Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1995, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1995, Blaðsíða 50
58 LAUGARDAGUR 11. MARS 1995 Afmæli dv Kristinn Ólafsson Kristinn Ólafsson frá Hjálmholti í Hraungerðishreppi, verktaki, Mánavegi 2, Selfossi, er fimmtugur ídag. Starfsferill Kristinn fæddist í Hjálmholti í Hraungerðishreppi og ólst þar upp við öll almenn sveitastörf. Hann fór á vertíð til Vestmannaeyja fimmtán ára en vann við búskap hjá foreldr- um sínum á sumrin og haustin. Þá var hann einnig til sjós á bátum frá Þorlákshöfn. Kristinn var bílstjóri hjá Kaupfélagi Árnesinga 1965-67, tók meirapróf og keyrði síðan hjá Mjólkurbúi Flóamanna á sumrin jafnframt sjómennsku á vetrum. Kristinn hóf akstur hjá Sláturfé- lagi Suðurlands á Selfossi 1971 og starfaði hjá því um árabil. Hann stofnaði eigið flutningaverktakafyr- irtæki, Helming sf., árið 1986 og hef- ur starfrækt það síðan. Kristinn sat í stjórn bílstjórafé- lagsins MBF, sat í stjórn Mjölnis og sat í samninganefnd félagsins um skeið. Fjölskylda Kristinn kvæntist 11.9.1971 Guð- björgu Sigurðardóttur, f. 10.1.1951, bankaritara. Hún er dóttir Sigurðar Kr. Sighvatssonar, er lengst var verkstjóri á bifreiðaverkstæði KÁ, og k.h., Fjólu Steindóru Hildiþórs- dóttur, starfsmanns hjá SS á Sel- fossi. Sonur Kristins frá því áður er Ingimundur Kristinsson, f. 7.12. 1965, járnsmiður á Selfossi. Böm Kristins og Guðbjargar eru Fjóla Steindóra Kristinsdóttir, f. 27.2.1972, hárgreiðslunemi, í sam- búð með Snorra Sigurðarsyni, húsa- smið og tæknifræðinema, og eiga þau einn son, Daníel Arnór Snorra- son, f. 2.9.1992; Sigurður Óli Krist- insson, f. 3.6.1975, tamningamaður á Selfossi. Systkini Jóns: Ágústa, f. 6.11.1937, húsfreyja í Úthlíð í Biskupstungiun, gift Bimi Sigurðssyni, b. þar, og eiga þau fjögur böm; Kolbeinn, f. 3.6. 1940, b. í Hjálmholti; Ögmundur, f. 9.9.1943, d. 6.6.1944; Kristín Lára, f. 4.6.1946, húsmóðir á Selfossi, gift Guðmundi Kristni Jónssyni, eftir- litsmanni og bæjarfulltrúa á Sel- fossi, og eiga þau þrjá syni; Guðjón, f. 4.11.1949, d. 12.3.1950; Þormóður, f. 26.11.1951, b. í Hjálmholti, kvænt- ur Valdísi Bjarnþórsdóttur hús- freyju og eiga þau þrjú börn; Sigurð- ur, f. 17.9.1953, b. i Hjálmholti; Berg- ur Ingi, f. 12.7.1958, b. í Hjálmholti. Foreldrar Kristins: Ólafur Ög- mundsson, f. 2.8.1899, d. 15.2.1982, b. í Hjálmholti, og k.h., Guðmunda Guðjónsdóttir, f. 15.8.1914, hús- freyja í Hjálmholti. Ætt Ólafur var sonur Ögmundar, b. í Hjálmholti, Kolbeinssonar, b. í Gelti og í Seli í Grímsnesi, bróður Guð- rúnar, langömmu Önnu Margrétar, móður Steinunnar Sigurðardóttur rithöfundar. Guðrún var einnig amma Guðrúnar, langömmu Magn- úsar Kjartanssonar hljómlistar- manns. Kolbeinn var sonur Sigurð- ar, ættföður Galtarættarinnar, Ein- arssonar, b. í Bryöjuholti, Bjama- sonar. Móðir Sigurðar var Guðrún yngri, systir Guðrúnar eldri, ætt- móður Reykjaættarinnar. Guðrún var dóttir Kolbeins, prests og skálds í Miðdal, Þorsteinssonar. Móðir Ögmundar var Ingigerður Ög- mundsdóttir, b. á Bíldsfelli í Grafn- ingi, Jónssonar, b. á Bíldsfelli, Sig- urðssonar, b. á Litla-Hálsi, Jónsson- ar, b. á Hvoli í Ölfusi, Ögmundsson- ar. Móðir Ingigerðar var Elín Þor- láksdóttir, b. í Flögu í Skaftártungu, Jónssonar, b. á Blómsturvöllum, Ólafssonar. Móðir Ólafs var Ágústa Ólafsdótt- ir, b. i Hjálmholti, Þormóðssonar, Kristinn Óiafsson. b. í Oddagörðum, Bergssonar, b. á Syðra-Velli, Halldórssonar. Móðir Ágústu var Guðrún Jónsdóttir, b. í Langholti, Eyvindssonar, b. í Höfða í Biskupstungum, Þórðarsonar, b. þar, Sæmundssonar. Guðmunda er dóttir Guðjóns, b. á Hrygg í Hraungerðishreppi, Sig- urðssonar, b. þar, Jónssonar, b. í Ölvisholti, Sigurðssonar. Móðir Guðmundu var Kristín Lára Gísla- dóttir frá Reykjavík. Kristinn og Guðbjörg taka á móti vinum og ættingjum í Hliðskjálf, félagsheimili hestamanna á Selfossi, í kvöld, laugardagskvöldið 11.3., milli kl. 20.00 og 1.00 e.m. Til hamingju með afmælið 11. mars 80 ára Kristvin Jósúa Hansson, Efstasundi 94, Reykjavík. JónasH. Traustason, Ásvegi29,Akureyri. 