Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1995, Side 5

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1995, Side 5
MÁNUDAGUR 13. MARS 1995 5 Deilumar um sameiningarslit Vesturbyggðar: Fólkvar blekkt til sameiningar - segir Össur Guðbjartsson á Láganúpi 1 Rauðasandshreppi „Fólk var blekkt til þessarar sam- Patrekshrepps, sem voru þá 901 tals- einingar. Reikningar voru ekki klár- ir og mér fannst óhæfa að láta greiða um þetta atkvæði undir þeim kring- umstæðum. Skítt með það þó sveitar- félögin hafi verið skuldug, bara að reikningar væru klárir og ekkert misferli þar,“ segir Össur Guðbjarts- son, bóndi á Láganúpi og fyrrverandi sveitarstjórnarmaður í Rauðasands- hreppi, vegna sameiningar hrepp- anna sem nú mynda Vesturbyggð. Mikill órói hefur verið vegna sam- einingarinnar og gerðu þeir Rauða- sandsmenn, sem höfnuðu samein- ingu, tilraun til að fá kosningarnar endurteknar en án árangurs. Þá krefjast Bílddælingar þess nú aö sameiningunni verði slitið. Bítddælingar voru skuldugastir Þegar sveitarfélögin fjögur sem nú mynda Vesturbyggð sameinuðust voru Bílddælingar skuldugastir. 1 janúar 1994 var 341 íbúi skráður á Bíldudal. Heildarskuldir sveitarfé- lagsins voru 99 milljónir eða 291 þús- und á hvern skráðan íbúa. íbúar ins, skulduðu 240 milljónir eða 266 þúsund á hvert mannsbarn. í Barða- strandarhreppi voru á þeim tíma 128 íbúar sem skulduðu 101 þúsund hver. Heildarskuldir hreppsins voru 13 milljónir. Heildarskuldir Rauða- sandshrepps voru 1,3 milljónir eða 14 þúsund á hvern íbúa hreppsins en þeir eru 93. „Ekki treystandi" „Það er á hreinu að þeim mönnum sem voru við stjórnvölinn á Patreks- firði fyrir sameininguna er ekki treystandi fyrir einum einasta eyri, þar á ég fyrst og fremst við fráfar- andi bæjarstjóra. Sveitarfélagiö er skuldum vafið eins og skrattinn skömmunum. Það á að láta samein- inguna standa og þaö verður að fara fram opinber rannsókn á reikning- um Patrekshrepps fyrir árið 1993. Þá þarf félagsmálaráðuneytið að taka sveitarfélagið til sín á meðan verið er að koma málum á hreint," segir Össur. -rt Fréttir Patreksfj 240 Tálknafjaröar- hreppur Tálknafjörður Patrekshreppfur | Patreksfjörður • Suðurfjarðahreppur Bíldudalur Rauðasandshreppur Heildarskuldir Rauðasandshr. lfs&f' í milljónum króna Barðastrhr. 11,3 Wdudaluf'99 \ Vesturb - skuldir á íbúa í þús. 994- Ingimundur hf. á Sigluíirði: Ætlar að selja rækjuverksmiðjuna „Þaö er rétt að rækjuverksmiöja Ingimundar hf. á Siglufirði er til sölu. Þaö er hins vegar ekkert ákveðið hver kaupir. Ástæðan fyrir þessu er sú að við erum að fara út í nýsmíði á 2 þúsund brúttólesta rækjuveiðiskipi í Noregi. Fyrir- hugað er að það verði afhent í júní 1996,“ sagði Ármann Ármannsson, aðaleigandi útgerðar- og rækju- vinnslufyrirtækisins Ingimundar hf. Ingimundur hf. gerir út Helgu RE 49, sem er tæpar 200 lestir, og Helgu II RE 373 sem er tæpar 800 lestir að stærð og smíðuð áriö 1988. Þessi skip bæði veröa úrelt fyrir nýja skipið sagði Ármann. Þar með væri nýja skipið komiö með kvóta upp á um 3.600 þorskigildi. Ármann sagði að rækjuverk- smiðja fyrirtækisins á Sigluflrði hefði unnið um 3 þúsund tonn af rækju árlega. Það væri í stærri kantinum miðað viö rækjuverk-. smiðjur á íslandi. Panasonic Hljómtækjasamstæða sem hefur 2xóOW magnara, útvarp með FM, MW og LW, klukku, tvöfallf segulbandstæki meó AUTO REVERSE, vandaðan eins bita MASH geislaspilara, forstilltan DSP TÓINJAFNARA, góða 60W 2way hótalara og fjarstýringu sem stýrir öllum aðgerðum. AKRANES: MÁLNINGARPJ. METRO BORGARN ES: KAUPF. BORGFI RÐI NGA HELLISANDUR: BLÓMSTURVELLIR BOLUNGARVÍK: LAUFIÐ ÍSAFJÖRÐUR: Póllinn SAUÐÁRKRÓKUR: Kaupf. SKAGFIRÐINGA, RAFSJÁ AKUREYRI: RADÍÓVINNUSTOFAN, RADÍÓNAUST, METRO, Kaupf. Eyfirðinga, Rafland HÚSAVÍK: ÓMUR SEYÐISFJÖRÐUR: KAUPF. HÉRAÐSBÚA EGI LSSTAÐI R: Rafeind, Kaupf. HÉRAÐSBÚA NESKAUPSTAÐUR: TÓNSPIL HÖFN: RAFEINDAÞJ. BB , KAUPF. A-SKAFTFELLINGA VESTMANNEYJAR: BRIMNES KEFLAVÍK: RaFHÚS Brautarholti & K r i n g I u n n Sími 562 5200

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.