Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1995, Qupperneq 35
LAUGARDAGUR 11. MARS 1995
43
Þaö er gaman aó viröa fyrir sér sióri maraþonhiaup og skiija þessa samkennd hiauparanna, sameiginiegan
sársauka, þjáningu og gleði sem gerir hlaupin svo stórkostleg.
Iikaminn er
aldingarður
sálarinnar
Tilfinning hvers einstaklings fyr-
ir sjálfum sér skiptir miklu fyrir
sjálfstraust og öryggi. Nökkvi
læknir spyr oft sjúklinga sína
hvernig þeim líði nöktum fyrir
framan spegil. „Hvaö sérðu?“
„Hvemig líður þér með það sem
þú sérð?“ Stundum segir hann; „ef
þú værir dýr eða bíll, hvað værir
þú þá?“ Maður nokkur sagðist
einna helst líkja sér við flóðhest eða
gamlan ryðgaðan Trabant. Öðrum
datt í hug feitt svín og ónýtur
Skodi. Sá þriðji sagðist bera líkama
sinn saman við tígrisdýr eða renni-
legan BMW. Svona samlíkingar
segja mikið um skoðanir manna á
sjálfum sér.
Yukio Mishima
Nökkvi las fyrir löngu sjálfsævi-
sögu japanska rithöfundarins
Yukio Mishima sem heitir; Sun and
steel. Þar segir hann: „Einu sinni
langaði mig einna helst að geta lýst
tilfinningum manns með mikla lík-
amlega yfirburði gagnvart heimin-
um. Skyndilega var ég orðinn þessi
maður.“
Hann segir í bókinni hvemig lítill
og pervisinn bókaormur skynjaði
mikilvægi eigin líkama og tilveru.
Mishima tók aðvelta fyrir sér mikii-
vægi orðsins; „Ég eða ego.“ Honum
skildist að „egóið“ væri í réttu hlut-
falli viö líkamlegt ástand hans.
„Egóið" er umlukiö þeim aldingarði
sem líkaminn er. Hann tók að tigna
líkamann með sól og stáli; sólinni
sem fylgdi því að vera utan dyra;
en stálið vom lóðin og tækin sem
hann notaði til að lyfta og styrkja
sig með. Skyndilega náði hann betra
jafnvægi á líf sitt og tók að tigna það
sem Grikkir hinir fornu kölluðu
padeia eða „ævilöng breyting."
Hann vildi ekki einungis læra og
prédika heldur gera, breyta, fram-
kvæma þaö sem hann kunni.
Mishima fór að lyfta, skylmast
og hlaupa. Hlaupin skoluðu á brott
öllum tilfinningum og áreiti dags-
ins. Smám saman tók blóðið að æpa
á hreyfingu, vöðvUrnir leyföu sér
ekki lengur hvíld eða aðgerðaleysi.
Hann skynjaði líkama sinn á allt
annan hátt en áður og skildi til hlít-
ar tungumál hans, sál, skynjun og
eigin hugsun. En þetta er löngu
vitað. Gamalt orðtæði úr Zen segir;
„í myrkri er hugurinn í fingrun-
um.“ Gamail Indíánahöfðingi sagði
eitt sinn við Carl Jung; „Ég veit af
hverju allir hvítir menn eru með
hrukkótt enni. Þeir hugsa einungis
með höföinu." Þeir em hættir að
Á laákmvaktiiiiii
óttar
Guðmundsson
læknir
hugsa með líkamanum. Smám
saman varð Mishima glæsieintak
af mannlegum veruleika, íturvax-
inn, stæltur og rennilegur eins og
pardusdýr.
Þjáning íþróttanna
Mishima sagðist hafa skynjað
þjáningu hlaupa og annarra
íþrótta; þá þjáningu sem fylgir því
að vera manneskja; þá þjáningu
sem fylgir því að vera hluti af þján-
ingu annarra; hluti af hópi sem
þjáist, hópi sem leggur allt á sig Ul
að ná settu marki og skeytir engu
um sársauka eða raunir. Hópur tjá-
ir sig með svita, tárum og þjáningu
á tungumáU sem enginn utan hóps-
ins skUur. „Orð geta einungis túlk-
að þjáningu eða gleði. Þau geta
aldrei túlkað sársauka." segir Mis-
hima. Sama segir spænski heim-
spekingurinn Unamuno einhvers
staðar: „Sársaukinn sameinar okk-
ur en ekki gleðin. Við elskum ein-
ungis þá sem þjást með okkur.“
Engin ást er án þjáningar.
Það er gaman að virða fyrir sér
stórt maraþonhlaup og skilja þessa
samkennd hlauparanna, sameigin-
legan sárauka, þjáningu og gleði
sem gerir hlaupin svo stórkostleg.
