Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1995, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1995, Blaðsíða 51
LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1995 59 Afmæli Jór Jón Karl Ólafsson rekstrarráðgjafi, Háteigsvegi 26, Reykjavík, verður sextugur á morgun. Starfsferill Jón er fæddur á Seltjarnarnesi og ólst upp í Hafnarfirði og Reykjavík. Hann var í Gagnfræðaskóla Austur- bæjar, Verslunarskóla íslands og Garöyrkjuskóla ríkisins. Jón starfaði aðallega við verslun og viðskipti og rak eigið fyrirtæki í áratug, var sveitarstjóri í Sandgerði 1979-86 og hefur síðan unnið sjálf- stættviörekstrarráðgjöf. Samhliða sveitarstjóraembættinu var hann stjórnarmaður í Hitaveitu Suður- nesja og stjómarformaður hennar iK. ( 1984. Jón var í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum í 7 ár, auk annarra sameiginlegra stofn- ana sveitarfélaga á Suðurnesjum. Jón gerðist félagi í Kiwanis- klúbbnum Heklu 1968 og var forseti klúbbsins 1975-76, svæðisstjóri Þórssvæðis 1978-79 og umdæmis- stjóri íslenska Kiwanisumdæmisins 1983-84. Hann var formaöur K- dagsnefndar 1983 og 1989 og á sæti í stjórn endurhæftngarstöðvar Geð- verndarfélags íslands. Fjölskylda Jón kvæntist 9.2.1957 Hönnu Bachmann, f. 20.11.1935, kennslu- fulltrúa. Foreldrar hennar: Hall- )lafs grímur Bachmann, ljósameistari í Reykjavík, og Guðrún Jónsdóttir klæðskeri. Þau eru bæði látin. Dætur Jóns og Hönnu: Halla Jóns- dóttir, f. 8.6.1954, hugmyndasagn- fræðingur, maki dr. Gunnar E. Finnbogason lektor, þau eiga tvö börn; Inga Jónsdóttir, f. 29.4.1957, flugfreyja, maki Ottó Guðmundsson framkvæmdastjóri, þau eiga tvö börn. Bræður Jóns: Birgir Reynir, f. 11.1. 1931, látinn, skrifstofumaður í Reykjavík; Guðlaugur, f. 10.11.1942, bólstrari í Reykjavík. Systkini Jóns, samfeðra: Guðmundur, f. 4.11.1923, fyrrverandi starfsmaður Vita- og hafnamálastofnunar, búsettur í son Háfnarfirði; Jóhannes, f. 10.7.1925, rafvélavirki í Kaupmannahöfn; Sveinn, f. 31.8.1926, látinn, starfs- maður slökkviliðsins á Keflavíkur- ílugvelh; Þórdís, f. 12.9.1927, látin, tannsmiður; Margrét, f. 25.4.1929, húsmóðir í Reykjavík. Foreldrar Jóns: Ólafur Guðlaugs- son, f. 24.2.1897, látinn, hótelstjóri á Hótel Birninum í Hafnarfiröi, og Ingibjörg Jónsdóttir.f. 22.11.1905, látin. Þau bjuggu í Hafnarfirði og Reykjavík. Ætt Ólafur var sonur Guðlaugs Guö- mundssonar frá Ásgaröi í Gríms- nesi, sýslumanns og síðar bæjarfó- aZjL Æ1 ^fSrMi Jón K. Ólafsson. geta á Akureyri, og konu hans, Oli- viu Mariu Svenson, sem ættuð var úr Dölunum í Svíþjóð. Ingibjörg var dóttir Jóns Jónsson- ar steinsmiös og Önnu Jónsdóttur. Jón tekur á móti gestum á afmæl- isdaginn, 7. maí, frá kl. 17-19 að Engjateigill,2. hæö. Fréttir Hús Bílaumboös Péturs Óla Péturssonar er til sölu en fjármálaráðuneytið hefur falast eftir því. Ráðuneytisstjóri þar er Magnús bróðir Péturs. DV-mynd GVA 1.400 fermetra húsnæði Bílaumboðsins á Krókhálsi til sölu: