Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1995, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1995, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 13. MARS 1995 13 DV Fréttir > > Blfreiðatjón í umferðinni kostar mikið fé: Milljón á klukkustund Ætla má aö tjón í umferöinni kosti tryggingafélög og bifreiðaeigendur til samans um 8 milljarða króna á ári hverju eöa rúmar 22 miUjónir á dag. Þaö samsvarar tæprar einnar milljónar króna tjóni á hverri klukkustund. Tilkynnt var um tæplega 17 þúsund skemmda bíla á síöasta ári. Sam- Brynjudalsá: Villtum haf- beitarlaxi sleppt í ána „Við erum byrjaðir að selja enda hefur töluvert verið spurt um hvað við séum að gera með því aö sleppa löxum fyrir ofan Efrifoss. Mönnum fmnst þetta skemmtileg nýjung,“ sagði Friðrik Brekkan en hann og Friðrik D. Stefánsson ásamt ítölsk- um veiðimanni leigðu Brynjudalsá í Hvalfirði fyrir skömmu til fimm ára. „Svæðið fyrir ofan Efrifoss er mjög failegt ílugusvæði og þarna ætlum við sleppa miklu af villtum hafbeitar- laxi. Með öðrum oröum er hér um að ræða nýtt landnám laxsins á ís- landi sem kemur fluguveiðimönnum ekki síst til góða. Við verðum með fjórar stangir í ánni og það er veitt í þrjá tíma á hverju svæði. Dýrustu dagarnir í sumar kosta 28 þúsund hjáokkur,“sagðiFriðrik. G.Bender Sjúkrahús Suðumesja: Einsogaðfá stóran vinning Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjuiru „Fyrir okkur er þetta eins og að fá stóran happdrættisvinning. Aðstað- an á sjúkrahúsinu er bághorin og allt of lítii en þegar þessar fram- kvæmdir verða í höfn eiga Suður- nesjamenn að geta unað þokkalega sínum hlut,“ sagði Hrafnkell Óskars- son, yfirlæknir Sjúkrahúss Suður- nesja, í samtali við DV. Ríkið hefur endanlega samþykkt að D-álma verði byggð við Sjúkrahús Suðurnesja. Byggingin verður á 2 hæðum auk kjallara. Grunnflötur- inn 800 m-’. Gert er ráð fyrir að útboð verði í vor og vinna hefjist við fyrsta áfanga í haust. Áætlaður heildar- kostnaður er um 335 millj. króna. Kostnaður við fyrsta áfanga, upp- steypt hús og frágengið að utan ásamt lóð, verður 130 millj. króna og verður lokið 1997. Heildarframlag ríkissjóðs til og með 1997 verður 80 milljónir. Folöldumslátrað Tuttugu folöld af bæ í Miðfirði voru nýlega færð til slátrunar á Hvamms- tanga. Dýralæknir í Húnavatnssýslu hafði gert athugasemdir við ástand folaldanna en þau voru höfð laus án þess að hafa beit vegna jarðbanna. Samkvæmt upplýsingum sýslu- manns á Blönduósi hafði verið gerð krafa um úrbætur en eigendur fol- aldanna ákveðið sjálfir að færa þau til slátrunar. -pp BIFREIÐASTILLINGAR NICOLAI Faxafeni 12, simi 882455 kvæmt upplýsingum frá Sambandi íslenskra tryggingafélaga, SÍT, hafa flest tjón orðið á bílum í marsmánuði síðustu ár. Ástæðan er einkum skyndilegt hret og að sól er lágt á lofti. Til dæmis skemmdust 530 bílar í einni viku í mars í fyrra en meðal- tal síðasta árs var 320 skemmdir bílar á viku. Arið 1993 greiddu vátryggingafé- lögin um 5 milljaröa í bætur vegna bifreiðatjóna. Bæturnar skiptust þannig að um 3 milljarðar fóru í bætur vegna slysa og 2 milljarðar í munatjón. Lögboönar bifreiðatryggingar eru svokallaðar ábyrgðartryggingar og taka þess vegna eingöngu til tjóns sem vátryggingartakinn veldur öðr- um en ekki til tjóns á eigin bíl. Um 30% bifreiðaeigenda eru hins vegar með bifreiðir sínar kaskótryggðar