Áriö 1970 framdi Mishima
seppuku eða hið hefðbundna jap-
anska sjálfsvíg. Bókin um sól og
stál var í raun tilhlaup að harakirí-
inu. Hvað um harakiri? Mishima
var maður sem ekki skóp hug-
myndir heldur var hann hugmynd
holdi klædd. Hann hafði ekki skoð-
anir heldur var í raun skoðun sjálf-
ur. Hann var lífsstefna og hetja sem
ávállt var köllun sinni trúr. Margt
misjafnt má segja um Mishima en
hann var sannur í hverju því sem
hann tók sér fyrir hendur.
Nökkvi læknir segir oft sjúkling-
um sínum söguna um Mishima og
hvetur þá til að dást að stefnufestu
hans og æðruleysi. Honum tókst
að læra tungumál eigin líkama með
því að leggja rækt við hann eins
og fíngerðan aldingarö. Þó menn
ætli ekki að fremja harakiri að
sinni eru hugmyndir skáldsins í
fullu gildi. Maður sem stendur fyr-
ir framan spegil og líkir líkama sín-
um við flóöhest eða svín ber ekki
mikla viröingu fyrir því sem hann
sér. Og tæpast skilur hann það
tungumál sem þessi sami líkami
býr yfir eða nennir að ræða við
hann. „Enginn skildi þetta betur
en Mishima," segir Nökkvi stund-
um á síðkvöldum og kastar vonar-
augum í átt til samurai sverðs á
vegg.
Vanefndauppboð
Vegna vanefnda fyrri uppboðskaupanda verður fasteignin Gerðhamrar 4,
Reykjavik, þinglýst eign Steingríms Þórarinssonar og Fríðu Ingunnar Magn-
úsdóttur, seld á vanefndauppboði sem haldið verður á eigninni sjálfri
fimmtudaginn 16. mars 1995 kl. 11.00. Uppboðsbeiðendur eru: Sjóvá-
Almennar hf., Pétur Ingi Jakobsson, Sparisjóður Reykjavíkur og nágrenn-
is, Búnaðarbanki islands, Byggingarsjóður ríkisins, Vélsmiðja Hafnarfjarðar
hf. og Gjaldheimtan í Reykjavík.
Sýslumaðurinn i Reykjavik
ÁTTHAGAFÉLAG
VESTMANNAEYINGA
á Reykjavíkursvæðinu
LOGABALL
laugardaginn 18. mars 1995 í Húsi iðnaðarins, Hallyeigarstíg 1, Reykjav.
Síðustu forvöð að ná I miða á Logaballið eru miðvikudaginn 15. mars nk.
kl. 18-19 1 Húsi iðnaðarins
Stjórn og skemmtinefnd
AUGLÝSINGAR
Þverholti 11 - 105 Reykjavik - Sími 563 2700 - Bréfasimi 563 2727
Grsni siminn: 99-6272 (fyrir landsbyggðina)
OPIÐ:
Virka daga kl. 9-22
Laugardaga kl. 9-14
Sunnudaga kl. 16-22
Athugið!
Smáauglýsingar í
helgarblað
DV verða að berast fyrir
kl. 17 á föstudögum.
Til leigu
á besta stað við Bæjarhraun
í Hafnarfirði
Laust nú þegar um 60 m2 skrifstofu- og þjónustuhús-
næði á jarðhæð í þessu glæsilega og vel staðsetta
húsi. Hentar vel fyrir t.d. sérverslun, rakara- eða hár-
greiðslustofu, snyrtistofu o.fl. Næg bílastæði. Áhuga-
samir leggi inn fyrirspurnir í pósthólf 496, 222 Hafn-
arfjörður, eða hringi í síma 565-0644.
Einnig höfum við til leigu í hinu þekkta viðskipta-
húsi að Reykjavíkurvegi 60 skrifstofuherbergi í ýms-
um útgáfum, geta leigst með húsgögnum.
Útboð
Vesturlandsvegur í Reykja-
vík, Höfðabakki - Suður-
iandsvegur, Viðarhöfði með
undirgöngum og tengivegum
Borgarverkfræðingurinn í Reykjavík og
vegamálastjóri óska eftir tilboðum í bygg-
ingu undirganga Viðarhöfða undir Vestur-
landsveg, gerð Viðarhöfða með gatnamót-
um við Hestháls/Grjótháls/Hálsabraut,
rampa upp á Vesturlandsveg og nokkra
verkþætti á Vesturlandsvegi.
Helstu magntölur:
Gröftur 18.000 m3
Fylling 17.000 m3
Fjarlægja gamalt slitlag 3.300 m2
Steypumót ' 2.500 m2
Steypa 1.300 m3
Verkinu skal lokið að hluta 1. ágúst 1995
en að öllu leyti eigi síðar en 18. ágúst 1995.
Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerðinni
í Borgartúni 5, Reykjavík (aðalgjaldkera),
frá og með 13. mars 1995.
Skila skal tilboðum á sama stað fyrir kl.
14.00 þann 27. mars 1995.
____________________________________J