Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1995, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1995, Blaðsíða 17
MÁNUDAGUR 13. MARS 1995 17 Anna Margrét Jóhannesdóttir, verkefnisstjóri hjá Ungmennafélagi íslands. DV-mynd S mwm. Umhverfisverkefni Ungmennafélags íslands: llmhverfið í okkar höndum - bætt umgengni við hafið, strendur, ár og vötn „Allt frá stofnun Ungmennafélags íslands árið 1907 hefur það starfað að ræktun lýðs og lands. Umhverfis- mál eru stór hluti af starfsemi hreyf- ingarinnar. Á undanfórnum árum höfum við staðið fyrir fjölmörgum átökum á þessu sviði. Nú ætlum viö að einbeita okkur að bættri um- gengni viö hafið, strendur, ár og vötn landsins. Umhverfið verður bókstaf- lega í okkar höndum," segir Anna Margrét Jóhannesdóttir, verkefnis- stjóri hjá Ungmennafélagi íslands. UMFI efndi til málþings nýverið þar sem kynnt var átak hreyfingar- innar á sviði umhverfismála. Yfir- skrift verkefnisins, „Umhverfið er í okkar höndum", er bætt umgengni við hafið, strendur, ár og vötn lands- ins. í aprfi og maí næstkomandi verða haldin fræðsluþing á vegum hreyfingarinnar víðs vegar um land- ið en sjálft hreinsunarátakið hefst 5. júní á alþjóðlegum umhverfisdegi Sameinuðu þjóðanna. Samstarfsaðil- -ar UMFÍ í þessu verkefni eru um- hverfisráðuneytið, bændasamtökin og Samband íslenskra sveitarfélaga. „Hreinsunarátakið er hugsað sem víðtæk aðgerð í umhverfismálum undir forystu ungmennafélaga í sam- starfi viö samstarfsaðila verkefnis- ins um allt land. Við stefnum að því að hreinsa sem mest í fiörum lands- ins og á vatns- og árbökkum. Ætlun- in er aö skrá niður hversu mikið og hvers konar rusl safnast saman á hverjum stað því þannig getum við gert okkur betur grein fyrir hvaðan rusliö kemur,“ segir Anna Margrét. Alls eru starfandi 270 ungmennafé- lög á landinu og eru félagsmennirnir um52þúsund. -kaa Starfsmenn atvinnusmiðjunnar talið frá vinstri Gerða Bjarnadóttir, Benja- min Jósefsson, Aðalsteinn Huldarsson, Július M. Þórarinsson og Guðrún Gísladóttir. DV-mynd Garðar Akranes: Atvinnusmiðja sett á fót Garðar Guðjónsson, DV, Akranesi: Fimm starfsmenn hafa verið ráðnir til starfa í svonefndri atvinnusmiðju, nýjung sem komið hefur verið á fót á Akranesi. Hlutverk þeirra verður að stuðla að sköpun nýrra starfa. Fimmmenningarnir, sem hafa verið atvinnulausir um skeið, eru ráðnir til minnst 2ja mánaða og eftir mánuð er ráðgert að meta árangurinn. Brynja Þorbjömsdóttir atvinnu- fulltrúi segir þetta tilraun sem ekki hafi verið gerð hér áður. Fyrirmynd- in er erlend en hefur verið þróuð frekar hér. Smiðjan nýtur styrks frá atvinnuleysistryggingasjóði og bær- inn greiðir hluta launakostnaðar. Fimmmenningarnir fá um 300 krón- ur á tímann eða talsvert minna en nemur lægstu launum hjá bænum. Firéttir KosningastefnuskráFramsóknarflokksins: Ætla að skapa 12 þúsund ný störf næstu ár - framsóknarmenn segjast ætla að lengja húsnæðislánin úr 25 í 40 ár Framsóknarflokkurinn kynnti í gær kosningastefnuskrá sina fyrir komandi Alþingiskosningar. Af þeim verkefnum sem Framsóknarflokk- urinn telur vera brýnust fram til aldamóta má nefna að skapa 12 þús- und ný störf á vinnumarkaðnum. Framsóknarmenn vilja örva