og fá þvi tjón sitt bætt þó að þeir hafi verið í órétti. Af þessu má sjá að um 70% þeirra sem eru í órétti þurfa að bera tjón sitt sjálf, þ.e. tjónið á sínum bíl. Þannig má áætla að um 1.600-1.800 milljónir króna þurfi bifreiðaeigend- ur sjálfir að bera vegna þess að þeir voru í órétti og án kaskótryggingar. Þannig má reikna með um 8 millj- arða króna tjóni á ári fyrir bifreiöa- eigendur og tryggingafélög. Næsta máll Kosning gjaldkera húsfélagsins '3 f> 'Cl CL r Húsfélagaþjónusta íslandsbanka býöur sig fram til oð sjá um fjárreiöur húsfélaga Gjaldkerastarf í húsfélagi fjölbýlishúsa hefur aldrei þótt eftirsóknarvert, enda bœöi tímafrekt og oft vanþakklátt. Auk þess gera ný lög um fjöleignarhús enn meiri kröfur um bókhald og uppgjör en áöur. Húsfélagaþjónusta íslandsbanka tryggir öruggari fjárreiöur húsfélaga meö nákvœmri yfirsýn yfir greiöslustööu og rekstur á hverjum tíma. Þetta fyrirkomulag erþví öllum íbúum fjölbýlishúsa til hagsbóta. Helstu þœttir Húsfélagaþjónustu íslandsbanka: Innheimta - öryggi og betri upplýsingar Bankinn annast mánaöarlega útskrift gíróseöils á hvern greiöanda húsgjalds. Á gíróseölinum eru þau gjöld sundurliöuö sem greiöa þarf til húsfélagsins. Hægt er aö senda ítrekanir til þeirra sem ekki standa í skilum. Húsfélagiö fœr mánaöarlega yfirlit yfir ógreidda gíróseöla. Rekstraryfirlit - nákvœm yfirsýn yfir rekstur í lok hvers mánaöar er sent út reikningsyfirlit sem sýnir hverjir hafa greitt og hvert peningarnir hafa fariö. í árslok liggur fyrir yfirlit yfir rekstur húsfélagsins á árinu, greiöslur íbúa og skuldir þeirra í lok árs. Viö upphaf viöskipta fær húsfélagiö möppu undir yfirlit og önnur gögn. Lögfræöiþjónusta - góö ráö og skilvirk innheimta Húsfélög í viöskiptum viö íslandsbanka geta gerst aöilar aö Húseigendafélaginu á sérstökum afsláttar- kjörum. Þar er hœgt aö fá ráögjöf varöandi nýju fjöleignarhúsalögin og aöra lögfræöiþjónustu sem tengist rekstri húsfélaga. Bankinn hefur milligöngu um lögfrœöiinnheimtu húsgjalda sem eru í vanskilum. Framkvœmdalán - betri kjör og lengri lánstími íslandsbanki býöur nú húsfélögum betri kjör og lengri lánstíma á framkvœmdalánum. Lánsupphæö getur veriö allt aö 300.000 kr. fyrir hverja íbúö og lánstími 5 ár. Húsfélög njóta hagstœöra vaxtakjara og þau geta einnig fengiö yfirdráttarlán meöan á framkvæmdum stendur. Allar nánari upplýsingar fást í nebangreindum útibúum bankans sem veita Húsfélagaþjónustu. Bankastrœti S, sími S60 8700 Daibraut 3, sími S 68 S488 Gullinbrú, Stórhöfba 17, sími S67 S800 Háaleitisbraut S8, sími S81 27SS Kringian 7, sími S60 8010 Laugavegur 172, sími S62 6962 Lóuhólar 2-6, sími SS7 9777 Suburlandsbraut 30, sími S60 8400 Eibistorg 17, Seitjarnarnesi, sími S62 9966 Reykjavíkun/egur 60, Hafnarfirbi, sími SSS 0980 Garbatorg 7, Garbabæ, sími S6S 8000 Hamraborg 14a, Kópavogi, sími SS4 2300 Þverholt 6, Mosfellsbæ, sími S66 6080 Hafnargata 60, Keflavík, sími 92-1SSSS Kirkjubraut 40, Akranesi, sími 93-132SS Hafnarstræti 1, ísafirbi, sími 94-3744 Abalgata 34, Siglufirbi, sími 96-7130S Hrísalundur 1 a, Akureyri, sími 96-21200 Stórigarbur 1, Húsavík, sími 96-41500 ★ KYNNINGARTILBOÐ TIL 12. APRÍL ★ Þau húsfélög sem hefja viöskipti fyrir 12. apríl fá ókeypis handbók^ um ný lög fyrir fjöleignarhús. ISLANDSBANKI -í takt viö nýja tíma!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.