Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1995, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1995, Blaðsíða 2
2 J LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1995 Fréttir Ný ríkisstjóm tekur viö á morgun Stjórnarsáttmálinn mun koma þægilega á óvart sagðiDavíö Oddssonforsætisráðherra „Eg tel að þetta plagg, sem við höf- um komið okkur saman um að mestu leyti, það þarfnast smábreytinga, muni koma þjóðinni þægilega á óvart. Ég tel að hér sé um að ræða mjög framsækið plagg og framsækna stefnu. Ég tel að sú mynd sem menn hafa verið mála fyrir fram af sam- starfi þessara tveggja flokka muni verða mjög með ólíkum hætti,“ sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra að loknum þingflokksfundi Sjálfstæðis- flokksins sem stóð yfir á fjórðu klukkustund í gær. „Það komu fram smávægilegar at- hugasemdir hjá þingmönnum en ekkert sem skiptir máli,“ sagði Hall- dór Ásgrímsson, formaöur Fram- sóknarflokksins, að loknum þing- flokksfundi flokksins í gær. Sá fund- ur stóð yfir nákvæmlega jafn lengi og þingflokksfundur Sjálfstæðis- flokksins. Þar með var ljóst að ríkisstjóm Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks, undir forsæti Davíðs Odds- sonar, var orðin til og hún mun taka formlega við völdum á ríkisráðsfundi sem haldinn veröur á morgun, sunnudag, komi ekkert óvænt upp á. „Við samþykktum að ganga til þessa stjómarsamstarfs á grundvelli þessa málefnasamnings sem gera þarf smálagfæringar á. Við fórum yfir þetta og það komu fram ýmsar athugasemdir, sem er ekki nema eðlilegt í svona stórum hópi, en það er ekkert sem skiptir grundvallar- máli,“ sagði Geir H. Haarde, formað- ur þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Halldór Ásgrímsson sagði að ekki hefði unnist tími til að fara vel ofan í hvern málaflokk og yrði sumarið notað til þess. Sjávarútvegsmálin em sem fyrr erfiðust og það hefur ekki verið geng- ið endanlega frá þeim breytingum sem til stendur að gera á þeim og afgreiða á vorþinginu, að sögn Hall- dórs Ásgrímssonar. „Þær breytingar riðla á engan hátt kerfinu og allir geta veriö öruggir um að það verður byggt á því kerfi sem hefur verið byggt upp á undan- fornum árum,“ sagði Halldór. í dag mun Sjálfstæðisflokkurinn halda flokksráðsfund og Framsókn- arflokkurinn miðstjórnarfund á sama tíma. Þar verða bornar upp til- lögur um að ganga til þessa stjórnar- samstarfs og einnig um skiptingu ráðuneyta milli flokkanna. Að þess- um fundum loknum verða þingflokk- arnir kallaðir til funda þar sem geng- ið verður frá því hveijir verða ráð- herrar í nýju ríkisstjórninni. Það eru fleiri en bíleigendur sem nota góöa veöriö til að sveifla þvottakústunum. Flugvélar Flugleiða eru þrifnar fjórða hvern dag en mikil óhreinindi safnast fyrir á flugvélaskrokkunum við flugtak og lendingu. Menn eru þó ívið lengur að þrifa flugvél en bil en það gctur tekið allt upp undir 2 klukkustundir. DV-mynd ÞÖK Alviðræður í London: Rætt um orku- og skattamál Tveggja daga viðræðum Alusu- isse-Lonza og íslenskra stjórnvalda um stækkun álversins í Straumsvík lauk í London í gærkvöldi. Engin sérstök niðurstaða fékkst á fundin- um, að sögn Þorsteins Hilmarssonar, upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar, að öðru leyti en því aö ákveðið var að halda viöræðunum áfram. Meginefni London-fundarins var um orku- og skattamál vegna fyrir- hugaðrar stækkunar álversins. 'Lokaákvarðanir af hálfu stjórnvalda og Alusuisse-Lonza í málinu verða teknar í sumar. BilunísímstöðDV Bilun varð í símstöð DV um hálf- fimm í gærdag þannig að hluti af lín- um varð óvirkur og margir áttu í erfiðleikum aö koma inn smáauglýs- ingum. Móttökutími var framlengd- ur um tæpa klukkustund til að mæta þessu og eru þeir sem urðu fyrir óþægindum af þessari bilun beðnir afsökunar. Nýr og breyttur Suzuki Vitara V6 verður frumsýndur um helgina. NýrSuzuki Vitara V6 frumsýndur um helgina Nýr og breyttur Suzuki Vitara V6 verður frumsýndur hjá Suzuki bílum í Skeifunni 17 um helgina. Bíllinn er töluvert breyttur frá fyrri gerö, bæöi lengri og breiðari. Mestu munar þó um nýja vél, tveggja lítra og 24 ventla, sem gefur 136 hestöfl. Þessi nýi jeppi er sýndur bæði sjálf- skiptur