Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1995, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1995, Síða 6
6 MÁNUDAGUR 13. MARS 1995 Fréttir Verkalýðsfélagið Baldur á Ísaíirði felldi nýgerða kjarasamninga: Verið að haf na gervi- skrefi til launajöfnunar - segir Pétur Sigurðsson, formaður félagsins „Þetta endurspeglar bara megna óánægju með þessa samninga. Það er tekið þarna gerviskref í launajöfn- un upp á þúsund krónur fyrir 43 þúsund króna taxta og deyr svo út við 80 þúsundin. Þessu er verið að hafna. Á sama tíma veit maður um aðrar stéttir sem eru aö semja um alls konar fríðindi sem éta þetta allt upp. Menn væntu þess að möguleik- ar væru 1 þjóðfélaginu til meiri launajöfnunar en þetta eftir að hafa verið með óbreytt laun síðan 1990. Það er líka móðgun við verkafólk að opinberir starfsmenn fá rúmlega 40 þúsund krónur í desemberuppbót en verkafólk fær 13 þúsund. Og þessi desemberuppbót var sögð eiga að vera til launajöfnunar,“ sagði Pétur Sigurðsson, formaður Verkalýðsfé- lagsins Baldurs á ísafirði, en félags- menn felldu nýgerða kjarasamninga á félagsfundi síðastliðinn laugardag. Af um fimm hundruð félagsmönn- um mættu 103 á fundinn. I atkvæða- greiðslunni um kjarasamningana sögðu 88 nei, 13 já og 2 seðlar voru auðir. Pétur sagði líka að kauptrygging- arsamningur fiskvinnslufólks, sem menn töldu vera skotheldan á sinni tíð, hafi ekki haldið þegar á reyndi. Þá var farið út í það að endurheimta þennan samning nú. Segist Pétur telja að Verkamannasambandið hafi gefist upp með þessa einu sérkröfu sem það var með í þessum samning- um. „Þetta var nú ekki glæsilegra en það að þeir sem eru að byrja að vinna eru skildir eftir og menn fá ekki fastráðningu fyrr en eftir 9 mánaða starf hjá sama vinnuveitanda. Menn eru ekkert sáttir viö þetta ákvæði í samningnum enda hefur fiskverka- fólk hér á Vestfjörðum allan tímann haft fastráðningarsamning," sagði Pétur. Hann segist nú hafa sent vinnuveit- endum á Isafirði bréf þar sem hann óskar eftir því að samningaviðræður verði teknar upp aftur. Á félagsfund- inum á laugardaginn var samþykkt verkfallsheimild og aö knúið yrði á um nýja samninga með vinnustöðv- un ef á þyrfti að halda. Reydfirðingar samþykktu í gær fór fram allsherjar atkvæða- greiðsla um nýju kjarasamningana í verkalýðsfélaginu á Reyðarfirði. Voru þeir samþykktir með 37 at- kvæðum gegn 8. í síðustu viku var haidinn félags- fundur um samningana. Þar mættu 14 manns og þegar samningarnir voru bornir þar upp féllu þeir á jöfn- um atkvæðum, 7:7. Þá var ákveðið að efna til allsherjar atkvæða- greiðslu um samningana. Að sögn Björns Grétar Sveinsson- ar, formanns Verkamannasam- bandsins, veröa þau félög sem fella samningana að skipa samninganefnd og óska eftir samningaviöræðum heima í héraði. Fynr utan Verka- lýðsfélagið Baldur á ísafirði hafa að- eins verslunarmenn á Höfn felit nýju kjarasamninga. ARMORCOAT-FILMAN Bíldshöfða 8 - sími 587-6777 GLER er VEIKASTI hlekkurinn í FÁRVIÐRI - INNBROTUM - ELDSVOÐA - JARÐSKJÁLFTUM og fleiru. Komin er á markaðinn ARMORCOAT- ÖRYGGISFILMAN, glær þunn filma sem límd er innan á glerið og gerir það ÖRYGGIÐ FYRIR ÖLLU Þessi filma er fundin upp og þróuð í USA og hefur reynst frábærlega t.d. í jarðskjálft- unum í Californíu, í fárviðrum, eldsvoðum og stóraukið vörn gegn innbrotum og skemmdarverkum í Bandaríkjunum. ARMORCOAT-öryggisfilman forðar líka fólki frá fljúgandi glerflísum þegar rúður brotna vegna fjúkandi hluta í FÁRVIRÐI, og heldur húsinu lokuðu jafnvel þó rúður brotni. Finnur Pélmason hjá Fiskbúðinni okkar með trjónufisk sem hann keypti á Fiskmarkaði Hafnarfjarðar. Þetta er djúpsjávarfiskur og sjaidséður hér við land. Hann smakkast eins og humar og seldist upp á mettíma. Finnur keypti 50 kíló og segist ekki áður hafa komist yfir þessa tegund. Trjónufisk- ur veiddist fyrst hér við land 1954 og veiðast aðeins nokkrir fiskar árlega. DV-mynd Sveinn Búnaðarþing hefst í dag Búnaðarþing hefst í dag. Þetta er fyrsta þingið eftir að bændasamtök- in, Búnaðarfélag íslands og Stéttar- samband bænda sameinuðust í ein samtök sem kallast Sameinuöu bændasamtökin. Þeir Jón Helgason alþingismaður og Haukur Halldórsson, fyrrverandi formaður Stéttarsambands bænda, hafa verið formenn hinna nýju sam- taka til skiptis síðan þau voru stofn- uð. Þeir ætla báðir að gefa kost á sér til formennsku á þinginu nú, þegar kosinn verður verður í fyrsta sinn formaður hinna nýju samtaka. Þá er nafn Ara Teitssonar, ráðunautar í S-Þingeyjarsýslu, einnig nefnt í því sambandi. Hann er sagður eiga all- góða möguleika á að ná kjöri, lýsi hann því yfir að hann gefi kost á sér. Margir bændur eru sagðir telja heppilegt að ný forysta taki þessum nýju samtökum og þeim breytingum sem þeim fylgja. Stal hangikjöti og lambsskrokki Svangur innbrotsþjófur gerði sig Annar þjófur fór inn um glugga á heimakominn í geymslu í Breiðholt- íbúð við Óðinsgötu um sexleytið á inu á sunnudagsmorgun og hafði á laugardagsmorgun en hafði ekkert brott með sér lambsskrokk, hangi- upp úr krafsinu. kjötslæri og fleira matarkyns.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.