Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1995, Blaðsíða 18
18
LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1995
Dagur í lífl Ólafs B. Schram, formanns Handknattleikssambands fslands:
Allt á fullu fyrir HM-mótið
Það er alltaf sama sagan með mig:
um leiö og ég vakna þá fer ég fram
úr. Vekjaraklukku hef ég aldrei átt.
í morgun var hún 6.25. Ég er áhættu-
fíkill og þess vegna set ég tevatnið
yfir áður en ég fer í sturtu. Þar er
kominn stresspunktur númer eitt,
að klára sturtuna áður en vatnið fer
að sjóða. Skeggið hef ég af hag-
kvæmnisástæðum; þá þarf ég ekki
að raka mig nema á vikufresti. Þegar
til kom hafði ég ekki lyst á teinu en
fékk mér eplaedik í köldu vatni og
#var rokinn út um sjöleytið. Þessar
síðustu vikur á ég fast aðsetur á
skrifstofu HSÍ og hafði sett á tvo
fundi, sinn í hvoru herberginu, kl.
8. Annars vegar fóru starfsmenn
HM, þeir Hákon og Stefán, yfir tékk-
listann, en það eru fundir sem við
höfum á hverjum morgni. Ásdís gaf
okkur skýrslu um stöðu hótelmála í
maí en nú er Ijóst að þau eru öll orð-
in fullbókuð og nokkur vandræði við
að eiga því að hvítflibbalið erlendra
sambanda hefur ekki hunskast til að
tilkynna komu sína fyrr en allt of
seint. Gunni Gunn. gaf okkur stöðu
tæknimálanna og Sigurjón reifaði
auglýsingaherferðina sem hefst
þann 20. Á milli setninga skaust ég
á landsliösnefndarfund sem Þorgils
Óttar stjómaöi eins og landsliðinu í
eina tíð. Liðið er að fara til Danmerk-
ur og aö mörgu að hyggja. Klukkan
níu ræddum við Tobbi tvö mál sem
afgreiða þarf í hvelli vegna leik-
manna.
Mörg símtöl
Ég nenni ekki að tíunda öll símtöl-
in í dag en til að gefa einhverja hug-
mynd þá talaði ég viö Magnús hjá
Ferðamálaráði vegna könnunar sem
gera á, við Atla vegna heiöursgesta
á leikdagana 10 í Reykjavík, Arnór í
ALP vegna Nissanbílanna sem af-
greiddir verða í vikunni, sneri
Thelmu eftir foxum sem þurfti að
svara, rak á eftir bók sem verið er
að prenta í Odda og keypti gegnum
kvæmdanefndarfundur hjá HM
strax á eftir. Því næst viðtal við
skiptinema sem eru að vinna að
verkefni vegna HM.
Á leið til Hafnar
Klukkan 19.15 skaust ég á æfmgu
hjá hðinu í Víkinni. Þeir æfa tvisvar
á dag þessa dagana og þarna vom
að vonum mættir Tobbi, Einar og
Davíð. Davíð sýndi mér endanlega
útgáfu af landshðstreyjunni með öll-
um auglýsingunum á og þaðan fór
ég inn á HSI. Stebbi Kon var með
fulltrúum félaga á fundi frá 21 og
kom ég þar við um tíuleytið. Mikið
þarf að skipuleggja þegar um 500 ein-
stakhngar eiga að koma fram og Jón
Egih lýsti vandamálum vegna lýs-
inga í Hölhnni fyrir þetta atriði.
Þessu næst ónáðaöi ég Gunnlaug,
skólastjóra Önnu Marínar, dóttur
minnar, og fékk fyrir hana leyfi úr
skólanum til að koma með mér til
Kaupmannahafnar. Þar hittum við
bræður hennar og verðum saman
nokkra daga og er það okkur öllum
mikið tilhlökkunarefni, en þeir eru
báðir í námi í útlöndum.
Æðislegtfjör
Þetta var ekki versti dagurinn.
Þetta er æðislegt fjör og mér hefur
aldrei liðið betur. Ég passa mig að
fara ekki of langt ofan í hvert mál
því þegar út í keppnina kemur er ég
nánast úr leik hvað varðar skipulag
og framkvæmd. Þá verður mitt hlut-
verk að sinna mínum gestum, lof-
sama gjörðir þeirra og afrek, hlusta
á dugnað þeirra og kraft og heilsa
þeim og blessa, vera góði kalhnn sem
aht vih fyrir alla gera. Og það má
upplýsa það hér að það er búið að
bóka mig í 21 málsverð á 14 dögum
í maí.
