Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1995, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1995, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 13. MARS 1995 11 Ffcéttir 10 fyrirtæki á hlutabréfamarkaði öll með hagnað 1994: Tveggja milljarða uppsveifla - viðsnúningur Flugleiða og íslandsbanka skiptir mestu Þau tíu fyrirtæki á Veröbréfaþingi íslands og Opna tiiboðsmarkaönum sem tilkynnt hafa afkomu sína á síö- asta ári skiluðu öll hagnaði. Samtals nemur hagnaöurinn 1,9 milljörðum króna. Niöurstaða yfir sömu fyrir- tæki áriö 1993 var tap upp á 206 millj- ónir. Uppsveiflan milli ára er því rúmir 2 milljarðar hjá þessum fyrir- tækjum. Öll bættu afkomu sina nema Sæ- plast en þar minnkaði hagnaöurinn um 17%. Arðsemi fyrirtækjanna er enn þá lítil í samanburði við ná- grannalöndin en þokast upp á við. Fyrirtækin sem um ræðir eru Flug- leiðir, Eimskip, íslandsbanki, Skelj- ungur, Haraldur Böðvarsson & Co, Olis, Sameinaðir verktakar, Hamp- iðjan, Sæplast og Tollvörugeymslan. Mikiðtap1993 Viðsnúningur Flugleiða og íslands- banka frá árinu 1993 hefur mikil áhrif á niðurstöðu þessara tíu fyrir- tækja. Tap þeirra 1993 var mikið, 654 milljónir hjá íslandsbanka og 188 milljónir hjá Flugleiðum. Uppsveifl- an hjá Flugleiðum er rúmar 800 millj- ónir og um 840 milljónir hjá íslands- banka. Batinn hjá Flugleiðum er að mestu söluhagnaður af einni Boeing vél og hjá íslandsbanka munar fyrst og fremst um minni afskriftir útlána frá árinu 1993. í fyrra var því spáð aö afkoma fyr- irtækja almennt myndi batna árið 1994 miöaö við árið 1993. Spárnar eru greinilega að rætast. Þó ber að hafa í huga að mörg sjávarútvegsfyrir- Afkoma fyrirtækja 1994 - á hlutabréfamarkaöi sem tilkynnt hafa afkomu - 800---------------------------------- 624 600 --*r—55? □ 1993 -200 -800 -655 í tæki á hiutabréfamarkaði eiga eftir að tilkyrtna afkomu siðasta árs. Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri Vinnuveitendasam- bandsins, segir að batnandi afkoma fyrirtækja séu vissulega gleðifréttir. Arðsemi þeirra sé þó enn þá verri en viðast hvar í kringum okkur og launahlutfall hátt. Lítið eigið fé „Eigið fé fyrirtækja er að sama skapi lítið sem aftur leiðir til mikils fjármagnskostnaðar. Möguleikar á fjárfestingum og nýsköpun eru því litlir. Breytingar síðustu ára, meö því að halda stöðugu verðlagi og ná launahlutfalli niður, eru að gefa ný Frá aðalfundi Eimskipafélags íslands. Eimskip hagnaðist um 557 milljónir á siðasta ári sem er riflega 50% meiri hagnaður en árið 1993. DV-mynd GVA sóknarfæri fyrir fyrirtækin í þessu efni. Við metum þaö þannig að arð- semi íslenskra fyrirtækja sé að nálg- ast lakari hlutann í meðaltölum OECD-ríkjanna. Nýgerðir kjara- samningar breyta þeim hlutfóllum lítið. Okkur sýnist að raungengi krónunnar hækki um allt aö 1% en breytir því ekki að afkoma fyrirtækj- anna ætti að veröa þokkaleg áfram á þessu ári. í því liggur lykillinn aö betri kjörum næstu ára,“ sagði Þór- arinn. Innrömmuð gjafavara Listaverkaeftirprentanir Ný sending. Sérpantanir óskast sóttar. Falleg gjafavara- ítalskir rammalistar. CIO innrömmunarþj ónusta Fákafeni 9 - Sími 5814370. > — ISI. \M)I YATWGARDAk S: 568-9900 VANDAÐU VALIÐ VELDU ÞAÐ BESTA VELDU HONDA / "... K<< cr ini hiiinn að ei«a þær þrjár, o<> þær hafa nii revnst þanni» að það kemur mi hara ekkert annað til <jrema... HONDA CIVIC QUARTET KR. 1.430.000 ■■■■BBHI^KHSBBHHHBBHflMniaSaHEilii VANDAÐU VALIÐ \ATNA(ÍARDAR 24 S: 568-9900 ... K» er nii hiiinn að eii»a

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.