75 ára Þórhalla Gísladóttir, Bergþórugötu 27, Reykjavík. Haraldur Ársælsson, Hagamel 41, Reykjavík. Áslaug Þorsteinsdóttir, Helgamagrastræti 12, Akureyri. 70ára Halldóra Hjartardóttir, Fifumóa 1B, Njarðvík. Helga Jónsdóttir, Böðvarsgötu 4, Borgarbyggð. 60 ára Gunnheiður Magnúsdóttir, Barðavogi 26, Reykjavík. 50 ára Þór Rúnar Baker, Norðurási 4, Reykjavík. Hannes Björgvinsson, Krummahólum 8, Reykjavík. Halidóra Kristinsdóttir, Sólveig Jóhannesdóttir, Vallholti20, Selfossi. Eiginmaður Sólveigarer SævarLarsen stöðvarstjóri. Þautakaámóti gestumídagí sal Oddfellow, Vallholtil9, Selfossi, millikl. 16.00 og 18.00. Þráinn Þorvaldsson, bóndiíOdda- kotiíAustur- Landeyjum. Kona hans er KristínSigurð- ardóttir. Þauhjónin taka á móti gestum S félags- heimilinu Gunnarshólma laugar- daginn 18.3. kl. 21.00. 40ára Stefán Steindór Sigurðsson, Nökkvavogi 56, Reykjavík. Helga Kristbjörg Sigurbj öms- dóttir, Sigluvogi 15, Reykjavík. Vigdís Jónsdóttir, Hjálmholti 7, Reykjavík. BjarnfreðurÁrmannsson, Þúfubarði 13, Hafnarfirði. Helgi Viðar Magnússon, Flyðrugranda 2, Reykjavík. Ólafur Gunnarsson, Skeijabraut 3A, Seltjarnarnesi. Þórheiður Einarsdóttir, Huldubraut24, Kópavogi, Kristín V. Samúelsdóttir, Hörðalandi6, Reykjavík. Álfsvöllum 4, Keflavlk. AÐALFUNDUR ||p Aðalfundur Verzlunarmannafélags Reykja- víkur verður haldinn mánudaginn 20. mars kl. 20.30 á Hótel Sögu, Súlnasal. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur Sigurvin Grundfjord Georgsson Sigurvin Grundfjord Georgsson, fyrrv. sjómaður, Gerðavegi 25, Garði, verður sjötíu og fimm ára á morgun. Starfsferill Sigurvin fæddist á ísafirði en ólst upp í Grundarfirði og í Helgafells- sveit á Snæfellsnesi. Hann fór fyrst til sjós fermingarárið sitt og var þá á skaki á skútunni Olivette frá Flat- ey. Hann flutti síðan til Reykjavíkur 1935 og stundaði þar sjómennsku, einkum á bátum frá Suöurnesjum, auk þess sem hann stundaði kaupa- vinnu á sumrin, í Ölfusinu, í Þykkvabænum og í Borgarfirðin- um. Þá var hann háseti á togurum áárunum 1960-74. Sigurvin flutti vestur á Hellissand 1974 og stundaði sjómennsku þar á bátum til 1986 auk þess sem hann og sonur hans áttu þar og gerðu út trillu um skeið. Sigurvin flutti suður í Garð 1991 og hefur átt þar heima síðan. Fjölskylda Eiginkona Sigurvins var Hallfríð- ur Hansína Guðmundsdóttir, f. 10.4. 1917, d. 1993, húsmóðir. Hún var dóttir Guðmundar Guðmundsson- ar, b. í Bæ á Ströndum, og Steinunn- ar Hjálmarsdóttur húsfreyju. Börn Sigurvins og Hallfríðar: Guðfinnur Georg Sigurvinsson, f. 9.8.1945, sjómaður í Keflavík, og eignaðist hann sjö börn en sex þeirra eru á lífi; Signý Sigurvins- dóttir, f. 30.4.1949, d. 1992, húsmóðir og verkakona í Keflavík; Hrafnhild- ur Sigurvinsdóttir, f. 11.3.1951, hús- móðir í Garði, og eignaðist hún fimm börn en fjögur þeirra eru á lífi; Valgerður Steinunn Sigurvins- dóttir, f. 7.9.1954, starfsmaður við heilbrigðiseftirlit Suðurnesja, gift Halldóri Ómari Pálssyni og eignuð- ust þau þrjú böm en tvö þeirra eru á lífi; Linda Björk Sigurvinsdóttir, f. 9.9.1957, d. 1994, var gift Halldóri Pétri Andréssyni og eru börn þeirra þrjú; Rakel Sigurvinsdóttir, f. 9.9. 