Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1995, Blaðsíða 14
14
LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1995
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JONSSON
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)563 2700
FAX: Auglýsingar: (91 )563 2727 - aðrar deildir: (91 )563 2999
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613.
FAX: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF.
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m/vsk.
Verð i lausasölu virka daga 150 kr. m/vsk. - Helgarblað 200 kr. m/vsk.
Löngu Ijóst mynztur
Ríkisstjóm Framsóknar- og Sjálfstæöisflokks kemur
ekki á óvart. Búið var að forhanna hana nokkmm mán-
uðum fyrir kosningar. Þá var komið í ljós, að mál þess-
ara tveggja flokka lágu saman í flestum atriðum, en
ágreiningur hafði magnazt milli stjórnarflokkanna.
Kosningabaráttan staðfesti þetta. Framsóknarflokkur-
inn og Sjálfstæðisflokkurinn buðu kjósendum sömu af-
stöðuna, þegar búið var að skafa hefðbundið orðskrúð
af yfirlýsingum þeirra. Þeir vildu óbreytt ástand í flestum
þeim atriðum, sem valdið hafa ágreiningi í landinu.
Þessir flokkar vilja ekki sækja um aðild að Evrópu-
sambandinu. Þeir vilja ekki minnka sjálfvirka peninga-
brennslu í landbúnaði. Þeir vilja halda nokkum veginn
óbreyttu kvótakerfi í sjávarútvegi. Þeir hafa lítinn áhuga
á frekari jöfnun atkvæðisréttar milli kjósenda.
Síðast en ekki sízt standa þeir vörð um velferðarkerfi
sérhagsmuna, sem þeir hafa byggt upp í svonefndum
helmingaskiptastjórnum, er þeir hafa nokkmm sinnum
myndað. Þetta eru einkum sérhagsmunir stórfyrirtækja,
arftaka Sambandsins og byggðastefnufyrirtækja.
Þegar talið hafði verið upp úr kössunum, var komið
í ljós, að kjósendur vom sáttir við þessa tilhögun. Eini
hemiflinn á framkvæmd málsins var, að meirihluti frá-
farandi sljómar hékk enn á einu atkvæði. Þá kom Guð-
mundur Ámi tfl hjálpar og stimplaði sig ótryggan.
Sjálfstæðisflokkurinn hefði getað haldið uppi lengri
málamyndaviðræðum við Alþýðuflokkinn og FYamsókn-
arflokkurinn hefði getað hafið raunvemlegar stjómar-
myndunarviðræður fltlu flokkanna fimm. Það hefði ver-
ið nær hefðbundnum vinnubrögðum í stjómarmyndun.
Oft hefur verið taflð nauðsynlegt að draga málamynda-
viðræður á langinn til að vekja athygli stuðningsmanna
á erfiðleikum við myndun stjómar, sem forustumennirn-
ir vflja ekki, og sætta fólk við þá stjómarmyndun, sem
alltaf lá á borðinu, að væri eðliíegasti kosturinn.
Þessi yfirborðsdans tók skamman tíma að þessu sinni.
Það sýnir vel, að forustumenn stóm flokkanna tveggja
töldu sig ekki þurfa miklar afsakanir til að mynda enn
eina helmingaskiptastjóm. Enda geta alflr séð, sem sjá
vilja, að málefni flokkanna tveggja falla saman.
Að vísu snúast stjómmál ekki nema að fltlum hluta
um málefni, kannski 10%. Þau snúast meira um persón-
ur, kannski 30%, og mest um ráðherrastóla, kannski.
60%. Málefnin koma í myndina sem takmarkandi þátt-
ur. Þau geta tafið fyrir, að persónur komist í stóla.
Málefnin teíja ekki samstarf Framsóknarflokks og
Sjálfstæðisflokks. Blágræn bók var samin á einni kvöld-
stund. En stærri málin vom líka að mestu auðleyst,
bæði skipting ráðuneyta og val ráðherra. Það hefði bara
verið að drepa tímann að draga það fram yfir helgi.
Kjósendur geta ekki í neinni alvöm haldið fram, að
þetta stjómarmynztur komi aftan að þeim. Tfl dæmis
hefur mynztrið verið boðað í leiðurum DV allt frá því í
janúar. Það lá þá í augum uppi, bæði vegna formanna-
skipta í Framsóknarflokki og vegna málefnasamstöðu.