og með handskiptum gír- kassa. Sá handskipti kostar frá kr. 2.590.000 en sá sjálfskipti kr. 2.890.000 en verðmunurinn liggur meðal ann- ars í því að sá sjálfskipti er með ABS-hemlalæsivöm sem staðalbún- að. Stuttar fréttir Vextirhækka Seðlabankinn hefur hækkað vaxtatilboö á spariskirteinum rikissjóðs í allt að 5,85 prósent. RÚV hafði eftir seðlabankastjóra að 5% vaxtamark stjómvalda væri ekki lengur raunhæft. Sinueidurvíða Víöa kviknaöi í sinu í gær af mannavöldum. Slökkviliðið stóð í ströngu vegna þessa. Vinnuvélarskoðaðar Lögreglan á Suðvesturlandi hyggst í samvinnu viö Vinnueft- irlitið fylgjast grannt meö ástandi vinnuvéla og réttindum öku- manna þeirra á næstu dögum. Stjómarmyndunfiýtt Ríkisstjómarmyndun Sjálf- stæöis- og Framsóknarflokks var flýtt vegna fyrirhugaðs fundar Norömanna, íslendinga og Rússa í Ósló um veiðar í Smugunni. RUV hafði þetta eftir Þorsteini Pálssyni. Safna fyrir myndböndum JC á Seltjamamesi hyggst safna flármagni til að dreifa 10 þúsund eintökum af kvikmynd Magnúsar Guðmundssonar, Lífs- björg í Noröurhöfum, til erlendra menntastofnana. Bylgjan skýrði frá þessu. Fjöldi mótmæiti Á annað hundrað Borgnesingar mótmæltu í gær fyrirhugaðri lok- un Mjólkurbúsins í Borgarnesi. -kaa/pp/rt Maður tók stúlku upp í bíl og þröngvaði til samræðis með ofbeldi í kirkjugarði: Nauðgara var ekki gerð fangelsisref sing - héraðsdómur átelur læknaráð fyrir seinagang 1 afgreiðslu mikilsverðra alitaefna Karlmanni sem var sakfelldur fyr- ir að hafa þröngvað stúlku til sam- ræðis viö sig með ofbeldi í bíl sínum í Fossvogskirkjugarði í ágúst síðastl- iðnum var ekki gerð refsing í dómi sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni. Dómurinn taldi hæpið að refsing bæri árangur í tilfelli mannsins þar sem hann er andlega vanheill. Stúlkan var einsömul og fótgang- andi á leið heim eftir bíóferð og gekk fram hjá sjónvarpshúsinu við Lauga- veg. Þar var maðurinn að skipta um hjól og var ákveðið að hann æki henni heim - hún var ekki vel klædd og taldi sér óhætt þar sem hún sá barnabílstól í framsæti bílsins. Mað- urinn ók þó sem leið lá aö Fossvogs- kirkjugaröi og kvaðst ætla að kíkja á leiði föður síns áöur en hann keyrði stúlkuna heim. Þegar þangað kom fór maðurinn að leita á stúlkuna en hún gaf honum það skýrt til kynna að hún vildi ekkert með hann hafa. Áður en yfir lauk hafði maðurinn þröngvaö stúlkunni til samræöis, m.a. með því að halda báðum hönd- um hennar. Á eftir kvaðst stúlkan ætla að kæra hann. Maðurinn ók henni að Grensásvegi og gerði hún lögreglu viðvart í kjölfarið. Maður- inn fór síðan heim til sín og sagði sambýliskonu sinni að eitthvað hræðilegt hefði gerst - hann hefði haldið fram hjá henni. Við svo búið fór hann til lögreglu og kvaðst þurfa að létta á sér. í málinu var óskað eftir áhti geð- læknis um hagi ákærða. Þegar það lá fyrir taldi dómurinn viðeigandi áð læknaráð gæfi álit sitt á umsögn geð- læknisins þar sem um var að ræða álit sem var tekið til grundvallar við úrlausn dómsins. Fulltrúi ákæru- valdsins upplýsti þá að af reynslunni að dæma væri ekki ótrúlegt að bíða þyrfti í allt að eitt ár eftir afgreiðslu læknaráðs. Dómurinn tók þá ákvörð- un að ekki væri unnt að bíða niöur- stöðu læknaráðs þar sem slík bið væri brot á mannréttindaákvæðum um að hraða beri úrlausnum saka- mála. í dóminum er læknaráð átalið - að ekki skuli hægt að afla álits læknaráðs um mikilsverð áhtaefni eins og kveöur á um í lögum án þess að þurfa að brjóta meginreglu mann- réttindasáttmála um aö hraöa máls- meðferð. Dómsniðurstaðan var síðan að miklu leyti byggð á áliti geðlækn- isins sem taldi að hæpið væri að refs- ing skilaði tilætluðum árangri í máh mannsins. Hann hefur m.a. átt við mikið þunglyndi að stríöa og gögn málsins gáfu til kynna ítrekaðar sjálfsvígstilraunir. Sakborningurinn hefur í vetur ver- ið undir eftirliti lækna eða í meðferð á geðdeild. Að þessu virtu var mað- urinn sakfelldur en ekki gerð fang- elsisrefsing. Á hinn bóginn þótti þessi niðurstaða koma í veg fyrir að hann yrði dæmdur til að greiða fórn- arlambinu 650 þúsund krónur í skaðabætur með dráttarvöxtum frá ágúst 1994. -Ótt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.