Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1995, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1995, Qupperneq 15
MÁNUDAGUR 13. MARS 1995 15 Siðvæðing í stjórnmálum „Olafur Ragnar fór vel yfir strikiö þegar hann tók veð í verðlitlum eign- um Svarts á hvitu og tapaði ríkissjóður á fjórða tug milljóna vegna þessa. Þeta eru óhæf vinnubrögð," segir m.a. í geininnni. Þjóðvaki verður til sem stjórn- málaaíl vegna þess aö það verður að breyta stjórnmálunum. Flokka- kerfið er gamait, þreytt, spillt og ófært að takast á við vandamál nútíma þjóðfélags. Það er flækt inn í valdakerfið og er hluti þess. Gömlu stjórnmálaflokkarnir eru ófærir að jafna atkvæðarétt, gera kerfisbreytingar í landbúnaði og sjávarútvegi, stokka upp flokks- pólitískt bankakerfi og tryggja vönduö vinnubrögð í störfum sín- um. Varðhundar valdsins Stjórnmálamenn gömlu flokk- anna eru sammála um að standa vörð um flokkspólitískar ráðningar í ríkisbankastjórastöður, stunda pólitísk hrossakaup í Byggðastofn- un og á Alþingi, útdeila sjálfum sér og mökum ríflegum dagpeningum í opinberum ferðum erlendis og bestir eru þeir í fyrirgreiðslupoti og hagsmunagæslu. Kjósendur eiga kost á því að hafa þetta kerfi áfram. Til þess að gera það þurfa þeir einungis að kjósa einhvern hinna gömlu flokka. Halda menn að eitthvað breytist þótt Guðni Ágústsson verði land- búnaðarráðherra í stað Halldórs Blöndals eöa að Halldór Ásgríms- son verði sjávarútvegsráðherra í stað Þorsteins? Halda menn að þaö KjaUaiinn Ágúst Einarsson prófessor, skipar 1. sæti á lista Þjóðvaka í Reykjaneskjördæmi skipti í reynd nokkru máli hvort Sighvatur eða Friðrik sé íjármála- ráðherra? Það breytist auðvitaö ekkert. Þjóðvaki er von til breytinga. í stefnu Þjóðvaka er m.a. kveðiö á um að settar verði siðareglur um störf stjórnmálamanna, lög um starfsemi stjórnmálaflokka, afnám bílafríðinda ráðherra, afnám dag- peninga til æðstu manna stjóm- kerfisins, skýrari skil milli löggjaf- arvalds og framkvæmdavalds, jöfnun atkvæðaréttar og fækkun þingmanna í t.d. 50. Spiljing Guðmundar Árna og Ólafs Ragnars Það verður að koma í veg fyrir að ráðamenn misnoti aðstöðu sína. Spillt vinnubrögö einkenna ís- lenskt stjórnmálalíf. Það er spilling þegar ráðherra hyglar ættingum sínum og vinum með greiðslum úr ríkissjóði og færir skattsvikara stórfé af almannafé eins og gerðist í máli Guðmundar Árna. Ólafur Ragnar fór vel yfir strikið þegar hann tók veð í verðlitlum eignum Svarts á hvítu og tapaði ríkissjóður á fjórða tug milljóna vegna þessa. Þetta eru óhæf vinnubrögö. Þjóðvaki er ekki að lofa öllum úrlausn vandamála sinna. Þjóð- vaki stendur fyrir betri vinnu- brögð, trúnaö, velferð og velmeg- un. Að Þjóðvaka standa einstakl- ingar sem eru búnir að fá nóg af íslensku flokkakerfi og gömlu stjórnmálaflokkunum. Þjóðvaki hefur auk þess markað stefnu í flestum málaflokkum, skýra og afdráttarlausa, byggða á hugsjónum jafnaðarstefnunnar og nútímaniegum fijálslyndum viö- horfum. Þjóðvaki vill stokka upp stjórnkerfið. Gömlu flokkarnir vilja í reynd engu breyta og síst af öllu minnka völd sín og sinna. „Gömlu stjórnmálaflokkarnir eru ófærir að jafna atkvæðarétt, gera kerfisbreytingar í landbúnaði og sjávarútvegi, stokka upp flokks- póhtískt bankakerfi og tryggja vönduð vinnubrögð í störfum sín- um.