Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1995, Page 29

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1995, Page 29
LAUGARDAGUR 11. MARS 1995 37 Það kemur ekki i Ijós fyrr en samningar takast hvernig tekið verður á þeim ýmsu málum sem vakna varðandi skólalok, t.d. hjá þeim sem eru að Ijúka grunnskóla eða framhaldsskóla. Eiríkur Jónsson segir að það velti á menntamálaráðuneytinu sem ekkert hefur heyrst frá. Hér situr Eiríkur með Litlu gulu hænuna og hugsar sjálfsagt ýmislegt. „Það kann vel að vera en það er þá val viðsemjandans. Ekki er þó ólíklegt að þau séu í einhverju sam- bandi þótt ég viti það ekki. Ég hef aö minnsta kosti ekki heyrt á for- ráðamönnum sveitarfélaganna að við séum að ræða neitt sem er and- stætt vilja þeirra. Þar hefur verið vilji að fjölga kennsludögum og taka upp einsetinn skóla.“ - Það virðist allt vera í hnút við samningaborðið. Getið þið ekki gefið eitthvað eftir svo hægt sé að leysa verkfallið? „Það er kúnstin að finna þessa lendingu. Það var talað um að kröfur kennarafélaganna væru upp á þrjá milljarða en þá var kostnaður við allar þessar skipulagsbreytingar reiknaðar sem launahækkun til kennara sem er rangt. Við höfum verið að ræða við samninganefnd ríkisins út frá ýmsum forsendum og það má segja að hvorugur aðilinn hafi gefið neitt eftir enn þá. Menn hafa ekki fundið þennan sameigin- lega flöt en það hlýtur alltaf að vera þannig í samningum að menn mæt- ast á leiðinni. Þeir eru á ákveðnum punkti í dag og við á öðrum en það hlýtur að vera einhvers staðar þar á milli sem lendingin er og hana þarf að finna. Stífnin hefur verið þannig aö undanfórnu að menn hafa ekki verið tilbúnir til að ræða neinar til- færslur. Samninganefnd ríkisins hef- ur að okkar mati ekki verið tilbúin að ræða neina hnikun. Ef hægt á að vera að leysa þessa deilu verða báðir aðilar að sýna lit. Hins vegar er það þannig í svona samningaviðræðum að oft hefur staðið lengi yfir kulda- tímabil þegar menn skyndilega flnna flöt og þá tekur tiltölulega skamman tíma að ganga frá samningi." Engarviðræður eftir kosningar - Nú er aöeins tæpur mánuður í kosningar. Eruð þið ekkert hræddir um að stjórnarskiptin geti stoppað samningaviðræður ykkar? „Það er eitt sem er alveg öruggt í þessu máli. Ef verkfallið leysist ekki fyrir kosningar gerist ekkert meðan stjórnarmyndanir standa yfir.“ - Efverkfalliðleysistánæstudögum og stefnt verður að venjubundnum samræmdum prófum og stúdents- prófum fá þá þessir útskriftarnem- endur aukna kennslu til að bæta upp verkfallið? „Ég veit það ekki þar sem það er samkomulagsatriði við lok verkfalls- ins hvernig menn ætla að fara út úr því. Þetta er einn af þeim þáttum sem þarf að ræða. Þá skiptir verulegu máli hvort við erum að tala um að leysa verkfallið á næstu dögum eða kannski eftir enn lengri tíma. Eftir því sem tíminn hður því erfiðara verður að ljúka þessu skólaári með eðlilegum hætti. Það er því ekki hægt að að svara þessari spurningu. Búast má þó við að svona spurning- um fjölgi eftir því sem verkfallið dregst á langinn." Ekkertheyrist í Ólafi G. - Teliu- þú stjómvöld sýna þessari kjarabaráttu nægilega mikinn skiln- ing? „Ríkisvaldið kemur aö þessari deilu líka og mér fmnst nú einhvern veginn að áhugi þess sé ekki nægi- lega mikill. Ég hef t.d. ekki heyrt menntamálaráðherra tjá sig um þessa stöðu opinberlega síðan verk- fallið hófst. Fj ármálaráðuneytið er náttúrlega viðsemjandi okkar en fag- ráðuneytið er menntamálaráðuneyt- ið. Þessum spurningum, hvemig á að leysa þessi ýmsu mál varðandi skólalokin, verður menntamála- ráðuneytið að svara. Maður hefði haldið að menntamálaráðuneytið hefði kannski meiri áhyggjur af þessu máli heldur en fjármálaráðu- neytið og það hggur við að maður segi að þaö sé eins og því komi þetta ekki við.“ - Hefðirþúkannskivænststuðnings úr þeirri átt? „Það hefði ekki sakað því við meg- um ekki gleyma því að menntamála- ráðherra hefur sagt í fjölmörgum viðtölum að þessi flutningur skólans og breytingar á vinnuskyldu kenn- ara eigi eftir að leiða til stórbættra kjara hjá þeim. Þama væri mögu- leikinn til að brjótast út úr launa- ramma ríkisins ef menn væru tilbún- ir að taka þennan vinnutíma til um- ræðu. Það er því mjög athyghsvert hversu htið hefur heyrst þaðan.“ Þarf ekki að skipta um samninganefnd - Þarf kannski að skipta um samn- inganefnd eins og skólameistari á landsbyggðinni stakk upp á? „Þaö er mikill misskilningur að þaö þurfi að skipta um samninganefnd. Verkföh sem hafa brostið á hafa yfir- leitt orðið lengri en þetta núna. Ef það kæmi nýr hópur þyrfti hann að byija á að setjast niður og hefja samningaviðræður með þessu venju- lega kuldatímabili sem fylgir og þannig væri máhð aftur á byijunar- reit. Menn sem setja fram hugmynd- ir af þessu tagi lýsa eigin reynslu- leysi. Vandamáhð er ekki mennimir heldur málstaðurinn sem samninga- nefnd þarf að vinna með og hún hef- ur sitt umboð frá ríkisstjóminni og fj ármálaráðherra. “ - Formaður sjúkrahðafélagsins lét hafa þaö eftir sér þegar það félag var í verkfalh að samninganefnd ríkisins væri umboðslaus. Ert þú sammála því? „Fjármálaráðherra hefur ítrekað sagt við okkur að samninganefndin hafi fuUt umboð til þess að semja við okkur. Ég verð að reyna að trúa því. Hins vegar neita ég því ekki að á ákveðnum tímapunktum hefur manni fundist sem hún væri um- boðslaus en ég vU nú ekki fuUyrða að svo sé.“ - Finnst þér fjármálaráðherra hafa sýnt Sanngirni? „Hann hefur ekki blandað sér beint í þessa deUu. Við höfum hitt hann á fundum tvisvar eða þrisvar. Það fór Ula í okkur þegar verkfall hófst að hann skyldi afsala sér samningsrétt- inum því hann kastaði boltanum allt- af yfir á samningsumhverfið á al- menna vinnumarkaðnum. Opinberir starfsmenn almennt eru óhressir með að fjármálaráðherra skuh ekki hafa sjálfstæðari skoðanir, að hann skuh hta á það sem sjálfgefið að samningar á almennum vinnumark- aði séu eitthvert módel fyrir okkur. Það gUda ekkert endUega sömu lög- mál í fyrirtæki á almennum markaði og í skólum landsins,“ segir Eiríkur Jónsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.