Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1995, Blaðsíða 10
10
LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1995
Dóttir Marlons Brandos svipti sig lífi:
Ekkert lát á harmleik
Br andos -fj ölskyldunnar
Cheyenne, dóttir Marlons Brandos og tahítískrar leikkonu, hengdi sig á heimili sínu á Tahítí á páskadag. Hún
haföi verið mjög þunglynd allt frá því hálfbróðir hennar, Christian Brando, myrti unnusta hennar og barnsföður
á heimili Marlons í Los Angeles fyrir fimm árum. Símamynd Reuter
Sjálfsmorð Cheyenne Brando, dótt-
ur kvikmyndaleikarans Marlons
Brandos, er nýjasti kapítulinn í
harmsögu Brandos-fjölskyldunnar.
Cheyenne hengdi sig á heimili móður
sinnar á Tahítí á páskadag. Einkalíf
hins dáða kvikmyndaleikara hefur
verið sem versta martröð og hann
hefur fengið að komast að því að
peningarnir einir sér færa mönnum
ekki hamingjuna.
Örlagaríka aðfaranótt hins 17. maí
1990 reyndi Brando árangurslaust að
blása lífi í Dag Drollet, unnusta
Cheyenne. Síðan hringdi hann í lög-
regluna og tilkynnti að morð hefði
verið framið í húsakynnum sínum.
Rannsókn málsins leiddi til þess að
Christian Brando, sonur hans, var
handtekinn og hann hlaut síðar 10
ára fangelsisdóm fyrir að hafa myrt
unnusta systur sinnar. Cheyenne
gekk á þessum tíma með barn Drol-
lets. Fram kom í réttarhöldunum að
Christian hafði lent í átökum við
Drollet vegna þess að Cheyenne hefði
klagað Drollet fyrir hálfbróður sín-
um og haldið fram að hann hefði lagt
á sig hendur. Christian sagði aö skot-
ið hefði óvart hlaupið úr byssunni í
átökunum. Cheyenne var í fyrstu
sökuð um að hafa verið í vitorði með
bróður sínum en kom aldrei fyrir
rétt og málið gegn henni var látiö
niður falla. Allt frá því aö morðið
átti sér stað hefur Cheyenne verið
mjög þunglynd, sálsjúk að sögn
kunnugra, og einangrað sig hjá móð-
ur sinni á heimaslóðum á Tahítí þar
sem hún skömmu síðar ól barn sitt
og Drollets. Marlon hefur aldrei séð
barnið. Cheyenne hafði þrisvar sinn-
um áður reynt að svipta sig lífi.
Sjálfsmorð hennar nú er rakið beint
til þeirra vofveiflegu atburða sem
urðu á heimili Marlons Brandos í Los
Angeles í maí 1990. Mögulegt er að
Christian Brando verði hleypt úr
fangelsi á næsta ári.
Brando létekkisjá
sig við jaróarförina
Cheyenne, sem varð 25 ára gömul,
var dóttir Brandos af þriðja hjóna-
bandi. Móðir hennar er tahítísk leik-
kona að nafni Tarita. Cheyenne bjó
meirihluta ævi sinnar á eyjunni Tet-
iaroa á Tahítí en þá eyju keypti
Brando til að hann gæti einangrað
sig frá umheiminum en hann hefur
eins og kunnugt er foröast kastljós
fjölmiðlanna mjög síðustu áratugi.
Marlon þótti, í það minnsta fram til
ársins 1990, ákaflega vænt um dóttur
sína. Árið fyrir morðið slasaðist hún
í bílslysi og hlaut mjög alvarlega
áverka í andliti sem leiddu til mikils
útlitslýtis. Marlon tók hana þá til sín
til Los Angeles og keypti fyrir hana
þjónustu dýrustu lýtalækna sem völ
var á. „Mér er sama þótt það kosti
mig milljónir, ég ætla aö gera dóttur
mína fallega á ný,“ sagði hann þá og
það tókst með miklum ágætum. En
eftir dauða Drollets lagðist hún í
mikið þunglyndi sem hún náði sér
aldrei upp úr. Marlon hefur ekki gef-
ið út neina yfirlýsingu eftir dauða
Cheyenne og hyggst ekki gera það
að sögn talsmanns hans. Cheyenne
var jörðuð sl. miðvikudag á Tahítí
við hlið hins myrta unnusta síns.
