Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1995, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1995, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 13. MARS 1995 nSKVERKUNARHUS TIL SOLU FISKVEIÐASJÓÐUR ÍSLANDS auglýsir til sölu fasteign- ina Ægisgötu 25, Arskógssandi, sem er 540 mz flskverkun- arhús (stálgrindarhús), byggt 1989. Tilboð í eignina óskast send á skrifstofu sjóðsins fyrir kl. 15.00 miðvikudaginn 29. mars 1995, merkt „Fiskverkun- arhús“. Allar nánari upplýsingar um eignina veitir Ragnar Guð- jónsson á skrifstofu sjóðsins, Suðurlandsbraut 4, Reykja- vík, sími 5889100. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. FISKVEIÐASJÓÐUR ÍSLANDS Fermingarmynda tökur Fallegarmyndir á aðeins 10.500 Innifalið: 10 stk. 9x12 2 stk. 13x18 Ljósmyndastofa Reykjavíkur Hverfisgötu 105,2. hæð Sími 621166 7 ÞVOTTAKERFI, HLJÓÐLÁT, SPARNEYTIN TEKUR BORÐBÚNAÐ FYRIR 12 MANNS VERÐ 48.900 stgr. Fjöldi ánœgðra viðskiptavina er okkar besta viðurkenning RONNING BORGARTÚNI 24 SÍMI 68 58 68 UPPÞVOTTAVÉLAR U1..10MFI.U 1 NI\G5I TKI Mermiiig íslenska einsöngslagið Ljóöatónleikar voru haldnir á vegum Geröubergs á laugardaginn 4. mars. Komu þar fram fjórir af okkar ágætustu söngvurum, þau Signý Sæmundsdóttir, Rannveig Fríða Bragadóttir, Sverrir Guðjónsson og Ingveldur Ýr Jónsdóttir, en Jónas Ingimundarson lék með þeim á slaghörpuna. Það var Signý sem reið á vaðiö og var unun að heyra glæsilega rödd hennar og flutning á ágætum lögunum en þau voru Vetrardagur eftir Jón Ásgeirsson, Leiðslu- stund eftir Þorkel Sigurbjörnsson og ákaflega vel unn- ið lag Fjölnis Stefánssonar, Sólskin á Austurvelli um hádegisleytið. John Speight átti einnig gott lag, At- hvarf, þar sem áberandi voru stór tónbil og í kjölfarið fylgdu lögin Um ljóðið og Júlíkvöld eftir Jón Hlöðver Áskelsson. Endaði Signý sína syrpu með bráðskemmti- legu lagi Hjálmars H. Ragnarssonar, Yfirlýsingu. Ingveldur Ýr tók við af Signýju og byrjaði hún á lagi Jóns Þórarinssonar, Dáið er allt án drauma, sem er bæði vel gert og af næmi fyrir textanum. Undur eftir Tryggva M. Baldvinsson var næst og er eins og laglina þess sé tæplega nægilega vel mótuð en stemn- ingu náði hann þó að kalla fram. Prinsessan á baun- inni eftir John Speight er vel skrifað lag og af ákveð- inni kímni en IX eftir Jónas Tómasson virkaði fremur samhengislaust með moll-hljómum sínum og endi eins og í lausu lofti. Ingveldur söng að lokum Þrjú sönglög eftir Atla H. Sveinsson við ljóð eftir Else Lasker- Schuler og voru þau tilgerðarleg, þrátt fyrir góðan flutning listamannanna tveggja. Sverrir Guðjónsson söng næstur og byrjaði með tvö lög eftir Gunnar Reyni Sveinsson, Skeljar, sem er nokkuð þunglega tónsett en býr þó yfir ágætu streymi og Geng ég nú um gráar eyður breiðar sem er ekki í ólíkum stíl. Hildigunnur Rúnarsdóttir átti næstu tvö lög, Melodi-timen sem kallaði fram dulúð og fór skemmtilega á milh brjósttóna og falsetto-raddar Sverris, og Líf og ljóð sem er ágætlega tónsett, m.a. með samsettum rytmum. Þrá eftir Oliver Kentish er Frá Ijóðatónleikunum í Fella- og Hólaklrkju á vegum Gerðubergs. Yngveldur Ýr Jónsdóttir var meðal ein- söngvara og undirleikari var Jónas Ingimundarson. DV-mynd JAK Tónlist