Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1995, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1995, Blaðsíða 10
10 liAU(!ARI)A(!UI{ (i. MAÍ 1995 Björn Sveinbjörnsson gerir það gott í fyrirsætustarfinu: Valinn í sýningu hj á tískukónginum Versace „Þetta er miklu erfiðara starf en ég liélt en ég ætla að vera við þetta áfrain á meðan vel gengur." Björn Sveinbjörnsson. sein fékk árssamn- ing við stærstu módelskrifstofuna í Finnlandi eftir að hafa verið kjörinn herra Norðurlönd síðastliðið haust. hefur undanfarnar fimm vikur verið við fyrirsætustörf í Madrid. Þar leist mönnum svo vel á hann að hann var spurður að því hvort hann vildi ekki taka þátt í keppninni herra alheimur sem haldin verður á Kanaríeyjum í september næstkomandi. Þátttak- endur eru fjörutíu talsins. þeir bestu sem eru að byrja í fyrirsætubransan- um. í sýningu hjáVersace í Madrid var Björn einn af fáum útvöldum sem fengu að taka þátt í tískusýningu á vegum tískukóngsins Versace í apríl síðastliðnum. „Hann var að halda sína fyrstu sýningu á Spáni. Hingaö til hefur hann bara sýnt á Ítalíu og í París. Það voru vald- ir sjö strákar til að sýna og fimmtán stelpur. Mér skilst að það hafi um 100 strákar sótt um að fá að taka þátt og líklega um 200 stelpur. Með sýningunni fylgdust nokkrar sjón- varpsstöðvar og á milli 50 og 60 íjós- myndarar. Sýninguna sóttu svo um fimm þúsund manns. Þetta var mjög gaman," greinir Björn frá. Eftir fimm vikna dvöl í Madrid er Björn nú á förum til Helsinki þar sem hann hóf fyrirsætustörfin síðastliðið haust. Björn var þegar þekktur er hann hóf störf þar því þá var nýbúið að krýna hann herra Norðurlönd. Varlíktvið James Bond Keppnin fór fram um borð í skemmtiferðaskipinu Cinderellu eða Öskubusku á Eystrasalti í október- lok. Sjónvarpsáhorfendur í Finn- landi gátu greitt keppendum at- kvæði. Björn fékk stuðning 300 þús- und Finna og var hann langefstur af níu þáttakendum. Hann vann alla þrjá titlana sem keppt var um því auk þess að vera kjörinn herra Norð- urlönd var hann kjörinn besta ljós- myndafyrirsætan og vinsælasti þátt- takandinn. Finnsk dagblöð birtu ít- arlegar frásagnir af keppninni og sögðu að miöað við fagnaðarlætin sem brutust út þegar úrshtin voru kynnt hefði ekki farið á milli mála hver hefði verið í uppáhaldi áhorf- enda. Var þess meðal annars getiö að Björn þætti minna á hinn nýja James Bond. Dagslaunin geta verið mjög góð Vegna titilsins var Birni oft boðið aö vera viðstaddur ýmsar athafnir í Helsinki og nágrenni. „Ég fékk boðs- kort eins og ráðherrar og borgar- stjórinn. Ég skellti mér stundum og kikti á þetta þegar ég þurfti ekki að vinna daginn eftir. Það fór þó eftir því hvað var um að vera. Módelskrif- stofan stýrði þessu einnig að hluta.“ Vinnan hefur aðallega verið fólgin í því að sitja fyrir á myndum fyrir verðlista, ýmis tímarit og þátttaka í sýningum. Hann hefur einnig farið í myndatökur til Kanaríeyja á vegum eins viðskiptavinar. Það er ekki alltaf - þátttakandi í keppninni herra alheimur í haust í fyrra var Björn Sveinbjörnsson verslunarstjóri í Bónusi. Nú er hann fyrirsæta úti í heimi. Björn hefur verið við fyrirsætustörf i Helsinki og Madrid og heldur til Milanó í sumar. sem unnið er alla daga vikunnar en dagslaunin geta verið mjög góð, aö sögn Björns. Hann vill þó ekki láta uppi hversu mikið hann þénar. „Ég hef fengið fleiri verkefni en ýmsir a'ðrir. Titillinn veitti mér visst for- skot,“ tekur hann fram. Enginn dans á rósum í þetta sinn verður Björn í Helsinki i þrjár vikur. Þaðan fer hann svo aftur til Madrid þar sem hann verður einnig í þrjár vikur. Frá Madrid er ráðgert að senda Björn til Mílanó, þó svo að hann hann hafi enn ekki verið bókaður í verkefni þar. „Módelskrifstofan í Finnlandi vill að maður gangi á milli umboðsskrif- stofa og kynni sig þegar hlé verður á verkefnum. Þótt maður sé bókaður í ákveðin verkefni kemur yfirleitt hlé á milli. Þá þarf ég að hitta fólk og sýna myndamöppuna mína.“ Sjálfur fyrirsætubransinn er tals- vert öðruvísi en Björn átti von á. „Þetta er harður heimur, þetta er enginn dans á rósum. Menn verða að vinna fyrir sínu. Það er kannski bara ágætt að samkeppnin skuh vera hörö því menn gæta sín þá og eru ekki of mikið úti á lífinu.“ Samkvæmislífið í Madrid er fjör- ugt, að því er Björn greinir frá. „Það er talsverður samgangur á milli starfsmanna módelskrifstofa og aöila i veitingarekstri. Módel fá gjarnan allt frítt á ýmsum skemmti- og veit- ingastöðum hér í Madrid." Björn segir það hafa komið sér á óvart hvernig Spánverjar skipta starfsdeginum. „Klukkan eitt á dag- inn fara þeir í þriggja til fjögurra klukkustunda matar- og hvíldarhlé. Í staðinn er svo unnið fram eftir kvöldi, til átta eða níu.“ Uppgötvaðist í hópi áhorfenda Fyrir ári var Björn verslunarstjóri hjá Bónusi og hafði ekki komið ná- lægt tískubransanum. Það var Jóna Lár. hjá Módel 79 sem uppgötvaði Björn. Hún sá hann í hópi áhorfenda á Ehte-keppninni, spuröist fyrir um hann og hringdi í hann daginn eftir í Bónus. Björn féllst á að taka þátt í módelkeppni herra á vegum Módel 79 og bar sigur úr býtum. Það var svo á vegum Módel 79 sem Björn tók þátt i keppninni herra Norðurlönd. „í kjölfarið fékk ég svo þetta tæki- færi og greip það. Ég var forvitinn að reyna þetta og það hefur gengið vel. Það er ekkert þessu líkt heima.“ Björn kveðst sakna ættingja og vina en er ánægður með að hafa feng- ið kærustuna sína, Díönu Bjarna- dóttur, til sín til Madrid. Hann kann vel við sig í borginni og nýtur veður- blíðunnar. „Þetta er rosalega falleg borg og það er gaman að vera hérna.“ Þegar er búið að ræða við Björn um framlengingu á árssamningnum sem finnska módelskrifstofan gerði við hann í upphafi. Björn hefur einn- ig verið spuröur að því hvort hann hafi ekki áhuga á að reyna fyrir sér við kvikmyndaleik. „Það er oft verið að spyrja mig hvort ég vilji spá í þaö. Ég ætla að reyna að koma mér áfram í fyrirsætustarfmu fyrst en maður veit svo sem aldrei hvað mað- ur gerir.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.