Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1995, Blaðsíða 8
8
LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1995
Merming
Tactus II eftir Hafstein Austmann er meðal þeirra verka sem eru á sam-
sýningunni í Norræna húsinu.
Fjórir nútíma-
listamenn
Samsýningin í Norræna húsinu myndar allsterka heild þótt margt
skilji listamennina að, bæði hvað varðar útfærslu myndanna og efni.
Listamennirnir fjórir - Björn Birnir, Hafsteinn Austmann, Helgi Gíslason
og Valgerður Hauksdóttir - hafa öll mótað sinn sérstaka stíl sem orðinn
er listunnendum kunnur - sterk einkenni sem bera vitni leitandi hstsköp-
un. En það er vel til fundið að sýna verk þeirra saman því í þeim má
segja að birtist samfelldir kaflar í þróun afstraktmyndlistar á Islandi; í
þeim má greina samhengi sem reynist vera hugmyndalega órofið síðustu
Myndlist
Jón Proppé
þrjátíu eöa fjörutíu árin þótt miklar sviptingar hafl annars orðið í mynd-
listinni. Samhengið nær allt aftur til þeirra strauma sem hingað bárust
frá Salon des Réahtes Nouvelles í París enda sýndi Hafsteinn Austmann
þar árið 1955 og fram til þeirra aðferða sem íslenskir hstamenn hafa þró-
að gegnum grafík en á því sviði hefur Valgerður Hauksdóttir einmitt'
markað spor sín frá því hún sneri heim frá námi. Sýningar af þessu tagi
sýna að það er enn mikið hf í þeirri myndhugsun sem afstraktið kveikti
en varð síðan tískustraumum að bráð og þótti um tíma bókstaflega púkó.
Kannski höfum við loksins tækifæri til að skilja þessa myndhugsun í
samhengi við aðrar hugmyndir í listinni í stað þess að telja hana vera
algera höfnun á því sem áður hafði verið gert, líkt og var alltof algengt
þegar þessar stefnur voru fyrst að ryðja sér til rúms, eða sem úrelta
kreddu, líkt og gert var þegar yngri listamenn helltu sér ákafir út í kon-
sept og síðar „ný málverk". Sýningin í Norræna húsinu er sönnun þess að
í leit sinni geta myndlistarmenn náð saman þótt árin skhji þá að og að
einlæg leit þeirra í sköpuninni myndar samhengi sem er á endanum sterk-
ara en nokkur sthhugmyndafræði.
Hringiðan
Gunnar Þór við lesturinn. DV-mynd Elín Valdimarsdóttir, Kirkjubæjarklaustri
Passíusálmar á Klaustri
Gunnar Þór Jónsson, rafvirki á
Kirkjubæjarklaustri, las Passíusálm-
ana í Minningarkapellu séra Jóns
Steingrímssonar á Klaustri á fóstu-
daginn langa. Hann hóf lesturinn kl.
13.30 og lauk honum 19.30. í hléum
var flutt kirkjutónlist undir stjórn
Birnu Bragadóttur tónhstarkennara.
Margir lögðu leið sína í kapehuna th
að hlusta á lestur og tónlist.
Matgæðingur vikunnar________________________________________dv
Fiskur í ofni
og heitt
sveppabrauð
Lára María Theódórsdóttir, bóndi og húsmóðir á
Tjörn, í nágrenni Hafnar í Hornafirði, er matgæðingur
vikunnar að þessu sinni. Lára María er fædd og uppal-
in í Reykjavík en hefur búið ásamt eiginmanni sínum
á Tjörn í rúm tvö ár. Hún segist ahtaf hafa verið mik-
ið náttúrubarn og uni sér því vel í sveitinni. Þegar
horft sé út um stofugluggann blasi jöklarnir viö í allri
sinni tign og það sé stórfengleg sjón.
Lára María býður lesendum upp á girnhegan ofnbak-
aðan fiskrétt og heitt sveppabrauð.
Fiskur í ofni
2 ýsuflök, roðflett
1 púrrulaukur
1 dós sveppir
2 msk. sveppaostur
1 bolh rifmn ostur (26%)
1/4 lítri rjómi
Ýsan er sett í smurt eldfast mót, krydduð með aro-
mati og sítrónusafa. Púrrulaukurinn er steiktur á
pönnu og tekinn af og það sama á við um sveppina.
Síðan er blandað saman sveppaostinum, rjóma og rifn-
um osti og aht sett saman í pott. Það er síðan látið
sjóða upp við vægan hita. Þegar suðan er komin upp
er púrruiaukurinn og sveppirnir settir út í. Þetta er
síðan sett yfir fiskinn og bakað í 200 gráða heitum ofni
í 15-20 mínútur. Gott er að hafa með hrísgijón, hvít-
lauksbrauð og gott hrásalat.