fiár- festingu með skattaívilnunum til fyr- irtækja og einstaklinga. Veita einn milljarði til nýsköpunar í atvinnulíf- inu. Breyta Iðnlánasjóði í áhættu- lánasjóð. Efla kynningu erlendis á fiárfestingarmöguleikum hér á landi. Endurskipuleggja utanríkisþjón- ustuna svo hún þjóni betur íslensku athafnalífi. Sameina starfsemi Byggðastofnunar, Atvinnuleysis- tryggingasjóð og atvinnuráðgjafa. Gefa nýjum fyrirtækjum kost á sér- stökum afslætti á orku fyrstu starfs- árin og starfandi fyrirtækjum líka, auki þau orkunotkun til aukinnar framleiðslu. Auka hagvöxt um 3 pró- sent á ári og eyða fiárlagahallanum og skapa svigrúm upp á 4-5 milljarða til lífskjarajöfnunar, nýsköpunar at- vinnulífsins og aukinna útgjalda til menntamála. Slagorð flokksins í kosningabarátt- unni er Fólk í fyrirrúmi. Framsókn- armenn segjast munu setja lög um greiðsluaðlögun til hjálpar fólki í langvarandi greiðsluerfiðleikum. Húsnæðisstofnunin fái nýtt hlutverk sem ráðgjafar- og endurreisnarstöð heimilanna. Grípa til víðtækra skuldbreytinga sem fela í sér að vöxt- um og/eða lánstíma sé breytt, skuld sé lækkuð eða fryst um tíma á meðan fólk leitar lausnar á tímabundnum erfiðleikum sínum. Þá ætla fram- sóknarmenn að lengja húsnæðislán- in úr 25 árum í 40. Halldór Ásgrímsson, formaöur Framsóknarflokksins, sagði að hjá Framsóknarflokknum væri aðildar- umsókn að Evrópubandalaginu ekki á dagskrá og yrði það ekki fram til aldamóta í það minnsta. Hann sagði að það myndi kosta íslendinga á milli 4 og 5 milljarða króna á ári að vera í ESB. Eitthvað af því kæmi til baka í styrkjum og þar með væri styrkja- kerfið endurvakið á islandi. „Það vilja framsóknarmenn ekki,“ sagði Halldór Ásgrímsson. -Blu>H0^6 mf:: Úrval notaðra bíla Félag Löggiltra Bifreiðasala Opel Astra 1,4 GL station '95, nýr bill, ekinn aöeins 1 þús. km, sjálfsk., ath. skipti á ód. Verö 1.550 þús. VW Vento 2,0 GL '94, glæsilegur, ek. aðeins 8 þús. km, beinsk., álf., toppl., skipti á ód. Verö 1.650 þús. Nissan Sunny 2,0 GTI '93, glæsil., ek. aöeins 23 þ. km, ath. sk. á ód. V. 1.350 þús. Ennfremur aðrar árg. Toyota Corolla 1,3 XL '91, ek. aðeins 40 þ. km, ssk. V. 800 þ. Einnig '92, ek. 40 þ. km, og aörar árg. Nissan Sunny 1,6 SLX '92, ek. 50 þús. km, sjálfsk., ath. skipti á ód. Verö 960 þús. Ennfremur aörar árg. Golf 1800 CL '92, ekinn aðeins 36 þús. km. Verð 940 þús. Subaru Legacy 1,8 station '91, ekinn aðeins 34 þús. km, beinsk. Verö 1.370 þús. Ennfremur aðrar árg. Ford Explorer XLT '91, ekinn 91 þús. km, beinskiptur, skipti á ód. Góð kjör. Verð 2.600 þús. MMC Galant 2000 GLSI '92, ekinn aöeins 33 þús. km, sjálfsk., álfelgur, hlaðinn aukahl., ath. skipti. Verð 1.450 þús. Ennfremur aðrar árg. Nissan Pathfinder 3,0, V6 '92, ekinn 44 þús. milur, sjálfsk., vel útbúinn, skipti á ód. blfreið. Verð 2.680 þús. Ennfremur árg. '93-’94. Nissan Cedric '85, ekinn 408 þús. km, sjálfsk. Verö 590 þús. Chevrolet Caprice Classic Broug- ham '88, ekinn aðeins 51 þús. km, vel útbúinn bill, ath. skipti á ód. bif- reið. Verð 1.320 þús. Gífurlegt úrval bílaáskrá,ýmisskipti og kjör & « Höfum kaupanda boboahbilasalan^HS Grensásvegi 11, sími 588-5300 árg. isbb, sjáifsk.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.