Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1995, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1995, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1995 33 Hlín Mogensdóttir varð í öðru sæti keppninnar. Tríó Ólafs Stephensens, þeir Ólafur, Guðmundur R. Einarsson og Tómas R. Einarsson voru léttir og skemmtilegir eins og alltaf. Fordkeppnin 1995: Mikil spenna og eftirvænting - þegar Fordstúlkan var valin á Hótel Borg Það ríkti mikil gleði og glaumur á Hótel Borg að kvöldi síðasta vetrar- dags en þá fór þar fram Fordkeppnin 1995. Troðfullt hús gesta fylgdist með hinum ungu fyrirsætum stíga sín fyrstu spor á framabrautinni. Meðal gesta voru þátttakendur í keppninni Fegurðarsamkeppni íslands þannig að ljóst má vera að salurinn var full- ur af fallegum ungum stúlkum. í gegnum árin hefur einmitt leið fjöl- margra Fordþátttakenda legið í Feg- urðarsamkeppni íslands og margar hafa komist þar í úrslit. Tólf stúlkur tóku þátt í Fordkeppn- inni að þessu sinni. Þær höfðu áður sent myndir af sér í keppnina en voru svo heppnar að vera valdar úr hópi rúmlega eitt hundrað stúlkna. Valið fór fram á Ford Models skrif- stofunni í New York og þar voru einnig sigurvegarar valdir. Teknar voru ljósmyndir af stúlkunum tólf og einnig voru þær myndaðar á myndband og starfsfólk Ford Models valdi sigurvegarana af því. Þótt ein- hverjum þyki það skrýtið að valið skuli í gegnum myndband er þetta orðið alþekkt um allan heim og starfsfólk Ford Models er afar þjálfað í að leita að réttu týpunum. Góó skemmtiatriði Áður en tilkynnt var um hvaða stúlkur væru sigurvegarar kvöldsins var margt til skemmtunar. Boðið var upp á austurlenskan kjúklingarétt og súkkulaöiköku sem gestir voru ánægðir með. Undir borðum spilaði djasssveit Ólafs Stephensens sem löngu er orðin þjóðkunn. Þátttakendur í Fordkeppninni voru kynntir fyrir gestum áður en þeir fóru í gang með viðamikla tísku- sýningu sem Jóna Lárusdóttir og Módel 79 stóðu fyrir. Sýndur var sumarfatnaður frá tískuverslunum Necessity í Borgarkringlunni og Sautján í Kringlunni og á Laugavegi við góöar undirtektir og var ekki að sjá að stúlkurnar væru að sýna fót í fyrsta skipti. Þá kom tvieykið Ekin og söng frumsamin ísiensk lög með enskum textum eins og kynnir kvöldsins sagði. Mikla athygli vakti síðan ungl- ingahljómsveitin Kósý en bún er skipuð fjórum ungum herrum úr Menntaskólanum í Reykjavík, þeim Úlfi Eldjárn, Ragnari Kjartanssyni, sem báðir eiga þjóðþekkta foreldra, og Magnúsi Ragnarssyni og Markúsi Þór Andréssyni. Strákarnir fóru léttilega en þó frumlega með gömul þekkt íslensk dægurlög og látbragð þeirra skemmdi ekki fyrir túlkun- Þægilegur sumarfatnaður frá versl- uninni Necessity í Borgarkringlunni en það er Linda Einarsdóttir sem sýnir. ' Fordstúlkurnar biðu spenntar baksviðs eftir að kæmi að úrslitastundinni. Þetta eru þær Linda Einarsdóttir, Þórunn Hermannsdóttir, Edda Rún Ragnarsdóttir, Hlín Mogensdóttir og Sólveig Katrín Jónsdóttir. inni. Þessir drengir eiga án efa eftir að láta að sér kveða í framtíðinni. Spennandi stund Loks var komið að stóru stundinni er tilkynnt var hvaða stúlkur yrðu í fyrstu sætunum. Mikil spenna var í salnum þegar kynnirinn, Steini í Módel 79, eins og hann kýs að kalla sig, tilkynnti að Árný Ármannsdótt- ir, 17 ára frá Akureyri, væri í þriðja sætinu. Þá var kölluð upp Hlín Mog- ensdóttir, 23ja ára úr Hafnarfirði, sem valin hafði veriö í annaö sætið og loks var það sigurvegari kvölds- ins, Þórunn Þorleifsdóttir, 16 ára, úr Reykjavík. Það urðu mikil fagnaðarlæti í saln- um þegar stúlkurnar þrjár gengu um salinn en þess má geta að stúlkurnar voru afar glæsilegar og því hefur valið ekki verið auðvelt í þetta skipt- ið. Stúlkurnar allar fengu fallega blómvendi frá blómabúðinni Blóm- inu á Grensásvegi, auk þess sem þær fengu Hudson sokkabuxur og Seba- stian gjafakassa frá Halldóri Jóns- syni. Stúlkurnar voru allar listilega greiddar og málaðar af fagfólki. Um förðun sáu Anna Toher og Þórunn Högnadóttir og munduðu þær pensl- ana með Make Up For Ever snyrti- vörum. Það var síðan hárgreiðslu- fólk frá Hárgreiðslustofunni Komp- aníið sem sá um greiðslu, þau Hildur Árnadóttir, Magni Þorsteinsson, Hrafnhildur Björnsdóttir og Fríða Jensdóttir. Það getur verið gott að vera létt- klæddur i hitanum f sumar. Að minnsta kosti vonar maður það besta. Hér er það Edda Rún Ragn- arsdóttir sem sýnir sumarföt frá tískuverslunni Sautján í Kringlunni og á Laugavegi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.