Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1995, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1995, Blaðsíða 30
42 MÁNUDAGUR 13. MARS 1995 Afmæli Adalbjöm Bjömsson Aðalbjöm Björnsson aðstoöarskóla- stjóri. Lónabraut 41. Vopnafirði, er fertugur í dag. Starfsferill Aðalbjörn fæddist á Vopnafirði og ólst þar upp. Hann lauk stúdents- prófi frá KHÍ1977 og kennaraprófi frá sama skóla 1981, lauk grunn- skóla ÍSÍ1976 og fyrsta stigs þjálf- aranámskeiði KSÍ. Aðalbjörn var kennari við Vopna- fjaröarskóla 1977-78, forfallakenn- ari við Langholtsskóla 1981-82. kennari við Vopnafjarðarskóla 1982-83 og er aðstoðarskólastjóri þar frá 1983. Þá var hann starfsmaður Verkalýðs- og sjómannafélags Vopnafjarðar 1982-85. Aðalbjörn var varafulltrúi Al- þýðubandalagsins í hreppsnefnd Vopnafjarðar 1978-82, hreppsnefnd- armaður þar frá 1982 og þar af odd- viti 1986-88 og frá 1990, hefur setið í stjórn Sambands sveitarfélaga á Austurlandi 1986-87 og frá 1992, hef- urátt sæti í héraðsnefnd Múla- sýslna frá 1992. setið í miðstjórn Alþýðubandalagsins frá 1993, var formaður Alþýðubandalagsfélags Vopnafjarðar 1981-83 og situr í stjóm félagsins frá 1978. Aðalbjörn hefur leikið knatt- spyrnu með meistaraflokki Ein- herja frá 1974 og verið í stjórn félags- ins frá sama tíma, þar af formaður 1975-84, sat í stjórn KSÍ1979. Hann var þjálfari meistaraflokks 1987, 1991 og 1992. Aðalbjörn hefur hlotið starfsmerki Úí A og silfurmerki KSÍ. Fjölskylda Kona Aðalbjörns er Adda Tryggvadóttir, f. 19.3.1961, hjúkrun- arfræðingur. Hún er dóttir Tryggva Gunnarssonar frá Brettingsstöðum á Flateyjardal, skipstjóra á Vopna- firði, og k.h., Heiðbjartar Björns- dóttur frá Syðra-Laugalandi í Eyja- firði, matráðskonu. Synir Aðalbjörns og Öddu eru Tryggvi, f. 21.6.1986, og Bjartur, f. 14.7.1994. Systkini Aðalbjörns eru Antonía Margrét. f. 12.12.1935, húsmóðir í Reykjavík; Elías, f. 5.9.1937, formað- ur sjómannafélagsins Jötuns og húsvörður í Vestmannaeyjum; Sig- urbjörn, f. 2.7.1939, sjómaður og formaður Verkalýðsfélags Vopna- íjarðar; Stefán, f. 4.7.1941,, sjómaður á Vopnafirði; Alexandra Ásta, f. 23.4. 1945, verkakona á Vopnafirði; Há- mundur Jón.f. 23.11.1946, verka- maöur í Keflavík; Þorbjörg, f. 15.8. 1948, húsmóðir á Vopnafirði; Þor- gerður, f. 3.5.1950, starfsmaður við leikskóla á Vopnafirði. Foreldrar Aðalbjörns: Björn Elíes- ersson, f. 25.8.1915, d. 16.1.1970, bóndi og verkamaður á Vopnafirði, og k.h., Aðalheiöur Stefánsdóttir, f. 20.12.1914, húsmóðir og fyrrv. verkakona á Vopnafirði. Ætt Björn var bróðir Hjálmars, föður Jóhanns skálds. Björn var sonur Elíesers, útgerðarm. á Seyðisfirði, Sigurðssonar, b. á Refsteinsstöðum, Eiríkssonar í Litlu-Hlíð Jóhanns- sonar. Móðir Sigurðar var Sigur- laug, systir Halldóru, langömmu Jóns á Torfalæk, föður Jónasar fræðslustjóra, föður Ögmundar, formanns BSRB. Sigurlaug var dótt- ir Sigurðar, b. í Grundarkoti í Vatnsdal, föðurbróður Jóns á Snær- ingsstöðum, langafa Jónasar lækn- is, afa Jónasar, ritstjóra DV. Móðir Sigurlaugar var Ólöf Eyvindsdóttir. Móðir Eliesers var Elín, dóttir Þor- steins Þórðarsonar frá Borgarholti. Móðir Björns var Þorgerður Al- bertsdóttir, b. á Skálum á Langa- nesi, Finnssonar landpósts. Móöir Þorgerðar var Soffia Eymundsdótt- ir, b. í Höfða á Langanesi, Eymunds- sonar. Aðalheiður er dóttir Stefáns, b. á Adalbjörn Björnsson. Háreksstöðum og Brunahvammi Alexanderssonar Jónssonar, Halls- sonar, b. á Hryggstekk, Jónssonar. Móðir Stefáns var Björg Guð- mundsdóttir, Jónssonar, Hallsson- ar. Móðir Bjargar var Guðrún Jóns- dóttir. Alexander, faðir Stefáns, og Guðmundur, móöurafi Stefáns, voru bræður. Móðir Aðalheiöar var Antonía, dóttir Margrétar Árnadóttur og Antoníusar, b. í Tunguhlíð, Anton - íussonar, b. í Markúsarseli, Árna- sonar, Péturssonar. Til hamingju með afmælið 13. mars 85 ára 50ára Birna Ingimarsdóttir, Hrísalundi 16 F, Akureyri. 