Heitt sveppabrauð
6 hehhveitibrauðsneiðar
6 ostsneiðar
1 hth dós niðursoðnir sveppir eða 3 dl af nýjum svepp-
um
1 'A msk. hveiti
4 dl rjómi
Lára María Theódórsdóttir.
Zi-Í msk. hvítvín eða mysa
Brúnið sveppina í smjörlíki og stráið hveiti og kryddi
yfir. Hehið ijómanum saman við. Látið krauma þar
til úr verður þykkur jafningur. Bragðbætið með salti
og pipar og víni og leggið sneið af osti á hveija brauð-
sneið og bakið. Helhð síðan sveppajafningi yíir sneið-
arnar.
Lára María skorar á Stefaníu Haraldsdóttur, vin-
konu sína í Reykjavík, að vera næsti matgæðingur.
Eftir helgi má fá uppskriftina í Símatorgi DV. Síma-
númerið er 99 17 00.
Hinhliðin_______________________
Ætla í aefingabúðir
til Bandaríkjanna
- segir Herbert Amarson, besti leikmaður ársins í körfuknattleiknum
Herbert Arnarson körfuknatt-
leiksmaður sló heldur betur i gegn
á nýafstöðnu íslandsmóti og spilaði
ljómandi vel. Það fór líka svo að
hann var bæði valinn leikmaður
ársins og besti nýliðinn á lokahófi
körfuknattleiksmanna sem haldið
var í Stapanum í vikunni fyrir
páska. í samtali viö DV segist Her-
bert vera himinlifandi með titlana
tvo. Hann sýnir hér á sér hina hhð-
ina.
Fullt nafn: Herbert Svavar Arn-
arson.
Fæðingardagur og ár: 4. maí 1970.
Maki: Enginn.
Börn: Engin.
Bifreið: Daihatsu Charade, árgerð
1988.
Starf: Er atvinnulaus sem stendur,
en hjálpa bróður mínum hjá Bíla-
málun Pálmars þessa dagana.
Laun: Þjálfaralaun og þau eru lág.
Áhugamál: Flestar, ef ekki allar
íþróttir og bíómyndir.
Hefur þú unnið í happdrætti eða
lottói? Það verður víst að spha th
að vinna, er það ekki? Jú, heyrðu,
ég vann einu sinni reiðhjól í happ-
drætti þegar ég var níu ára gamall.
Það var raunar rosalega flott með
tíu gíra og allt.
Hvað finnst þér skemmtilegast að
gera? Að spila körfubolta er lang-
skemmthegast.
Herbert Arnarson.
Hvað fmnst þér leiðinlegast að
gera? Að horfa á skák í sjónvarp-
inu.
Uppáhaldsmatur: Kjúkhngur.
Uppáhaldsdrykkur: Hreinn appel-
sínusafi.
Hvaða íþróttamaður stendur
fremstur í dag? Sigrún Huld
Hrafnsdóttir sundkona hefur stað-
ið sig mjög vel.
Uppáhaldstímarit: íþróttablaðið.
Hver er fallegasta kona sem þú
hefur séð? Hófi.
Hvaða persónu Iangar þig mest að
hitta? Eg væri alveg til í að hitta
Tom Hanks.
Uppáhaldsleikari: Tom Hanks.
Uppáhaldsleikkona: Julia Roberts.
Uppáhaldssöngvari: Phil Cohins.
Uppáhaldsstjórnmálamaður: For-
inginn sjálfur, Davíð Oddsson.
Uppáhaldsteiknimyndapersóna:
Hómer Simpson.
Uppáhaldssjónvarpsefni: íþróttir á
sunnudegi á Stöð 2.
Uppáhaldsveitingahús/matsölu-
staður: Hótel Holt.
Hvaða bók langar þig mest að lesa?
Riðið á vaðið, bókina um Einar
Bollason.
Hver útvarpsrásanna fmnst þér
best? FM 95,7.
Uppáhaldsútvarpsmaður: Hafþór
Sveinjónsson á FM 95,7.
Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið
eða Stöð 2? Ég horfi meira á Stöð 2.
Uppáhaldssjónvarpsmaður: Ómar
Ragnarsson.
Uppáhaldsskemmtistaður/krá:
Tunglið og Ingólfskaffi.
Uppáhaldsfélag í íþróttum: ÍR og
Þróttur.
Stefnir þú að einhverju sérstöku í
framtíðinni? Að gera betur í dag en
ég gerði í gær.
Hvað ætlar þú að gera í sumarfrí-
inu? Ég ætla að reyna að ferðast
sem mest, bæði innanlands og ut-
an. Ég stefni á að fara í æfingabúð-
ir í körfubolta í Bandarikjunum í
sumar.