Ráðuneyti vill kaupa hús bréður ráðuneytisstjóra „Sjöan“ frá BMW er sérlega vel búinn glæsivagn. Sjöan frá BMW frumsýnd um helgina Bifreiðar og landbúnaöarvélar hf. hafa eins og kunnugt er tekiö við umboöi fyrir BMW og af þvi tilefni verður efnt til BMW-sýn- ingar í sýningarsal fyrirtaekisins aö Ármúla 13 um helgina. Þar verður meðal annars frum- sýnd glæsibifreið úr sjö-línunni, BMW 730, sem hlaðin er auka- búnaði og þar með taliö tvöfalt gler, en með þessum aukabúnaði kostar bíllínn 8.955.000. Alls verða sex glæsívagnar frá BMW á sýningunni, úr íimm- línunni veröa bæöi hefðbundnir fólksbílar og eins með fjórhjóla- drifi, og úr þrjú-línunni verða tveir bílar. Alls er þetta bílafloti upp á 35 milljónir króna að verð- mfeti. Opið verður hjá B&L í dag, laugardag, frá klukkan 10 til 16 og á morgun, sunnudag, frá klukkan 13 til 16. Nýr Escort er gjörbreyttur í útflti. Myndin sýrjir Escort Ghia, topp- útfærslu af þessum bil. Stórsýning áFord Brimborg hf. heldur nú um helgina sína fyrstu sýningu á Pordbílum,,en sem kunnugt er tók Brimborg við Pordumboðinu fyrr á þessu ári. Á þessari fyrstu sýningu er lögö megináhersla á Pord Escort og Mondéo. Ford Escort hefur nú fengið verulega „andhtslyftingu" og kemur nú meö mjög breyttri yfir- byggingu og innréttingu. Verðið er ffá 1.138.000 krónum, en sendi- bíllinn Escort Van kostar 998.000 krónur þegar viröisaukaskattur- inn hefur verið endurgreiddur. Ford Mondeo er óbreyttur frá eldri gerðum, en er nú boðinn með 1,8 lítra vél, 115 hestafla, auk tveggja lítra 136 ha vélarinnar. Fordsýningin verður opin hjá Brimborg í Skeifunni kl. 12-17 laugardag og sunnudag. „Við erum bræður, það er ekkert vafamál. En ég er enginn eignaraðili í hans hlutafélagi og kem ekki ná- lægt því. En vegna ættartengsla er ég vanhæfur í þessu máli. Ég fjalla ekki um það og hef aldrei gert. Þegar máliö hefur verið til umíjöllunar í samstarfsnefnd um opinberar fram- kvæmdir, sem tekur ákvarðanir um hvort kaupa eigi hús eða byggja fyrir stofnanir, þá vík ég af fundum og kem ekki nálægt því,“ sagði Magnús Pétursson, ráðuneytisstjóri í fjár- málaráðuneytinu, í samtali við DV. Hann var spurður hvort um hags- munatengsl sé að ræða í ljósi þess að fjármálaráðuneytið hafi áhuga á að kaupa 1.400 fermetra hús í eigu Péturs Ola Péturssonar, bróður hans - húsnæði Bílaumboðsins að Krók- hálsi 1. Magnús sagöi að húsið hefði verið í skoðun fyrir starfsemi Brunamála- Hafnsögumenn og lögreglumenn í Hafnarfirði könnuðu í gær mengun fyrir utan höfnina í Hafnarfirði og í fjörunni við Langeyri. í fyrstu var tahð að olíuflekkir væru á floti þar í sjónum. Síðar kom í ljós að þarna stofnunar - „ef um semdist gæti orð- ið af kaupum". Ég er vanhæfur Magnús sagði Friðrik Sophusson fjármálaráðherra fara með máhð fyrir hönd fjármálaráðuneytisins auk Þórhalls Arasonar. „Við létum bara meta húsið. Ég hef ekki séð það mat. Okkar venja er sú að ef við kaupum hús geta seljendur komið