Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1995, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1995, Blaðsíða 27
MÁNUDAGUR 13. MARS 1995 39 Merming Maðurinn í f yrirrúmi - Helgi Þorgils Friðjónsson í Nýlistasafninu A undanfornum árum hefur minimalismi eða naumhyggja ver- ið áberandi í hérlendri sem er- lendri myndhst. Sem andsvar við þeirri ströngu og afmörkuðu form- hyggju, sem minimalisminn gat af sér, varð til alþjóðlegur hópur hsta- manna sem nefndi sig maximalista. Helgi Þorgils Friðjónsson var einn íslenskra hstamanna í þeim hópi, enda hefur hann á seinni árum afl- að sér talsverðrar sérstöðu fyrir goðsögulegan myndheim hlaðinn táknum þar sem manneskjan er í fyrirrúmi gagnstætt því sem tíðk- ast í verkum minimahsta. Helgi hefur nú opnað sýningu á 45 nýjum verkum í Nýlistasafninu þar sem hann heldur uppteknum hætti við að mála goösögulegar mannverur með fjarrænt augnaráð í einskis- mannslandi. Þó kveður einnig við nýja tóna á sýningu Helga sem sést t.a.m. á því að þar eru fjórir skúlp- túrar úr leir en hingað til hefur hstamaðurinn einbeitt sér að mál- verki, vatnslitum og graflk. Eitt verka Helga Þorgils á sýning- unni í Nýlistasafninu. DV-mynd VSJ Myndlist Ólafur J. Engilbertsson Svipbrigði og eftirhermur Skúlptúrarnir fjórir eru reyndar ekki miklir um sig og hafa aht yfir- bragð tækifærismynda og fóndurs. í einum þeirra, er nefnist Ferðalag fram á veginn, blandar Helgi þremur íjöldaframieiddum postulínsstyttum af dýrum saman við augnlausan leirkarl og er útkoman fremur óburðug. Samsvörun er þó á milli skúlptúranna og málverkanna með því að í hvorutveggja bregður fyrir líkamspörtum, fuglum og ávöxtum. Önnur nýjung í myndheimi Helga er að svipbrigði eru sýnheg á mannverum hans. Þessa sér einkum stað í þremur frjálslega dregnum sjálfsmyndum sem eru skírskotanir til frægra verka úr hstasögunni og tengist sjálfs- myndahefð sem segja má að hafi orðið til í málverkinu á fimmtándu öld með sjálfsmyndum Durers. Önnur mynd vekur þó e.t.v. enn meiri eftir- tekt á pallinum; Grátandi drengur. Þar er einnig mannvera með svip- brigði; grettinn drengur sem heldur á veiðibjöllueggi, kindarkjamma og talnabandi. Við fætur hans eru máríuerla og íslensk fánaveifa og við hlið hans eftirgerð einnar mest seldu málverkaeftirprentunar allra tíma; Grát- andi drengs. í þessum verkum á pallinum fetar Helgi nýja stigu þar sem síðmódernísk sýn á listasöguna er í fyrirrúmi og verður gaman að sjá hvort hér verði framhald á. Alkemískt táknmál Ólafur Gíslason ritar í vandaða litprentaða sýningarskrá um eitt verk á sýningunni sem hefur víðtækar skírskotanir, Augu veraldar. Verkið minnir við fyrstu sýn á altaristöflu með vængjum þar sem par, er gæti verið Adam og Eva, eru í miödeph. Ólafur greinir myndina sem al- kemískt táknmál og bregður birtu söguskoðunar á verk Helga sem sannar- lega var kominn tími th að yrði gert. Aðall þessa verks sem og flestra annarra verka á sýningunni er áleitin spurning um samband manns og náttúru, hins ímyndaða og hins raunverulega. Gesturinn velkist aldrei í vafa um að myndefnið er goðsögulegt en ekki raunverulegt þrátt fyrir að mannverurnar og dýrin séu dregin upp sem hálf brosleg en heiöarleg í klunnaskap sínum. Þar með nær Helgi hvoru tveggja að segja trúverð- uga sögu og að vera trúr baklandi málverksins á ofanverðri tuttugustu öld. í myndröðinni íslenskir fuglar nær Helgi á einfaldan og útsjónarsam- an hátt að skapa slíkan sáttmála þar sem maðurinn og náttúran tengjast órjúfanlegum böndum án þess að trúverðugleika sé fórnað. Sýning Helga Þorgils í Nýlistasafninu stendur th 26. mars. AUG L YSINGAR 563 2700 - skila árangri pi> Hja fagmonnum yrir þig og þinn bíl nausf ÞJONUSTA GÆÐl GOTT VERÐ Borgartúni 26, Reykjavík. S.91-622262 Bæjarhrauni 6, Hafnarfirði. S.91-655510 Háberg, Skeifunni 5, R. S.91-814788 Skattframtal einstaklinga með sjálfstæðan atvinnurekstur Skilafrestur rennur út þann 15. mars Síðasti skiladagurskattframtals einstaklinga sem höfðu með höndum sjálfstæðan atvinnurekstur á árinu 19^4 er 15. mars. Skattframtalinu á að skila til skattstjóra í viðkomandi umdæmi. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI HEIMILISTÆKI (Group TEKAAG.) Ennþá er lag að nýta kynningar- afsláttinn á þessum úrvalstækjum! Tilboð 1: Kr. 39.950 stgr. Innifalið tilboði: Efri ofn HT 510. Litur: Hvítureða brúnn. Yflr-/undirhiti og grill. Með snúningsgrillteini, sjálfhreinsibúnaði og klukkurofa. Helluborð E60/4P. Litur: Hvítt, brúnt eða stál. 4 hellur með stjórnborði. Vifta C-60. Litir: Hvít eða brún. 3 hraða með Ijósi Tilboð 2: Kr. 68.950 stgr. Innifalið tilboði: NeðriofnHT 610ME með 7 kerfum. Litur hvítur eða brúnn. Yfir-/undirhiti og grill. Með snúningsgrillteini, sjálfhreinsibúnaði, blæstri og klukku. Keramik- Vifta C-601 CLASSIC. Litir: Hvít eða brún. 3 hraða með málmsíu og Ijósi. Tilboð 3: Kr. 43.900 stgr. UPPÞVOTTAVÉL 7 kerfi, tekur borðbúnað fyrir 12 manns. Mál: H 85 x b 59,5 x d57 cm. X Kr. 49.950 stgr. Athugið að unnt er að breyta tækjum innan tilboða 1 og 2, þannig að það virki sem grunnur fyrir öðrum tækjum. ‘VersCunfyrir aíía Opið mánudaga tiíföstudaga frá kl. 9-18, [augardatjafrá kf. 10-14. Ja?(afeni 9, sími 588-7332.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.