Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1995, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1995, Blaðsíða 36
FRÉTTASKOTIÐ 562*2525 Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. RITSTJORN - AUGLÝSINGAR - ASKRIFT - DREIFING: 563 2700 BLAÐAAFGREIOSLA OG ÁSKRIFT ER OPIN: Laugardaga: 6-14 Sunnudaga: lokað Mánudaga: 6-20 Þriðjudaga - föstudaga: 9-20 BEINN SIMI BLAÐA* AFGREIÐSLU: 563 2777 KL. 6-8 LAUGAftDAGS- OG MANUDAGSMORGNA Svíþjóð: 15 ára íslensk stúlka lét lífið ferðalagi Eyjólfur Harðarson, DV, Gautaborg: Fimmtán ára íslensk stúlka lét lífið þar sem hún var á skíðaferðalagi meö skólafélögum sínum á skíða- svæði í Svíþjóð sem nefnist Selen og er.skammt frá landamærum Noregs. Stúlkan hafði verið búsett í Gauta- borg í Svíþjóð undanfarin níu ár og var á síðasta ári grunnskóla. Sænsku blöðin hafa skýrt frá slysinu og velt fyrir sér öryggisatriðum í skíöa- brekkum þar sem ungmenni eru á ferð. Skólafélagar stúlkunnar höíðu lengi safnað fyrir ferðinni sem þau fóru í á fimmtudag og ætluðu að vera fram á sunnudag. Á fostudag átti slysið sér stað. Stúlkan var á leið niður brekku þegar hún virtist skyndilega hafa misst stjórn á sér og lenti á tré með þessum hörmulegu afleiðingum. Tahð er að hún hafi lát- ist samstundis. Borgaraleg handtaka: Etti uppi þjóf og hélt honum Ungur maður hafði snör handtök er hann sá á eftir bíl sínum aka á brott frá Gunnarsbraut um klukkan hálfeitt aðfaranótt sunnudagsins. Maðurinn heyrði þegar bíllinn var ræstur og var fljótur út og upp í ann-' an bíl, sem hann fékk lánaðan, og ók í humátt á eftir þjófnum upp Flóka- götu. Bifreiðareigandinn reyndi að króa þjófinn af en sá ók utan í tvær bifreiðar. Eiganda bílsins tókst að ná þjófn- um þegar hann stöðvaði bifreiðina á mótum Flókagötu og Stakkahlíðar. Réðst hann að þjófnum og gat haldið honum niðri þar til lögreglan kom á vettvang. Þjófurinn reyndist vera ölvaður og fékk hann að gista fanga- geymslur en eigandinn fékk bíl sinn aftur eftir töluverð átök. Bílvelta við Álverið Bílvelta varð á Reykjanesbraut skammt frá Álverinu í Straumsvík. Ökumaður fólksbíls missti stjórn á honum í hálku með þessum afleið- ingum. Engin slys urðu á fólki en bíllinn er töluvert skemmdur. LOKI Styður þetta ekki niðurskurð hjá löggunni? Frjálst,ohaö dagblaö MÁNUDAGUR 13. MARS 1995 Hörmulegt banaslys við Hveradali: Barnshafandi kona og sonur fórust - eiginmaðurinn liggur þungt haldinn á Borgarspítalanum Ung bamshafandi kona og 2}a ára sonur hennar létust i hörmu- legu bílslysi ofan við Hveradals- brekku um klukkan tvö í gærdag. Eiginmaður konunnar liggur al- varlega slasaður á gjörgæsludeild Borgarspítala. Hjónin voru á ieið austur er þau misstu stjórn á bíl sínum og lenti hann framan á sendibifreið sem kom úr gagnstæðri átt. Þrennt var í sendibílnum og var það flutt á sjúkrahús en reyndist ekki aivar- lega slasað. Sendibíllinn er mikið skemmdur og fólksbíllinn gjöró- nýtur. Mjög vont veður var á Hellisheiði og þar í kring í gærdag og háika mikil á veginum. Þyrla Landhelgis- gæslunnar var kölluö á vettvang og