með sínar óskir en við látum fasteignasala eða matsmann meta húsið fyrir okkur og vinnum síðan okkar gagntilboð," sagði Magnús. Hann kvaðst ekki hafa tölur um hvað ráðuneytið hefði metið húsið á og ekki næðist í Þórhall. - Nú auglýsti Pétur sitt hús og fjár- málaráðuneytiö er einn af þeim aðil- um sem sýndu þvi áhuga? „Já, það er rétt, á sama tima og við vorum að auglýsa eftir húsi fyrir var um að ræöa einhvers konar hreinsivökva sem kom úr útræsi við Langeyri. Talið er víst að þetta komi frá iðnfyrirtæki sem tengt er ræsinu, en auk hreinsivökvans var aö fmna tvist og tuskur í flekkjunum. stofnunina. Við höfum verið að svip- ast um eftir húsi fyrir stofnunina í vetur.“ Magnús sagði jafnframt að það væri ekkert launungarmál að hann hefði tekið ákvörðun um að Bruna- málastofnun fengi úrlausn sinna húsnæðismála. „Ég er hins vegar vanhæfur til að afgreiöa hvaöa húsnæði það verð- ur,“ sagði hann. Verð ekki gefið upp „Málið var svo einfalt að ég aug- lýsti húsið til sölu,“ sagði Pétur Óli Pétursson hjá Bílaumboðinu. „Það hafa nokkrir aðilar sýnt húsinu áhuga, þar á meðal ríkið. En það hefur engu verið lokað enn þá.“ - „Hvaða verð er sett á húsið? „Ég vil ekki tjá mig um það,“ sagði Pétur Óli. -Ótt Ekki er vitað til þess að náttúru- spjöll hafi hlotist af hreinsivökvan- um en máhð verður tekið til rann- sóknar hjá lögreglunni í Hafnarfirði og reynt aö leysa það í samvinnu við bæjartæknifræðing. -pp Óskilamunir Lögreglan heldur í dag, laugar- dag, uppboð á óskilamunum f vörslu sinní. Hínlr ótrúlegustu hiutir hafa ratað i vörslu lögregl- unnar en auk hetðbundinna tanngóma var þessum forláta stól, sem Þórir Þorsteinsson lög- reglumaður stendur við, skilað til lögreglunnar á liðnum vetri. Þá verða boðin upp á þriðja hundrað reiðhjól, mörg hver í mjög góðu ástandi, iatnaður, ur og margt fleira. Uppboðið verður haldið í uppboðssal Vöku hf. að Eldshöfóa 4 klukkan 13.30. DV-mynd GVA Lögreglustjóri: Bjórsalan verður í tjaldi Lögreglustjórinn í Reykjavik hefur ákveðið að heimlla bjórsölu í veitingafjaldi við hlið Laugar- dalshallarinnar á meðan HM stendur. Með þvi móti geta áhorf- endur farið á milli Hallar og tjalds i gegnum eíns konar göngurana, keypt bjór í tjaldinu og drukkið hann þar, en fá ekki að fara meö bjórinn inn i Höll. Borgarstjórn hafði hins vegar samþykkt að bjór yrði seldur á annarri hæð Hallarinnar, þar sem veitingasala hefur allajafna verið, en ákvörðun lögreglustjóra er endanleg. Guðmundur Guöjónsson yfir- lögregluþjónn sagði í samtali við DV í gær að öryggissjónarmið hefði ráðið þessari ákvörðun. Ef bjór hefði verið seldur í sjálfu húsinu heföi þurft að afinarka svæði og því sé tjaldsalan, þar sem hvort sem er á að selja aðrar veitingar, farsælasta lausnin í bjórmálinu. „Auk þess er marg- falt betra aö fylgjast með bjórsöl- unni með þessum hætti,“ sagði Guðmundur. -Ott Mengun við Haf narfjarðarhöf n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.