Móðir hennar og hálfbróðir hennar,
Miko, voru viðstödd en Marlon lét
ekki sjá sig.
Dóttirin hataði
föður sinn
í bók um Brando, sem gefin var út
í fyrra, skrifar höfundurinn, Peter
Manso, að Cheyenne hafi hatað fóður
sinn síðustu árin og talið hann bera
ábyrgð á dauða kærasta síns. Hún
segir Marlon hafa beðið Christian
um að koma heim með byssuna
kvöldið örlagaríka og það hafi verið
sá gamh, en ekki hún, sem sagði
Christian að Drollet legði hendur á
sig. Hún mun hafa lýst föður sínum
sem stjórnsömum manni og hkt hon-
um við Don Corleone, mafíuforingj-
ann sem Brando lék árið 1972 í „The
Godfather". Þannig væri hann í
raun.
Marlon Brando hefur aðallega ver-
ið í því að hafna tilboðum um kvik-
myndaleik síðustu árin. Hann sló
fyrst í gegn á sjötta áratugnum með
myndum eins og „A Streetcar named
Desire" og „On the Waterfront". Fyr-
ir síðastnefndu myndina hlaut hann
óskarsverðlaunin og tók við þeim.
Eftir það tók hann langt hlé frá kvik-
myndaleik. Hann átti síðan að fá ósk-
arsverðlaunin fyrir leik sinn í Guð-
föðurnum árið 1972 en sendi óþekkta
leikþonu á athöfnina til þess að hafna
verölaununum fyrir sína hönd.
Brando hefur leikið í nokkrum
myndum síðustu árin en ávaht í
aukahlutverki. Hann hefur alla tíö
reynt að halda sér utan við sviðsljós-
ið og gefur yfirleitt ekki blaðaviðtöl
eða slíkt. Einhvern tímann var þó
haft eftir honum: „Hollywood er
gerviveröld. Það hefur verið erfitt að
halda geðheilsu og það er nánast úti-
lokað að komast út úr þessari gervi-
veröld."
Svíar spá
Bo Halldórs
ekki sigri
í umíjöllun sænsku fréttastof-
unnar TT um væntanlega Euro-
vision-keppni þykir Björgvin Hall-
dórsson ekki mjög sigurstrangleg-
ur né lagið Núna. Sænski fulltrú-
inn í keppninni, sem reyndar er
hálfnorskur, var beðinn um álit á
lögunum og taldi hann að ísraelska
lagið ætti eftir að ná langt og hugs-
anleg það norska. Svíar telja einnig
að enska lagið eigi eftir að koma á
óvart. Þeir ræða ekkert um sigur-
möguleika fulltrúa Svía í keppn-
inni og eru almennt ekki sérlega
jákvæðir í garð laganna í keppn-
inni.
í fréttaskeyti frá TT er Björgvin
reyndar aldrei kallaður annað en
Bo Halldorsson og tekið er fram að
hann sé geysivinsæll söngvari á
íslandi en hafi hins vegar ekki
þurft að taka þátt í forkeppni um
hvaða lag ætti að senda heldur
hafi verið valinn sérstaklega úr.
Björgvin virðist ætla að nota
nafnið Bo í tengslum viö í keppnina
í Dyflinni þann 13. maí næstkom-
andi og hefur þegar dreift árituðum
myndum til fjölmiðla hérlendis þar
sem hann notar Bo-nafnið. Það hef-
ur hann reyndar gert áður þegar
hann hefur sungið í útlöndum.
Svíarnir eru frekar spenntir fyrir
enska laginu, en það er rapp-lag
með hljómsveitinni Love City Gro-
ove. Lagið þykir allt öðruvísi en öll
hin lögin, enda keppnin sjálfsagt
þekkt fyrir allt annað en rapp-lög.
Bo Halldorsson hefur dreift nýrri áritaðri mynd til fjölmiðla í tilefni þátt-
tökunnar i Eurovision-keppninni.