“ Ágúst Einarsson „Gömlu stjórnmálaflokkarnir eru ófærir að jafna atkvæðarétt, gera kerf- isbreytingar í landbúnaði og sjávarút- vegi, stokka upp flokkspólitískt banka- kerfi og tryggja vönduð vinnubrögð í störfum sínum.“ Náum markmiðum hægri- og vinstristefnu Hafi hugtökin vinstri og hægri einhverja merkingu í stjórmálum í dag er hún eitthvað á þá leið að vinstri leitist við að verja velferðar- kerfið og styrkja kjör þeirra lægst launuðu en hægri stefna örvi frum- kvæði einstakUngsins m.a með því að tryggja að duglegir einstakling- ar fái notið afraksturs vinnu sinn- ar. Hvort aðgerðir flokka sem að- hyllast aðra hvora stefnuna leiði svo til þeirrar niðurstöðu sem þeir óska er annað mál. Náttúrulagaflokkurinn lítur ekki á hægri- og vinstristefnu í þessum skilningi sem andstæður og er sam- mála forsendu vinstristefnunnar, að laun séu almennt of lág á ís- landi, en er jafnframt sammála þeirri forsendu hægristefnunnar að frumkvæði skapandi einstakl- inga verði að umbuna. Markmiðum vinstri- og hægri- stefnu má ná samtímis með því annars vegar að auka sköpunar- mátt samfélagsins og fækka mis- tökum og með því hins vegar með því að ríkið beiti hagkvæmum leið- um til lausnar vandamála í heil- brigðis-, dóms-, endurhæfingar- og skólamálum svo eitthvað sé nefnt. í þessu skyni bendir Náttúrulaga- flokkur íslands á leiðir sem eru vísindalega sannprófaðar og ör- uggar. KjaUarmn Jón Halldór Hannesson framkvæmdastjóri, skipar 1. sæti á lista Náttúrulagaflokksins í Rvk. Samstillingarhópur Sýnt hefur verið fram á aö sé hin öfluga vitundaraðferð, „TM-sidhi kerflð", iðkuð saman í hóp skapar aðferðin ekki einungis samræmi og heilbrigði hjá iðkendum héldur eyöir iðkunin streitu úr samfélags- vitundinni og bætir þar með tíðar- andann og skapar grundvöll fram- fara. 42 rannsóknir hafa verið gerð- ar og sýna þær m.a. að skapandi máttur samfélagsins eykst en glæp- um fækkar. Fræg er t.d. tilraunin sem gerð var í samvinnu við lög- regluyfirvöld í Washington og meö þátttöku 15 háskóla. í ljós kom 18% fækkun alvarlegra afbrota í borg- inni. Náttúruleg heilsugæsla Á sviði heilsugæslu styðst Nátt- úrulagaflokkurinn við rúmlega 500 rannsóknir og fullyrðir að hægt sé á öruggan hátt að fækka sjúkdóms- tilfellum um 50% á 3 árum og spara þar með ekki aðeins gríðarlegt fé heldur og mannlegar þjáningar. Rannsóknirnar sem við styðjumst við ná til fyrirbyggjandi heilsu- gæslu, náttúrulækninga, jurta- lyfja, mataræðis, lífsvenja og síðast en ekki síst vitundaraðferða. Vit- undin liggur til grundvallar huga okkar og líkama. Samstfllandi áhrif frá vitundinni hafa því áhrif á huga og líkama. Áhrif TM-hugleiðslu (Transcendental Meditation) eru nú skjalfest á blööum þekktra læknisfræðirita og hefur m.a. kom- ið í ljós að kostnaður iðkenda fyrir