Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1995, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1995
35
„Við nákvæma rannsókn kom í Ijós að hann var orðinn blóðlítill enda blæddi stöðugt frá meltingarvegum.
Þar var komin skýring á hægðunum svörtu.“
Krabbamein í
meltingarvegiim
Hann (Jósteinn, 56 ára,) hafði
kvartað um nokkurt skeið yfir
óþægindum í maga, uppþembu og
óljósum verk. Venjuleg húsráð
(kók, hákall, sódi og lýsi) dugðu
skammt og einkennin héldu áfram
að versna. Konan hans (Drífa, 51
árs,) ráðlagði honum að fara til
læknis vegna þessa en hann harð-
neitaði. Móðir hans (Guðlaug
(Dollí), 75 ára,) hafði lent í slæmum
læknamistökum nokkru eftir lok
seinni heimsstyrjaldar. Hún hafði
farið drukkin að heimsækja er-
lenda dáta ásamt nokkrum stöllum
sínum á Keflavíkurvöll. Þær klifr-
uðu yfir gaddavírsgirðingu síðla
kvölds en ekki tókst betur til en svo
að Guðlaug (Dollí) féll við og braut
á sér ökklann. Læknir nokkur (Jón
heitinn) leit á ökklann þóttafullur
á svip og sagði hann snúinn og
marinn. Jón batt um fótinn með
brúnleitu teygjubindi. Daginn eftir
kom hið sanna ljós og ökklinn var
skorinn, negldur og spengdur sam-
stundis. Læknirinn sem það gerði
hneykslaðist mjög á verkum kol-
lega síns sem hann kallaði fúskara
og fauta. Þessir atburðir í skjóli
Miðnesheiðarnætur höfðu varpað
litlum skrýtnum skugga á sam-
band foreldra hans en allir gátu þó
sameinast í andstöðu sinni gagn-
vart Jóni heitnum lækni og gleymt
atburðarásinni að öðru leyti. Faðir
hans (Sigursteinn, 79 ára,) sagði
svo frá í fermingarveislu nokkru
síðar að móðirin hefði dottið á skíð-
um en næturheimsókn til erlendra
dáta með glampa í augum og bleikt
tyggjó undir hvítri tönn var löngu
gleymd. En sjúkdómsgreining Jóns
læknis og teygjubindið brúna lifði
góðu lífi í fjölskyldusögunni.
Versnandi einkenni „Mér dettur
ekki í hug að fara til læknis," sagði
hann. „Hún mamma beið þess aldr-
ei bætur.“ Og þar við sat. En ein-
kennin jukust smám saman. Hann
varð slappur og þreyttur, stóö vart
undir sjálfum sér og hægðirnar
urðu svartar og lyktuðu illa. Hann
kvartaði undan lystarleysi og
verkjum. Að lokum pantaði eigin-
konan milliliðalausan tíma hjá
þekktum magasérfræðingi (Elliða,
35 ára,) enda gerðust þessir atburð-
ir allir fyrir daga tilvisanakerfis.
Við nákvæma rannsókn kom í ljós
að hann var orðinn blóðlítill enda
blæddi stöðugt frá meltingarveg-
um. Þar var komin skýring á hægð-
unum svörtu. Gerð var magaspegl-
un sem sýndi að hann var með
æxh í maganum sein orsakaði öll
einkenni hans. Ákveðið var þá að
skera Jóstein upp og var það gert
einn sólbjartan vordag. Skurð-
læknar opnuðu kviðvegginn og
tóku á brott hluta magans og æxlið
með. Menn voru þó fremur svart-
sýnir. Jakalegur skurðlæknir með
vafasamar póhtískar skoðanir og
Á læknavaktmiú
langvinna þreytu í augum sýndi
nokkrum læknanemum ofan í
skurðsárið og sagði spekingslega:
„Menn með svona æxli þurfa ekki
að hafa áhyggjur af stjórnarmynd-
un, kvótakerfi og landbúnaðar-
stefnunni." Hávaxin gleðisnauð og
ljóshærð hjúkrunarkona hló háum
og hvellum hlátri og horfði með
aðdáun á kviðskerann orðheppna.
Læknanemi nokkur fór út og kast-
aði upp énda hafði hann vakað
lengi nætur á skemmtistöðum
borgarinnar.
Algengt krabbamein
Magakrabbamein er þriðja al-
gengasta krabbamein meðal ís-
lenskra karla. Tíðni sjúkdómsins
hefur ahtaf verið mikil á íslandi en
fer nú minnkandi. Taldi Niels
Dungal prófessor að það mætti
rekja til mikillar neyslu saltaðs og
reykts matar hér á landi. Einhverja
elstu lýsingu á sjúkdómi þessum
er að finna í frásögnum um andlát
Brynjólfs biskups Sveinssonar. í
ævisögu biskups stendur að hann
hafi veikst af lystarleysi og maga-
stíflu sem síðan dró hann til dauða.
Sennilega hefur verið um maga-
krabbamein að ræða enda var
herra Brynj ólfur mæðumaður á
heimsmælikvarða. Einkenni sjúk-
dómsins geta verið ákaflega lúmsk.
Stundum er því ekki gripið í taum-
ana fyrr en allt er orðið um seinan.
