Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1995, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1995, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1995 Sviðsljós Karólína á rósaballi Karólína, prinsessa í Mónakó, er alltaf vinsælt efni slúöurblaöa og sí- fellt berast sögur af því að prinsessan sé aö taka gleöi sína á ný eftir erfiðan tíma frá því hún missti mann sinn, Stefano Casiraghi. Karólína var á einu mesta galakvöldi í Monte Carlo fyrir stuttu en þaö er haldið á vegum Grace Kelly sjóösins. Þangað kemur mikiö fyrirfólk ár hvert en skemmt- unin nefnist rósaballið og eins og sjá má á myndinni er prinsessan um- kringd fallegum rósum. Annars hefur Karólína verið á far- aldsfæti því nýlega sást hún renna sér á skíðum um brekkur St. Moritz en þar hefur hún ekki sést frá því eiginmaður hennar lést. Þau hjónin komu hins vegar á hverju ári til Sviss á skíði og fóru þangað meira að segja í brúðkaupsferð. Karólína er meðlimur í skíðaklúbbi flna fólksins sem kemur á hverju ári til St. Moritz. Hún var ekki með börn- unum sínum heldur í góðu fríi. Ekki fer neinum sögum af því hvort hún hafi sést í fylgd vinar en Karólína hefur átt í sambandi við leikarann Vincent Lindon. Söngkonan CarJy Simon: Söngá brautar- stöðinni Söngkonan Carly Simon hélt sérstaka tónleika á aðaijám- brautarstöðinni í New York, Central Station, og voru fjöl- margir vegfarendur sem stopp- uðu og hlustuöu á þessa skemmtilegu söngkonu. Ástæðan fyrir veru Carly Simon á brautar- stöðinni var sú aö veriö var að gera sjónvarpsþátt um hana sem sýndur verður í maí. Á tónleikun- um söng Carly tvö ný lög Touched by the Sun og You’re so Train. Richard Gere í nýrri bíómynd Leikarinn Richard Gere, sem ford, var í London á dögunum þar komu út úr veitingahúsi í London. þekktastur er kannski úr kvikmynd- sem hann sást á götunum ásamt nýju Hann fór síðan aftur til Los Angeles inni Pretty Woman þar sem hann lék kærustunni, Lauru Bailey. Þau Ric- þar sem hann er að leika í nýrri kvik- á móti Juliu Roberts, og fyrrum eig- hard og Laura sáust fara víða og mynd, Primal Fear. inmaður fyrirsætunnar Cindy Craw- náðist þessi mynd af þeim þegar þau Simpson fær á sig Dallas-stimpil: Hver skaut Mr. Bums? Síöasti þátturinn úr þáttaröðinni meö Simpson fjölskyldunni, sem sýndir eru í Bandaríkjunum um þessar mundir, verður sýndur 21. maí. Sá þáttur verður sérstakur að mörgu leyti því hann mun líkjast Dallas-þættinum Who Shot JR? Þessi síðasti Simpson-þáttur í bili mun hins vegar heita Who Shot Mr. Bums? Þeir sem fylgjast með Simp- son vita að Mr. Burns er yfirmaður Homers Simpsons og þykir allklikk- aður sadisti. Matt Groening, faðir Simpsons- þáttanna, segir að áhorfendur muni þurfa að nota ímyndunaraflið í sum- ar til að komast að hinu sanna í málinu án þess að það muni takast. Ákveðið hefur veriö að setja á mark- aðinn boli með áletruninni Who Shot Mr. Burns? og munu þeir væntan- lega slá í gegn. Ólyginn ... ao banaariska leikkonan Kim Basinger væri komin í keppni við leikkonuna Brigitte Bardot um hvaða Ijóska heimsíns sé mesti dýravinurinn. Kim Basinger reyndi um daginn að stöðva sýn- ingu fjölleikahúss en hún telur ekki að sirkuslífið sé heppilegt fvrir di/rin ... að ástin blómstraði sem aldr- ei fyrr hjá leikaranum Clint ( Eastwood, 64 ára, en sagt er að hann hafi failið fyrir 29 ára sjón- varpsþulu, Dina Ruiz. Clint eign- aðist dóttur fyrir tæpum tveimur árum með kærustu sinni þá, Frances Fisher, en það samband virðist þá vera búið. En þess má geta að Clint hefur verið mikið að heiman undanfarið við að leika á móti Meryl Streep í kvikmyndinni Brýrnar i Madison- að leikarinn Jim Carrey hefði átt ævintýralegri velgengni að fagna að undanförnu með mynd- um sínum, Ventura Ace, Mask og Dumb and Dumber. Þá er hann að leika í fjórðu mynd sinni sem verður um Batman. Sagt er að Jim hafi þénað ógurlega á öllum þessum vinsæiu myndum og hafi því ekki munað um að gefa eiginkonu sinni, Melissu, tíu milljónir króna upp úr þurru. hefur einungis verið þekkt sem unnusta leikarans Hugh Grant, hefði nú gert samning við Estée Lauder fyrirtækið upp á hundrað milljónir. Hún verður sem sagt næsta andlit þeirra snyrtivara. ... að hljómsveítin Aerosmith væri að opna nýjan veitingastað í heimaborginni Boston. Það virðist orðin tíska hjá hljómsveit- um eða tónlistarmönnum að opna eigin veitingastaði. Staður þeirra Aerosmith-gæja heitir Mama Kin og það mun verða mikið húllumhæ þegar staðurinn verður opnaður formlega.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.