Sjálfstæðisflokkurinn færði sig inn á Framsóknarfln-
una í stjómmálum á síðasta kjörtímabifl. í ríkisstjóm rak
flokkurinn kvótastefnu Framsóknar, búvömstefnu
Framsóknar, Evrópustefnu Framsóknar, atkvæðastefnu
Framsóknar og sérhagsmunastefnu Framsóknar.
Þetta var hægt, af því að fomsta Sjálfstæðisflokksins
hefur uppgötvað, að það em fleiri framsóknarstefnu-
menn í Sjálfstæðisflokknum en í Framsóknarflokknum.
Jónas Kristjánsson
Bílsprengja til að
vekja skelfingu
Stjórnsýsluhús alríkisstjómar
Bandaríkjanna í Oklahomaborg
var lagt í rúst með bílsprengju dag-
inn sem tvö ár voru liðin frá því
umsát um búgarð sértrúarflokks-
ins Branch Davidians lauk með því
að 71 maður var brenndur inni, þar
á meðal mörg börn. í stjórnsýslu-
húsinu hafði meðal annarra bæki-
stöð sína sú deild alríkislögreglu
sem sér um að framfylgja löggjöf
um tóbak, áfengi og skotvopn, en
hún stjórnaði einmitt umsátinni
við Wacko í nágrannafylkinu Tex-
as með þeim endemum sem rann-
sóknir hafa síðan leitt í ljós.
En um þessar mundir er líka af-
mæli afdrifaríkasta atburðar í sögu
Oklahoma. Með byssuskoti að
morgni 22. apríl 1889 var hleypt af
stað kappreið og kappakstri 20.000
hvítra landnema að hrifsa lönd
indíána. Voru þar með fullgerð
svikin á samningi við indíánþjóð-
irnar fimm, sem Bandaríkjaher
hrakti á dauðagöngu frá Georgíu,
Tennessee, Mississippi og Ala-
bama, og heitið hafði verið landinu
sem síðar varð Oklahoma „svo
lengi sem gras sprettur og vatn
streymir".
í algerri óvissu um hverjir voru
að verki í Oklahomaborg og hvað
þeim gekk til, beinast augu manna
einnig að bílsprengingunni í bíla-
geymslu undir World Trade Cent-
er, hæstu skýjakljúfum New York,
í febrúar 1993, þar sem sex manns
fórust og um 1000 slösuðust.
Fyrir rúmum tveim mánuðum
var framseldur til Bandaríkjanna
frá Pakistan Ramzi Ahmed Yousef
og er nú fyrir rétti í New York sak-
aður um að hafa lagt á ráöin um
þann verknað. Fjórir aðrir hafa
þegar verið sakfelldir fyrir að hafa
framið hann og dæmdir í 240 ára
fangelsi hver með engan kost hn-
unar.
Erlend tíðindi
Magnús Torfi Ólafsson
Höfuðpaurinn Yousef er fæddur
í Kúveit en ber írösk skilríki.
Bandarísk stjórnvöld hafa fyrir
satt að hann hafi lært sprengju-
tæknina í skemmdarverkaskólum
sem bandaríska leyniþjónustan
CIA rak ásamt verktökum úr leyni-
þjónustu Pakistanshers meðan
stríð stóð í Afganistan. Þar var tek-
ið opnum örmum sjálfboðaliðum
hvaðanæva úr íslömskum löndum.
Nú eru þessir „Afganar" kjarni
baráttusveita heittrúarmanna í
Alsír, Egyptalandi og víðar.
Loks er rekið í New York mál
gegn ellefu mönnum sem sakaðir
eru um samsæri um stórfelld
skemmdarverk. Þeim er gefið að
sök aö hafa áformaö að sprengja
aðalstöðvar SÞ í borginni, bygg-
ingu alríkislögreglunnar FBI, jarð-
göng undir árnar beggja vegna
Manhattaneyjar og eina af brúnum
yfir þær. Forustuhlutverk í hópn-
um er borið á Omar Abdel Rah-
man, blindan klerk frá Egypta-
landi, sem eins og Yousef átti auð-
velt með aö fá landvist í Bandaríkj-
unum meðan sóst var eftir íslömsk-
um bandamönnum gegn Rússum í
Afganistan.
