Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1995, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1995, Blaðsíða 19
MÁNUDAGUR 13. MARS 1995 31 Fréttir Alþingiskosningamar 8. apríl næstkomandi: Utankjörstaða- kosning hafin - framboðsfrestur rennur ekki út fyrr en 25. mars Nú eru aðeins fjórar vikur þar til alþingiskosningar fara fram. Utankjörstaðakosning er þegar hafin hjá sýslumönnum og hrepp- stjórum hér á landi, sem og í sendi- ráðum og hjá ræðismönnum ís- lands erlendis. Framboðsfrestur rennur ekki út fyrr en 15 dögum fyrir kjördag, það er klukkan 12 föstudaginn 25. mars næstkomandi. Hægt er að óska eft- ir nýjum listabókstaf fyrir stjórn- málasamtök allt til 21. mars, það er þremur dögum áður en fram- boðsfrestur rennur út. Sveitarstjórnir eiga að hafa lagt fram kjörskrár, almenningi til sýn- is, tíu dögum fyrir kjördag en það er miðvikudaginn 29. mars. Kjör- skrá á að semja miðað við skráð lögheimili fólks í sveitarfélagi sam- kvæmt íbúaskrá þjóðskrár þremur vikum fyrir kjördag, það er laugar- daginn 18. mars. Ekki verður tekið tillit til tilkynninga um ílutning lögheimilis eftir þann tíma. Leið- réttingar á kjörskrá er hægt að gera alveg fram á kjördag. Þá var samþykkt á Alþingi ákvæði til bráðabirgða við lög um breytingar á lögum til kosninga til Alþingis að dómsmálaráöherra geti ákveðið að kjördagar verði tveir. Hér er verið að slá varnagla við því ef veður hamlar ferðum fólks á kjördag. Dómsmálaráðherra verð- ur að treysta á Veðurstofu íslands í þessu efni vegna þess að hann þarf að tilkynna með tveggja daga fyrirvara ætli hann að hafa kjör- dagana tvo. Oskir um atkvæðagreiðslu í heimahúsi vegna sjúkdóms, fötlun- ar eða barnsburðar skulu hafa bor- ist kjörstjóra fyrir klukkan 12 laug- ardaginn 1. apríl. Slík atkvæða- greiðsla má þó ekki fara fram fyrr en laugardaginn 18. mars. Film Net ólöglegt hérlendis: Þarf sjóræn- ingjalykil til að ná sendingum - segir Friðbert Pálsson framkvæmdastjóri „Það liggur fyrir að Film Net er ólögleg á Islandi. Þessi stöð er ein- göngu til einkanota en ekki til opin- berra sýninga. Það kemur á óvart að hótelstjórinn skuli ekki vita þetta. Menn þurfa að kaupa sjóræningaja- lykil til að ná þessum sendingum," segir Friðbert Pálsson, fram- kvæmdastjóri Háskólabíós, vegna þeirrar fréttar í DV að Flug Hótel í Keílavík væri með opna Film Net dagskrá á herbergjum. Friðbert segir að fleiri gervihnatta- stöðvar séu ólöglegar og hann vitnar til Sky-stöðvarinnar sem ekki selji aðgang hér. „Það gildir þaö sama hvað varðar Sky sem auglýst er m.a. í DV. Menn þurfa að komast ólöglega yfir aðgang að stöðinni. Það þarf að fara ólöglega inn á þá dagskrá til að ná henni. Það þarf nauðsynlega að endurskoða þau lög sem snúa að þessum málum. í nýjum drögum að útvarpslögum er ekkert tekið á þessu,“ segir Friðbert. Þórunn Hafstein, lögfræðingur í menntamálaráðuneytinu, segir að það sé bannað samkvæmt almennum hegningarlögum að útbreiða klám. „Það er dómstólanna að meta hvað er klám og hvað ekki. Það er fordæmi þess að dæmt hafi verið í slíku máh þegar Stöð 2 var dæmd á sínum tíma,“ segir Þórunn. -rt Knellan vinsæl Emil Thorarensen, DV, Eskifiröi: Æskulýðsmiðstöðin Knellan á Eskifirði varð nýverið 10 ára - en það eru Siguröarhússbræður - Þórhall- ur, Guðmann og Friðrik Þorvalds- synir - sem þar eiga mestan heiður af öflugu og mannræktandi starfi. Þeir eru kennarar og því í góðum tengslum við unglingana. Knellan er til húsa í gamla barna- skólanum - formuð af krökkunum. Opið er alla daga milli 17 og 19 og margt leikið; pílukast, borðtennis, skák og ýmis spil svo fátt eitt sé nefnt. Diskótek á fóstudögum. Bæj- arstjórn, ýmis fyrirtæki og félaga- samtök, styðja starfið. Bræðurnir Þórhallur, Guðmann og Friðrik. DV-mynd Emil Thorarensen , Isabelle Lancrav ef4- SÖLUSTAÐIR: Árbæjarapótek, Holtsapótck, Laugavcgsapótek, Nesapótek Eiðistorgi, Ölfusapótek-Porlákshöfn, Snyrtistofan Edda-Hótel Sögu, Snyrtistofan Tara-Akureyri, Versl. Mangó-Keflavik. A.H.A LIFTING SERUM Celið sem dregur úr hrukkumyndun og spornar við hörnun húðarinnar. Inniheldur 6% ávaxtasýrur. A t'MMIÍIS-Oö IWt-tHNli tK ttlllJ Í8LENSK • AU8TURLENSKA HKÍUDVkRliLÖN EVRÓPUVERÐ Mínútugrill EVRÓPUVERÐ Steinasteik EVRÓPUVERÐ ☆ ^TÍr Hraðsuðukönnur EVRÓPUVERÐ Matvinnsluvél EVROPUVERÐ ■Eitvang’ Brauðrist EVRÓPUVERÐ __±____±__ EVRÓPUVERÐ Kaffíkanna SÖLUAÐILIAR Akranes Sigurdór Jóhannsson S:12156 Akureyri Ljósgjafinn S:27788 Radiovinnustofan S:22817 Borgames Kaupfélag Borgfiröinga S: 71200 Egilsstaðir Sveinn Guðmundsson S: 11438 Grundarfjörður Guðni Hallgrímsson S: 86722 Hafnarfjóröur RafbúSin ÁHskeiSi S:53020 HÚMvík Öryggi sf. S: 41600 Hvolivöllur Kauptélag Rangaeinga S: 78121 Höfn Lónið S: 82125 ísafjörður Straumur hf. S: 3321 Keflavík Reynir Ólafsson hf. S:13337 Kópavogur Tónaborg S: 45777 Neikaupstaöur Verslunin Vík S: 71900 Ólafsfjöröur Valberg hf. S:62255 Patreksfjöröur JónasPór S: 1295 Reykjavík Borgarljós hf. S: 812660 Glóeyhf. S: 681620 Hagkaup S:685666 Húsgagnahöllin S: 622322 Sauóárkrókur Rafsjá hf. S: 35481 Selfojs Árvirkinn hf. S: 23460 Vestmannaeyjar Neisti - Raftaekjaversl. S:11218 Vopnafjöröur Kaupfélag Vopnfirðinga S:31203 Pórshöfn Kaupfélag Langnesinga S: 81205 EVRÓPUVERÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.