Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1995, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1995, Blaðsíða 4
MÁNUDAGUR 13. MARS 1995 Fréttir Skoðanakönnun DV um stjómmálaviðhorf fólks: Jafnræði vinstri og hægrimanna - flestir skilgreina sig þó í miðjunni 1 íslenskri pólitík Álíka margir kjósendur á íslandi skilgreina sig til hægri og vinstri í stórnmálaviðhorfum. Ríflega fjórð- ungur kjósenda tilheyrir hvorri fylk- ingu. Tæplega helmingur kjósenda telur hins vegar skoðanir sínar mitt á milli þess að teljast til vinstri eða hægri. Þetta er niðurstaða skoðana- könnunar sem DV framkvæmdi á miðvikudaginn og fimmtudaginn í síðustu viku. Af þeim sem afstöðu tóku í könn- uninni sögðust 27,0 prósent skil- greina sig til hægri í íslenskri pólitík, 44,5 prósent sögðust vera í miðjunni og 28,5 prósent sögðust skilgreina sig til vinstri. Úrtakið í skoðanakönnun DV var 600 manns. Jafnt var skipt á milli kynja og eins á miili landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins. Spurt var: „Hvar telur þú þig standa 1 pólitík; til hægri, í miðjunni eða til vinstri?" Sé tekið mið af svörum allra í úr- takinu sögðust 23,0 prósent vera til hægri í pólitíkinni, 38,0 prósent á miðjunni og 24,3 prósent til vinstri. Óákveðnir reyndust 11,3 prósent og 3,3 prósent neituðu að gefa upp af- stöðu sína. Pólitíska litrófið Stjómmálaviðhorf fólks virðist ráöandi þegar kemur að stuðningi við stjórnmálaflokka samkvæmt skoðanakönnun DV. Samkvæmt henni nýtur Sjálfstæðisflokkurinn einkum stuðnings meðal hægri- manna, Alþýðubandalagið meðal vinstrimanna og Framsóknarflokk- urinn meðal miðjumanna. Sé stjómmálaafstaða fólks greind eftir stuðningi þess við stjórnmála- flokka kemur í ljós að 16,1 prósent Hverpig skilgreina kjósendur sig? Til hægri Til vinstrl Pólitíska litrófiö eftlr kynjum ' Karlar 41,6% kjósenda Alþýðuflokksins skiigrein- ir sig til hægri í pólitíkinni. Tæplega 42 prósent skilgreina sig í miðjunni og annað eins til vinstri. Yfirgnæf- andi meirihluti stuðningsmanna Framsóknarflokks skilgreinir sig í miðjunni eða 67,6 prósent, 24,3 pró- sent til vinstri og 4,1 prósent til hægri. Ríflega 65 prósent stuðningsmanna Sjálfstæðisflokks skilgreina sig til hægri, 26,3 prósent í miðjunni en ein- ungis 0,7 prósent til vinstri. Meðal stuðningsmanna Alþýðubandalags- ins snýst þetta viö því 88,0 prósent skilgreina sig til vinstri, 10,0 prósent í miðjunni og einungis 2,0 prósent til hægri. Kvennalistinn virðist einnig sækja fylgi sitt að stórum hluta til vinstri þvi meðal stuðningsmanna hans reyndist enginn hægrimaður. 72,7 prósent sögðust vera til vinstri og 27,3 prósent sögðust vera í miðjunni. Að stórum hluta virðist Þjóðvaki sækja fylgi sitt til miðjufólks. Af stuðningsmönnum Þjóðvaka sögðust 47,1 prósent vera í miðjunni, 32,4 prósent til vinstri og 5,9 prósent til hægri. Könnun DV leiðir í ljós að meðal þeirra sem ekki taka afstöðu til flokka segjast 11,3 prósent vera til hægri í pólitíkinni, 40,4 prósent í miðjunni og 20,8 prósent til vinstri. Stuðningsmenn Suðurlandslista Eggerts Haukdals skilgreina sig sem miðju- og hægrimenn en stuðnings- menn Vestfjarðalista Péturs Bjarna- sonar skilgreina sig sem miðju- og vinstrimenn. Búseta og kyn tekur á sig lit Samkvæmt könnun DV virðist bú- seta og kynferði að hluta til ráða því hvar í hinu pólitíska litrófi kjósendur skilgreina sig. Könnunin leiðir í ljós að hlutfallslega fleiri hægrimenn búa á höfuðborgarsvæðinu en á lands- byggðinni eða 33,1 prósent á móti 20,5 prósent. Að sama skapi eru vinstrimenn fjölmennari á lands- byggðinni eða 33,3 prósent á móti 24,0 prósentum á höfuðborgarsvæð- inu. Á höfuðborgarsvæðinu sögðust 43,0 prósent vera miðjumenn en á