80 ára Únnur María Magnúsdóttir, Grýtubakka 12, Reykjavík. 75 ára Rósa Jóhannsdóttir, Hvassaleiti 153, Reykjavík. 70 ára Sólveig Á r nadótt i r, Uppsötum, Akrahreppi. Gunnar Tryggvi Óskarsson, Ásvegi 30, Akureyri. 60 ára Jón Heiðar Magnússon, Bjarkargrundl3, Akranesi. Edda Katrín Gísladóttir, Mjógötu 3, ísafirði. Jóna Anna Stefánsdóttir, Laufvangi 9, Hafnarfirði. BenediktK. Bachmann, Drápuhhð 7, Reykjavík. Kona hans er MargrétÞor- steinsdóttir. Þautakaámóti gestumíAkog- es-salnum, Sigtúni 3, mið- vikudaginn 15.3. frá kl. 18. Ragnheiður Halldórsdóttir, Mávabraut 1B, Keflavík. 40ára Jónína Ingibjörg Jóhannsdóttir, Reykjasíðu 6, AkureyrL Sigrún Steina Valdimarsdóttir, Grjótaseli 15, Reykjavík. Sverrir Hafsteinsson, Egilsgötu 22, Reykjavík. Jóhann Þór Magnússon, Aflagranda 16, Reykjavík. Ástríður Sólrún Grímsdóttir, Leirutanga2, Mosfellsbæ. Benedikt H. Björgvinsson, Akurgerði 7, Öxarfjarðarhreppi. María Sigurbj örg Stefánsdóttir, Eskihlíð 10 A,Reykjavlk. G uötnundur Sigurðssón, Garðavegi_24, Hvammstanga. Sigurður Árelíus Emilsson, Borgarvik 13, Borgarnesi. VINNUSKÓLI REYKJAVÍKUR Vinnuskóli Reykjavíkur auglýsir eftir eftirtöldum starfsmönnum til starfa sumarið 1995: 1. Leiðbeinendum til að vinna með og stjórna vinnu- flokkum unglinga. 2. Leiðbeinendum til að starfa með hópi fatlaðra ungmenna sem þurfa mikinn stuðning í starfi. 3. Yfirleiðbeinendum sem hafa umsjón með ákveðn- um verkefnum eða vinnusvæðum. 4. Starfsmanni til að undirbúa og stjórna fræðslu- starfi Vinnuskólans. Leiðbeinendur skulu vera 22 ára og æskileg er upp- eldis-, kennslu- og verkmenntun. Starfstíminn ertiu vikurá tímabilinu frá júní til ágúst. Umsóknareyðublöð fást í afgreiðslu Vinnuskóla Reykjavíkur, Engjateigi 11, sími 588 2590. Þar eru einnig veittar frekari upplýsingar um störfin. Umsóknarfrestur er til 31. mars nk. Vinnuskóli Reykjavíkur Björg Lára Jónsdóttir Björg Lára Jónsdóttir verslunar- maður, Vallholti 15, Ólafsvík, er sex- tugídag. Starfsferill Björg Lára fæddist í Ólafsvík og ólst þar upp. Hún stundaði nám við Gagnfræðaskóla Austurbæjar í Reykjavík, lauk landsprófi 1953 og stundaði nám við Húsmæðraskól- ann Ósk á ísafirði 1955-56. Björn Lára starfaði við kennslu barna í Ólafsvík í nokkur ár og hef- ur stundað verslunarstörf. Björg Lára hefur starfað með ýms- um félögum. Hún var formaður slysavarnadeildarinnar Sumargjaf- ar í níu ár, var meðstjórnandi og ritari í Kvenfélagi Ólafsvíkur, stofn- félagi í Lionsklúbbnum Rán og var formaður hans 1992-93. Þá er hún gjaldkeri í Rauða kross deild Ólafs- víkurlæknishéraðs. Fjölskylda Björg Lára giftist 28.9.1958 Kristj- áni Helgasyni, f. 15.9.1934, hafnar- verði í Olafsvík. Hann er sonur Helga Kristjánssonar vélstjóra og Petrínu Kristínar Jónsdóttur hús- móður en þau bjuggu á Siglufirði en síðast í Reykjavík. Börn Bjargar Láru og Kristjáns eru Helgi Kristjánsson, f. 6.4.1958, framkvæmdastjóri knattspyrnufé- lagsins Vals í Reykjavík; Jóhannes Kristjánsson, f. 18.9.1959, skipstjóri og stýrimaður í Namibíu, kvæntur Ruth Gylfadóttur, flugfreyju hjá Flugleiðum, en börn hans frá því fyrir hjónaband eru Andri og Olga Kristín; Lára Kristjánsdóttir, f. 9.2. 