Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1995, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1995, Blaðsíða 56
FRÉTTASKOTIÐ 562*2525 Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 562 2525. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greið- ast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. RITSTJÓRN - AUGLÝSINGAR - ÁSKRIFT - DREIFING: 563 2700 BLAÐAAFGREIÐSLA 0G ÁSKRiFT ER 0PIN; Laugardaga: 6-14 Sunnudaga: lokað Mánudaga: 6-20 Þriðjudaga - föstudaga: 9-20 BEINN SÍMI BLAÐA- AFGREIÐSLU: 563 2777 KL 6.SLAUGAft0ACS-0G MANUDAGSMOflG ÞJA LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1995. Heimsmeistarakeppnin í handknattleik hefst á morgun í Laugardalshöll. í gær mátuöu landsliðsmennirnir nýja búninga sem leikið verður í á HM. Á myndinni eru þeir Gunnar Beinteinsson og Geir Sveinsson. Af svip þeirra má ráða að ætlunin er að taka vel á í komandi leikjum íslenska liðsins. DV-mynd BG Islenska landsliöiö endanlega valiö fyrir HM sem hefst á morgun: Besta lið okkar í dag - segir Þorbergur Aöalsteinsson landsliösþjálfari „Þetta er besta lið okkar í dag, það er engin spurning," sagði Þorbergur Aðalsteinsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, í gær en þá tilkynnti hann endanlegan leikmannahóp ís- lands á HM í handknattleik. Leikmennirnir eru: Markverðir: Bergsveinn Berg- w—sveinsson, UMFA, Guömundur Hrafnkelsson, Val, og Sigmar Þröst- ur Óskarsson, KA. Aðrir leikmenn: Bjarki Sigurðsson, Víkingi, Dagur Sigurðsson, Val, Ein- ar Gunnar Sigurðsson, Selfossi, Geir Sveinsson, Val, Gunnar Beinteins- son, FH, Gústaf Bjarnason, Haukum, Jón Kristjánsson, Val, Júlíus Jónas- son, Gummersbach, Konráð Olavs- son, Stjörnunni, Ólafur Stefánsson, Val, Patrekur Jóhannesson, KA, Sig- urður Sveinsson, Víkingi, Valdimar Grímsson, KA. Landsliðið æfði í morgun en kl. 14 í dag heldur það Jjl Hótel Arkar í Hveragerði þar sem hðið mun dvelja meðan á keppninni stendur. Fyrsti leikur íslendinga er gegn liði Bandaríkjanna á morgun kl. 20 í Laugardalshöll. Síðan eru leikir á þriðjudag og miðvikudag. Samningaviðræöur um samstarf Kringlu og Borgarkringlu: Stef na að einni yf irstjórn - viðræöumar langt komnar, segir Þorgils Óttar Mathiesen „Það er takmark okkar að selja húseignina. Með aukinni samvinnu við Kringluna verður eignin sölu- vænlegri. Við stöndum núna í við- ræðum, sem eru langt komnar, um aukna samvinnu við nágranna okk- ar. Hugmyndin gengur út á að gera þetta svæði að sameiginlegum versl- unarkjarna með einni yfirstjórn og ná þannig fram sparnaði og hagræð- ingu,“ sagði Þorgils Óttar Mathiesen, stjórnarformaður Kringlunnar 4-6, sem á verslunarhæðir Borgarkringl- unnar, í samtali við DV. Verslunarhúsnæði Borgarkringl- unnar á 1. og 2. hæð hefur verið til sölu um nokkurt skeið eftir miklar hremmingar í rekstri. Stærstu lánar- drottnar - íslandsbanki, Iðnlánasjóð- ur og Iönþróunarsjóður - eiga hús- næðið og leigja það starfandi versl- unum. -PP Scháferhundur réðst á tíkina Snoppu og drap hana: Klippti á hálsinn með skoltunum „Við hjónin vorum á gangi með tík- ina okkar gegnum byggingarsvæði í Mosahlíð þegar við komum auga á stóran scháferhund. Þegar hann varð var við okkur rauk hann á lapp- ir, kom eins og elding niður eftir til okkar og stökk beint á Snoppu. Hann greip hana með framfótunum, sneri henni við, klemmdi hana undir sig og khppti á hálsinn á henni með skoltunum. Hún var dauð á sek- úndu,“ segir Elís Stefánsson. Elís var ásamt konu sinni á heilsu- bótargöngu á mánudaginn var í Hafnarflrði þar sem þau búa. Heimil- ishundurinn Snoppa, 11 ára tik af Beagle-kyni, sem er minkahunda- kyn, var með í fór og lýsir Elís viður- eigninni svo: „í öllum látunum stökk konan mín á bak hundinum og reyndi að sveigja hausinn á honum frá með því að toga í ólina. Ég fór aftur fyrir hann og reyndi að sparka í hann en við vorum eins og flugur utan á honum og réð- um ekkert við hann.“ Málið var kært til lögreglunnar í Hafnarfirði. Eigandi scháferhunds- ins féllst á að lóga honum enda ekki í fyrsta skipti sem hann réðst á sér smærri dýr, þó aldrei með slíkum afleiðingum. Elís segir greinilegt að scháferinn, sem einnig var tík, 6 ára gömul, hafi aðeins haft eitt markmið - að drepa „bráðina" - hann hafi ekki sýnt Snoppa var „dauð á sekúndu". neina tilburði til að leika sér. Ekki er ljóst hvort þarna var um blending að ræða eða hreinræktaöan scháfer- hund. Elís hvetur eigendur stórra hunda til að gæta þeirra sérstaklega með þetta í huga. Hann þakkar fyrir að þarna hafi ekki barn orðið fyrir barðinu á hundinum. -pp Noröurá: 160 milljóna tilboði Péturs haf nað „Það er rétt að ég hef fengið bréf frá stjóm veiðifélags Norðurár í Borgarfirði og þar er mínu tilboði í ána hafnað þó það gefi landeig- endum við Norðurá miklu meira en þeir hafa núna fyrir ána,“ sagði Pétur Pétursson í samtali við DV. Stjórn veiðifélags Norðurá hafn- aði tilboði hans í ána sem átti að færa landeigendum 160 milljónir næstu fimm árin. „Málið er ekki tapað ennþá. Það verður haldinn fundur í veiðifélag- inu næsta fimmtudag og það eru 42 eigendur við ána sem eiga rétt á setu á fundinum. Á þeim fundi get- ur allt gerst. Menn eru allt annað en ánægðir í Norðurárdalnum meö að stjórnin hafnaði tilboðinu," sagði Pétur. LOKI Áfram (hikk!) ísland! Veðrið á sunnudag ogmánudag: Svalt í veðri Á sunnudag og mánudag verð- ur norðaustanátt, víðast kaldi. Fremur svalt í veðri, einkum á mánudag og má búast viö vægu næturfrosti víða um land en hiti verður á bilinu 1-6 stig yfir dag- inn, mildast suðvestan til. Norð- austanlands verða lítils háttar él en víða bjart veður í öðrum landshlutum. Veðrið í dag er á bls. 61 TVÖFALDUR1. VINNINGUR 1 ANDSSAMBAM) ÍSI.. RAF\ KUKTAKA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.