Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1995, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1995, Blaðsíða 28
40 MÁNUDAGUR 13. MARS 1995 9-1750 Verð kr. 39,90 mín. Taktu þátt. Þú gætir unnið Ijúffenga fjölskyldu- veislu fyrir sex. Muniö aö svörin viö spurningunum er aö finna í blaðaukanum DV-helgin sem fylgdi DV síöasta föstudag. Grensásvegi 5 S. 588-8585 Land mínsföður Vignir Jóhannsson myndlistarmaður opnaði sýningu á verkum sínum í Gallerí Borg um helgina. Á sýningunni, sem nefnist Land míns fóöur, eru 10 olíumálverk sem máluð eru á undanfórnum árum. Guðný Guð- mundsdóttir konsertmeistari og Gunnar Kvaran sellóleikari léku fyrir gesti við opnunina á laugardaginn. Hringiðan íslensk fatahönnun Tískuþættir frá þremur íslenskum tískuhönnuðum var haldin á veit- ingastaðnum Ömmu Lú á föstudag- inn og var þar ýmislegt að sjá, bæði kjóla og dragtir úr hinum ýmsu efnum. íslensk fatahönnun er á mikilli uppleið um þessar mundir enda fylgdust íjölmargir gestir með sýningunni og össur Skarphéðinsson umhverfisráð- herra kynnti klæðin eins og þaul- j vanur væri. Módeldans Elsti flokkur Listdansskóla íslands sýndi módeldans á námskynningu þar sem listaskólar landsins kynntu starfsemi sína á sunnudaginn. Dans-, mynd og leiklist var kynnt í hverjum krók og kima í húsnæði Myndlista- og handíðaskóla Reykjavíkur og var aðsókn góð enda áhugi fyrir Ustnámi sífellt að aukast. Margurer knár Hún Ragnhildur Þórarinsdóttir er ekki há í loftinu en eins og mál- tækið segir er „margur knár þótt hann sé smár“. Hún spilaði á harm- óníku fyrir gesti í Danshúsinu Glæsibæ á degi harmóníkkunnar á sunnudaginn. Spiluð var létt tónUst úr ýmsum áttum og auk ýmissa einleikara og minni hópa kom fram Léttsveit harmóníkufélags Reykja- víkur. Lóuþrælar Karlakórinn Lóuþrælar úr Vestur-Húnavatnsýslu héldu tónleika í Fella- og Hólakirkju sl. laugardag. Kórinn, sem er að mestu skipaður bændum úr héraðinu, heldur upp á 10 ára afmæli sitt um þessar mundir og gaf út af því tilefni geisladisk með 20 lögum. Soroptimistar Reykjavíkur mættu eldhressir í 50 ára afmæU þeirra hjóna Lúðvíks Andreassonar og Guðnýjar Hinriksdóttur sem haldið var í Rafveituheimflinu um helgina. Á myndinni má sjá Soroptimistana ásamt Guðnýju afmæUsbami sem einnig er meðUmur í klúbbnum. Nætursund íþrótta- og tómstundaráð Reykja- víkur ákvað nú fyrir stuttu að gera tilraun með nætursund um helgar í SundhöUinni í Reykjavík. Hug- myndin er aö skapa ungUngunum nýjan og heilbrigðan vettvang til skemmtana. M.a. hefur veriö kom- ið fyrir nýju hátalarakerfi svo aö hægt verði að spUa háværa tónUst að hætti unglinganna. Fyrsta helg- in tókst vel og eins og sjá má var glaumur og gleði í SundhölUnni. Fjölhæfur hönnuður Finnski hönnuðurinn Antti Nur- mesniemi, sem er einn þekktasti og virtast hönnuður þar í landi, opnaði á laugardaginn sýningu á verkum sínum í Norræna húsinu. Fjölhæfni hans sem hönnuöar er einstök og hefur hann fengist við jafnólíka hluti og potta, pönnur, húsgögn, símtæki, grafík, innan- stokksmuni og innréttingar í opin- berar byggingar. Myndin var tekin við opnun sýningarinnar þar sem gestir virða fyrir sér verk Usta- mannsins. Laugardagskvöldið 18. febrúar var haldin árshátíð hjá líkamsræktarstöð- inni Hress í Hafnarfirði. Hátt á annað hundraö manns, bæði starfsfólk og viðskiptavinir, mættu í Hraunholt þar sem veislan var haldin. Eftir borðhald var dansað undir harmóníkuleik og síðan tók við diskótek fram eftir nóttu. Svo mikið var dansað að margir veislugestir töldu sig hafa brennt jafnmörgum eða fleiri hitaeiningum en í meðalleikfimitíma. Fákskonur Edda Hinriksdóttir, formaður kvennadeUdar Fáks, býður hér Fákskonur velkomnar á svokaUað rautt kvöld sem haldið var á vegum deildarinnar laugardagskvöldið 4. mars. Þar mættu til leiks um 170 rauðklæddar konur sem skemmtu sér vel yfir ræöuhöldum og skemmtidagskrá. Bryndís Schram var ræðumaður kvöldsins og kunnu Fákskonur vel að meta frá- sagnarhæfileika hennar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.