heflbrigðiskerfiö er rúmlega helm- ingi minni en annarra. (Psychoso- matic Medicine 1987,XLIX,5) Markmiðum Náttúrulagaflokks- ins, lækkun skatta án þess að draga úr þjónustu ríkisins, má ná fram með vísindalega sannprófuðum leiðum. Menn ættu að huga vel að því hvort nokkrar líkur séu frekar á því nú en venjulega að póhtískar lausnir til hægri eða vinstri skili því sem tfl var ætlast. Er ástæða til að vænta þess í ljósi reynslunn- ar? Leiðir Náttúrulagaflokksins eru vissulega nýstárlegar en þarf ekki einmitt að fara nýjar leiðir þegar þær gömlu hafa brugðist? Jón Halldór Hannesson „Markmiöum Náttúrulagaflokksins, lækkun skatta án þess að draga úr þjónustu ríkisins, má ná fram með vís- indalega sannprófuðum leiðum.“ Áaðbannasölu á efnum og tækjjum til landagerðar? Valdlmar Jóhannesson, framkvæmdastjóri átaksins Vímulaus æska. Hiklaustjá „Svar við þessari spurningu er hiklaust ját andi að svo miklu leyti sem þaö er hægt. Þetta á sérstaklega við eimingar- tæki sem eru nánast ekkert notuö til annars en að framleiða landa ef frá er skilin mjög sér- hæfð starfsemí sem auðvelt er að hafa eftirlit með. Um þetta eru margir sammála enda liggur fyrir Alþingi frum- varp um breytingu á áfengislög- um um þetta efni. Þar segir: „Bannað er að eiga, flytja inn, útbúa eöa smiða sérhæfð áhöld til að eima áfengi eða tfl að þess að gera drykkjarhæft áfengi sem ódrykkjarhæft var, nema hafa tfl þess sérstakt leyfí... Slík tæki sem finnast hjá öðrum aðilum en þeim sem hafa leyfi samkvæmt þessari grein skulu gerð upptæk, án tillits til hvort tækin hafi verið notuð til áfengisgerðar eða ekki." Ekki þarf að efast um að meiri hluti þingmanna er sammála þessari breytingu á áfengislögum en til allrar ógæfu var þessi breyting tengd öörum breyting- um á áfengislöggjöfinni sem standa í mönnum eins og verö- lækkun á áfengi til veitingahúsa og breytmgum á einkasöluleyfi ÁTVR. Þess vegna hefur þessi breyting ekki enn verið gerð á áfengislöggjöfinni." „Markmið- ið með slíku banni væntanlega aö koma í veg fyrir blómlega iðn- að sem landa- bruggun er í dag. Þósvoað þessuséhrint Ami j. í framkvæmd ma4ur- er það dæmt til að mistakast. Orsök þess aö hér er bruggað i akkorði felst ekki í þvi hversu auðvelt er að ná í nauösynleg tæki og tól heldur lúnu hve áfeng- isverð er himinhátt. Bruggarar geta þvi þakkaö bindindishreyf- ingunni fyrir sinn gróða þvi það er fyrst og fremst fyrir hennar áhrif sem verðskrá ÁTVR er jafn fráhrindandi og raun ber vitni. Ef aðeins væri venjulegur vírð- isaukaskattur á áfengi myndu bruggarar og vínsmyglarar þurrkast út sem stétt. Þeir sæju engan gróða til aö slægjast eftir. Vandamáliö er því heimatilbúið. í stað þess að setja bönn sem ómögulegt er aö framfylgja, sem eltt sér ýtir undir vanvirðingu fyrir lögunum, er nær að fræða ungmenni öfgaiaust um þennan vinsæla vímugjafa. Hræðsluáróður ásamt boðtun og bönnum hafa engum árangri skflað. Jákvætt svar við spurn- ingunni hér að ofan mun á engan hátt breyta því.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.