Sjúklingurinn veslast upp og slapp-
ast án þess að umhverfið bregðist
við á réttan hátt. Margir fara í af-
neitun á einkenni sín og láta sem
þau séu ekki fyrir hendi. Stundum
duga venjuleg magalyf ágætlega til
að slá á verstu einkennin í fyrstu
og blekkja þá bæði sjúkling og að-
standendur. Einkenni við annað
krabbamein í meltingarvegum fara
eftir því hvar æxlið er staðsett.
Krabbi í risth og endaþarmi lætur
á sér kræla með blæðingu og járn-
skorti. Stundum verður stopp í
görn og síbreytilegar hægðir, nið-
urgangur og hægðatregða til skipt-
is. Þreyta og slappleiki, lystarleysi
og minnkandi hkamsþyngd eru
fylgifiskar þessa krabba sem og
annarra. Meðferð sem hægt er að
veita er þeim mun betri eftir því
sem krabbinn uppgötvast fyrr.
Horfur sjúkhngs versna með hverj-
um mánuði sem krabbinn fær að
grasséra óáreittur. Langbest er að
greina þessi æxli með magaspegl-
un, ristilspeglun eða endaþarms-
speglun. Auk þess hefur allri rönt-
gentækni fleygt mjög fram á síð-
ustu árum svo að þessir sjúkdómar
geta greinst bæði hratt og vel ef
sjúklingurinn leitar til læknis. Þess
vegna skiptir miklu að gefa gaum
að öllum óljósum kvörtunum frá
meltingarvegum, slappleika og
breytingum á hægðum og rann-
saka þessi einkenni vel og vendi-
lega en festast ekki í vafasömum
íjölskylduþjóösögum.
Skrifstofuhúsnæði
Til leigu húsnæði á besta stað í Múlahverfi. Húsnæðið
er ca 50 m2 brúttó og skiptist niður í tvö góð herbergi.
í húsinu eru verkfræðistofur, hugbúnaðarfyrirtæki og
þ.h. starfsemi.
Boðið er upp á aðgang að ljósritun, faxi og jafnvel
kaffistofu.
Upplýsingar í síma 687317 á skrifstofutíma.
Laugardagur 22. aprih
Ármann - Leiknir kl. 15:00
Valur - Fjölnir kl. 17:00
Leiknisvöllur
VÉLFRÆÐIN G AR
Okkur vantar mann með vélfræðimenntun og
þekkingu á kælikerfum. Sjálfstætt starf, góðir
tekjumöguleikar. Óskað er upplýsinga um nám
og fyrri störf. Bjóðum greiðslu kostnaðar við
flutning búslóðar.
v
GÓÐ VINNUAÐSTAÐA - FRAMTÍÐARSTARF
Uppýsingar hjá framkvæmdastjóra, sími 94-3092
©
PÓLLINN HF., ísafirði
Auglýsing um styrki úr Námssjóði
Sigríðar Jónsdóttur
Stjórn Námssjóðs Sigríðar Jónsdóttur auglýsir hér með
eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Tilgangur
sjóðsins er að veita styrki til öryrkja til hagnýts náms,
verklegs eða bóklegs, svo og til náms í hvers konar
listgreinum. Einnig er heimilt að styrkja þá sem sér-
hæfa sig til starfa í þágu þroskaheftra.
Umsóknir um styrki úr sjóðnum í samræmi við ofan-
greind markmið, ásamt upplýsingum um umsækjendur
og væntanleg verkefni eða nám, skulu sendar til: Stjórn-
ar Námssjóðs Sigríðar Jónsdóttur, Öryrkjabandalag-
inu, Hátúni 10, 105 Reykjavík.
Umsóknarfrestur er til 15. maí nk. Frekari upplýsingar
gefur formaður sjóðstjórnar, Hafliði Hjartarson, í
vinnusíma 621620.
Stjórnin
Boðskeppni um hönnun á leikskóla
Forval
Borgarverkfræðingurinn í Reykjavík auglýsir eftir aðil-
um til að taka þátt í forvali vegna boðskeppni um
hönnun leikskóla í Borgarholti, fyrir Reykjavíkurborg.
Rétt til þátttöku í forvalinu hafa allir þeir sem rétt
hafa til að skila inn aðaluppdráttum til byggingar-
nefndar Reykjavíkur.
Valdir verða fjórir til fimm þátttakendur til að taka
þátt í boðskeppninni.
Við val á þeim verður færni, menntun, reynsla, afkasta-
geta og hæfileikar til samvinnu og stjórnunar lögð til
grundvallar.
Sérstök forvalsnefnd mun velja þátttakendur í boðs-
keppnina.
Boðskeppin fer fram á grundvelli samkeppnisreglna
Arkitektafélags íslands og er dómnefnd skipuð sam-
kvæmt því.
Forvalsgögn liggja frammi hjá Borgarverkfræðingnum
í Reykjavík, Skúlatúni 2, þriðju hæð, 105 Reykjavík,
frá og með þriðjudeginum 25. apríl 1995.
Umsóknum ásamt fylgiskjölum skal skila til Borgar-
verkfræðingsins í Reykjavík, Skúlatúni 2, þriðju hæð,
105 Reykjavík, eigi síðar en kl. 13.00 föstudaginn 12.
maí 1995, merktum:
Boðskeppni um leikskóla
FORVAL