Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1995, Qupperneq 34

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1995, Qupperneq 34
42 LAUGARDAGUR 11. MARS 1995 Trimm gönguskíöamenn leggja oft upp í lengri feröir um helgar. Sumir kjósa að fara með ferðafélögun- um en aðrir kjósa að ganga á eig- in vegum um heiöamar í ná- grenni Reykjavíkur. 'rrímmsíðan hitti fólk sem um síðustu helgi gekk á skiðum frá Sandskeiði hringjnn í kringum Bláfjölhn á sjö klukkustundum. Margar leið- ir bjóðast og hver og einn getur sniðið sér stakk eftir vexti. Rétt er að rifja upp nokkrar gullnar reglur: Farið aldrei af stað í ótryggu veðurútliti og munið að mikíll munur er jafnan á vindi og hitastigi til fjalla miðað við láglendi. Takið alltaf með auka- fatnað. Vökvatap á langri göngu er heldur meira á vetri en á sum- ardegi en munurinn er sá aö hvergi er vatn aö hafa úti í nátt- úrunni. Munið eftir þessu og ger- ið ráð fyrir því í nestinu. Látið alltaf vita hvert þið ætlið, hvenær þið ætlið að koma til byggöa og hvar og hverníg skuli bregðast við gangi það ekki eftir. Best er að einhver í hópnum sé með kort og áttavita og kunni að nota hvort tveggja. Skíðafélagiö Hrönn: Aðeinsfyrir templara í Skálafelii hefur Skíðafélagið Hrönn bækistöðvar sínar. Þar á félagið skála og tæki til þess aö troða göngubrautir og sér alfarið um þá starfsemi á skíðasvæðinu í Skálafelli. Félagið er ríílega 20 ára gamalt og í því eru um 60 virkir félagar, aö sögn ísleifs Jak- obssonar, forsvarsmanns þess. Félagið starfar eingöngu sem gönguskíðafélag og er sem slíkt stofhað upp úr iþróttadeild ung- templarafélags með sama nafni. Bindindisheitinu er enn haldið i inntökuskilyrðum í félagið og hefur það, að sögn, komiö i veg fyrir íjölgun aö ráði í hópi félags- manna. Sá harði kjarni útivistar- manna og skíöagöngugarpa sem stofnaði félagið í upphafi er enn á fullri ferð og lætur engan bilbug á sér fmna og því stendur starf- semi félagsins með þeim blóma sem raun ber vitni. Auk þess aö dvelja i Skáiafefli allar helgar meöan snjór er á jörö fara félagar saman í ýmis ferðalög á sumrin og halda árshátíðir og þess hátt- ar. Þessí sérstæði félagsskapur er aðeins fyrir templara. F arðu vel með tæmar Tæmar eru mikilvægari útlimir en margir halda. Án tánna myndum við ekki halda jafnvægi og værum lið- ónýtir hlauparar því þær gegna lykil- hlutverki í því að knýja okkur áfram. Flestir skokkarar hafa einhvern tím- ann fengið einhver mein eða álags- meiðsíi sem tengjast tánum. Þekkir Trimmsíðan ýmis dæmi þess að tær hlaupara séu aldrei í fullkomnu lagi og óformleg keppni innan hlaupa- hópa um það hver skarti ljótustu tán- um er vel þekkt fyrirbæri. Þetta er þó varla til þess að hafa það í flimtingum því ýmsir tákvillar geta komið í veg fyrir ánægjulegt skokk sé ekki gripið til fyrirbyggj- andi aðgerða í tíma. Það er einkum þrennt sem angrar skokkara og hlaupara þegar tær eru annars vegar. Fyrsti flokkurinn og jafnframt sá sársaukafyllsti eru hin- ar illræmdu blóðblöðrur undir tá- nöglunum. Fyrst verður nöglin hel- aum viðkomu og síðan kolsvört eða dökkblá á ht og getur jafnvel losnað af. Orsökin er blaðra undir nöglinni. Þessar voðalegu blöðrur myndast við að hlaupa í of þröngum skóm, hlaupa í of stórum skóm, hlaupa mikið niður brekkur og hirða ekki um að snyrta neglurnar. Táneglur skal ávallt klippa þvert fyrir. Ekki snyrta á þær boga eins og neglurnar á fingrunum. Látið táneglurnar aldrei verða of stórar. Blöðrur undir nögl er best að tæma með því að stinga á þeim og setja svo plástur á og snyrta nöglina. Jafnframt skal gæta þess að skórnir passi vel svo leikurinn endurtaki sig ekki. Það eru yfirleitt þeir sem flagga slíkum tám sem sigra í keppni um ljótustu tærnar. Næsti flokkur er ekki betri og því miður mörgum skokkurum vel kunnur. Það eru tásveppir sem taka sér bólfestu undir tánöglum. Negl- umar verða dökkleitar og verpast ahar og aflagast. Undir þeim mynd- ast mjúkur massi og með tímanum fara