landsbyggðinni var hlutfallið 46,2 prósent. Könnun DV leiðir einnig í ljós að karlar skilgreina sig fremur til hægri en konur. Meðal karla sögðust 32,3 prósent þeirra sem tóku afstöðu vera hægrimenn en hjá konum var hlut- fallið 22,4 prósent. Meðal kvenna sögöust 29,8 prósent skilgreina sig til vinstri en meðal karla var hlutfallið 27,3 prósent. Alls 41,6 prósent karla og 47,8 prósent kvenna sögðust vera á miðjunni í pólitíkinni. -kaa — £ ||§§ litrófíð — hvernig skilgreina kjósendur sig skv. skoöanakönnun DV - Óákv/svara ekki mi® Óákv./svara ekki 11,3% 40,4% Dagfari Skýrsla um greinargerð Ekki er séð fyrir endann á þeirri harðvítugu deilu sem sprottin er milli fyrrverandi og núverandi borgarsljóra um það hvort texti á blaði skuh kallast skýrsla, greinar- gerð eða bara minnisblöð. Borgar- sfjóra barst frá nafnlausum sendanda 42 blaðsíður af skrifuðu efni eftir Ingu Jónu Þórðardóttur. Þetta þótti mikil himnasending og borgarstjóri boðaði þegar til blaða- mannafundar og tilkynnti að þarna væri komin fram skýrsla um einkavæðingaráform sem Markús Örn, Ámi Sigfússon og Inga Jóna hefðu fyrir borgarstjórnarkosning- ar neitað að yæri tU. Þarna mætti sjá svart á hvítu að þetta fólk hefði logiö einu til og öðru frá þegar þau neituðu tilvist skýrslunnar. Borgarstjóri útlistaöi fyrir frétta- mönnum að þessar 42 síður væru skýrsla en þó ekki heildarskýrsla. En skýrsla væri það engu að síður., Leyniplaggið sem hvergi heföi fundist í skjalasafni borgarinnar væri komið í leitimar. í skýrslunni kæmu fram tillögur um að einka- væða grunnskóla og gera Raf- magnsveituna að hlutafélagi. í framhaldi af þessu lögðust fréttamenn á Ingu Jónu og kröfðust svara um hvers vegna hún hefði neitað því að hafa skrifað skýrslu sem nú væri komin fram í dagsljós- ið. Inga Jóna brást við hart og sagð- ist ekki hafa skrifað neina skýrslu. Hún hefði bara skrifað greinar- gerðir og þetta væri ein þeirra. Það væri lygimál að hún hefði skrifað skýrslu enda hefði enginn beðið hana um skýrslu um eitt né neitt. Bara greinargerðir og þær hefði hún samið. Markús Örn var líka tekinn á beinið og sakaður um að hafa stungið skýrslu Ingu Jónu undir stól. Markús tók því víðs fjarri að hann hefði nokkru sinni fengið skýrslu frá Ingu Jónu. Hann hefði varla einu sinni fengið greinar- geröir heldur aðallega minnis- punkta. Hins vegar kæmi það sér á óvart að þessir punktar heföu ekki fundist í skjalasafni borgar- innar. Síðan hefur skjalavörður borgarinnar lagt nótt viö dag að leita að þessum minnispunktum. Síðast þegar fréttist af manninum hafði hann ekki fundiö annað en gamlan minnispunkt frá tíð Davíðs Oddssonar um að hann ætti að kaupa lambalæri í helgarmatinn. Efnisatriði þessara minnis- punkta að greinargerð vegna draga að skýrslu eru ekki til umræðu. Enda voru þau öllum kunn. Það sem brennur á mönnum er hvenær minnispunktar verða að greinar- gerð sem síðan kallast skýrsla. Það er mjög brýnt að fá úr þessu skor- ið. Markús Öm og Inga Jóna viður- kenna minnispunkta og greinar- gerðir. En þau hafna því alfarið að nokkuð hafi verið sett á blað sem hægt sé að kalla skýrslu. Ingibjörg Sólrún segir að blööin, sem hún fékk send, séu skýrsla og ekkert annað en skýrsla. Það sama segja Kristín aðstoðarborgarstjóri og Sigrún varaaðstoðarborgarstjóri. Skýrsla skal það heita. Hvenær drepur maður mann og hvenær drepur maður ekki mann? spurði Jón Hreggviðsson forðum og var fátt um svör. Nú er vart annað til ráða en fá Stefán Jón Hafstein til að semja álitsgerö í anda skýrslu um það hvaða plögg í stjórnkerfi borgar- innar skuli kallast skýrsla og hvaöa plögg flokkast undir grein- argerðir eða minnisblöð. Dagfari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.