Við höfum gert allt th að skapa hér
frábært mót og nú er þaö íslendinga
að njóta þess.
Það er nóg að gera hjá Ólafi B. Schram þessa dagana. Hér er hann ásamt Hákoni Gunnarssyni, framkvæmda-
stjóra HM. DV-mynd ÞÖK
síma smágjafir fyrir gestgjafa okkar
í Danmörku - þetta gerði ég fyrir kl.
tíu.
Birna hélt áfram að mata mig á
símtölum og pósti. Fax kom frá Kúbu
þar sem farið var fram á að við redd-
uðum þeim búningum í keppnina.
Ég vísaði því th Adidas í Þýskalandi.
Listamaðurinn Stefán-Geir, sem er
að gera stærstu dómaraflautu heims,
hringdi í mig vegna staðsetningar
hennar. Ég svaraði meö neii Ung-
verjum sem vhja fá frítt inn fyrir sjö
manns og hálfellefu skaust ég með
bílinn til að setja í hann útvarp, skhdi
hann reyndar eftir. Fram að hádegi
fór ég yfir tímaáætlun setningarat-
hafnarinnar, talaði við Akureyri
vegna HM-dags og aðstoðaði Kristján
við að finna lausn á verðlaunapöllum
fyrir lokaathöfnina.
í fótbolta í hádeginu
Fram að hádegi ræddum við Stefán
um dagskrá lokahófsins og sömdum
boðsbréf til Vigdísar og forsætisráð-
herra sem enginn veit hver verður.
Á leiðinni út á KR í fótbolta, sem
byrjar 12.10, fór ég í símanum yfir
hokkur mál með Guðmundi hjá ís-
■ lands Tours í Hamborg, en fótboltan-
um sleppi ég aldrei á þriðjudögum.
Það væri nú annað hvort - skoraði
11 mörk af 14 sem liðið gerði í hehd!
Ég varð að sleppa aö fara með Ellert
bróður til pabba í samlokur og malt
en það höfum við gert sl. 25 ár á
þriðjudögum, eftir fótboltann.
Hálftvö ræddum við Júhus Haf-
stein ólympíunefndarformaður um
heimsókn Samaranch og svo var það
myndataka fyrir íþróttablaðið, því
næst hitti ég Marín, sem þekkir mig
nánast bara af afspurn þessa dagana,
og sinntum við erindi í Landsbank-
anum. Þaðan fór ég út í Höll að skoða
nýja gólfið. Enn var síminn og stutt
rabb við Örn framkvæmdastjóra HSÍ
vegna stjórnarfundar seinna um
daginn. Ég samdi bréf vegna kostun-
ar á heimildarmynd og kl. 16 aftur
Ásdís og Gunnar vegna hótelanna,
þá stjórnarfundurinn og fram-
Finnur þú finun breytingar? 306
- Nú getur þú sjálfur séð hvað svona trygging eins og ég er að
bjóða getur komið sér vel.
Vinningshafar fyrir þrjú hundruðustu og fjórðu get-
raun reyndust vera:
Nafn:
1. Kristinn Egilsson
Blikabraut 3
230 Keflavík
2. Gústaf Úlfarsson
Hrafnagilsstræti 29
600 Akureyri
Heimili:.
Myndirnar tvær virðast við fyrstu
sýn eins en þegar betur er að gáð
kemur í ljós að á myndinni til
hægri hefur fimm atriðum verið
breytt. Finnir þú þessi fimm atriði
skaltu merkja við þau með krossi
á myndinni til hægri og senda
okkur hana ásamt nafni þínu og
heimilisfangi. Að tveimur vikum
liðnum birtum við nöfn sigurveg-
aranna.
1. verðlaun:
Zodiac Sigma 300 simi, aö verðmæti kr.
4.950, frá Hljómbæ, Hverfisgötu 103,
Reykjavík.
2. verðlaun:
Úrvalsbækur. Bækumar, sem eru í verð-
laun, heita Líki ofaukið og Bláhjálmur úr
bókaflokknum Bróðir Cadfael aö verð-
mæti kr. 1.790. Bækurnar eru gefnar út
af Frjálsri fjölmiðlun.
Vinningarnir verða sendir heim.
Merkið umslagiö með lausninni:
Finnur þú fimm breytingar? 305
c/o DV, pósthólf 5380
125 Reykjavík