Áskell Másson nokkurs konar vals meö moll-hljómum og hækkaöri sjöund og fallega dulúðlegt lag, Hið dulda einnig eftir Oliver og voru sérstaklega síðasttöldu lögin mjög vel flutt af þeim Sverri og Jónasi. Rannveig Fríða söng að lokum lagabálkinn Út eftir Pál P. Pálsson. Þessi lagabálkur telur sjö lög og nær hann nokkru dramatísku risi. Sönglínur Páls eru vel mótaðar og sterkt samhengi í þeim, píanóspihnu og textanum. Rannveig söng sinni fogru röddu og túlkaði verkið ásamt Jonasi á frábæran hátt. Vert er að geta þess að flest lögin voru frumflutt á þessum tónleikum og er Menningarmiðstöðinni Gerðubergi þakkað gott og skemmtilegt framtak. í verkum Margrétar Birgisdóttur rísa fjöll úr hafi sem ef til vill eru endurspeglanir frá fjarlægum landsvæðum. Hillingar á sýningu Margrétar Birgisdóttur 1 Gallerí Úmbru Fyrir rúmri viku var opnað íslenskt graflkprent- verkstæði að Tryggvagötu 15 þar sem grafikUstamenn fá möguleika á að þrykkja með aðferðum á borð við steinprent sem ekki hefur verið mikið iökað hér á landi, auk þess sem gestum og gangandi mun gefast færi á að þrykkja eigin myndir. Margrét Birgisdóttir, sem opnaði síðastliðinn fimmtudag sýningu á graflk- verkum sínum í GaUerí Úmbru, lætur hinar hefð- bundnu þrykkaöferöir ekki draga úr nýsköpun sinni í grafíkaðferðum og sýnir að gróska er um þessar mundir í hérlendri grafíkUst. Á sýningu Margrétar í Úmbru eru ellefu myndir og tvær utan skrár sem aU- ar eru unnar á ál- og koparplötur með aðstoð sand- pappírs og málningarUmbands, án hefðbundinna ke- mískra miðla. Kristallar eða kandís Viðfangsefni Margrétar er hiUingar. í verkum henn- ar rísa fjöll úr hafi sem ef til vill eru endurspeglanir frá fjarlægum landsvæðum. Fjöllin eru eyjar sem minna talsvert á Vestmannaeyjar að formi til en sér- stök áferðin, sem myndast af málningarUmböndunum, gerir eyjarnar líkastar kristöUum eða kandísmolum. Best tekst Margréti upp þar sem andstæður eru mikl- ar eins og í verkunum í ofvæni og í nótt. Þar sem myndbygging er flatari og styrkleiki svipaður í bak- sviði, miðbiki og forgrunni, Ukt og í HilUngum II og Sindrandi nótt, virka myndirnar nánast ofunnar og þar er eins og megininntakið týnist. Hið sama má segja Myndlist Ólafur J. Engilbertsson um sumar þær myndir sem Margrét penslar með gyUtu inn á, líkt og Gullin - úr fjarlægu hafl. Svo fln- gerðar myndir þola-einfaldlega ekki stóra viðbótar- drætti. Flæði á milli aðferða og hugmynda Annað er uppi á teningnum í verki eins og Fossin- um. Það verk hefur nokkra sérstöðu á sýningunni, bæði vegna þess að þar er ekki um eyland að ræða og eins vegna sterkrar og einfaldrar myndbyggingar. Það verk og hin fyrrnefndu tvö, í ofvæni og í nótt, skaga að mínu viti upp úr á þessari sýningu og leiða í ljós að Margrét er á góðri leið með að þróa sérstæða graflktækni sem á án efa eftir að vinda upp á sig. Það er aUtaf góðs viti þegar jafnt flæði er á milli aðferða og hugmynda og hvort um sig getur kveikt þann neista sem verður að Ust. Áhugasömum skal bent á að verk- in tvö utan skrár má sjá inni í eldhúsi gaUerísins sök- um plássleysis í sal. Sýning Margrétar Birgisdóttur í GaUerí Úmbru stendur til 29. mars.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.