BOsprengjutæknin varð háþróuð
í borgarastríðinu í Líbanon og
breiddist út við þjálfun spellvirkja
í Afganistanstríðinu. Torvelt er viö
tilræðismönnum að sjá og afleið-
ingarnar ógnvekjandi, ef þeir ná
tilgangi sínum. Ætlað er að mann-
tjónið í Oklahomaborg geti farið á
þriðja hundrað þegar tekst að full-
kanna rústirnar.
Sé þar um að ræða anga af sömu
hryðjuverkahreyfmgu og þegar
hefur látið að sér kveða í New York
er ljóst að ætlunin er að skjóta
bandarískum almenningi sem
mestan skelk í bringu. Múgmorð
meö einni sprengju í venjulegri
miðlungsborg inni í miðju landi á
að sýna að „enginn staður í Banda-
ríkjunum er óhultur", eins og Keat-
ing, fylkisstjóri í Oklahoma, komst
að orði.
Sé hins vegar á ferðinni einangr-
að tiltæki ofstækishóps eöa glæpa-
khku verður ályktunin sem af má
draga næstum hin Sama. Bíl-
sprengjutæknin er orðin svo þekkt
og útbreidd að hverjir þeir misind-
ismenn sem vera skal eiga að henni
aðgang.
í bráð þjakar þó mest óvissan um
hvað í raun og veru er á ferðinni,
meðan enginn veit með neinni
vissu hveijir ódæðismennirnir eru
og hvaðan þeir eru upp runnir.
Þess vegna lætur Bill Clinton
Bandaríkjaforseti ekkert tækifæri
ónotað til að fuhvissa landa sína
um aö tilræðismennimir verði
handsamaðir og dæmdir til mak-
legra málagjalda. Eins gott er aö
þau orð gangi eftir áður en hermd-
arverkið í Oklahomaborg verður
pólitískt bitbein.
Slökkviliðsmaður úti fyrir hálfhruninni stjórnarbyggingunni í Oklahomaborg eftir sprenginguna á miðvikudag.
Símamynd Reuter
Skoðanir annarra
Samningaleiðin gagnast best
„Við Norðmenn eigum að fagna samningum í grá-
lúðudeilunni þar sem þeir eru mikilvægt skref í átt
að gagnkvæmri laga- og reglugerðasetningu á fiski-
miðunum og ekki síst þar sem í þeim felst alvarleg
áminning th Spánveija vegna ósæmilegrar hegðunar
þeirra á fjarlægum miðum. Evrópusambandslönd-
unum hefur tekist að sannfæra Spánverja um að
samningaleiðin gagnist spænskum sjómönnum best
þegar til lengri tíma er litið.“
Úr forustugrein Aftenposten 17. apríl
Hussein er kvalari íraka
„Alþjóðlegar refsiaðgerðir einangra írak. Stefna
Saddams Husseins einangrar írak þó meira. Tilraun-
ir Bandaríkjamanna til að styrkja alþjóðlega and-
stöðu gegn honum hafa náð að koma í veg fyrir að
nýju lífi verði blásið í ógnun íraks gagnvart nágrönn-
um þess. Varnaðarorð eftirlitsmanna sameinuðu
þjóðanna um fyrirhugaðan sýklahernað Saddams
Husseins undirstrika þetta. Hann er kvalari íraka.“
Úr forustugrein Washington Post 19. apríl
Strangara eftirlit með
útflutningi
„Þó ástandið í kjarnorkuvopnamálum hafi ekki
orðið jafn slæmt og margir óttuðust á sínum tíma
er ótti um útbreiðslu kjarnorkuvopna enn til staðar.
Og hann er líklega meiri en hann hefur lengi veriö.
Leynileg kjamorkuvopnaáætlun íraka sýndi fram á
þörfina fyrir strangara eftirht af hálfu Alþjóöakjarn-
orkumálastofnunarinnar og strangara eftirlit iðn-
ríkja með útflutningi á tækni og efnum til kjarnorku-
vopnaframleiðslu."
Úr forustugrein Politiken 16. apríl.