komst hún einungis aö Bláfjalla- afleggjara þar sem hún tók við manninum úr sjúkrabíl og flutti á Borgarspítalann. Að sögn læknis fór hann strax í aðgerð og var til frekari rannsókn- ar þegar blaöiö fór í prentun. Ljóst var aö hann er mjög alvarlega slas- aöur. Konan var gengin með á sjö- unda mánuð. Talið er að hún og ófætt barn hennar hafi látist sam- stundis en litli drengurinn á leið á sjúkrahúsið. mm Hafnaði ofan á snjóflóði í Siglufirði: Ég veit hreiníega ekki hvað gerðist Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Ég sá ekkert hvað gerðist og ég held aö flóðið hafi verið stoppað þeg- ar ég lenti í því, þetta var því ekkert stórmál," segir Ari M. Þorkelsson á Siglufirði en jeppabifreið hans lenti inn í snjóflóði á veginum skammt frá Strákagöngum, Siglufjarðarmegin, í gærmorgun. Ari segir að mjög mikið dimmviðri hafi verið og skyggni lítið en vega- gerðarmenn hafi nýlega verið búnir að fara þarna um með tæki sín. „Bíll- inn fór allt í einu aö hristast og láta | illa og þegar því lauk var jeppinnf fastur uppi á flóöinu en ég veit hrein- lega ekki hvað geröist. Það var aldrei, nein hætta á ferðinni, enda var þetta 5 ekki stórt flóð og það fór aldrei niður j fýrir veginn," sagði Ari. Vegagerðarmenn skoðuðu aðstæð- > ur í fjallinu eftir að hafa losað bílt Ara úr flóðinu. Að þeirri skoðun lok-1 inni var ákveðið að loka fyrir frekari umferö um veginn vegna frekari é snjóflóðahættu og á aö athuga með 1 að opna hann aftur í dag. íslenskurtippari: Vann 15,6 milUónir 0 Grétar Guðlaugsson, körfuknattleiksmaður úr Skallagrími i Borgarnesi, var að vonum kátur í gær eftir að lið hans hafði slegið ÍR-inga út úr íslandsmót- inu í körfuknattleik. Borgnesingar eru komnir i 4-liða úrslitin og mæta þar Njarðvik eöa KR. DV-mynd Brynjar Gauti „Þetta er hæsti vinningurinn í sögu íslenskra getrauna eða 15,6 milljónir króna. Og þaö furðulegasta við þetta er að hér er um tölvuvalinn seðil að ræða, keyptan í versluninni Gerplu. Þar var líka keyptur seðill sem á unnust 10,4 milljónir króna 1992 og var það þá hæsti getrauna- vinningurinn. Og þarna hafa hka verið keyptir lottómiöar sem gefið hafa hæsta vinning,“ sagði Viktor Ólason, markaðsstjóri íslenskra get- rauna, í samtali við DV í gær. í getraununum á laugardaginn var komu fram tveir seðlar með 13 leikj- um réttum. Annar var þessi metget- [ raunaseðili hér á landi en hinn var | seldur í Svíþjóð. í gærkvöldi haföi íslenski vinn- , ingshafinn ekki haft samband við starfsmenn íslenskra getrauna. I Viktor Ólason sagöist hafa talað við eiganda verslunarinnar Gerplu og i spurt hann. Verslunareigandinn sagðist ekki geta komið manninum' fyrir sig enda þótt seðillinn hefði verið keyptur á fimmudaginn þegar | rólegt var. Veöriö á morgun: Bjartviðri suðaustan- lands Á morgun verður norðanátt, kaldi eða stinningskaldi, él á Vestur- og Norðurlandi en bjart- viðri suöaustanlands. Veðriö í dag er á bls. 44 CEEaaaa ■ I _Brook ||rompton E RAFMÓTORAR imbeti Suðurlandsbraut 10. S. 680499. alltaf á Miðvikudögnm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.