950

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

60. tölublað - Helgarblað (11.03.1995)

Actions: