Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1995, Síða 56
FRÉTTASKOTIÐ BLAÐAAFGREIÐSLA 06 ÁSKRIFT ER 0PIN:
562•2525 Laugardaga: 6-14 Sunnudaga: lokað
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Mánudaga: 6-20 Þriðjudaga - föstudaga: 9-20
BEINN SÍMI BLAÐA-
HRITSTJÓRN - AUGLÝSINGAR - ÁSKRIFT - DREIFING: 563 27001 MrVIIBlVoku 1 ðOil AÍII KL, 6-8 LAUGAftDAGS- OG MANUDAGSMORGMA
Frjálst,óháð dagblað
LAUGARDAGUR 11. MARS 1995.
Reykjavikurborg:
Skýrsla um
einkavæðing-
una f undin
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg-
arstjóri hefur fengið senda 42ja
blaðsíðna greinargerð sem Inga Jóna
Þórðardóttir borgarfulltrúi vann fyr-
ir Markús Öm Antonsson, þáverandi
borgarstjóra, um möguleika til að
einkavæða borgarfyrirtæki. Grein-
argerðin hefur ekki fundist í skjala-
safni Ráðhúss Reykjavíkur og var
aldrei lögð fram í borgarráði þrátt
fyrir óskir þáverandi minnihluta þar
um. „Skýrslan" barst nafnlaust til
borgarstjóra fyrir helgi.
„Borgarstjórar Sjálfstæðisflokks-
ins neituðu því að til væri skýrsla
unnin af Ingu Jónu Þórðardóttur um
einkavæðingu á fyrirtækjum borgar-
innar. Þeir sögðu með öðmm orðum
ekki satt í þessu máli. Mín skoðun
er sú að þeir hafi talið óheppilegt
fyrir flokkinn að hafa látið gera
einkavæðingarskýrsluna í ljósi þess
hvernig til tókst með SVR,“ sagði
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgar-
stjóri á blaðamannafundi í gær.
„Það er rangt að ég hafi viðurkennt
að þetta væri skýrslan. Ég sagði að
þetta væri ein af þeim greinargerð-
um sem fóru frá mér til borgarstjóra.
Mér var ekki falið að búa til neina
heildarskýrslu. Öll þessi efnisatriði
komu fram í dagsljósið á minnisblaði
fyrrverandi borgarstjóra í borgar-
ráði,“ segir Inga Jóna Þórðardóttir
borgarfulltrúi.
„Við sögðum aldrei ósatt í þessu
máli. Það var aldrei óskað eftir
neinni skýrslu og ég gerði borgarráði
skýra grein fyrir málavöxtum í bréfi
sem ég sendi því skömmu fyrir kosn-
ingar. Inga Jóna skilaði til mín minn-
isblöðum um einstaka þætti sem hún
vann að,“ sagði Markús Örn Antons-
son.
NSK
kúlulegur
PoMlxeti
Suðurlandsbraut 10. S. 886483.
LOKI
Hverskyldi nú hafa sent Ingi-
björgu Sólrúnu skýrsluna
sem aldrei vartil?
Mikill meirihluti telur of
Mikill meirilúuti kjósenda telur
að of vægt sé tekið á bruggurum.
Þetta er niðurstaða skoðanakönn-
unar sem DV framkvæmdi í vik-
unni. Af þeim sem afstöðu tóku í
könnuninni sögöu 73,6 prósent að
of vægt væri tekið á bruggurum,
hæfilega sögðu 24,4 prósent og ein-
ungis 1,9 prósent sögðu aö of hart
væri tekið á þeim.
Úrtakið í skoðanakönnun DV var
600 manns. Jafnt var skipt á milli
kynja og eins á milli landsbyggðar
Lögreglumeöferö
bruggmála
og höfuðborgarsvæðisins. „Spurt
var: „Tekur lögreglan of hart, hæfi-
lega eða of vægt á bruggurum?"
Sé tekið mið af svörum allra í
könnuninni urðu niðurstöðurnar
þær að 69,3 prósent sögðu að of
vægt væri tekið á bruggurum, 23
prósent sögðu hæfilega og einungis
1,8 prósent sögðu aö of hart væri
tekið á þeim. Óákveðnir reyndust
5 prósent og 0,8 prósent aðspurðra
neituðu að gefa upp afstöðu sína.
Ekki reyndist mikill munur á af-
stöðu kynjanna í könnun DV. Með-
al þeirra kvenna sem tóku afstöðu
til spurningarinnar sögðu 75,3 pró-
sent að of vægt væri tekið á brugg-
urum, 23,7 prósent sögðu hæfilega
og einungis 1,1 prósent aö of hart
væri tekið á þessum brotum. Meðal
karla sem tóku afstöðu sögöu 72
prósent að of vægt væri tekið á
bruggurum, 25,2 prósent sögðu
hæfilega
hart.
og 2,8 prósent sögðu of
-kaa
Ásgeir Leifsson, eigandi leirbaðanna í Laugardalslaug, hefur hafið framieiðslu á hveraleir fyrir andlit. Hann hyggur
á markaðssetningu á leirnum sem hreinni náttúruafurð erlendis og hefur látið hanna aðlaðandi og loftþéttar
umbúðir. Ásgeir segir að hveraleirinn hafi mýkjandi og sléttandi áhrif á húð og dragi úr gelgjubólum og flösu í hári.
DV-mynd BG
Bruggari dæmdur:
Fékkháifa
milljón í sekt
Héraðsdómur Suðurlands hefur
dæmt 38 ára Sunnlending til greiðslu
hálfrar milljónar króna sektar eftir
að hann játaði að hafa bruggað
hundruð lítra af áfengi á baðherbergi
á heimili sínu, sveitabæ í uppsveitum
Rangárvallasýslu, á seinasta ári.
Ákærði játaði skýlaust að hafa
framleitt 268 lítra af landa og selt 90
þeirra. Þá fundust 544 lítrar af
gambra á heimili mannsins. í ákæru
var þess krafist að maðurinn sætti
upptöku á þeim landa sem ekki var
seldur, auk þess sem krafist var að
maðurinn sætti upptöku á fjórum
plasttunnum, eimingartækjum, 160
kílóum af sykri og þremur kílóum
af geri, sem lögreglan lagði hald á
við rannsókn málsins.
Með hliðsjón af því að maðurinn
játaði brot sitt greiðlega og því að
hann hafði ekki áður komið við sögu
lögreglu var hann dæmdur til
greiðslu 500 þúsund króna sektar ell-
egar sæta varðhaldi í 40 daga. Þá var
það niðurstaða dómsins að lagt
skyldi hald á allt hið fyrrtalda nema
hvað lögreglunni var gert að skila
sykrinumoggerinu. -pp
Veðrið á sunnudag og mánudag:
Nokkuð hvasst um helgina
Á sunnudag verður nokkuð hvöss sunnan- og suðvestanátt, slydda eða rigning sunnan og vestan til á landinu en skýjað
norðaustanlands. Hiti verður á bilinu 0-ri stig. A mánudag verður vestlæg átt, strekkingur syðst á landinu en hægari annars
staðar. Um landið vestanvert verða él en léttskýjað austan til, frost 1-6 stig.
Veðrið 1 dag er á bls. 61