1957, d. 1957. Uppeldissonur Sigur- vins og sonur Hrafnhildar er Sigur- vin Jón Jónsson, f. 11.11.1968, d. 1980. Hálfsystir Sigurvins, samfeðra, var Guðrún Georgsdóttir, látin, hús- móðiríReykjavík. Alsystkini Sigurvins: Aðalheiður Rósa Georgsdóttir, húsmóðir i Reykjavík; Þorgils Georgsson, bú- settur í Þorlákshöfn; Áslaug Ge- orgsdóttir, húsmóðir á Húsavík; Georg Grundfjord Georgsson, bú- Sigurvin Grundfjord Georgsson. settur í Keflavík; Ingvar Georgsson, búsettur á Rangárvöllum; Haukur Georgsson, nú látinn, b. á Lísuhóli í Staðarsveit; Ester Georgsdóttir, nú látin, húsmóðir í Reykjavík; Heiðar Georgsson, búsettur í Keflavík; ' Bjarni Georgsson, búsettur í Reykjavík; Valný Georgsdóttir, hús- móðir í Reykjavík; Jónas Georgs- son, garðyrkjub. í Hveragerði; Elsa Georgsdóttir, húsmóðir í Reykjavík. Foreldrar Sigurvins vora Georg Jónasson Grundfjord, f. 7.8.1885, bóndi í Grundarfirði, ogk.h., Guð- finna Bjarnadóttir, f. 30.5.1900, hús- móðir. Sigurvin tekur á móti gestum að Ránarvöllum 19, Keflavík, á morg- un, sunnudaginn 12.3., eftir kl. 16.00. Menning Sveinn Bjömsson sýnir í nýjum sal í Hafnarfirði: Portrett Sveins Við Strandgötuna í Hafnarfirði, gegnt Hafnarborg, hefur um skeið verð rekiö Utið listhús. Stofnandi þess var ljósmyndarinn Lárus Karl og framan af reyndi hann að leggja áherslu á ljósmyndahst í verkaúrval- inu. Það gekk illa og sést á því vel hve Utið hefur geng- ið í því verki að fá Islendinga til að samþykkja að ljós- myndun sé Uka listform. Skömmu fyrir síðustu jól var svo myndaður hópur listamanna í Hafnarfirði til að taka yfir rekstur þessa Utla gaUerís og hefur þar verið fjölbreyttara úrval Ustaverka síðan. Nú hefur verið opnaður lítiU salur inn af sjálfu gall- eríinu og þar er ætlunin að halda sérsýningar og var Sveini Björnssyni boðið að ríöa á vaðið. Sveinn er lan- greyndur málari og vel þekktur en síðastUðið sumar kom hann áhorfendum á óvart á stórri boðsýningu í Hafnarborg. í staö þess aö nota tækifærið til að setja upp yfirhtssýningu af ferli sínum sýndi Sveinn ein- göngu ný verk sem mörkuðu á ýmsan hátt algjöra endurnýjun í Ustsköpun hans: óhlutbundin þar sem Utirnir sjálfir eru aðalviðfangsefnið. Myndirnar sem Sveinn sýnir núna í Listhús 39 - en svo heitir gaUeríið við Strandgötuna - eru eldri en þær sem hann sýndi í sumar. Þetta eru allt portrett, stór- gerð og jafnvel gróf, máluð af ákveðni með breiðum strokum og í ögrandi Utum. Þeir sem þekkja verk Sveins kannast strax við handbragðiö og efnismeðferð- ina, en þó skera þessar myndir sig að vissu leyti úr í list hans - ekki á jafn afgerandi hátt og verkin sem hann sýndi í Hafnarborg í fyrrasumar, heldur frekar hvað varðar áhersluatriði og efnismeöferð. Án þess að farið sé nánar út í þá sálma má segja aö hér sé á Myndlist Jón Proppé ferðinni hreinni úrvinnsla á þeim framstæða krafti sem aUtaf hefur legið undir yfirborðinu í málverkum Sveins, en „hreinleikinn" liggur ekki síst í því hve afmarkað viðfangsefnið er og hve einfóld úrvinnslan er. Litli gluggalausi salurinn inn af Listhúsi 39 er eigin- lega of lítill fyrir þessar stóru myndir Sveins þótt þaö sé engu að síður vel fil fundið aö fá hann tíl að hrinda af stað sýningarhaldinu. Salurinn býður hins vegar upp á ótal skemmtilega möguleika sem Ustamenn eiga eflaust eftir að nýta sér. Þarna er kjörið rými fyrir heildstæðar innsetningar eða fyrir lokuð umhverfis- verk. Það á eflaust eftir að sannast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.