þær að húsa frá og geta jafnvel dottið alveg af. Það er huggun harmi gegn að oftast er þetta nær sársauka- laust nema þegar nöglin er farin að Tær geta valdið skokkurum bæði fótameinum og höfuðverk. . A » skaga svo mikið upp að hún nær upp í skóinn. Þegar nöglin dettur af er yflrleitt hægt að skokka áfram eftir nokkurra daga hvíld. Þeir eru marg- ir sem halda því fram aö þetta sé ill- læknandi en nokkrar aðferðir eru þekktar. Hægt er að taka inn meðal sem drepur sveppinn. Gallinn er sá að því geta fylgt talsverðar auka- verkanir því það drepur í leiðinni allan sveppagróður sem á vegi þess verður, líka þann sem er í þörmun- um og er okkur afar mikilvægur. Það er hægt að bera sérstakt efni með pensli á sýkta nögl en það þarf að gerast á hverjum einasta degi í sex mánuði til þess að byrja með. Það er hægt að fjarlægja nöglina í eitt skipti fyrir öll með einfaldri skuröaðgerð en slíku er ekki mælt með nema í neyðartilfellum. Sagt er að gott sé að Umsjón Páll Ásgeir Ásgeirsson baða sýktar tær í jurtate en hér er ekki tekin nein ábyrgö á slíkum skottulækningum þó þær geti vel virkað. Rétt er að taka fram að stóra- tá sem nöglin hefur dottið af vegna svepps er ekkert sérstakt augnayndi og þarf að keppa í sérstökum flokki. Þriðja tegundin af támeiðslum er svo innvaxnar táneglur sem geta valdiö óbærilegum þjáningum og langvarandi töfum frá hlaupum. Sé vandinn einstakur skal þegar í stað klippa hina óþægu nögl af og vona að þetta hendi aldrei aftur. Sé vand- inn viövarandi og neglur vaxi ávallt innávið er eina ráðið að halda þeim eins stuttum og hægt er. Við öllu þessu gildir það sameigin- lega ráð að séu einhver támein að plaga skokkara getur borgað sig að leita álits heimilislæknis eða fótasér- fræöings áður en ráðist er í vafasam- ar sjálfslækningar. Fimm nöfn dregin út daglega Hringdu núna - síminn er 563-2700 Opið: Virka daga kl. 9 - 22, laugardaga kl. 9 - 14, sunnudaga kl. 16 - 22. Athugið! Smáauglýsingar í helgarblað DV verða að berast fyrir kl. 17 á föstudögum A U GLÝSINGAR íþróttasalur fjölskyldunnar „Það sem gleður mig mest er að sjá fertuga feður koma hingað með börnin sín og leika sér með þeim í körfubolta," sagði Sigurður Már Helgason, umsjónarmaður íþrótta- sals fjölskyldunnar, í samtali við Trimmsíðuna. íþróttasalur íjölskyld- unnar er starfræktur í Kolaportinu og er opinn alla virka daga frá kl. 14.00 til 23.00. Þar er hægt að stunda hinn sívinsæla götukörfubolta og kostar aðeins 600 krónur völlurinn í einn klukkutíma en eins er hægt að kaupa 10 tíma kort á 4.800. Þar er aðstaða til þess að renna sér á hjóla- brettum fyrir 200 krónur á dag, spila borðtennis fyrir 100 krónur á spað- ann og spila minigolf frítt, gratís og ókeypis. Sigurður Már sagöi í sam- tah við Trimmsíðuna aö hann byðist einnig til þess aö veita mönnum laus- lega tilsögn í undirstöðuatriðum körfubolta. Sigurður ætti að vera í stakk búinn til þess því hann er gam- alvanur körfuboltaspilari og hefur komið víða við sögu íþróttarinnar á íslandi. Hann spilaði meö Einar Bollasyni þegar þeir voru báðir ófermdir og var fyrsti þjálfari Péturs Guömundssonar. Lækning úr eldhúsinu Afrifur hafa htiilega verið til umræðu hér á trimmsíðu. Margir skokkarar og hlauparar kannast við þessi eymsli á afviknum stöð- um. Gott ráð er aö bera á sig vas- eh'n en enn náttúrulegra _ ráð leynist í eldhússkápunum. Áður en haldiö er út að skokka skal rjóöa ólífuolíu á á staði sem talið er að muni rifha af. Þegar heím er komið skal síðan kartöflumjöli stráð á þessa sömu staði eftir bað. Tölvuvædd tímataka Það nýjasta nýtt í tímatöku í almenningshlaupum byggir á tölvutækni. Hver hlaupari festir örsmáa flögu við skóinn sinn og sérstakur búnaöur ies merki frá þeim við upphaf hlaups og enda- lok. Þetta tryggir ótrúlega ná- kvæma tímatöku fyrir hvern keppanda og auk þess er hægt að sjá millitima hvers keppanda áð- ur en hlaupinu lýkur með því að ýta á einn hnapp.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.