Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1995, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1995, Blaðsíða 16
MÁNUDAGUR 13. MARS 1995 m NÁMSMENN! íslandsbanki efnir til samkeppni meðal námsmanna um nýsköpunar- eða viðskiptahugmynd. . Markmiðið er að örva nýsköpun og frumkvæði meðal námsmanna. Veittir verða tveir styrkir að upphæð 150.000 kr. hvor: Nýsköpunarstyrkur er veittur fýrir hugmynd að nýrri vöru. Hugmyndirnar geta verið allt frá einföldum hlut til flókinnar vöru. Viöskiptastyrkur er veittur fyrir hugmynd að rekstri fýrirtækis á sviði vöruframleiðslu eða þjónustu. Upplýsingar og umsóknareyðublöð liggja frammi i öllum útibúum íslandsbanka. Allar frekari upplýsingar eru veittar hjá Markaðs- og þjónustudeild Íslandsbanka i sima 560 8000. Skilafrestur er til 5. apríi 1995. ISLANDSBANKI Fréttir Verdens Gang um „heimtufrekju“ íslendinga á Jan Mayen: Sagðir krefjast nytja á rekaviði - norðurpólsdeild dómsmálaráðuneytisins vill friðlýsa viðinn lu I W Islendingene KKEVKR T»M PA JM MAYEN Av BSPBN OLSB2T I fjor tok de norsk fisk i Svalfoard-sonen. Ná krever islendingene adgang til drivteromer pá norske Jan Mayen. Verdens Gang, eitt víðlesnasta dag- blað Noregs, greindi frá því nýverið að íslendingar krefðust þess að fá að nýta rekavið sem skolaöi upp að Jan Mayen. Vitnað er til þess í greininni að á síðasta ári hafi íslendingar veitt fisk við Svalbarða og séu því að færa sig upp á skaftið. Greinin er byggð á erindi sem barst norska dómsmálaráðuneytinu frá Nils 0. Dietz, sendiherra Noregs í Reykjavík, þar sem hann óskar eftir afstöðu norskra stjómvalda til máls- ins. Skýrt er frá því í greininni að fyrirspumir hafi borist sendiráðinu varðandi nytjar á þessum rekaviði og aö málinu hafi veriö slegið upp í íslenskum blöðum. í lok greinarinnar er rætt við Mort- en Ruud, fuiltrúa norðurpólsdeildar dómsmálaráðuneytisins. Þar kemur fram að afstaða Norðmanna til máls- ins sé afdráttarlaus: íslendingar fái engin sérréttindi á Jan Mayen. Reka- viðurinn sé hluti af hinu náttúrulega umhverfi og því væri það náttúrur- öskun að fjarlægja viðinn. Óformlegar fyrirspurnir Að sögn Övind Stokke, sendiráös- ritara í norska sendiráöinu, er það rangt hjá Verdens Gang að íslending- ar hafi krafist þess að fá aö nýta rek- avið á Jan Mayen. Nýlega hafi hins vegar birst grein í Fiskifréttum þar sem hugmyndin um nytjar var reif- uð. Þá hafi undanfama áratugi af og til borist óformlegar fyrirspumir frá einstaklingum hér á landi varðandi mögulega nýtingu á þessum reka- viði. Aðspurður yiMi Övind ekki gefa upp um hvaða íslendinga væri að ræða. Övind segir það villandi framsetn- ingu hjá Verdens Gang að tengja fisk- veiöar íslendinga við Svalbarða við erindi sendiráösins til norska dóms- málaráðuneytisins. Hugleiðingar ís- lendinga varðandi nýtingu á þessum viði eigi sér mun lengri forsögu en veiðamarviðSvalbarða. -kaa NYBOK Ögleynanleg saga um konu sem borin er í leynum og alin upp í einangrun. I einu vetfangi er hún hrifin úr þessu verndaða umhverfi og þeytt inn í hóp ókunnugra sem geta ekki komið sér saman um hvort hún sé dýr eða engill - eða hvort tveggja. ^Jodie ^Coster hefur verið tilnefhd til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í samnefndri kvikmyhíj. ^bnfnmikíl sagn oq ko&tur abaíns kr. á næsta sölustað - og ennþá minna í áskrifhhsíma^ Jóni Póli afhent verðlaunin. Með honum eru Kristjón Pétursson, stjórnar- maður LSS, og Kristjón Einarsson, slökkviliösstjóri Brunavarna Árnessýslu. Fékk verðlaun Kristján Emaisson, DV, Selfossi: Hátt í 50 þúsund gmnnskólabörn í flestum skólum landsins tóku þátt eldvarnardegi Landssambands slökkvihösmanna. 30 þúsund svör bárust í getraun landsambandsins þar sem bömin svöruðu ýmsum spurningum um eldvarnir. Dregið hefur verið úr þeim og fengu 15 börn verðlaun. Meðal þeirra var Selfossbúinn Jón Páll Hilmarsson, nemandi í Sandvík- urskóla. Hann mætti á Slökkvistöð- ina á Selfossi og fékk þar glæsilegt ferðaútvarp og reykskynjara í verð- laun og var fræddur um starfsemi slökkvihðsins. Nýr vegur í Bólstaðarhlíðarbrekku „snjóakista“: Mótmæli bænd- anna voru á rökum reist Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Nei, það er alveg rétt að reynslan af þessum vegi í Bólstaðarhliðar- brekkunni er ekki allt of glæsileg," segir Jónas Snæbjömsson, umdæm- isverkfræöingur Vegagerðar ríkisins á Noröurlandi vestra. Vegurinn í Bólstaðarhlíðarbrekkunni upp á Vatnsskarð, sem tekinn var í notkun sl. sumar, hefur reynst vera mikil snjóakista og oft í vetur hefur oröið að beina umferð af veginum og yfir á gamla veginn. Á sínum tíma var mikið deilt um I hvar leggja ætti nýja veginn í hlíð- inni. Bændur bentu m.a. á að nýja vegastæðið væri mjög spjóþungt en I á mótbárur þeirra var ekki hlustað. „Þeir hafa haft sitthvað til síns máls, bændumir, þaö er greinilegt," segir Jónas. Hann segir að í sumar verði reynt að setja upp girðingar eða net sem muni safna að sér snjó og hindra að snjó skafi á veginn og teppi hann í brekkunni. Ekki eigi þó að fara út í neinar stórkostiegar aögerðir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.