Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1995, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1995, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1995 Fordstúlkan 1995: Sj álfstæð og hugmynd ar í k - segir Guðný Bjamadóttir, móðir Þórunnar Þorleifsdóttur „Hún hefur alltaf verið falleg, því er ekki að neita. Þegar hún var á aldrinum þriggja til fimm ára var hún ávallt í prinsessuleik og klæddi sig aldrei í annað er síð pils og lét á sig teiknaða kórónu. Þórunn hefur alltaf skorið sig úr og ég var smeyk um að hún myndi vinna þetta,“ sagði Guðný Bjarnadóttir, læknir og móðir Fordstúlkunnar 1995, Þórunnar Þor- leifsdóttur, þegar DV ræddi við hana eftir að úrslit voru ljós. Guðný sagði að Þórunn væri mjög greind og hún vonaöist til að sigurinn kæmi ekki í veg fyrir áframhaldandi nám. Þór- unn er einu ári á undan jafnöldrum sínum i skóla. Faðir Þórunnar, Þor- leifur Hauksson málfræöingur, var fjarri góðu gamni þar sem hann er staddur á ráðstefnu í Danmörku. Guðný sagðist ætla að hringja til hans síðar um kvöldiö og segja frá sigri dótturinnar. „Þetta leggst ágætlega í mig en við foreldrarnir höfum alltaf viljað að hún legði aðaláherslu á námið. Þór- unn hefur haft áhuga á fyrirsætu- störfum og rætt það viö mig. Hún hefur þó aðeins lítillega komiö ná- lægt þeim enn sem komið er. Hún er mikið fyrir að lesa bækur og sér- staklega ljóð. Hún hefur sjálf skrifað mjög góð ljóð en enn þá hefur ekkert birst eftir hana. Hún hefur farið sín- ar eigin leiöir og verið mjög sjálf- stæð, t.d. í fatavali. Hún hefur alltaf haft ótrúlegt hugmyndaflug," sagði Guðný enn fremur. Ánægð með sigurinn Fordstúlkan 1995, Þórunn Þorleifsdóttir, ásamt móður sinni, Guðnýju Bjarnadóttur, og ellefu ára systur, Alfdísi, sem stefnir i fyrirsætuhæð eins og stóra systir. Þórunn var að vonum ánægð með sigurinn og sagðist líða mjög vel þeg- ar DV ræddi viö hana aö lokinni krýningu. Hamingjuóskunum rigndi yfir hana úr öllum áttum. Það var Birna Willardsdóttir, Fordstúlkan 1993, sem krýndi Þórunni en Elísabet Davíösdóttir, Fordstúlkan 1994, var fjarri góöu gamni. Hún er stödd á lúxuseyjunni Bora Bora ásamt fræg- ustu módelum í Milanó við auglýs- ingatökur. Elísabet hefur feröast mjög víða á einu ári og vegnar ákaf- lega vel sem fyrirsæta. „Mér líst mjög vel á þetta,“ sagði Þórunn eftir sigurinn enda hafði hún þá unnið fjöldi verðlauna, þar á með- al ferð til Parísar á vordögum. í Par- ís verður tekið á móti Þórunni hjá Ford Models og mun hún fá að kynn- Því miður fyrir herrana henni. Hann heitir Egill Tómasson. ast starfi fyrirsætunnar í nokkra daga og vinna með frægum tískuljós- myndurum. Þær myndir sem þar verða teknar verða síðan sendar til Ford Models í New York þar sem ákveðið verður hvort Þórunn tekur þátt í keppninni Supermodel of the World í sumar. Þátttaka Þórunnar í Fordkeppn- inni bar óvænt aö. Systir vinkonu hennar, sem býr í Kanada, sendi myndir af henni til Ford Models í New York og þeim myndum var síð- Verðlaun Ford- stúlkunnar Fordstúlkan 1995 fékk mikið af góðum gjöfum í verðlaun. Fyrir utan tvær utanlandsferðir fékk hún: Cavalette ferðatösku frá Tösku- og hanskabúðinni, skóút- tekt frá versluninni Skæði í Kringlunni, Nike íþróttaskó, kvöldverð fyrir tvo i Café Óperu, ljósakort frá Toppsól, þriggja mánaða æfingakort frá World Class, Russeil Atliletic íþrótta- galla frá Hreysti, handsnyrtingu frá Mandý, Trucco snyrtivörur og Sebastian hársnyrtivörur frá Halldóri Jónssyni og Hudson sokkabuxur. an blandað saman við hinar hundrað myndirnar sem bárust frá íslandi. Það er greinilegt að systir vinkonu hennar hefur séð módel í Þórunni. Próflestur fram undan „Þetta leggst mjög vel í mig og ég hlakka til að fást viö fyrirsætustörf. Ég hef haft áhuga á þeim um nokk- urn tíma,“ sagði Þórunn. Hún sagði að námið gangi þó fyrir öllu og þessa dagana er próflestur stundaður af miklu kappi. „Mig langar aö prófa fyrirsætustörfm í einhvern tíma. Ég hef starfað lítillega hjá Módel 79 og hef haft gaman af. Ég hef mikla ánægju af að ferðast og veit að það á vel við mig,“ sagði hún. Þórunn sagðist hafa orðiö fyrir vægu áfalli þegar nafn hennar var nefnt. „Ég var svo stressuð að ég titr- aði,“ sagði hún. „Þetta var mjög skemmtilegt.“ Það sem Þórunni langar mest í framtíöinni er að læra að fljúga. Hún segist vera spennt þessa dagana vegna próflesturs þar sem kennara- verkfallið hafi farið illa með vetur- inn. Hún vildi ekki meina að Ford- keppnin setti nokkurt strik í reikn- inginn þar. Þórunn telur sig ekki vera of unga til að fara út í hinn stóra heim. „Það er mjög misjafnt hvernig stúlkur eru á þessum aldri, þetta fer eftir þroska. Ég held að ég treysti mér vel til þess, ég er sjálfstæð." Þórunn segist hafa áhuga á stjórn- málum og þjóðmálum yfirleitt og fylgist með stjórnarmyndunarvið- ræðum þessa dagana og íslenska er uppáhaldsfagið í skólanum. Bjó í Svíþjóð Þórunn bjó með fjölskyldu sinni í átta ár í Uppsölum í Svíþjóð þar sem móðir hennar var við nám. Þar gekk hún í sænskan skóla og segir að þar hafi ríkt mun meiri agi en í íslensk- um skólum og meira samband milli kennara og nemenda. Þegar hún kom heim, tólf ára gömul, fór hún' einum bekk ofar en jafnaldrar hennar þar sem hún var komin lengra í náminu. Hún segist eiga marga góða vini í Sviþjóð og einnig í Englandi þar sem hún var í sumarskóla. Hún á því fjölmarga pennavini. Þórunn á þrjú systkin og er hún næstelst þeirra. Hún er 179 sm á hæö og hefur stundað ballettnám um sex ára skeið. á Þórunn kærasta sem var ákaflega stoltur af

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.