1961, húsmóðir í Reykjavík, gift Þor- steini Ólafs, forstöðumanni Sam- vinnubréfa Landsbankans og eru böm þeirra Þór Steinar, Björg Magnea og Kristján Már en dóttir Þorsteins frá því fyrir hjónaband er Elín Birgitta; Olga Kristjánsdóttir, f. 19.1.1963, húsmóðir í Olafsvík, gift Torfa Sigurðssyni vélstjóra og eru dætur þeirra Tinna og Telma en dóttir Torfa frá því fyrir hjóna- banderHugrún. Systkini Bjargar Láru: Helga Rósa Ingvarsdóttir, f. 2.6.1915, húsmóöir í Ólafsvík; Jóhannes Jónsson, f. 31.12.1917, d. 9.8.1936; Hallveig Björg Lára Jónsdóttir. Jónsdóttir, f. 9.10.1921, d. 12.10.1977, ljósmóðir í Ólafsvík. Foreldrar Bjargar Láru voru Jón Thorberg Jóhannesson, f. 30.11. 1885, d. 30.8.1936, sjómaður í Ólafs- vík, og k.h., Ingveldur Lárensína Guðný Helgadóttir, f. 31.7.1894, d. 13.6.1958, húsmóðir og verkakona í Ólafsvík. Björg Lára verður að heiman á afmælisdaginn. Menning___________________ Galdur opinna forma Sænski listmálarinn Olle Bærthng fæddist árið 1911 og lést 1981. Árið 1948 hélt hann til Parísar þar sem hann lærði meðal annars hjá André Lhote og Femand Léger, og það var þar sem verk hans vöktu fyrst at- hygli og hann hóf að móta hugmyndirnar sem voru grundvöllurinn að listsköpun hans allar götur síðan. Þarna kynntist hann síðan málaranum Auguste Herb- in og hópnum sem kenndur var við Réahtés Nouvel- les. Bærthng haföi þá þegar hafnað impressjónísku tækninni sem honum hafði verið kennd og farið í stað- inn að mála algjörlega óhlutbundnar myndir. Þetta átti vel við í París þar sem listmenn voru eimitt að hafna öllu fígúratífu og þróa afstrakstíl út frá strangri formreglu. Ariö 1950 var Bærtling orðinn þekktur hstamaður í París, aðeins tveimur árum eftir að hann kom þangað fyrst. Myndir Bærtlings frá þessum tíma skera sig nokkuð úr þegar Parísarlist þessara ára er skoðuð. Hann gekk að vissu leyti lengra en flestir félaganna og það fer ekki hjá því að hann virðist hafa tekið hugmyndina um strangflatarmálverkið af meiri alvöru en margir hinna; það var honum ekki aðeins tilefni til uppreisn- ar eða túlkun tíðarandans, heldur tækifæri th að ein- beita sér að innsta eðli málverksins. Af þessari vinnu spruttu síðan hugmyndirnar um hið opna form. Bærthng hafnaði á endanum strangflatarmálverk- inu, en af allt annarri ástæðu en aðrir: hann taldi það ekki ganga nógu langt til að geta verið grundvöhur að sannri óhlutbundinni hst - að það væri í rauninni eins konar nýraunsæi. Bærthng vildi opna nýja vídd í málverkinu og í inngangi að stefnuskrá sem hann birti árið 1971 segir hann: „í myndhst minni er form og inntak eitt. Hin formgerða hugsun er ekki aðferð, heldur inntak - eining sem stjórnast af sérstökum jafn- vægislögmálum, sjónrænni spennu, hreyfingu og þvi sjálfstæða lífi sem verður til í litum og formum.“ Opnu formin sem hann vildi fást við voru algerlega óhlut- bundin og á stöðugri hreyfingu. í stað þess að vera lokaður heimur forma og lita verður málverkið aðeins snertipunktur þar sem möguleg form og hreyfing Myndlist Jón Proppé þeirra er skilgreind án þess að formin afmarkist á nokkurn hátt af myndfletinum. Þessi verk kunna að virðast við fyrstu sýn óþarflega knöpp, líkt og hstamaðurinn hafi hafnað öllum mögu- leikum málverksins og sitji eftir með beinagrind sem allt kjöt hefur verið soðið af. En við nánari skoðun kemur í ljós að í verkun býr annars konar líf og milli einfaldra flata í myndunum myndast spenna eða hreyfiafl sem losar formin frá málverkinu og takmörk- unum þess. Þetta eru hin opnu form. Á sýningunni í Listasafninu er að finna myndir sem spanna allan feril Bærtlings - allt frá Parísarárum fram til andlátsins. Þar er meira að segja að finna síð- ustu myndina sem hann málaði. Sýningin gefur því góða mynd af ævistarfi hans og sýnir vel hversu ein- beittur hann var í hstsköpun sinni. Hér gefst einstakt tækifæri til að kynnast einum helsta forvígismanni hins óhlutbundna málverks.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.